Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 14
MINNING ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Suðurland Forval 4., og 5. desember Síðarí umferð forvals AB á Suðurlandi vegna alþingiskosninganna fer fram dagana 4. og 5. desember. Kjörstaðir verða opnir kl. 16 - 22 báða dagana. Kosið verður hjá formönnum félaganna eða trúnaðarmönnum þeirra nema annað sé tekið fram. Vestmannaeyjar: Rannveig Traustadóttir s: 2960. Kjörstaður í Kreml. Selfoss: Anna Kristín Sigurðardóttir s: 2189. Kjörstaður að Kirkjuvegi 7. Þorlákshöfn: Elín Björg Jónsdóttir s: 3770. Kjörstaður á skrifstofu Stoð sf. Hveragerði: Magnús Ágústsson s: 4579. Kjörstaður verður á Breiðumörk 11. Stokkseyri: Dagrún Ágústsdóttir iragerði 9, s: 3303. Uppsveitir Árnes- sýslu: Unnar Þór Böðvarsson Reykholti s: 6831. V-Skaftafellssýsla: Mar- grét Guðmundsdóttir, Vatnsskarðshólum s: 7291. Rangárvallasýsla: Einar Sigurþórsson, Háamúla s: 8495. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forvalsins hefst föstudaginn 28. nóvember. Kosið verður hjá formönnum félaganna og á aðalskrifstofu AB á Hverfisgötu 105 á skrifstofutíma. Starfshópur um utanríkis- og friðarmál Fundur verður í Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, mánudaginn 8. des- ember kl. 19.30. Á dagskrá m.a.: Niðurstöður miðstjórnarfundar - staða utanríkismála á Alþingi - starfið í vetur og skipan starfshópa. Áríðandi að allir sem vilja starfa með í vetur mæti á fundinn. Nýir þátttak- endur sérstaklega velkomnir. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Forval 6. desember Forval vegna komandi alþingiskosninga fer fram laugardaginn 6. desemb- er. Nefndarmenn í uppstillingarnefnd annast framkvæmd forvalsins hver á sínu félagssvæði og verður nánar auglýst um kjörstaði síðar. Utankjörfundarkosning ferfram hjá nefndarmönnum og skulu atkvæðis- bærir félagar snúa sér til þeirra ef þeir geta ekki kosið á kjördegi. Nefndarmenn eru: Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði, s: 62270, Þóra Rósa Geirsdóttir, Dalvík, s: 61411, Ingibjörg Jónasdóttir, Akureyri, s: 25363, Heimir Ingimarsson, Akureyri, s: 24886, Sverrir Haraldsson, S-Þing., s: 43126, Kristjana Helgadóttir, Húsavík, s: 41934, Stefán L. Rögnvaldsson, öxarfirði, s: 52230, Angantýr Einarsson, Raufarhöfn, s: 51125 og Jóna Þorsteinsdóttir, Þórshöfn, s: 81165. ATH! Utankjörfundarkosning fer einnig frm hjá skrifstofu Alþýðu- bandalagslns f Reykjavfk að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Opið hús Föstudaginn 5. desember verður opið hús á Kirkju- vegi 7 frá kl. 21.00. Kristín Ólafsdóttir kemur austur yfir heiðina gagngert til að vera skemmtileg. Henni til aðstoðar verður að sjálfsögðu skemmtilega deildin í félaginu. Mætum öll hress og kát með söng- röddina í lagi og glöggum okkur á piparkökum. Allir velkomnir. Stjörnln Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi verður í Þinghóli laugardaginn 6. desember frá kl. 10.00-12.00. Allir velkomnir. ABK Alþýðubandalagið Suðurlandi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráðsfundur verður haldinn í Ölfusborgum dagana 6. og 7. des- ember. Fundurinn hefst kl. 15.00 á laugardag. Dagskrá: 1) Talning atkvæða úr síðari umferð forvals og uppstilling lista. 2) Kosningaundirbúningur. 3) Önnur mál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Jón Svan Sigurðsson f. 12.2.1913 - d. 27.11.1986 Jón átti mikið og myndarlegt heimili í Neskaupstað. Hann og kona hans, Jóna Jónsdóttir áttu 5 myndarleg börn. Það var oft fjöl- mennt á heimili þeirra og þangað þótti manni gott að koma. Jóna, kona Jóns, fylgdist af áhuga með öllu sem maður henn- ar var að gera og hún var dugnað- arforkur þegar kom til félags- legra átaka eins og í kosningaá- tökum og öðru slíku. Jón Svan eignaðist marga vini, enda var hann einstaklega laginn að kom- ast að sáttum við þá sem í deilum stóðu. Þegar þau Jón Svan og Jóna fluttu hingað suður, dró mjög úr okkar samskiptum. Þó fann ég greinilega, að áfram stóð hugur þeirra til Norðfjarðar og Norð- firðinga og til gömlu góðu áranna sem við áttum þar saman. Á Norðfirði áttu þau líka sína bestu daga og þar höfðu þau bæði unnið að fjölmörgum málum sem Norðfirðingar kannast enn mæta vel við. Ég vil nú við leiðarlok þakka vini mínum Jóni Svan fyrir langt og ánægjulegt samstarf og fyrir góða