Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Erfiðast er að manna langlegudeildir, barnadeildir og geðdeildir. Á mynd er Hrönn Guðmundsdóttir deildarstjóri barnadeildar 13 C. Mynd Sig. Reykjavík 51 sjúkrarúm ónotað 200 hjúkrunarfrœðinga og öllufleiri sjúkraliða vantar til starfa. Endurhœfingardeild Landspítalans hefur verið lokuð í 7-8 mánuði vegna skorts á starfsfólki Spurt um... ...Borgarspítaiann Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir hafa lagt fram á al- þingi þrjár fyrirspurnir til heilbrigðisráðherra um kaup ríkisins á Borgarspítalanum. Þau spyrja hvort ráðherra muni beita sér fyrir því að ríkið kaupi spítal- ann, hvort viðræður hafi farið fram um kaup eða um kaup ríkis- ins á öðrum sjúkrahúsum sveitarfélaga og loks hvort ráð- herra telji að auðveldara sé að tryggja vandaða heilbrigðisþjón- ustu ef fleiri sjúkrahús verða í eigu ríkislns. ...Þjóðleikhúsið Guðrún Helgadóttir spyr menntamálaráðherra hversu háan hundraðshluta af rekstrar- kostnaði Þjóðleikhússins ríkis- sjóður hafi greitt með framlagi á fjárlögum sl. 10 ár. Hún spyr einnig hvers vegna halli á rekstri leikhússins hefur ekki fengist greiddur með aukafjárveitingum, heldur verið færður því til skuldar. Þá spyr Guðrún hvenær búast megi við að nauðsynlegum við- gerðum á leikhúsbyggingunni Ijúki, hvort ráðherra telji að Þjóð- leikhúsið ráði við að fullnægja þeim kröfum um listræna starf- semi sem lög kveða á um með þeim framlögum sem leikhúsið hefur fengið sl. ár og loks hvort nokkur efi sé um það hjá núver- andi stjórnvöldum að Þjóð- leikhúsið skuli áfram starfa sam- kvæmt núgildandi lögum þar um. ...alnæmi Eiður Guðnason spyr heil- brigðisráðherra hvaða ráðstaf- anir heilbrigðisyfirvöld hafi gert, eða hyggist gera, til að mæta þeim vanda sem óhjákvæmilega hljóti að skapast á sjúkrahúsum vegna fjölgunar alnæmissjúkl- inga á íslandi á næstu árum. ...merkingu akvega Steingrímur J. Sigfússon spyr samgönguráðherra hvað líði framkvæmd þingsályktunar um bætta merkingu akvega sem samþykkt var á alþingi 18. apríl 1985. ...Laxárdalsheiði Skúli Alexandersson og Svavar Gestsson spyrja sam- gönguráðherra hvort Vegagerðin hafi gengið að fullu frá uppgjöri vegna vegagerðar á Laxárdals- heiði sem Hagvirki tók að sér að vinna skv. tilboði. Þeir spyrja hvort Hagvirki hafi lokið vega- gerðinni, hver tilboðsupphæðin hafi verið og hvað fyrirtækið hafi fengið greitt fyrir verkið. Loks spyrja þeir hvort Vegagerðin hafi þurft að greiða málskostnað vegna málareksturs út af verkinu og hve mikinn. Þeir óska skriflegs svars. ...lánskjaravísi- töluna frá 1983 Kolbrún Jónsdóttir spyr fé- lagsmálaráðherra hvernig hann stóð að framkvæmd þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækkun lánskjaravísitölu í sept- ember 1983 yrði 5,1% í stað 8,1 % á lán veitt úr Byggingasjóði ríkisins. Hún spyr hvað þessi breyting hafi haft áhrif á mörg lán vegna nýbygginga og til kaupa á eldri íbúðum, hver áhrif þessarar ákvörðunar hafi verið á höfuðstól fullverðtryggðra lána og hvort það sé skoðun ráðherra að þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi verið framfylgt að fullu. Heilbrigðisráðherra upplýsti á alþingi si. þriðjudag að nú vant- aði um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og öllu fleiri sjúkraliða. Vegna skorts á hjúkrunarfólki hefur endurhæfíngardeild Land- spítalans með 25 rúmum verið lokuð í 7-8 mánuði og 26 rúm standa ónotuð á Borgarspítalan- um af sömu ástæðum. Þar hefur engri heiiii deild verið iokað, en dregið úr starfsemi fjögurra deilda sem þessu nemur. Þessar upplýsingar komu í kjölfar fyrirspurnar frá Kristínu Ástgeirsdóttur. Ragnhildur Helg- adóttir sagði þessar tölur breyti- legar frá mánuði til mánaðar og Á árlegum fundi utanríkisráð- uneytisins með byggingadcild bandaríska sjóhersins í október s.l. voru samþykktar heihniklar framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli, m.a. bygging 250 íbúða