Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Bræðurnir Hreinn og Gylfl Þorkelssynir áttu ekki hvað sístan þátt í öruggum sigri ÍBK á Haukum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi. Eftir að Haukar höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik fóru þeir bræður hamförum í byrjun seinni hálf- leiks, ÍBK náði öruggri forystu sem Haukarnir náðu ekki að ógna og lokatölur urðu 96-83. Keflvíkingar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrri hálfleik og voru ekki sannfærandi. í seinni hálfleik var hinsvegar annað uppi á teningunum. Ólafur Gottskálksson átti stórgóðan leik í sókn og vörn og í heild komst allt Keflavíkurliðið vel frá seinni hálf- leiknum. Pálmar Sigurðsson var yfirburða- maður hjá Haukum og lék mjög vel. Ólafur Rafnsson lék þokkalega og tók nokkuð af fráköstum og fvar Ás- grfmsson og Eyþór Árnason komust sæmiiega frá leiknum. Haukaliðið lék vel í fyrri hálfleik, var þá betri aðil inn, en sýndi lítið í seinni hálfleik. -VR/Suðurnesjum m 1. deild Sex í röð Valur ekki í vandrœðum eftir það Stórskytturnar ungu, Héðinn Gilsson úr FH og Siggeir Magnússon úr Víkingi, skoruðu mörg glæsileg mörk í leik liðanna í gærkvöldi og hér eru tvö þeirra í uppsiglingu. Myndir: E.ÓI. 1. deild Eftir að hafa skorað sex mörk í röð seinni part fyrri hálfleiks áttu Valsmenn ekki í minnstu vand- ræðum með að sigra Ármann og lokatölur urðu 22-17. Ármenn- ingar stóðu sig vel fyrsta korterið en hrundu þá saman og áttu aldrei eftir það möguleika á að brúa bilið. Valsmenn léku af öryggi lengst af, áttu góða spretti en tóku lífinu með ró inná milli. Geir Sveinsson var þeirra besti maður, batt vöm- ina saman og sýndi góð tilþrif á línunni. Júlíus Jónasson og Vald- imar Grímsson léku vel í sókn- inni. Einar Naabye átti góðan leik með Ármanni og Bragi Sigurðs- son skoraði skemmtileg mörk. Að öðru Ieyti gekk lítið hjá botnliðinu, Ármenningar voru Vestur-Þýskaland Köppel tll Uerdingen Horst Köppel var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Bayer Uer- dingen, knattspyrnuliðsins sem Atli Eðvaldsson og Lárus Guð- mundsson leika með, frá og með næsta keppnistímabili. Samning- urinn er til tveggja ára. Köppel er aðstoðarlandsliðsþjálfari Vestur- Þjóðverja og gegnir því starfí til loka tímabilsins. Hann tekur við af Kalle Feldkamp sem hefur ákveðið að hætta í vor eftir þriggja ára dvöl hjá Uerdingcn. -VS/Reuter seinheppnir og brenndu t.d. af þremur vítaköstum. Sóknar- leikur þeirra var slakur, hreint pínlegur á köflum, en vörnin var sæmileg og markvarsla Guð- mundar Kristinssonar ágæt. _jj,e Otmlegt en satt! Víkingar átta yfir í seinni hálfleik en FH náði jöfnu Laugardalshöll 4. desember Valur-Ármann 22-17 (12-6) 1-0, 3-2, 5-5,11-5,12-6- 12-9,14- 9, 15-12, 17-12, 19-14, 20-16, 22-17. Mörk Vals: Júlíus Jónasson 5, Valdimar Grimsson 5, Geir Sveinsson 4, Stefán Halldórsson 4(3v), Jakob Sigurðsson 2, Þorbjörn Guðmunds- son 1, Þórður Sigurðsson 1. Mörk Ármanns: Bragi Sigurösson 7(1v), Einar Naabye 6, Óskar Ás- mundsson 3, Einar Ólafsson 1. Dómarar: Kristján Sveinsson og Magnús Pálsson - sæmilegir. Maður lelksins: Geir Sveinsson, Val. Laugardalshöll 4. desember Vfkingur-FH 21-21 (14-7) 2-0, 4-1,4-3, 10-3, 10-5,14-6, 14-7 - 16-8, 16-14, 18-15, 20-17, 20-20, 21-20, 21-21. Mörk Vfklngs: Siggeir Magnússon 6(1v), Árni Friðleifsson 4, Hilmar Sigurgíslason 4, Bjarki Sigurðsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Karl Þráinsson 2(1v), Einar Jóhannesson 1. