Þjóðviljinn - 07.12.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Qupperneq 14
Þau eiga ekkert athvarf Þeir sem leið eiga um strætis- vagnabiðskýlið við Hlemm kannast margir hverjir við Ein- ar Jónsson og starfsfélaga hans, þó ekki sé með nafni. Einar hefur þann starfa að þrífa salernin á Hlemmi, sópa gólfin og hreinsa upp ruslið sem tillitslausir samferða- menn fleygja frá sér, auk þess sem hann stuggar við óvel- komnum gestum og kallar á aðstoð lögreglu ef með þarf. Einar hefur unniö lengst hreinsunarmannanna þriggja sem nú eru á föstum vöktum á Hlemmi. Hann er orðinn 74 ára, fæddur 12.apríl 1912, fæddur og uppalinn í Reykjavík. „Áður fyrr var ég lengi til sjós, vann síðan á eyrinni og seinni árin vann ég hjá Múrarafélagi Reykjavíkur“ segir Einar. Síð- ustu sex árin hefur hann verið á Hlemmi, og vinnur þar á átta tíma vöktum fjóra daga í röð, en þá er tveggja daga frí. „Við áttum upphaflega aðeins að sjá um að sópa og þrífa salern- in, en síðan vildu þeir fá okkur til að vera eins konar verðir og út- veguðu okkur spjöld til að bera í jakkanum sem á stóð „Vörður" en ég vildi nú ekki gangast inn á það nema fá eitthvað kaup sam- kvæmt því“ segir Einar. Það eru sennilega fimm ár síðan við sömdum svo um það að við skyidum benda drukknum mönnum á að þetta væri ekki staður fyrir þá og ef þeir færu ekki þá myndum við hringja á lögregluna." - Hlemmur hefur oft verið nefndur þegar talað er um „ung- lingavandamálið," er mikið um að unglingar hangi á Hlemmi ennþá? EinarJónsson hreinsunar- maðurá Hlemmií viðtali við Þjóðviljann um ungiingana, útigangs- menninaog umgengni okkarum strœtóbiðskýli „Nei, það hefur minnkað mjög mikið seinni árin, og þessir fáu sem koma hingað núna eru sjald- an undir áhrifum. Umgengnin er líka betri en áður. Það kemur afar sjaldan fyrir nú orðið að ég þurfi að kalla á lögregluna þegar við lokum á kvöldin um klukkan 20 mínútur yfir 12, þau fara bara. Ég hef aðeins einu sinni lent í að vera meiddur þegar ég var að loka, það var fyrir nokkrum árum. Þá voru læti og ég var bú- inn að kalla á lögregluna og hélt að hún væri komin þegar ég stjak- aði svona einum pilti út úr dyrun- um. En ég fór of nálægt honum og hann sló mig á augað þannig að það þurfti að sauma í mig 13 spor.“ Og Einar bendir mér á djúpt ör sem liggur yfir hægra gagnaugað. „Hann hélt því fram í skýrslunni að hann hefði gert þetta óvart. Pípan vildi ekki sökkva Það voru miklu fleiri unglingar hér áður, þeir komu strax eftir skóla og voru hér fram á kvöld, flestir frá fermingaraldri og upp í tvítugt. Sumir þeirra komu hing- að með skólatöskurnar og fóru ekkert í skólann en það er liðin tíð. Það eru svona þrjú ár síðan fór að draga úr þessu. Það versta núna eru unglingarnir sem koma í starfskynningar til Reykjavíkur úr héraðsskólum utan af landi. Þeir koma yfirleitt í nóvember og eru hér drukknir. En það eru ekki margir, úr 200-300 manna skóla eru kannski 10-20 krakkar sem koma hingað. - Heldur þú að dópsala, eða undirbúningur að henni fari fram á Hlemmi? „Það er af og frá að þeir selji krökkunum efni inni, það færi ekki fram hjá manni. Það er hins vegar gefið mál að sumir neyta þessa útí frá, áður en þau koma inn. Ég hef rekist á stráka sem lyktuðu af hassi, en það er nokk- uð langt síðan. Ég vissi af því að þeir voru að hitta þessa hassara neðar á Laugaveginum. Það var einu sinni talað við þrjá af þessum strákum í fréttatíma hjá sjónvarpinu og þeir voru að miklasig af