Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 3
Vestfjarðakratar Foimanns- hjónin unnu gegn mér Geysilega harðurslagur Sighvats og Karvels. Jón og Bryndís hringdufyrir Karvel Ég hef vissu fyrir því að Bryndís Schram og Jón Baldvin unnu gegn mér í þessum prófkjörsslag, en um ástæður þess veit ég ekki, sagði Sighvatur Björgvinsson varaþingmaður og prófkjörs- kandidat Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum f samtali við Þjóðviljann í gær. Prófkjörsslagur þeirra Sig- hvats og Karvels Pálmasonar var geysilega harður og þátttaka var almennt mjög góð að sögn Sig- hvats. Hvað þátttöku snertir skar Súðavík sig þó úr. Þar er ekki starfandi alþýðuflokksfélag og Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft afskipti af sveitarstjórnar- málum í áratugi, en engu að síður tóku 42% atkvæðabærra manna þar þátt í prófkjörinu. Sighvatur sagðist í gær ekki hafa átt von á að formaður flokksins myndi hafa svo mikil af- skipti af þessu prófkjöri sem raun bar vitni. Hann sagðist halda að þeir Karvel væru ekki í neinu uppáhaldi hjá formanninum, en þó virtist hann ekki jafn óánægð- ur með Karvel. Stefnt er að því að hefja taln- ingu atkvæða innan skamms.-gg Kvosarskipulag Frestun hafnað Tillaga um deiliskipulag í Kvosinni tilfyrri um- ræðu í borgarstjórn í gœr Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins felldu í gærkvöldi til- lögu Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista um að fresta afgreiðslu Kvosarskipu- lagsins um nokkra mánuði, svo vinna megi upp nýja tillögu, þar sem tekið væri tillit til athuga- semda sem enn kynnu að berast. Tillaga um nýtt deiliskipulag í Kvosinni kom til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær. Þar kom fram að auk Sjálfstæðisflokks mun fulltrúi Framsóknarflokksins greiða atkvæði með tillögunni. Borgarfulltrúar Abl., Alþýðu- flokks og Kvennalista hafa hins vegar lagst gegn samþykkt til- lögunnar. Þeir lögðu fram sam- eiginlega bókun á fundinum í gærkvöldi þar sem m.a. segir að margt gott megi finna í tillögu arkitektanna Dagnýjar Helga- dóttur og Guðna Pálssonar, en hún hafi einnig marga galla í för með sér. í bókuninni er aðal- áhersla lögð á þá staðreynd að samþykkt tillögunnar hefur í för með sér verulegt niðurrif húsa í miðborginni. Tillagan kemur til afgreiðslu í borgarstjórn 18. desember n.k., en að því loknu munu líða nokkr- ir mánuðir þar til endanlega verð- ur gengið frá hlutunum. -€g FRÉTTIR Afvopnun Þingsköpin misnotuð Þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista: Vísvitandi vanvirða við þingið. Þingsköpum beitttil að hindra atkvæðagreiðslu ingmenn Alþýðubandalagsins kröfðust þess i gær að þing- sköp og jafnvel verkstjórn á al- þingi yrði endurskoðuð, svo tryggt væri að alþingi fengi að lýsa skoðun sinni á mikilsverðu máli en þingsköpum væri ekki beitt til að þæfa mál og hindra atkvæðagreiðslu í þinginu jafnvel ár eftir ár. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings kvaðst myndi beita sér fyrir þvf að kanna hvort efni væri tU að endurskoða þingsköpin að þessu leyti. Tilefni þessara umræðna í upp- hafi þingfundar í gær var sú stað- reynd að meirihluti utanríkis- málanefndar lokaði inni á sínu borði tillögu Hjörleifs Guttorms- sonar um frystingu kjarnorku- vopna þar til allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hafði afgreitt málið. Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon sögðu þetta vísvit- andi óvirðingu við aiþingi: utan- ríkisráðherra hefði ekki þorað að láta reyna á stuðnng við yfirlýsta stefnu sína, enda væri allt útlit fyrir að hann væri ekki fyrir hendi! Þeir voru þungorðir í garð Framsóknarmanna, sem ítrekað óskuðu eftir fresti á afgreiðslu í nefndinni, þar sem þeir hefðu ekki haft tóm til að ræða málið í þingflokki sínum. Framsókn gæti ekki borið fyrir sig tímaskort þeg- ar þetta mál væri lagt fyrir í annað eða þriðja sinn. Það væri viðbára og bolabrögð. Haraldur Ólafsson og Páll Pétursson mótmæltu þessu. Páll viðurkenndi þó að eitthvað hlyti að hafa farið úr- skeiðis og þá hugsanlega hjá Framsóknarmönnum, en Har- aldur sagðist myndu skila nefnd- aráliti enda hefði aldrei staðið til að hindra að málið fengi þinglega afgreiðslu. Hjörleifur Guttormsson benti á dönsku þingskaparlögin sem hugsanlega fyrirmynd til að forð- ast atburði af þessu tagi. Þar er hægt að fá fram atkvæðagreiðslu í fyrirspurnartíma með einfaldri dagskrártillögu en danska þingið hefur einmitt beitt því ákvæði til að taka ráðin af