Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 2
SPURNINGIN
FRÉTTIR
Hvernig hefur gengið í
prófunum?
Skapti Jóhannesson,
9.Z Álftámýrarskóla:
Mér líður vel, á þó eftir eitt sjúkra-
próf, stafsetningu, áður en ég fer
í jólafríið. En það er létt og löður
mannlegt. Ekkert mál.
Helga Rúna Péturs,
7. G Álftamýrarskóla:
Mér hefur gengið ágætlega, var í
síðasta prófinu í morgun og nú er
bara afslöppun framundan.
Ingvar Þór Gunnlaugsson,
7.G Álftamýrarskóla:
Mér hefur gengið svona upp og
ofan í prófunum. Ég var í síðustu
prófunum fyrir jól í morgun, eðlis-
fræði og líffræði og mér gekk
ágætlega í báðum. Nú eru róleg-
heitframundan en einnig æfingar
á leikriti þar sem við gerum grín
að kennurunum.
Anna Linda Guðmunds-
dóttir, 7. G Álftamýrarskóla:
Þau hafa gengið ágætlega hjá
mér og nú eru þau búin, ég fer að
æfa í nemendaleikritinu, gríninu
um kennarana okkar.
Rúnar Þór Valdimarsson,
8.R Álftamýrarskóla:
Mér hefur gengið svona sæmi-
lega i prófunum en mér liður bara
fyrst og fremst vel að vera búinn
með þetta. Nú eru það bara ról-
egheitin og jólin.
Kópavogur
Tölvur fyrir fulltrúana
Bœjaryfirvöld íhuga kaup á búnaði er tryggi öllum bœjarfulltrúum
aðgang að móðurtölvu kaupstaðarins
Bæjaryflrvöld í Kópavogi íhuga
nú kaup á tölvubúnaði er
tryggi öllum bæjarfuiltrúum að-
gang að móðurtölvu bæjarins.
Gerist það með þeim hætti að þeir
hafa á heimilum sínum einmenn-
ingstölvur og verður hægt að
senda boð á milli eftir því sem
verkast vill.
Upphafið að þessu máli var
það að Tölvuþjónusta sveitarfé-
Framkvæmdir við innréttingar
nýrrar rannsóknarstofu fyrir
alnæmi í Vörumarkaðshúsinu við
Ármúla ganga nokkurn veginn
samkvæmt áætlun. Verður stofan
tekin í notkun um miðjan janúar
á næsta ári og batnar þá til muna
öll aðstaða til rannsókna og eftir-
iits með alnæmi.
Að sögn Davíðs Á. Gunnars-
sonar forstjóra Ríkisspítalanna
verður nýja rannsóknarstofan
starfrækt á tæplega 300 fermetra
laga fór þess á leit við bæjarstjórn
Kópavogs að hún hefði samvinnu
um tilraun með dreifingu fund-
argerða og dagskrár bæjar-
stjórnarfunda til bæjarfulltrúa
um net Pósts og síma. Hugmynd-
in er sú að strax og dagskrá liggur
fyrir eða tiltekin fundargerð
verði boð þar um send til ein-
menningstölvu bæjarfulltrúanna.
Þeir geta síðan náð til gagnanna
gólffleti. Undir stofunni verður
svo 263 fermetra rými undir
hreinsibúnað, en ekkert loft eða
frárennsli fer frá rannsóknarstof-
unni nema besta fáanlega
hreinsun hafi farið fram áður.
Starfsemi rannsóknarstofunnar
fer strax í gang eftir að flutt er í
nýja húsnæðið en búast má við að
eftir tvo til þrjá mánuði verði full-
um afköstum náð.
Rannsóknarstofa Háskóla ís-
lands í veirufræði býr við afar
jafnóðum, sett fram álit sitt á ein-
staka málum, flutt tillögur og gert
athugasemdir. Þá geta þeir einnig
sótt upplýsingar úr bókhaldi
bæjarins, hagtölur í gagnabrunn
sveitarfrélaga o.s.frv.
