Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 16
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsiðnfræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út handslökkvitæki, ásamt uppsetningu þeirra. Verkinu skal lokið 20. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Fjarhitun h/f, Borg- artúni 17, Reykjavík, fráog með mánudeginum 8. desember gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Fjarhitun h/f eigi síðar en 30. desember 1986. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 9. janúar 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Fólk með uppeldismenntun, þó ekki skilyrði, ósk- asttil starfa á skóladagheimili Breiðagerðisskóla. Bæði heils- og hálfsdagsvinna kemur til greina. Einnig vantar fólk til starfa í forföllum. Upplýsingar í síma 84558 frá 8-17 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ l|| REYKJAVÍKURBORG Laus er til umsóknar staða ritara hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. Um er að ræða ritara félagsmálastjóra. Þetta er full staða, vinnutími er frá 8.20-16.15. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstr- ardeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. fsá) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða sérfræðings í almennum lyflækningum og hjartalækningum á Lyflækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, er laus til um- sóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir Þorkell Guð- brandsson yfirlæknir deildarinnar í síma 96- 22100. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, fyrir 31. janúar 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Magnús Guðmundsson: Framtíðardraumurinn er stór stofnun um verkalýðssögu og rannsóknir. Mynd Sig. Sögu verkamanna verði bjargað Rœtt við Magnús Guðmundsson, formann nýstofnaðs Félags áhugafólks um verkalýðssögu 14. nóvember sl voru 92 ár liðin frá stofnun sjómannafé- lagsins Bárunnar. Þessi dag- urskiparþví.stóran sess í ís- lenskri verkalýðssögu. Þess- vegna varð hann fyrir valinu til að halda stofnfund Félags áhugafólks um verkalýðs- sögu. Liðlega 50 manns mættu á fundinn og samþykkti stofnfund- ur lög fyrir félagið og kemur fram í þeim að félagið muni stuðla að rannsóknum á sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, flokka og sam- taka verkalýðsstéttarinnar, menningu hennar og lífsháttum í vinnu og daglegu lífi. Þá er ætlun- in að vinna að því að koma á fót heimilda- og rannsóknastofnun í verkalýðssögu. Einnig á að efla verkalýðsfélög og einstaklinga til að safna gögnum og minjum er snerta sögu verkalýðshreyfingar- innar á fslandi og koma þeim í örugga og aðgengilega vörslu. Útgáfa á efni er tengist verka- lýðssögu er einnig fyrirhuguð. Sögusafnið fyrsti vísirinn Magnús Guðmundsson, sagn- fræðingur, var kosinn fyrsti for- maður félagsins. Hann sagði að aðdragandi þessa félagsskapar væri langur. Fyrsta skrefið í átt að stofnun þessa félags hefði verið þegar ákveðið var að koma Sögu- safni verkalýðshreyfingarinnar á laggirnar árið 1973, en fyrirhugað er að félagið verði stuðningsaðili Sögusafnsins, enda tengist starf félagsins hlutverki safnsins, að efla söfnun á gögnum sem varða verkalýðshreyfinguna. „ Við höfum hug á því í framtíð- inni að senda leiðbeiningabækl- inga til einstaklinga og verkalýðs- félaga um skjalavörslu, hvernig skjöl séu best geymd og einnig hvernig grisja ber skjölin, því það eru kynstrin öll af prentmáli sem safnast upp. f>á munum við senda skjalafræðinga á staðinn sé þess óskað.“ Kveikjan að stofnun félagsins núna varð til á Norrænni ráð- stefnu um rannsóknir að verka- lýðssögu, sem MFA og Sagn- fræðideild Háskólans, stóðu að í Júní sl. í Odda. Hin Norrænu fé- lögin reka flestar rannsókna- stofnanir í verkalýðssögu og eru stuðningsaðilar við verkalýðs- sögusöfn og skjalasöfn verka- lýðshreyfingarinnar. Auk þess að verða slíkur stuðningsaðili við Sögusafn verkalýðsins, telur fé- lagið verðugt verkefni að verða stuðningsaðili við Þjóðskjalasafn og skjalasöfn byggðarlaga, enda á verkalýðssaga margt sameigin- legt með byggðasögu. Samfelld útgáfa verkalýðssögu Á norrænu ráðstefnunni var samþykkt ályktun um stofnun félagsins og sett á laggirnar undir- búningsnefnd. 14 nóvember var svo haldinn stofnfundur félagsins og sóttu hann um fimmtíu manns. Félagið er opið öllu áhugafólki um verkalýðssögu en hingað til eru það fyrst og fremst sagnfræð- ingar og fólk úr verkalýðshreyf- ingunni sem hefur sýnt þessu áhuga. Hafi fólk áhuga að gerast stofnfélagar getur það látið skrá sig hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu í síma 84233. Magnús sagði að ýmislegt væri á döfinni hjá félaginu. Hvað út- gáfumál varðar, þá er ætlunin að gefa út fréttabréf snemma á næsta ári þar sem verkefni félags- ins verða tíunduð. Seinna á árinu er fyrirhugað að gefa út árbók. í henni á að vera fræðilegt efni tengt verkalýðssögu. Er það von félagsmanna að slík árbók verði árviss viðburður en eitt af mark- miðum félagsins er að stuðla að samfelldri útgáfu á sögu verka- lýðshreyfingarinnar, en mikið verk er óunnið þar. Þá sagði Magnús að ef mögu- legt væri ætlaði félagið sér að styðja launþegasamböndin við útgáfu á sögulegu efni sem tengd- ist félagsstarfsemi launafólks en ætlunin er að sinna sögu annarra samtaka launafólks en einvörð- ungu þeirra félaga sem eru innan ASÍ, t.d. félög opinberra starfs- manna, bankamanna o.s.frv. Framtíðardraumur Á næsta ári eru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta prentarafélagsins og er ætlunin að minnast þess, en bókagerðarmenn hafa sýnt fé- laginu mikinn áhuga. Auk þess sem hér hefur verið talið verður félagið með almenna félagsfundi og er ætlunin að fá fyrirlesara á þá fundi. Þá er í bí- gerð að halda námsstefnur, þar sem ákveðnir þættir verkalýðs- sögu verða krufnir til mergjar. „Framtíðardraumurinn er hinsvegar stór stofnun um verka- lýðssögu og rannsóknir, sem tekur við gögnum frá félögunum og styrkir sögusafnið. í stofnun- inni yrði aðstaða fyrir fræðimenn og aðra sem vilja kynna sér sög- una, að komast í heimildir og skjöl verkalýðshreyfingarinnar.“ -Sáf 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.