Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Tvöfalt skipbrot Morgunblaöið hefur áhyggjur af oröstír Reag- ans Bandaríkjaforseta í leiðara sínum í gær - ástæðan er vitanlega það stórhneyksli sem birt- ist í laumulegri vopnasölu til írans, sem svo er notuð um leið til að reka Contraskæruliða í Nic- aragua. Morgunblaðinu iíst ekki á blikuna - er þó að vona áð ákvarðanir Reagans um að láta rannsaka þessi mál séu „skynsamlegar og traustvekjandi“. Blaðið vill m.ö.o. sem lengst halda í þá bernskuvon, sem einu sinni var orðuð á svofelldan hátt: „ef keisarinn bara vissi“. M.ö.o. von um að höfðinginn sé flekklaus þótt hann hafi skálka í kringum sig. Þessa daga berast fregnir um, að mjög ört þverri nú það traust sem Bandaríkjamenn hafa haft á sínum forseta og margir hafa átt erfitt með að skilja. Því sannast sagna er íranshneykslið aðeins eitt dæmi af mörgum um þversagnafulla og háskalega stefnu í alþjóðamálum - og síðan bætist það við að flest stefnir í pólitískt gjaldþrot heima fyrir. Fyrir utan það að kynda undir ófrið við Pers- aflóa og gegn stjórn Nicaragua og reyndar víðar, hefur Bandaríkjastjórn nú gert sitt til þess að kveða niður vonir um að eitthvað miðaði áfram í afvopnunarviðræðum. Fyrir skemmstu hafa Bandaríkjamenn fjölgað enn þeim sprengjuflugvélum af gerðinni B-52 sem bera stýriflaugar - og þar með hafa þeir í fyrsta sinn rofið „þakið,“ sem sett var yfir þann fjölda lang- drægra kjarnorkuvopna og burðartækja sem risaveldin höfðu sett sér í samkomulaginu sem kennt er við SALT II. Það samkomulag var aldrei staðfest, en það dugði samt til að Sovét- menn minnkuðu allverulega sitt vopnabúr lang- drægra kjarnorkuvopna í byrjun áratugarins (þeir höfðu þá farið fram úr hinu risaveldinu að fjölda til). Þetta var í reynd það fyrsta skref til afvopnunar sem um hefur munað í samskiptum austurs og vesturs. í stað þess að standa við loforð sem fram komu á Reykjavíkurfundinum og við önnur tækifæri um að skera niður árásar- vopn svo um munar, stíga skref til fækkunar kjarnorkuvopna - þá hefur Reagan nú ráðist gegn einu hindruninni sem enn stóð nokkurn- veginn heil gegn nýrri framrás vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Ekki furða þótt jafnvel varfærnustu borgarablöð stynji þungan yfir því, að stjórn Re- agans hefur með ótvíræðum hætti tekið á sig sökina ef öllum vonum um afvopnum verður nú skotið á frest. Ófarir í alþjóðamálum, tilræði við friðarvonir blandast svo saman við það, að menn eru með ýmsum hætti minntir á það að heima fyrir hefur hagstjórn Reagans beðið skipbrot. Sú megin- kenning, að ef skattbyrði væri létt af þeim ríku, þá mundu þeir herða á framtak sínu við að græða og þar með skila ríkinu meira fé til góðra verka, hefurekki gengið upp. Og þótt skorin hafi verið niður útgjöld til þeirra sem verst eru settir, hafa hernaðarútgjöld þrútnað svo mjög, að halli á fjárlögum verður gífurlegur og ríkisskuldir komast yfir 2000 miljarða dollara. Um leið og verið er að reikna helminginn af bandarískum bændum út úr hagkerfinu, stáliðnaður er í rúst og forysta og frumkvæði á sviði hátækni hverfur úr landi. Og svo mætti lengi telja. Hægriöfl í heiminum settu mikið traust á Re- agan á sínum tíma: hann átti að finna þau svör sem dygðu bæði á alþjóðavettvangi og hag- stjórn. Þau svör hafa orðið mjög í skötulíki. Því miður þýðir það m.a. að friði er spillt meir en heimur þolir. En um leið dregur tvöfalt skipbrot Reaganliðsins vind úr seglum þeirra, sem talið hafa að þeir bærust ört fram á glæstri hægri- bylgju. - AB KUPPT OG SKORIÐ ALBEKT SKIPTI Á KOTI06 KIRKJII Fíladelfía í sunnudagsblaði Þjóðviljans var á sínum tíma upplýst í miðri orrahríð prófkjörs Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, að Albert Guðmundsson nyti sérstaks stuðnings Ffladelfíu safnaðarins. Orðrétt sagði í klausu Þjóðvilj- ans: „777 dœmis var Albert boðið á samkomu hjá Hvítasunnusöfn- uðinum og þáði það. Þar var hann kallaður fyrir söfnuðinn og beðið fyrir honum og fjölskyldu hans. A eftir munu sumir öldung- ar safnaðarins hafa haft við orð að þeir hefðu ekki lagt í vana sinn að láta flokkapólitík til sín taka, en mættu þeir verða að liði vœru þeir til í að íhuga málið". Þessi klausa var lesin fyrir kosningastjóra Alberts, áður en hún var birt á sínum tíma, og at- hugasemd var ekki gerð við inni- haldið. Gott fólk í prófkjörinu sjálfu mun svo Albert hafa notið stuðnings fólks úr söfnuðinum, auk