Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 9
Lýðrœði - í hvaða merkingu? Einhver mesta plága sem hefur dunið yfir íslenska lýðveldið er fyrirbærið prófkjör. Til þeirra mun í upphafi hafa verið stofnað vegna einhvers konar hugmynda um aukið lýðræði til þess að kjós- endur tiltekins flokks hefðu meira um það að segja hvernig raðað væri á listana. En í raun hafa prófkjör snúist upp í eins konar andstæðu lýðræðis, þótt það kunni að hljóma eins og þversögn, valdið úlfúð og ill- indum innan allra flokka og það sem verst er, rutt braut inn á Al- þingi alveg sérstakri tegund manna sem hafa sjálfan sig að hugsjón. Ekki er svo að sjá að menn hafi gert sér grein fyrir megingöllum prófkjaranna þegar kjósendur Sjálfstæðisflokksins spörkuðu formanni hans Geir Hallgrímssyni út í ystu myrkur. En eftir úrslit í prófkjöri fram- sóknarmanna í Reykjavík um síðustu helgi og þá útreið sem Haraldur Olafsson fékk þar, þá ætti að vera ljóst að prófkjör eru að verða bein ógnun við íslensk stjórnmál, íslenska stjórnskipun og íslenskt lýðræði. Skipun þingflokka Hér á íslandi eru fjórir stórir stjórnmálaflokkar sem eiga sér langa hefð og sækja grundvöll sinn í þá þjóðfélagsgerð sem mót- aðist eftir að þjóðin myndaði eigið fullvalda ríki. Að vísu eiga Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið sameiginlegan upp- runa, enda er riðlun þeirrar upp- runalegu samfylkingar mesta ógæfa íslenskra stjórnmála, að mínu mati. Aðrir smáflokkar hafa átt erfitt uppdráttar þótt þeir hafi notið nokkurrar stundar- hylli. Undatekning verður kann- ski Kvennalistinn, enda um margt sérstæður og nauðsyn- legur, þótt æskilegast væri að ekki yrði þörf fyrir sérstakan kvennaflokk til langframa. Skoðum þessa stóru flokka og skipun þingflokka þeirra nú og á liðnum áratugum. Hugmyndin um lýðræði byggist á því að þing- menn séu fulltrúar fólksins í landinu og vinni að hag þess og farsæld. Hverjum flokki er því nauðsynlegt að eiga þingmenn sem eru gáfaðir, duglegir og vel að sér á ýmsum sviðum. Þeir þurfa að vera gegnir fulltrúar sjó- manna, bænda, almennra launþega, vera vel að sér um utanríkismál, menningarmál, sjávarútveg, landbúnað, fjármál o.s.frv. Flokkunum hlýtur því að vera kappsmál að finna sér hæfa fulltrúa á ýmsum sviðum og tefla þeim síðan fram til að skipa þing- flokk sem spannar öll helstu svið íslensks þjóðfélags. Slíkt er varla gerlegt með prófkjörum. Þar sem þau eru bindandi fyrir efstu sæti listanna, er það í raun háð hreinni tilviljun og duttlungum eða fjár- magni og skipulagi einstaklinga hvernig þingflokkur skipast. í þessu sambandi er líka vert að hafa annað atriði í huga, ekki síður mikilsvert. í leit að hæfum fulltrúum var farið til ákveðinna einstaklinga sem þóttu eftirsókn- arverðir sakir hæfileika sinna, og þeir voru beðnir að gefa kost á sér til setu á Alþingi. Þannig stóð á þingsetu Svövu Jakobsdóttur, og má nefna mörg önnur dæmi af sama tagi. Hér er með öðrum orðum um að ræða einstaklinga sem ekki sóttust eftir pólitískum frama, persónulegum völdum eða fjárhagslegum ávinningi, ein- staklinga sem unnu með ein- hverjum hætti eftirtektarverð störf og þóttu geta orðið að miklu liði á Alþingi. Með prófkjöri (og forvali) er þetta ógerningur. Flokkar geta ekki lengur boðið einstaklingum sæmilega öruggt þingsæti. Það er mikill skaði, því að í hópi manna af þessu tagi haf a komið fram margir mjög mikil- hæfir stjórnmálamenn. Ég á við menn sem ekki sóttust eftir þing- mennsku fyrir sjálfa sig, en gáfu kost á sér þegar eftir var leitað í von um að gera gagn. Menn af þessu tagi hafa yfirleitt ekki geð í sér að taka þátt í grimmúðlegri persónubaráttu innanflokks með öllu því slúðri, illgirni og jafnvel óheilindum sem því eru samfara. Prófkjara- riddarar Svo eru aftur á móti aðrir menn sem virðast hafa af þvíhina mestu ánægju að standa í því úlfúðar- stímabraki sem prófkjörin eru orðin. Það eitt segir nokkuð til um manngerðina. Oft koma þeir svo fyrir sjónir að helstu persónu- einkenni þeirra séu