Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 7
Umsjón:
Helgi
Hjörvar
DJðOVIUINN
grji SIMp■ -::s ■
ÖS ~ Sm
AÐ LÆRA AÐ LÆRA
Það er ekki allt með felldu - alla-
vega ekki hér í vesturbænum.
Þegar ég rölti mér útí nóttina, I leit
að ró, ber margt einkennilegt,
jafnvel furðulegtfyrirsjónir.
Ljós loga á ótrúlegustu stöðum
og feti maður í fótspor ónefnds
jólasveins, sér maður að enn er
fólk á fótum. En ekki nóg með.
það, því þetta fók er meira en
lítið einkennilegt.
Flest er það ungt og með end-
emum eirðarlaust. Gengur um
gólf, sveitt og þreytt, tautandi
eitthvað fyrir munni sér, milli
þess sem það grípur misþykkar
bækur, flettir einsog það hafi
aldrei handleikið bók fyrr og rýn-
ir ofan í á stöku stað.
Svo eru það eldri manneskj-
urnar. Færri og rólegri en hinar
yngri og þó einkennilegar. Bros
leikur ævinlega um varir þeirra,
meinfýsnar að sjá. Nema þegar
þær lyfta pennanum (eiga allar
rauða penna) og krassa í lesefnið.
Þá opnast gin þeirra uppá gátt og
þær hneggja af hlátri. Ein þeirra
hneggjaði svo hátt að ég missti
takið á þekrennunni og datt nið-
ur. Rankaði aftur við mér og upp-
götvaði að prófin eru byrjuð.
Heim í einum grænum. Hvaða
fögum er ég aftur í? Hvað átti ég
að læra? Hvaða kennslubækur að
lesa? Hvenær fer ég í próf?
Hvernig er prófð? Hvar er
prófið? í hvaða skóla er ég? Er ég
yfirhöfuð,. í skóla? Hundrað
spurningar hellast yfir mig, en ég
á engin svör. Skil ekkert og þó ég
skildi eitthvað þá man ég ekki
hvað ég skildi og hvernig ég skildi
það.
Ég ríf hár mitt og skegg uns
mér sortnar fyrir augum og um
stund veit ég hvorki í þennan
heim né annan. Vakna upp við að
rödd móður minnar spyr: „Nei,
varstu að raka þig?“ og fínn hönd
hennar fægja skallann. „Vertu
ekkert að stressa þig yfir þessum
prófurn," segir hún svo einsog
ábyrgri móður sæmir. „Það er
bara að lesa svolítið."
Ég læt ekki segja mér það tvisv-
ar. „Lesa, ég verð að lesa,“ hugsa
ég og hirði ekki um hárið, sem
liggur í flyksum hér og hvar í her-
berginu, heldur ræðst á bókahill-
umar, tæti út bók eftir bók, fletti
þeim flausturslega en staðnæmist
hvergi. Fyrren alltíeinu að það
hittir mig orð. „Gleymska“
stendur þar skýmm stöfum.
Vandi prófþeytara í hnotskurn,
svo ég held áfram að lesa.
Gleymska
„Flestir gleyma meirihlutanum
af því sem þeir hafa lært! Hvaða
gagn er þá að því að læra?...
Kúrfan á 4. línuriti sýnir hvernig
við gleymum. Við gleymum mest
rétt eftir að við erum hætt að lesa.
Eftir að nokkur tími er liðinn sit-
ur lítill hluti eftir en honum búum
við svo að lengi.
Það er komið undir efninu sem
við lærum hversu miklu við
gleymum. Það sem hefur rök-
ræna merkingu og samhengi
eigum við auðveldara með að
muna en sundurlaust efni.
Auðveldara er að muna það sem
hefur merkingu og er jafnframt
rímað og taktfast.
Áhugi á efninu og einbeitt
vinnubrögð draga úr gleymsku.
5. línurit sýnir einfalda náms-
kúrfu. Þar sést að því meira lærist
sem lengur er unnið. Kúrfan stíg-
ur stöðugt. Það er samt mikill
munur á því hversu mikið lærist
fyrstu mínúturnar og þær síðustu.
Áð lokum hefur það ekkert upp á
sig að lesa lengur því að kúrfan
stígur ekki lengur og við lærum
ekki meira. Lárétta línan (endur-
sagnarþröskuldurinn) táknar það
magn kunnáttu sem nauðsynlegt
er til að hægt sé að skýra frá hinu
nýja efni á nákvæman hátt. Er þá
hægt að læra eitthvert efni betur?
Það sést af línuritinu að það er
hægt ef lengur er haldið áfram.
Þá er talað um umframnám.
Athugið gleymskukúrfurnar
fjórar sem táknaðar eru með
brotnum línum. Hver þeirra
hnígur minnst? Til þess að koma í
veg fyrir gleymsku verður að
stunda umframnám á því sem
nauðsynlegt er að kunna strax
eftir fyrstu atrennu.
Efni er með ýmsu móti og ber
að lesa mismunandi nákvæm-
lega. Allir nemendur verða að
geta endursagt mikið af því sem
þeir hafa verið að læra. Sumt efni
er aðeins nauðsynlegt að fá yfirlit
yfir (lesa að endursagnarþrösk-
uldinum). Hvers konar efni er
það?
Rifja upp
Annað sem hægt er að gera til
að vinna gegn gleymskunni er að
rifja upp. Flest okkar gera það en
þó vanalega of seint. Það er
nauðsynlegt að endurlesa oft og á
ólíkan hátt.
Flestir líta á upprifjun sem
hreina endurtekningu á því sem
þegar er lært. Það er mikilvægt að
gera sér grein fyrir að við þurfum
að hafa tilbreytingu við upprifj-
unina. Það á við einnig í þessu
tilviki að árangurinn verður lítill
nema við viljum rifja upp og
skiljum markmiðið með því.
Flest okkar hafa mikið að gera
og það setur svip sinn á vinnu-
Föstudagur 5. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7