Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. desember 1986 278. tölublað 51. örgangur
Samningarnir
Tekist á um lágmarkslaun
Þingað í Garðastrœti ígœr. Guðmundur Þ. Jónsson: Býst við að línur skýrist ínótt
Þórarinn V. Þórarinsson: Ómögulegt að segja á hvorn veg það fer.
Þegar Þjóðviljinn fór í prentun
í nótt sátu samninganefndir Al-
þýðusambandsins og Vinnu-
veitenda enn á fundi og var búist
við að það myndi skýrast í nótt
hvort samningar tækjust eða
ekki.
Guðmundur Þ. Jónsson, for-
maður Iðju, sagði að atvinnurek-
endur hefðu verið að ræða inn-
byrðis og að það kæmi væntan-
lega í ljós um nóttina hvort þær
samræður færðu aðila nær
samkomulagi.
„Ég á fastlega von á því að
þetta skýrist í nótt, en það er ó-
mögulegt að segja að svo stöddu
á hvom veg það fer,“ sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ í gærkvöldi.
Hann sagði að tekist væri á um
lágmarkslaunin en vildi ekkert
gefa út á það hvaða tölur væri
verið að ræða, annað en að þær
væru hærri en -tuttugu þúsund og
lægri en þrjátíu.
Samninganefndirnar mættu í
Garðastræti kl. 14 í gær og þing-
uðu hvor í sínu lagi til kl. 18 að
gert var matarhlé. Munu vinnu-
veitendur hafa reiknað út hvað
það kostaði að skrifa undir samn-
ing upp á 27 þúsund króna lág-
markslaun, en Alþýðusamband-
Framsóknarstefnan
KvðtTá
eggin!
Stjórnarliðar fóru í hár saman
á alþingi í gær þegar Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
sagðist myndi beita sér fyrir
„framleiðnistjórnun“ þ.e. kvóta-
fyrirkomulagi í eggjaframleiðslu
landsmanna.
Sagði ráðherra það hagkvæm-
ustu leiðina auk þess sem skylt
væri að taka upp slíka stjórnun ef
beiðni bærist frá meirihluta
eggjaframleiðenda. Bjóst hann
við slíkri beiðni innan tíðar. Frið-
rik Sophusson lýsti eindreginni
andstöðu við orð ráðherrans og
krafðist þess að hann legði málið
fyrir ríkisstjórn svo hægt yrði að
afstýra kvótafyrirkomulaginu.
Jón sagðist í lok umræðunnar
myndi ræða við samstarfsflokk
sinn áður en til ákvörðunar
kæmi.
Það var Karl Steinar Guðnason
sem hóf utandagskrárumræðu á
alþingi í gær um beiðni fseggs um
50 rniíjón króna ábyrgð frá Fram-
leiðnisjóðilandbúnaðarins. ísegg
sem er í eigu Sambands eggja-
framleiðenda er að kaupa Holta-
búið, annað stærsta eggjabú
landsins og sagði Karl Steinar að
með þessu væri almannafé notað
til að auðvelda einum aðila að
sölsa undir sig markaðinn og ná
þar einokunaraðstöðu. Síðan
kæmi krafa um kvóta og þetta
væri hneyksli. Ráðherrann væri
að rétta verkalýðshreyfingu og
neytendum kinnhest því kvótinn
og einokunin myndi leiða til
hækkaðs verðlags eins og
reynslan sýndi. _ÁI
ið mun ekki til viðræðu um lægri
tölu. Talsverður þrýstingur er
innan samninganefndar ASÍ um
að knýja launin upp fyrir hinar
táknrænu 30 þúsund krónur.
Áður höfðu Vinnuveitendur
boðið upp á 24 þúsund króna lág-
markslaun og bera því við að fisk-
vinnslan þoli ekki hærri laun.
Talið er líkiegt að samið verði
til hálfs árs ef samningar takast.
Þó saman gangi með lágmarks-
launin eru ýmis önnur mál óút-
kljáð, en ekki er talið að samn-
ingai geti strandað á þeim.
Hlutur ríkisstjórnarinnar í samn-
ingunum er t.d. alveg ófrá-
genginn, en hún mun tæplega
standa gegn samningum þegar
svo stutt er í kosningar. Það sem
snýr að ríkisstjórninni eru annar-
svegar skattamálin og hinsvegar
mál sem snúa að verðlagsákvörð-
unum. -Sáf
Dýralíf
Haraldur
langlífi
Vín - Nautið Haraldur, tékkó-
slavneskur að þjóðerni, á nú
Evrópumetið i langlífi meðal
dýra sem ganga fyrir tilstilli
gervihjarta.