sjálfsánægja, ýtni, tilfinningakuldi, stóryrða- glamur og viss ófyrirleitni. Helsta hugsjón þeirra virðist vera þeir sjálfir. Þeim virðist meira í mun að þeir sjálfir sitji á Alþingi en að ákveðinn málstaður nái fram að ganga. Af því verður varla dregin önnur ályktun en sú að þeir sæk- ist eftir þingsetu til að öðlast per- sónulegan frama og persónuleg völd sem leiði til persónulegs ávinnings. Og þá hlýtur að vakna sú spurning hvers fulltrúar slíkir menn séu og hvaða ávinningur sé fyrir þjóðina að þeir sitji á Al- þingi. Það er ekki hvað síst þessi þátt- ur prófkjaranna sem setur óhug í margra og fælir þá frá þátttöku í stjórnmálum, ekki einasta þann- ig að þeir vilji ekki gefa sig í slagsmálin sjálf, heldur einnig að þeir vilja ekki einu sinni kjósa í prófkjörum og jafnvel ekki í al- jingiskosningum. Það er eftir- tektarvert hve margir eru farnir að segja að það sé sama hvað þeir kjósi, það sé sami rassinn undir öllum þessum pólitíkusum. Þessi hugsunarháttur er hættulegur lýðræðinu. Og þennan hugsunar- hátt skapa stjórnmálamennirnir sjálfir. Þeir kvarta stundum undan því að ekki sé borin nógu mikil virðing fyrir Alþingi, en at- huga ekki að Alþingi er ekki úr föstu efni, að virðing þess er komin undir þeim einstaklingum sem þar sitja. Og því miður verð ég að segja að þar eru of fáir ein- staklingar sem ástæða er að bera mikla virðingu fyrir, og það virð- ist ekki mikil von til þess að þeim fjölgi í næstu kosningum. Athyglisvert er hve ýmsum fjölmiðlamönnum hefur gengið vel að komast áfram í próf- kjörum. Það er eins og að yfir- borðsfrægð kunnra andlita og radda vegi þyngra en ýmislegt annað. Og það væri verðugt rannsóknarefni að athuga hvers konar fólk það er sem fyrst og fremst sækist eftir stjórnmála- frama. Og svo aftur að kanna hverjir það eru úr þeim hópi sem vegnar betur en öðrum. Þá hygg ég að ýmislegt fróðlegt kæmi í ljós. Þar kynni kannski einnig að leynast svar við því hvers vegna konum vegnar yfirleitt illa í próf- kjörum, þótt ekki eigi það reyndar við um forval Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Lýðrœði byggist á siðferði í upphafi þessarar greinar var minnst á úrslit í prófkjöri fram- sóknarmanna í Reykjavík um síðustu helgi. Athygli vekur að sigurvegarinn þar þakkar sigur sinn skipulagi. Ekki málefnum. Haraldur Ólafsson sem hrapaði niður í fimmta sæti hefur senni- lega haft svipaðir skoðanir á stjórnkerfinu og lýst er í þessari grein. Að það eigi að fara eftir málefnum manna og störfum hverjir veljist til þingsetu. Hann leitaði ekki til fólks úr öðrum kjördæmum eða öðrum stjórnmálaflokkum eftir stuðn- ingi. Hann lagði ekki fé í auglýs- ingaherferð. Hann hefur sagt óbeint: hér er ég, skoðið störf mín, metið hæfileika mína. Og það stóð ekki á svari. Þessi úrslit segja miklu meira um ástand lýð- ræðis á íslandi en margan grunar kannski í fljótu bragði. Orðið lýður merkir upphaflega fólk, þjóð. í nútímamáli hefur það fengið aðra niðrandi merkingu: óþjóðalýður, skríll. Vonandi fer ekki eins fyrir hugtakinu lýðræði. Lýðræði er göfugt hugtak og táknar í raun vald til fólksins. I því felst mikið traust til fólks og mikil krafa um þroska og sið- ferði. Lýðræði hefur ekki þrifist annars staðar en þar sem þjóðir í heild virða það sem við köllum siðmenningu. í því felst krafa um að virða leikreglur, að meta þörf heildarinnar meira en þörf ein- staklingsins, að sýna keppinaut sanngirni. Gandhi náði árangri í friðsamlegri baráttu sinni af því að bretar eru þrátt fyrir allt sið- menntuð þjóð. Hann hefði ekki náð neinum árangri gegn Hitler. Til að ná lýðræðislegum árangri verða allir aðilar að virða lýð- ræðið. Þess vegna verða stjórnmálamenn að líta á sig sem þjóna þjóðar sinnar en ekki herra, sem fulltrúa annarra en ekki sjálfs sín. Sá sem hefur sjálf- an sig að hugsjón, getur ekki þjónað öðrum. Og allra síst á hann erindi á Alþingi. Njörður P. Njarðvík § •# SÉBSTAKT jólastjarna í hvítum b*3 TILBOÐ keramikpotti = ómcwol ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.