þvíað veraíþessu, en ég er ekkert viss um að þeir hafi verið að segja allt satt, þetta eru mannalæti í sumum. Ég hef þó einu sinni tekið drengi í hassreykingum inni á sal- erni og hringdi þá strax á lögregl- una. Strákarnir reyndu að skola öllu niður um klósettið og píp- unni líka en hún vildi ekki sökkva, hún flaut alltaf ofan á! Mörg enda þau illa Útideildin hefur gert mjög mikið fyrir þessa krakka og þetta hefur lagast, á yfirborðinu að minnsta kosti. Eftir að hún fékk aðstöðu í Tryggvagötunni þá fer fólkið þaðan oft með unglingana þangað, og þeir sækja þangað sjálfir. Það eru komnir staðir út í bæ sem þau geta farið á, til dæmis Rauði krossinn. Margir þeirra eru heimilislausir og þeir sem koma hingað mest búa oft við vandræði á heimilunum, þar sem alltaf er ófriður. Ég veit til þess að lögreglan hefur farið með ung- linga heim en þeir hafa verið reknir út aftur. Þeir eiga hvergi höfði sínu að halla. Mér finnst vanta heimili fyrir þessa krakka, heimili sem þau geta verið á um tíma þegar for- eldrarnir geta ekki hugsað um þau. Yfirvöld eiga að skaffa að- stöðu til þessa, þetta er víða til erlendis. Ég man eftir þeirri hryggðar- sjón að sjá mæðgur, dóttirin undir tvítugt og móðirin um fert- ugt, hvoruga gönguhæfa vegna drykkju eða einhverrar neyslu á efnum. Það er meira um að þau neyti lyfja en áður, gleypi pillur og svoleiðis. Maður sér það oft á því að þau valda ekki útlimunum. Lífsmátinn gerir það að verk- um að margir unglinganna líta út fyrir að vera eldri en þeir eru og margir enda illa. Ég man sérstak- lega eftir einum strák sem hékk daginn út og inn á Hlemmi alla daga, yfirleitt fullur, en svo sást hann ekki í 2-3 ár. Dag einn birt- ist hann svo aftur, ódrukkinn. Sama kvöldið fór hann í Klúbb- inn og stal bfl þar fyrir utan, keyrði á ljósastaur og drap sig. Hann var með stúlku um tíma en svo slitnaði nú uppúr milli þeirra, hann var víst farinn að lemja hana. Það er annars einkennilegt með þessar telpur hvað þær líða strákunum lamstur lengi áður en þær gefast upp á þeim, bæði þær yngri og eldri. Kannski stafar þetta af erfiðum heimilisástæð- um.“ Þau betla peninga af fólkinu - Hvernig ná krakkarnir í pen- inga fyrir víni og eiturlyfjum? „Unglingarnir á Hlemmi betla, sérstaklega stelpurnar. Þær byrja um leið og áfengisútsalan opnar á föstudögum og biðja fólk um peninga fyrir mat. Áður voru þau að betla alla daga en nú er það aðallega undir helgarnar. Fólk gefur þeim peninga, vorkenning- in er svo mikil, en ef unglingun- um er boðin matur þá hlaupa þau í burtu. Þau vilja bara peninga fyrir víninu. Ég hef heyrt í stelp- unum miklast af því um þrjú- leytið að þeim hafi tekist að safna fyrir þremur flöskum með betli. Það er ótrúlegt hvað fólk getur hagað sér heimskulega að vera að gefa þeim þessa peninga. Ef þær biðja um í strætó og þeim er gef- inn miði þá selja þær hann með afslætti til næsta manns. Stærri unglingarnir sem voru um tvítugt fóru mikið fyrir þá yngri í Rfkið gegn því að fá toll af víninu, og sumir stunduðu þetta og gerðu ekkert annað. Þetta var regla undir helgar en nú verð ég lítið var við þetta. En ég verð aldrei var við að unglingarnir séu með áreitni, þrátt fyrir þetta. Mér finnst þessir pistlar sem fólk skrifar í Velvak- anda alveg fáranlegir. Þar er fólk oft að kvarta yfir einhverju sem það heldur að eigi sér stað án þess að hafa hugmynd um hvað það er að tala um. Það hefur kannski einhver sagt því frá að enginn friður sé fyrir áreitni en það er ekki rétt. Það koma kannski örsjaldan inn taugabilaðir menn, en það er ekkert að krökkunum. Það getur verið galsi í þeim og stundum hlaupa þeir um. Sumir telja það vera áreitni og ég er stundum að stoppa þá af og biðja þá að hægja á sér. Þeir eru bara að leika sér en Hlemmur er nú enginn leikvöllur og gamla fólkið er oft viðkvæmt. Annars eru þeir nú tillitsöm við eldra fólk, sérstaklega ef það á óhægt um gang.