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Gunnar Beinteinsson 4, Héðinn Gilsson 4, Óskar Ármannsson 4(2v), Guðjón Árnason 1, Óskar Helgason 1, Pótur Petersen 1, Stefán Kristjánsson 1. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - slakir. Maður leiksins: Siggeir Magnús- son, Víkingi. Það stefnfdi allt í stórsigur víkinga gegn FH-ingum í hálfleik. Staðan var þá 14-7 og í upphafi síðari hálf leiks náðu þeir 8 marka forskoti. Þá tóku FH-ingar sig á og á æsispennandi lok- amínútum náðu þeir að jafna 21-21. Ótrúlegt en satt miðað við það að Vík- ingar höfðu 8 marka forystu þegar 25 mínútur voru til leiksloka. Víkingar áttu frábæran fyrri hálf- leik. Kristján varði eins og berserkur og FH-ingar náðu ekki að skora mark í 12 mínútur. f síðari hálfleik snerist dæmið við. FH-ingar unnu síðari hálf- leikinn með sömu markatölu, 14-7 og Víkingar skoruðu ekki mark í 12 mín- útur. Víkingar voru þó ekki langt frá því að halda báðum stigunum, en ó- heppni og of margar brottvísanir gerðu út um leikinn. 1. deild Stjaman sannfærandi Komst í 9-2 og vann góðan sigur á Akureyri Stjörnumenn sýndu í gær- kvöldi að þeir ætla sér að taka þátt í slagnum í efri hluta 1. deildarinnar. Þeir unnu mjög sannfærandi sigur á KA á Akur- eyri, 27-22, og bundu þar með endi á velgengniskafla Akur- eyringanna sem höfðu fengið 5 stig úr síðustu þremur leikjum sínum. Knattspyrna Andri Andri Marteinsson, einn burð- arása Víkinga síðustu árin, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR- inga og leika með þeim næsta sumar. Andri er 21 árs, hefur leikið 2 A-landsleiki og var fasta- maður í 21-árs landsliðinu sl. sumar. _VS Akureyri 4. desember KA-Stjarnan 22-27 (7-13) 1-1, 1-6, 2-9, 6-9, 7-10, 7-13 - 12- 13,12-16,13-19,17-22,18-26,20-27, 22-27. Mörk KA: Eggert Tryggvason 9(9v), Friðjón Jónsson 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Pétur Bjarnason 3, Axel Björnsson 2, Hafþór Heimisson 1. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 7(3v), Sigurjón Guðmundsson 5, Páll Björgvinsson 4, Gylfi Birgisson 4, Einar Einarsson 3, Skúli Gunnsteins- son 2, Hafsteinn Bragason 1, Sigmar Þröstur Óskarsson 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson - slakir. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson, Stjörnunni. Garðbæingar byrjuðu á að taka Jón Kristjánsson úr umferð og það fór illa með sóknarleik KA. Stjarnan komst í 9-2 og lagði grunninn að sigrinum. Þótt KA minnkaði muninn í eitt mark með góðum kafla í byrjun seinni hálf- leiks hafði liðið ekki úthald til að brúa bilið alveg, Stjarnan seig framúr og átti ekki í vandræðum með að haida fengnum hlut. Stjörnumenn léku mjög ákveðið í þessum leik með Sig- mar Þröst markvörð sem besta mann. Hann varði 17 skot í leiknum. Páll Björgvinsson sýndi gamla takta og stjórnaði leik liðs- ins vel, og þegar hann og Gylfi voru teknir úr umferð stóðu Ein- ar Einarsson og Hannes Leifsson vel fyrir sínu. Sigurjón Guð- mundsson var góður í horninu og ógnaði vel. KA-menn náðu sér aldrei á strik og létu dómarana fara einum of í taugarnar á sér. Miklu munaði að Jón komst aldrei í gang eftir mótlætið í byrjun og Pétur Bjarnason ekki