Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 2
■SPURNÍNGIN— Hvernig líst þér á samn- ingana? Steingrímur Pétursson húsvörður: Mér líst ágætlega á það sem komið er. Eg er í Dagsbrún og finnst að það mætti reyna að ná meiru, 26.500 er of lítið. Ég vona að þessar hækkanir gangi yfir alla og enginn verði útundan. Inga Eðvaldsdóttir afgreiðslustúlka: llla. Ég er búin að vinna í verslun í 30 ár og var komin í 25.000 krón- ur. Ég fær raunverulega enga hækkun en þær nýbyrjuðu fá jafnhá laun og við. Starfs- reynslan er ekkert metin, ég gat ekki ímyndað mér að það væri hægt að bjóða fólki upp á þetta. Margit Jónsson, hjúkrunarfræðingur: Lágmarkslaunin hefðu mátt vera hærri, til dæmis 35.000 krónur. En þetta fer allt í það sama, opin- berir starfsmenn halda sér ekki á mottunni og vilja sjálfsagt jafn- mikla hækkun. Guðjón Axelsson, tannlæknir: Mér líst vel á þessa samninga ef sérkjarasamningar breyta ekki dæminu, og hækkanir ganga ekki yfir alla línuna. Það eru allar horfur á því. FRÉTTIR Eyðni Herferð í skólunum Áslaug Brynjólfsdóttir frœðslustjóri íReykjavík: Tengjum frœðsluna semflestum greinum námsins Anæstunni er að fara af stað fræðsluherferð um eyðni í 9. bekkjum grunnskólanna og í framhaldsskólum um land allt á vegum heilbrigðis- og fræðslu- yfirvalda, enda ekki vanþörf á einsog Ijóst er af grein Þjóðviljans frá því um helgina um unglinga og eyðni. „Undanfarið hefur verið unnið að því að kanna hvernig væri best að koma þessari fræðslu á fram- færi og safna námsefni til henn- ar,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur í sam- tali við Þjóðviljann. „í þessari viku erum við að kynna öllum kennurum 7.-9. bekkja þetta námsefni, og ætlun- in er að tengja það sem flestum 1 námsgreinum, sérstaklega heilsufræði og kynlífsfræðslu. Við erum með fræðslumynd sem við ætlum að sýna og auk þess munu læknanemar, hjúkrunar- fræðingar, sérfræðingar og kenn- arar flytja nemendum fyrirlestra um sjúkdóminn og sýna glærur um leið. Við höfum verið að viða að okkur meira efni og viljum tengja þetta siðfræði líka, ekki eingöngu líffræðinni. í upphafi er þetta herferð en síðan á þetta að vera föst fræðsla og ef til vill eigum við eftir að fara með hana í yngri bekki. Núna eru margir í prófum þannig að ekki verður farið af stað af fullum krafti fyrr en eftir áramót.“ - vd. Halldór S. Rafnar formaður Blindrafélagsins rakti sögu framkvæmdanna við Hamrahlíð þegar félagið fagnaði lokum þeirra á föstudag. Mynd Sig. Blindrafélagið Byggingarframkvæmdum lokið Kostnaður rúmar27miljónir. Bœtt við hæðum á Hamrahlíð 17 Flokkur mannsins Pétur í efsta sæti Pétur Guðjónsson, stjórnun- arráðgjafi mun skipa efsta sæti á Iista Flokks mannsins í Reykjavík í komandi þingkosningum. Efstu sæti listans voru ákveðin á kjördæmisþingi flokksins í vik- unni og skipar Ásthildur Jóns- dóttir skrifstofumaður 2. sætið, í 3ja sæti er Kjartan Jónsson há- skólanemi, Jón frá Pálmholti, rit- höfundur í 4. sæti og Svanhildur Óskarsdóttir, bankastarfsmaður í 5. sæti. stofur, mötuneyti fyrir starfsfólk skrifstofa félagsins, hjálpar- og íbúa, blindrabókasafnið, tækjabanki og Sjónstöð íslands. Siglufjörður Mikil mengun í höfninni Á annaðþúsund tonn afrœkjuúrgangifara íhöfnina á árinu Mú er lokið við viðbótarbygg- ingarframkvæmdir við hús- eign Blindrafélagsins að Hamra- hlíð 17 sem hófust haustið 1981. Byggingarkostnaður nemur á framreiknuðu verði rúmlega 27 miljónum króna, og nam styrkur úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til framkvæmdanna 4 miljón og 250 þúsund. Félagar í Blindrafélaginu fögnuðu lokum framkvæmdanna að Hamrahlíð 17 á föstudag og rakti HalldórS. Rafnarformaður byggingarsögu hússins. Nýjum inngangi var bætt við húsið, ein hæð byggð ofan á teng- iálmu og 450 fermetra hæð byggð ófan á suðurálmu. Við þetta hef- ur skapast mjög aukin aðstaða fyrir félagið til ýmis konar rekturs og þjónustu við blinda. í húsinu eru nú 23 íbúðir, tveir verndaðir vinnustaðir, 3 nudd- Menn hafa verið andvaralausir en nú er verið að athuga hvernig hægt er að losna við þessa mengun sem er orðin það al varleg að hún er farin að valda erfið- leikum, sagði Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Siglufirði í samtali við blaðið, en í höfnina þar fara nú á annað þúsund tonna af rækj- uúrgangi frá Sigló hf. „Menn fóru að skoða þetta mál fyrir nokkru þegar flutningaskip ienti í vélarstöðvun vegna kæli- vatnsstíflu af völdum úrgangsins, þegar það þurfti að færa sig frá hafnarbakkanum vegna öldu- gangs," sagði Jón Pálmi. Hafnar- nefnd fundaði um málið fyrir skömmu og þá var samþykkt að leysa málið í samvinnu við yfir- menn Sigló hf. Fundur með þeim verður haldinn fljótlega. - vd. Til um- hugsunar Þú, sem gtfur börnum gjafir þessi jól. - Hvað œtlar þú að gefa þeim? Við hvetjum þig til að vanda valið vel. Það setur enginn tímasprengju í jólaböggul bamanna, né heldur önnur vopn - þar ættu heldur ekki að vera leikfangavopn. - Geríð bömin ekki að tithun her- mönnum! - Gefið þeim firiðargjafir og leggið með þeim áherslu á frið, samvinnu og bróðurkærleika. Gleðileg jól Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.