Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 4
Erþað einleikíð, Þráinn? Þráinn Karlsson leikari heldur upp á 30 ára leiklistarafmæli sitt með því að bjóða upp á sýningu á tveim einþáttung- um eftir Böðvar Guðmunds- son sem sýndir verða í Gerðu- bergi í Breiðholtinu nú um helgina og í næstu viku. Ein- þáttungarnireru báðirskrifað- irfyrir einn leikara, og nefnist sýningin „Er það einleikið?" Fyrri þátturinn, sem heitir Varnarræða mannkynslausnara er gerður upp úr samnefndri smá- sögu, sem áður birtist í smásagn- asafninu Sögur úr seinni stríðum, en seinni þátturinn er nýr og sér- staklega skrifaður fyrir Þráin Karlsson. Nefnist hann Gamli maðurinn og kvenmannsleysið og gerist á olíuborpalli í Norður- sjónum. Varnarræða mannkynslausn- ara segir eins og nafnið gefur til kynna frá mannkynslausnara sem staddur er í ótilteknu einskis- mannslandi, sem gæti verið geð- veikrahæli, fangelsi eða réttarsal- ur, og ræða hans er vörn fyrir því mæli með þessari sýningu. Hvert var þitt fyrsta hlutverk á sviði; og hvað er þér minnisstæðast á ferli þínum? Mér telst til að fyrsta reynslan hafi yerið í útilegumannaleikrit- inu Úlfhildur eftir Pál H. Jóns- son. Það sem mér er minnisstæð- ast á ferli mínum er hins vegar trúlega þegar við stofnuðum Al- þýðuleikhús á Akureyri þann 4. júlí 1975. Það var nú meira tilvilj- un en pólitísk ákvörðun að þetta Þráinn Karlsson í hlutverki læknisins I „Varnarræðu mannkyns lausnara." Hvernig stendur leikhúslífið á Akureyri f dag? Hefur atvinnu- leikhúsið haslað sér völl þar tU frambúðar? Já, Leikfélag Akureyrar hefur löngu sannað gildi sitt og mikil- vægi fyrir bæjarfélagið, bæði menningarlega og efnahagslega. Þetta er 13.000 manna byggð sem við þjónum, og það hefur sýnt sig að við höfum náð allt upp í 19.000 gestum á einu leikári, eins og gerðist 1983 þegar við vorum með My Fair Lady. Það gildir auðvitað hér eins og í öðrum leikhúsum að það er ekki alltaf hægt að hafa metaðsókn og ekki Þráinn Karlsson flyturtvoeinleiki eftir Böðvar Guðmundsson í Gerðubergi ftilefni 30 ára leiklistarafmœlis síns Verkið hefur mjög víða skír- skotun og er fullt af ljóðrænni mýkt og á sér bæði dapurlegar og skoplegar hliðar. Þetta er upp- gjör manns við eigið líf og um leið uppgjör hans við sína þjóð, og þó að það hvarfli að manni viss hlið- stæða sé ámilli þess aðvera sendi- kennari í Bergen og verkamaður á olíuborpalli í Norðursjónum, þá miðlar Böðvar okkur þarna af reynslu sinni á þann hátt að hver og einn á að geta fundið nokkuð af sjálfum sér í því uppgjöri sem þarna á sér stað. langbesta sem Böðvar Guð- mundsson hefur sent frá sér hing- að til, sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri, er við ræddum við hana og Þráin uppi í Gerðu- bergi nú í vikunni. Böðvar hefur, þama látið af trúbadúrhlutverk- inu, tekið sjálfan sig upp á hárinu og snúið innhverfunni út, eins og Marat orðaði það í leikriti Peters Weiss. Þetta er verk sem á mikið erindi við okkar samtíð, og ég er viss um að það á eftir að eiga erindi til okkar um langa framtíð. Elga þættirnir tveir eitthvað sameiginlegt? Það er mjög ólíkur stfll á þess- um tveim þáttum, og þeir sýna okkur tvær ólíkar hliðar á Böðv- ari sem skáldi. Efnistökin í fyrri þættinum eru kunnuglegri, seinni þátturinn er meira í samhengi við það sem við sáum í ljóðabókinni sem hann sendi frá sér í vor, þar sem Böðvar sýndi á sér nýja hlið sem Ijóðskáld. Hins vegaf eiga sýningamar skipbroti sem líf hans og lausnar- ahugsjón hefur beðið gagnvart hörðum raunvemleikanum. Gamli maðurinn og kven- mannsleysið er hins vegar upp- gjör miðaldra manns við uppmna sinn og fortíð, þar sem hann er staddur á olíuborpalli í Norður- sjónum. Jafnframt er verkið fullt af táknum er gefa mun víðari skírskotanir til samtímans. - Þetta verk er að mínu viti það það sammerkt, að þær segja báð- ar ffá mönnum, sem lokast hafa af vegna hugmyndafræði sinnar eða lífsafstöðu, þeir em báðir staddir á einhvers konar einskis manns landi. Og við sjáum líf þessara manna birtist í gegnum frásögnina sem þeir rekja. Þetta er einleikið Þráinn. Er það frábrugðið annarri leiklist að vera einn á sviðinu? Já, það er frábrugðið að því leyti að hér hefur maður ekki við neitt að styðjast nema sjálfan sig. Þetta er erfiðara og það er mikill texti að læra fyrir einn leikara að bera upp heila kvöldsýningu. Þú heldur upp á 30 ára leikaf- skyldi gerast á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, en þetta var merkilegt framtak og eftirminni- legir tímar, bæði verkin sem við fluttum, ferðalög hér heima og erlendis og svo hvemig að öllum þessu var staðið. Þetta byrjaði eiginlega sem hjónaklúbbur norður á Akureyri, við höfðum gert það okkur til skemmtunar að hittast um helgar og fluttum þá gjarnan smáleikþætti hvert fyrir annað, en ákváðum síðan að gea úr þessu alvöruleikhús. hægt að stfla eingöngu upp á hagnaðarvonina, en ég sé ekki annað en að Leikfélag Akureyrar eigi fyrir sér bjarta framtíð. Einleikirnir „Er þetta ein- leikið?" verða fmmsýndir í Gerð- ubergi á laugardag kl. 20.30, og verða sýningar einungis fimm. Leikstjóri er eins og áður segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- mynd er eftir Jón Þórisson en Lárus Bjömsson annast lýsingu. Næstu sýningar verða á mánudags- þriðjudags- miðviku- dags- og föstudagskvöldið á sama tíma. Seinna mun Þráinn Karls- son sýna „Er þetta einleikið?“ á Akureyri og víðar um land. ólg. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.