held- ur. Guðmundur Guðmundsson lék ágætlega, Friðjón Jónsson fór loks í gang undir lokin og Axel Björnsson lék sæmilega í vinstra horninu. Hinn ungi Eggert Tryggvason sýndi gífur- legt öryggi í vítaköstunum og skoraði úr öllum sínum 9 skotum. -K&H/Akureyri Héðinn Gilsson jafnaði fyrir FH, 21-21 þegar 42 sekúndur voru til leiksloka. Víkingar fengu boltann og Siggeir skaut framhjá þegar 25 sek- úndur voru eftir, FH-ingar fengu hraðaupphlaup og Krisján Sigmunds- son náði boltanum en fékk dæmdan á sig ruðning! FH-ingar fengu boltann en Guðmundur Guðmundsson komst inní sendingu, en tíminn var of naumur. Víkingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti. Siggeir og Árni Friðleifs- son voru góðir í sókninni og vörnin var mjög sterk. Það var hins vegar annað uppi á teningnum hjá FH. Skipulagsleysi í sókninni og slök vörn. í síðari hálfleik tóku FH-ingar sig á. Þorgils Óttar kom út á móti Víking- unum og truflaði sóknarleik þeirra. Þá var Magnús Árnason góður í markinu og vörnin sterk. Víkingar voru slakir á þessum tíma. Misstu marga menn útaf og ekki bætti úr skák að Árni Indriðason, þjálfari fékk rautt spjald þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Víkingar geta verið ánægðir með fyrri hálfleikinn en þeim síðari vilja þeir líklega gleyma sem allra fyrst. Siggeir Magnússon og Árni Friðleifs- son áttu góðan leik og skoruðu falleg mörk. Þá var kristján mjög góður í fyrri hálfleik og Hilmar sterkur í vörninni. Hjá FH var Þorgils Óttar bestur, stjórnaði vörninni og var sterkur á línunni. Þeir Héðinn og Óskar Ár- mannsson áttu góðan leik í sókninni og Magnús varði vel í síðari hálfleik. -Ibe Kvennahandbolti Oruggur Valssigur Valur vann öruggan sigur á Víkingi, 21-16, í 1. deild kvenna í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Valsstúlkurnar voru 3-5 mörk yfír mest allan leikinn en staðan i hálfleik var 13-10, þeim í hag. Guörún Kristjánsdóttir og Katrín Fredriksen voru bestar í liði Vals en hjá Víkingi léku best þær Eiríka Ásgrímsdóttir og Jóna Bjarnadóttir. I Víkingsliðið vant- aði Svövu Baldvinsdóttur sem meiddist í landsleik gegn Banda- ríkjunum um síðustu helgi. Mörk Vals: Katrin Fredriksen 5, Harpa Siguröardóttir 3, Guðrún Kristjánsdóttir 3, Ásta B. Sveinsdóttir 3, Guðoin Guðjóns- dóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 2, Soffía Hreinsdóttir 2. Mörk Vfklngs: Eiríka Ásgrimsdóttir 5, Valdís Birgisdóttir 3, Jóna Bjarnadóttir 3, Vilborg Baldursdóttir 2, Sigurrós Bjöms- dóttir 2, Rannveig Þórarinsdóttir 1. -Ibe Keflavík 4. desember ÍBK-Haukar 96-83 (39-43) 4-7,12-15, 20-17,24-28, 28-28,30- 34, 39-43 - 46-43, 54-48, 60-52, 64- 56, 72-58, 76-61, 84-67, 96-83. Stig IBK: Ólafur Gottskálksson 19, Guðjón Skúlason 18, Jón Kr. Gíslason 15, Sigurður Ingimundarsoo 15, Hreinn Þorkelsson 13, Gylfi Þorkels- son 12, Matti Stefánsson 2, Ingólfur Haraldsson 2. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 36, Henning Henningsson 13, Ivar Ás- grímsson 10, Eyþór Árnason 10, Ölafur Rafnsson 7, Ingimar Jónsson 5, Sigurgeir Tryggvason 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jón Otti Ólafsson — Jxikkalegir. Maður lelksins: Ólafur Gottskálks- son, IBK. Úrvalsdeildin Bræður í banastuði ÍBK stakk Hauka afí seinni hálfleik Föstudagur 5. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.