“ - Hvaða augum líta ungling- arnir á ykkur, finnst þeim ekki að þið séuð of afskiptasamir? „Nei, ekki verð ég nú var við það og þeir kölluðu mig nú alltaf afa, sumir gera það reyndar enn- þá. Átökin á Hlemmi í vikunni Daginn eftir að ég tók þetta viðtal við Einar áttu sér stað nokkur átök unglinga við lög- reglu á Hlemmi og því fannst mér ástæða að hafa samband við Ein- ar aftur og spyrja hann hvað hefði í raun og veru gerst. Það sem okkur fór á milli þá er skotið hér inn í: „Þessi atburður varð um 6-7 leytið um daginn og ég var nýfar- inn heim. En það sem gerðist var að það var þarna einn strákur sem var heldur óþægur og lög- reglan var beðinn að fjarlægja hann,“ segir Einar. „Síðan gerist það að rétt eftir að búið er að taka hann fylltist allt af kunningjum hans og þegar beðið var um að þeir væru fjar- lægðir þá fór allt í bál og brand. Það komu þrjú frá lögreglunni, ein kona og tveir karlar og krakk- arnir réðust á þau. Þetta hafa ver- ið svona 10-20 krakkar á aldrin- um 13-14 ára, þetta er sami hóp- urinn og er búinn að vera hérna undanfarnar 2-3 vikur. Ég þekkti engan þeirra nema einn rauðhærðan strák, sem er búinn að koma hingað í 2-3 ár og farinn að spekjast nokkuð. í látunum hárreyttu þau kven- lögregluna og annan karlinn og fingurbrutu hinn, hann er með hendina í gifsi núna. Það var ekk- ert mikið fyllerí á þessum krökkum, bara einhver mótþrói, svona hefur ekki komið fyrir hér í 3-4 ár. Þessir krakkar eru ofan úr Breiðholti, þeir klæða sig í alls kyns múnderíngar og leðurjakka, raka á sér hárið og klippa í kamba ofan á höfðinu. Þeir tóku einn og voru svo að leita að einhverjum strákum núna, ætla sennilega að tala við þá. Það er út í hött að kæra þessa krakka, þetta á ekkert athvarf og er langt undir lögaldri. Það er eins og ég segi, það verður að setja upp eitthvað heimili sem svona unglingar geta verið á þar til foreldrarnir ná í þá og hugsa um þá.“ Útigangs- mennirnir eru einfarar - Hvað með drykkjumennina, Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í öldungadeild fer fram í skólan- um miövikudaginn 10. og fimmtudaginn 11. des- ember kl. 18-20. Við innritun skal greiöa stað- festingargjald, kr. 500, en 3.600 króna skólagjald verður innheimt í upphafi vorannar. í öldungadeild fer fram fræðsla fullorðinna til stúdentsprófs. Námið býðst öllum sem náð hafa 20 ára aldri. Kennt er frá 17.20. Vorönn hefst 12. janúar og lýkur með prófum í maímánuði. Við skólann eru þessar námsbrautir: Nýmálabraut Eðlisfræðibraut Fornmálabraut Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Tónlistarbraut (í samvinnu við tónlistarskóla) Á hverri önn eru í boði ýmsir valáfangar skv. skrá sem liggur frammi í skólanum. Námsráðgjafi öldunga er til viðtals í skólanum mánudaga kl. 15- 17, þriðjudaga kl. 17.30-20, miðvikudaga kl. 16- 17 og fimmtudaga kl. 17-19. Rektor Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara vantar í sálarfræði á vorönn 1987. Upplýsingar í skólanum. Rektor 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.