og tveggja vararafstöðva fyrir kaf- bátaeftiriit kanans þar. Þetta kom fram í svari Matthí- asar Á. Mathiesen utanríkisráð- herra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni um nýjar heimildir til Bandaríkjahers eða Nató varðandi framkvæmdir hér á landi. í svarinu kom fram að fremur skorti hjúkrunarfræðinga í Reykjavík en úti á landi. Hins vegar vantar sjúkraliða fremur úti á landsbyggðinni en hér á höf- uðborgarsvæðinu. Erfiðast sagði ráðherrann að fá hjúkrunarfóik til starfa á langlegudeildum, barnadeildum og geðdeildum. Upplýsingar ráðherrans komu þingmönnum ekki á óvart. Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Heigadóttir, Steingrimur J. Sig- fússon og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir bentu á að sama þróun ætti sér stað víðar í uppeldis- og umönnunarstörfum og sögðu lág laun og skort á dag- vistarrými meginástæðu þessa vanda. Ragnhildur Helgadóttir leyfð var bygging 300 fermetra húsnæðis fyrir húsnæðisskrifstofu „varnarliðsins,“ 400 fermetra fé- lagsheimilis, 550 fermetra hús- næðis fyrir fjármála- og bók- haldsdeild flughersins, 250 íbúða, 2ja, 3ja og 4urra her- bergja, vegagerð, bifreiðastæði og veitur fyrir nýtt 250 íbúða hverfi, 180 fermetra verkstæði við flugskýli, 2 nýjar vararaf- stöðvar við byggingu kafbátaeft- irlitsins, framhaldsframkvæmdir við gerð flughlaðs, akstursbrautir og flugvallavegir vegna nýju flug- stöðvarinnar og viðgerð á sagði skýringarnar margþættar og nauðsynlegt væri að hlusta eftir hvað stéttirnar sjálfar segðu um þær. í könnun sem Hjúkrun- arfélag íslands gerði fyrir nokkr- um árum kom fram að auk lágra launa nefndu flestir óreglulegan vinnutíma, að störfin samræmd- ust illa heimilishaldi, álag væri mikið og skortur væri á dagvistar- plássi. Ráðherrann sagði von á nýrri könnun sem félag háskól- amenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur gert með styrk ráðuneytis- ins. Kristín Ástgeirsdóttir gagn- rýndi harðlega að ráðherrann nefndi engar leiðir til úrbóta í svari sínu og Guðrún Helgadóttir tveimur akstursbrautum innan vallar. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir greiðir Bandaríkj- aher, nema hvað Nató greiðir viðgerðir á akstursbrautunum. í svari ráðherrans kom einnig fram að enn hafa ekki átt sér stað neinar viðræður um aðild að mannvirkjasjóði Nató, en „varn- armála“skrifstofan er að gera út- tekt á því máli. Sagðist ráðherra telja að úttektin yrði tilbúin í fe- brúar og þá yrði hægt að meta kosti og galla hugsanlegrar að- ildar íslands að sjóðnum. sagði brýnt að hækka laun ríkis- starfsmanna áður en þjóðfélagið hreinlega hryndi. -ÁI Alþingi Sjúkra- nuddarar fai löggildingu Guðrún Helgadóttir: Ófœrt að halda stéttinni lengur utan löggildinar Guðrún Helgadóttir hvatti til þess á alþingi sl. þriðjudag að sjúkranuddarar fengju löggiid- ingu sem starfsstétt eins og marg- ar hjúkrunarstéttir hafa fengið að undanförnu. Guðrún vakti athygli á því, að reglugerð um löggildingu sjúkra- nuddara sem sett var í janúar 1986 var afnumið með annarri reglugerð aðeins hálfu ári síðar og spurði hverju það sætti. Ragn- hildur Hclgadóttir sagði ástæð- una þá að reglugerðin stæðist ekki samkvæmt lögum um lögg- ildingu sjúkraþjálfara og ekki hefði verið fært annað en að nema hana úr gildi meðan ný væri samin. Að því væri nú unnið. Guðrún Helgadóttir sagði sjúkra- nuddara sjálfa hafa viðurkennt að þeir gætu ekki gengið í störf sjúkraþjálfara og að ef til vill hefði verið gengið of langt með reglugerðinni. Þeir hefðu lagt til breytingar og ófært væri að halda þeim lengur utan löggildingar. Þar yrði eitt yfir alla að ganga enda væri búið að löggilda marg- ar stéttir innan heilbrigðiskerfis- ins. -ÁI Föstudagur 5. desember 1986, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Herstöðin Nýtt hverfi með 250 íbúðum Heilmiklar framkvœmdir samþykktar í síðasta mánuði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.