og einlæga vináttu. Við Fjóla vottum þér Jóna, og börn- um ykkar Jóns, samúð okkar með miklu þakklæti fyrir liðna daga. Lúðvík Jósepsson Bjöm B. Bjömsson Fæddur 3. okt. 1918 — Dáinn 26. nóv. 1986 Hann frændi minn Bjössi bang- si er dáinn. Hann sem alltaf var svo hress og í góðu skapi. Bjössi og Ólöf voru farin að halda meira til fyrir austan og þeim leið vel þar. Það er sorglegt að sá tími varð styttri en þau höfðu hugsað sér. En Bjössi var einn af þeim fáu sem kunna að nota tímann og njóta stundarinn- ar, því að maður veit aldrei hver verður næstur. Það er erfitt að hugsa til þess að þegar ég fer austur næst, verður enginn Bjössi þar. Enginn Bjössi til að dunda sér við trjáræktina sína. Enginn Bjössi hinum megin við lækinn til að biðja um að fá að veiða. Og svarið alltaf já. Þannig var hann. Minningarnar eru margar og allar hlýjar. „Pví að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blœn- um og hverfa inn í sólina. Og hvað er að hœtta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð œvi- tindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum, eftir Kahlil Gibran) Ég veit að þetta eru erfiðir tímar fyrir þá sem stóðu Bjössa næst, og ég sendi fólkinu í Stekkj- ardalnum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Þorgerður Sigurðardóttir í dag verður jarðsettur hér í Reykjavík Jón Svan Sigurðsson fyrrum forstjóri í Neskaupstað. Jón var 73 ára þegar hann lést og var því rétt rúmlega einu ári eldri en ég. Við ólumst upp saman sem strákar á Norðfirði og síðan átt- um við margra ára samstarf í bæjar- og atvinnumálum í Nes- kaupstað. Það er löngu kunnugt, að rót- tækir sósíalistar hafa farið með meirihlutavald í bæjarstjórn Neskaupstaðar í samfellt 40 ár og verið býsna ráðamiklir á flestum sviðum þar í bæ á þessum tíma. Jón Svan Sigurðsson var einn í þeim hópi, sem þennan meiri- hluta myndaði. Á árinu 1938, þegar Sósíalista- flokkurinn var stofnaður, og næstu árin þar á eftir, urðu miklar pólitískar hræringar á Norðfirði. Alþýðuflokkurinn, sem hafði verið leiðandi flokkur, koðnaði niður og hvarf að mestu, en í staðinn kom upp sterk fylking sósíalista, þar sem saman stóðu þeir sem taldir voru róttækastir og aðrir sem nær voru kenningum gamla Alþýðuflokksins. Jón Svan Sigurðsson var þá í hópi Alþýðuflokksmanna. Hann eins og margir fleiri í Alþýðu- flokknum í Neskaupstað tóku upp samvinnu við okkur hina rót- tækari og sú samvinna varð góð og'stóð Iengi. Jón Svan vann að mörgu á þessum árum í Neskaupstað. Hann rak eigin útgerð og útgerð í félagi við aðra. Hann var um tíma umboðsmaður Olíuverslunar ís- lands. Síðar varð hann bæjarfull- trúi, stjórnaði Dráttarbrautinni hf. og varð forstjóri tveggja tog- ara, sem gerðir voru út frá Nes- kaupstað. Jón Svan varð, eins og við fé- lagar hans, að lifa ýmist góða eða erfiða daga. Það var ekki alltaf auðvelt þá, fremur en nú, að stjórna stórum útgerðarfyrir- tækjum. Jón átti líka stundum sannarlega erfiða daga. FRÁ LESENDUM Stjórnarfundur ÆFAB Verður haldinn laugardaginn 15. des. 1986 kl. 11.00. Dagskrá: I. Skýrslur a) deilda b) framkvæmdaráðs c) nefnda. II. Útgáfumál (Birtir, Rauðhetta o.fl.) III. Utanríkismál. IV. Kosningar framundan. V. Önnur mál. Fundurinn verður haldinn á Stokkseyri og er opinn öllum félögum. Allar nánari upplýsíngar gefa Sölvi s. 99-3259 og Anna s. 19567. Framkvæmdaráð ÆFAB Dregið hefur verið í happdrætti ÆFAB. Vinningsnúmerin hafa verið innsigluð til 20. des. n.k. Ykkur gefst því enn kostur á að eignast ritsafn Laxness og sitthvað fleira, með því að greiða heimsenda gíróseðla. Framkvæmdaráð ÆFAB Auglýsið í Þjóðviljanum Sœtabrauðsdrengur 40 miljónir í áfengisbúð Þorsteinn Pálsson. Mér finnst ástæða til að hreyfa þessu máli. 20 miljónir á að veita til uppbyggingar barnaheimila á öllu landinu á næsta ári. En 40 miljónir til áfengisbúðar í nýja Hagkaupshúsinu. Þar með lætur Þorsteinn Páls- son sætabrauðsdrengur Sjálf- stæðisflokksins Hagkaup sitja fyrir ófyrirsjáanlegum miljónum í aukinni verslun. Garðabær hefur beðið um á- fengisverslun og Hafnarfjörður. En hvorugur bærinn fengið náð- ina. Svona eiga þessir menn ekki að vinna þegar fólkið kýs þá og treystir þeim. Páll Helgason Hrafnístu Hafnarfirði I 14 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 5. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.