ýmissa fleiri félaga úr kristilegum trúarhóp- um. Vert er að minnast, að fyrsta sætinu náði svo ráðherrann með tiltölulega fáum atkvæðum, eða 2374 alls til þess sætis. Það er því deginum ljósara að einbeittur stuðningur fólks úr þessum dug- miklu hópum hefði getað haft áhrif, enda væntanlega allur gengið til að setja hinn fyrrver- andi stjómarformann Hafskips hf í efsta sætið. Hins vegar höfðu menn litla vissu fyrir því hvað lægi að baki vinsældum Alberts innan hópa á borð við Hvíta- sunnusöfnuðinn. Hér á Þjóðvilj- anum seildumst við til skýringa á borð við manngæsku þess ágæta fólks sem þar starfar og sögðum sem svo, að mörgum hafi þótt ,sem Albert hafi í Hafskipsmá- linu sætt hlutskipti Jobs, og þolað hremmingar miklar og einnigfjöl- skylda hans saklaus". Enda skal undir það tekið, að Ffladelfíu- menn hafa ævinlega verið boðnir og búnir að rétta þeim hjálpar- hönd, sem lífið leikur grátt, eins- og mörg dæmi sanna. Miljón gefins Hitt er svo líka rétt, að Albert Guðmundsson hefur frá fornu fari sannanlega reynst þeim sann- ur vinur í raun. Þetta er upplýst á glöggan hátt í HP sem kom út í gær. Þar er farið ofan í viðskipti Ffladelfíu og fjármálaráðuneytis- ins, meðan Albert var þar í for- svari. Þar er upplýst, að í október 1983 hafi Albert Guðmundsson gert fyrir hönd ríkissjóðs maka- skiftasamning, þar sem söfnuður- inn fékk í hendur ,ftórt hús að Volvufelli 11 íReykjavík" en lét í staðinn það sem HP kallar „léleg hús að Kotmúla í Fljótshlíðar- hreppi“. Samkvæmt HP er húsið sem Albert afhenti Einari J. Gísasyni fyrir hönd Ffladelfíu metin á 4 miljónir 797 þúsund krónur. Húsin í Kotmúla voru metin á um 2,5 miljónir króna, en auk þeirra greiddi Ffladelfía í milli eina milj- ón króna sem greiðast skyldu á 15 árum. Þarna virðist því Albert gefa Ffladelfíu röskar miljón krónur, og skattborgarar landsins tapa sömu upphæð á þessum við- skiptum. Þess má svo geta, að síðan reyndi fjármálaráðuneytið að selja húsin tvívegis með aug- lýsingum í dagblöðum 1985 og 1986. Kaupandi fékkst ekki. Rík- ið situr því uppi með húsin, sem Skógræktin hefur nú fengið til af- nota. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Eða þannig... Jón og Sighvatur Þrátt fyrir harða stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar á kröt- um er þó enn að finna æði stóran hóp andófsmanna innan Alþýðu- flokksins sem er eindregið á móti hraðferð sonar Hannibals til hægri, og hafa lítt góðan bifur á þeim lýðskrumsblæ sem í æ ríkari mæli er tekinn að einkenna um- ræðu kratabroddanna. Sighvatur Björgvinsson er einna fremstur á meðal jafningja í andófsliðinu og til hans líta margir um framtíðarforystu gegn hægri sveitum Jóns. Á þingi er líklegt að erfitt yrði fyrir Jóns- menn að standa gegn því að Sig- hvatur yrði ráðherraefni krata, færu þeir í stjórn. Yrði við- reisnaruppskriftin - stjórn með íhaldi - að veruleika er til dæmis næsta víst að Sighvatur yrði sjálf- krafa í ráðherrahópi Alþýðu- flokksins. Innan stjórnar er líklegt að Sig- hvatur yrði Jóni óþjáll, - enda á allt annarri bylgjulengd en hægri sveitirnar. Af þessum sökum hef- ur Jón Baldvin tekið upp virka baráttu gegn Sighvati og stundaði óspart atkvæðaveiðar fyrir Karv- el Pálmason í aðfara prófkjörsins fyrir vestan. Stríð framundan? Þannig fór hann á opinberan fund með Karvel Pálmasyni í Hólmavík, og lét auglýsa þá tví- menningana saman í útvarpinu látlaust dagana á undan. Með því var Jón auðvitað að gefa Vestfirðingum til að kynna að Karvel væri hinn smurði Drottins til Vestfjarðaþinga. í framhaldi létu svo agentar Karvels gjarnan koma fram í símtölum, að foring- inn sjálfur vildi að menn kysu þeirra mann. Sighvatur gengur heldur ekki dulinn afskipta formannsins. í DV í fyrradag segir hann þannig, að það hafi ekki farið á milli mála „að formannshjónin höfðu af- skipti afþessu prófkjöri“ og stað- hæfir að margir hafi fengið símhringingar, þar sem fram kom ab formaðurinn mátti ekki til þess hugsa að ég kæmist inn í þing- flokkinn“. Það verða því væntanlega fagn- aðarfundir þegar Jón Baldvin og Sighvatur hittast á þingflokks- fundum á næsta ári... -ÖS þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörieifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigriður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Askriftarverð á mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Föstudagur 5. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.