Bolinn Haraldur lifði sinn 213.
dag í gær frá því hann fékk nýtt
hjarta á sjúkrahúsinu í Brno og er
hress og kátur eftir því sem sér-
fræðingar segja. Fyrra metið er
211 dagar, ónefnt dýr í V-Berlín
mun hafa sett það met.
-IH/Reuter
En þarf ekki bílstjórinn að sjá eitthvað líka? Eftir hundslappadrífu í höfuðborg inni í gær. (Mynd: Sig.)
Sjálfstœðisflokkurinn
Beðið eftir saksóknara
Sjálfstœðisflokkurinnfersérhœgtað ákveða Reykjavíkurlistann, hinkrað eftir
Hafskipskœrum saksóknara. Kjörnefndarfundur 5. janúar.
Steingrímur Hermannsson: Þóttallir viti ástœðuna þorir enginn að kveða uppúr
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hraða því ekki að ákveða
framboðslista sinn. Næsti fundur
kjörnefndar er eftir mánuð, 5.
janúar, og fulltrúaráðsfundur því
enn síðar. Forystumenn þessara
stofnana Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík segja allt með felldu,
en margir telja að beðið sé úrslita
Hafskipsmálsins hjá saksóknara,
þarsem úr því fæst skorið hvort
gefin verður út kæra á Albert
Guðmundsson, til dæmis fyrir
skattsvik.
Kjömefndin gerir tillögu um
röðun á listann frá 1. til 36. sætis,
en er hvað efstu tíu sætin varðar
bundin af úrslitum prófkjörsins
þarsem Albert varð efstur. Til-
laga nefndarinnar fer síðan fyrir
fund í fulltrúaráði Sjálfstæðisfél-
aganna og ræður hann listanum
óháð tillögu kjömefndar sagði að
mönnum hefði ekki fundist neitt
liggja á og hefði jólamánuðurinn
ekki verið talinn heppilegur til
kjömefndarstarfa. Hann taldi að
fulltrúaráðsfundur gæti ekki orð-
ið fyrren í fyrsta lagi seinnihluta
janúar.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í Tíma-viðtali
í gær um framboðsraunir Fram-
sóknar að það væri víðar ólga,
það „syði undir“ hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík. Ákvörð-
un um þann lista væri frestað, „og
þó allir viti ástæðuna þá þorir
enginn að kveða upp úr með
það“.
Morgunblaðið hefur minnt á
það í leiðara að ekki sé of seint að
breyta skipan efstu sæta listans,
og stjóm Heimdallar hefur álykt-
að gegn Albert í efsta sæti. í
Helgarpóstinum í gær segir
Friðrik Sophusson varaformaður
að ein ástæða ófara flokksins í
skoðanakönnunum séu „gjald-
þrotamál og önnur slík leiðinda-
mál, svo sem Hafskips- og
Útvegsbankamálin“.
Bragi Steinarsson
vararíkissaksóknari varðist allra
frétta af gangi Hafskipsmálsins
hjá embættinu, og skatt-
rannsóknarstjóri segir sig bund-
inn þagnarskyldu um hugsanlega
rannsókn mála, en talið er að
næsti kafli í réttarsögu Hafskips-
manna hefjist varla fyrren seint í
janúar.
-m
Lækjartorg
Jólasveinn frá Hollandi
Hollenskur jólasveinn ætlar að
hitta reykvísk börn á Lækjartorgi
í dag klukkan hálf sex og hefur
með sér nokkra fylgisveina.
Sinterklaas nefnist karlinn, og
er ekki eiginlegur jólasveinn, -
þeir eiga heima í íslenskum fjöll-
um, - heldur fjörgamall biskup
sem á afmæli snemma í desember
og heldur uppá það með því að
gefa börnum gjafir í staðinn fyrir
að fá þær sjálfur.
Sinterklaas siglir til Hollands,
og nú áfram til Islands, frá Spáni
þarsem hann hefur vetursetu, og
hefur með sér bleksvarta aðstoð-
armenn. Góðu börnin fá að
minnsta kosti piparhnetur, en hin
eru skrifuð niður í stóra bók, sem
Sinterklaas hefur méð sér á Lækj-
artorg í dag.