hægri stjórninni í afvopnunarmálum. Matthías A. Mathiesen, utan- ríkisráðherra sagðist hafa gefið utanríkismálanefnd upplýsingar um að sín afstaða væri óbreytt og hann hefði nýlega skýrt alþingi frá forsendum fyrir þeirri afstöðu sinni. Guðrún Agnarsdóttir gagnrýndi ráðherrann fyrir að tala eins og hann einn gæti tekið sér óskorað vald um stefnu ís- lendinga í svo mikilvægu máli og þingið kæmi þar hvergi við sögu. Hún sagði að hér hefði ekki orðið óhapp, heldur hefðu þingsksöp verið notuð til að kúga alþingi undir vilja ríkisstjórnarinnar. Það héti skoðanaofbeldi. -ÁI Bonnie Tyler, - húsmóðirin með viskíröddina er komin til landsins frá heimahögum í Wales til að syngja úr okkur vetrarhrollinn, og er hér að skrifa nafnið sitt fyrir Siggu í blómabúðinni á Hótel Sögu. Bonnie Tyler verður í kvöld í Laugardalshöll ásamt íslensku hljómsveitunum Skriðjöklunum, Rickshaw og Foringjunum. (Mynd: EÓI.) HP-könnun Kratar í uppsveiflu Alþýðuflokkurinn vinnur verulega á samkvæmt skoðana- könnun sem Helgarpósturinn birti í gær um fylgi flokkanna. Alþýðuflokkurinn fær 28,6% stuðning þeirra sem gera upp hug sinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu, fær aðeins 34,7% stuðn- ing. Rúmlega 33% aðspurðra í skoðanakönnun HP og Skáís gefa ekki upp flokksstuðning, en þeir sem það gera skiptast þannig (í svigum tölur úr skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar frá í nóv- ember og kosningatölur frá 1983): Alþýðuflokkur 28,6% (22,9-11,7), Framsóknarflokkur 16,2% (16,4-19,0), Bandalag jafnaðarmanna 0,2% (0,5-7,3), Sjálfstæðisflokkur 34,7% (37,1- 39,2), Alþýðubandalag 13,6% (14,6-17,3), Kvennalisti 6,4% (8,3-5,5). Með könnunartölunum fengi Alþýðuflokkurinn 18-19 þing- menn, Framsókn 10-11, Sjálf- stæðisflokkur 22-23, Alþýðu- bandalag 8-9, Kvennalisti 4. Stöð 2/Auglýsingar Hver hefur einfaldan smekk? ínýrri spurningakeppni á Stöð tvö á að spyrja út úr auglýsingum. Sigríður Haraldsdóttir hjá Verðlagsstofnun: Ekkifarið að lögum „Mér sýnist að ekki sé farið að lögum um tengsl auglýsinga og dagskrárefnis í þessari spurning- akeppni á Stöð tvö“ sagði Sig- ríður Haraldsdóttir hjá Verð- lagsstofnun um nýja keppni á Stöð tvö þarsem spurt er útúr auglýsingum. „En það er ekki komin hefð á það hvernig ber að túlka þessi lög og við höfum því sent útvarps- réttarnefnd bréf þar sem við spyrjum hvernig við eigum að snúa okkur í málum sem þessum. Bréfinu hefur hins vegar ekki verið svarað enn“ sagði Sigríður. í keppninni sem Bryndís Schram stjórnar er svörin yfirleitt að finna í auglýsingatímum Stöðvar tvö. í lögum frá 1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, segir að óheimilt sé að örva sölu á vöru ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 og þjónustu með því að „að út- hluta vinningum með hlutkesti, í formi verðlaunasamkeppni eða á annan hliðstæðan hátt, þar sem tilviljun ræður að öllu leyti eða hluta, hver niðurstaðan verður.“ Jón Gunnarsson hjá Stöð tvö sagði að þeir hefðu í samráði við lögfræðing sinn komist að þeirri niðurstöðu að þetta bryti ekki í bága við lög. „Þetta er léttur spurningaleikur,“ sagði Jón, „og við efndum til hans til að draga áhorfendur að dagskrá Stöðvar 2 og til að fá fólk til að vera við auglýsingatímana á Stöð 2. Spurningarnar birtast á svipuð- um tíma og auglýsingar og fólk á að hafa möguleiíca á að finna þar svörin, í flestum tilfellum.“ Reglugerð um auglýsingar í út- varpi er fáorð um tengsl dagskrár og auglýsinga. Um þau segir að- eins að auglýsingar skuli vera „skýrt afmarkaðar frá öðru dagskrárefni ... þannig að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða, og skulu þær fluttar í almennum auglýsingatímum“. IH Hamrahlíð vísar á Valsheimilið Ráðheira Eg framleiði ekki fjármuni, sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra m.a. á al- þingi nú nýlega þegar til umræðu var bygging íþróttahúss við Menntaskólann í Hamrahlíð. Ráðerra viðurkenndi þó að ó- fremdarástand ríkti í þessum efn- um við skólann en vænti þess að það myndi skána þegar nýtt Vals- heimili yrði risið. Það var Guðrún Helgadóttir sem spurði ráðherrann hvað liði fyrirhugaðri byggingu íþrótta- húss við Menntaskólann í Hamrahlíð sem þingsályktun liggur fyrir um. Guðrún sagði sorglegt að þingsályktanir væru ekki virkari en svo að þær breyttu engu. MR og MS leystu lík- amsrækt á sómsasamlegan hátt en í Hamrahlíðinni væri ekki séð fyrir neinni íþrótta- eða heilsu- ræktaraðstöðu. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.