Björn Þorsteinsson bæjarritari
í Kópavogi sagði bæjaryfirvöld
hafa þessa hugmynd til athugun-
ar og hefðu menn sýnt þessu mik-
inn áhuga. Aðalkostnaðurinn
slæma aðstöðu í dag, en hún er
rekin af HÍ og Rikisspítölunum.
Auk rannsókna á alnæmi munu
sýklarannsóknir og aðrar veiru-
rannsóknir fara fram í öðrum
hluta Vörumarkaðshússins og
þar mun Hollustuvernd ríkisins
einnig flytja sína starfsemi.
Sérfræðingur rannsóknarstofu
fýrir alnæmi verður Björg Rafnar
en yfirlæknir er Margrét Guðna-
dóttir.
-v.
fælist í ýmiss konar tengibúnaði
en til greina kæmi að bæjarfull-
trúar eignuðust sjálfir einmenn-
ingstölvurnar. Málið væri í athug-
un og ákvörðunar að vænta innan
tíðar.
Ef þessi tölvukaup Kópavogs
verða að veruleika er hann fyrsta
sveitarfélagið sem tekur tölvu-
tæknina í sína þjónustu með þess-
um hætti. -v.
Hjúkrunarheimili
Átak til Skjóls
Fjársöfnun í jólamánuð-
inum
Sjálfseignarstofnunin Skjól
gegnst fyrir fjársöfnun meðal
landsmanna nú fyrir jólin til að
standa straum að kostnaði við
öldrunarheimilis sem stofnunin
er að að reisa við Laugarás í
Reykjavík. Þar er unnið við að
reisa 4 hæðina af 6 af tæplega 7
þús. ferm. húsi sem á að verða
skjól fyrir um 115 aldraða alls
staðar að af landinu sem þarfnast
sérstakrar umönnunar.
Hugmyndinni að stofnun
Skjóls var upphaflega hreyft
innan Öldrunarráðs, að gera
þyrfti stórátak til úrlausnar á
átakanlegum vanda í þjónustu-
málum aldraðra. í fyrra bundust
síðan, ASÍ, Reykjavíkurborg,
Sjómannadagsráð, Stéttarsam-
band bænda, Samband Iífeyris-
þega ríkis og bæja og Þjóðkirkj-
an, samtökum um stofnun um-
önnunnar og hjúkrunarheimilils.
Framkvæmdir við þjónustu-
heimilið við Laugarás hófust þeg-
ar á því ári og er áætlað að taka
fyrsta áfanga byggingarinnar í
notkun í lok næsta árs. Það fé sem
safnast í þeirri söfnun sem nú er
að fara í gang verður varið til
kaupa á hreinlætistækjum og
innréttum í bygginguna.
SÁÁ
Ný fram-
framkvæmda
stjórn
Pjetur Þ. Maack guðfræðingur
hefur verið kjörinn formaður
Samtaka áhugamanna um áfeng-
isvarnir.
Á aðalfundi samtakanna á
dögunum var kjörin ný fram-
kvæmdastjórn og er hún þannig
skipuð: Pjetur Þ. Maack, for-
maður, Tómas Agnar Tómasson,
varaformaður, Friðrik Theodórs-
son, ritari, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, gjaldkeri, Þórarinn Þ.
Jónsson, Marinó Þorsteinsson,
Una N. Svane og Þráinn Bertels-
son.
Smiðir voru að verki í rannsóknarstofu fyrir alnæmi í Vörumarkaðshúsinu er okkur bar að garði: Sigurlín Baldursdóttir,
Einar Þ. Einarsson og Tómas Gíslason. Ljósm. Sig.
Alnæmisrannsóknir
Bætt aðstaða í nánd
Öflugur hreinsibúnaður verður undir nýju rannsóknar-
stofunnifyrir alnæmi og tekur hann
263fermetra rými
2 SÍÐA - WÓÐVILJINN Föstudagur 5. desember 1986