Þjóðviljinn - 09.12.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Side 13
HEIMURINN George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna bar í gær vitni frammifyrir utanrík- isnefnd fulltrúadeildarinnar sem þessa daga reynir að komast til botns í flækjunni kringum vopn- asöluna til Iran. Shultz sagðist meðal annars hafa kallað sendi- herra sinn í Líbanon heim til við- ræðna þegar utanríkisráðherr- ann frétti aö sendiherrann hefði verið viðriðinn vopnasölusamn- ingana. Þá sagðist Shultz ekki vita neitt um greiðslur írana til „contra“-skæruliða í Nicaragua, en taldi án þess að skýra það frekar að í þeim efnum hefðu ver- ið brotin bandarísk lög. Öldur útaf (ran-málinu hefur ekki lægt í Bandaríkjunum og þykir víst að skuggi af þessu máli falli á það sem eftir stendur forsetatíðar Re- agans. Nóbelsverðlaun verða afhent á morgun með við- höfn í Stokkhólmi. Ellefu merkis- menn skipta með sér sex verð- launapeningum fyrir eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, hag- fræði, bókmenntir og friðarfram- lag, - síðastnefndu verðlaunin eru raunar afhent í Osló. Nfger- ‘íski leikritahöfundurinn Wole So- yinka, fyrsti afríski höfundurinn sem fær bókmenntaverðlaunin, hefur lýst því yfir að hann ætli að verja stórum hluta peninganna til að styrkja nígerísk skáld. Soy- inka segist harla glaður yfir verð- laununum og því stolti sem landar sínir hafi fyllst við að eiga þátt í þeim, en kvartaryfir að vera orðinn svo þekktur í Nígeríu að hann fái varla frið til að skrifa. Gorbatsjof Sovétleiðtogi nýtur meira álits í Vestur-Evrópu en fjandvinir hans í Hvíta húsinu í Washington. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnuntelja32% aðspurðra Evr- ópumanna að Reagan standi sig vel í starfi, 61 % gefur Gorbatsjof þá einkunn. Svipað úrtak Banda- ríkjamanna var spurt sömu spurninga og töldu 59% Reagan standa sig, 44% Gorbatsjof. Stjórnarflokkurinn á Taiwan, Kuomintang, varð fyrir alvarlegu áfalli í fyrsta sinn sem eyjarskeggjum var leyft að ganga til kosninga sem bera örlítinn lýðræðissvip. Nýstofnaður stjórnarandstöðuflokkur vann ágætan sigur miðað við aðstæð- ur allar, fékk 12 af þeim 73 sæt- um sem kosið var um á löggjafar- samkomunni. Foringjar stjórn- arndstöðunnar hafa fagnað úr- slitunum og segjast staðráðnir í að berjast fyrir auknu lýðræði á eyjunni þar sem stjórnvöld telja sig ennþá vera hina einu sönnu Kínastjórn, hafa hingað til bann- að aðra pólitíska flokka en sinn eigin og halda herlögum í gildi. Finnar lentu í ofviðri um helgina og létust níu manns i umferöarslysum af þess völdum. Þök rifnuðu af hús- um og smábátar sukku í höfn; sjór hækkaði við Helsinkiströnd um rúman metra. Mjalihvít og dvergarnir 27? ( barnaskóla sem kenndur er við heilaga guðs- móður nálægt bænum Bath er verið að setja upp jólaleikrit og var ákveðið að nota söguna um Mjallhvíti. Dvergarnir í ævintýrinu eru bara sjö, en leikgleðin mikilí skólanum, og var ákveðið að víkja aðeins við grunnsögunni. ERLENDAR FRÉTTIR ! MÖRÐUR ÁRNASON • /REUTER Frakkland Chirac guggnaði fyrir stúdentum og forseta Hœgristjórnin hætt við háskólafrumvarpið eftir skæðustu mótmœlaátök í París síðan ’68. 22 ára stúdent lést á föstudagskvöld. Mitterrandforseti talinn hafa knúið Chirac til uppgjafar. Stúdentarfagna, en minnast hins látna með aðgerðum Frá upphafi stúdentaóeirðanna í Frakklandi. Desember ’86 er í Parísarborg Ríkisstjórn frönsku hægri- flokkanna undir forystu Jacq- ues Chirac ákvað um hádegi í gær að láta undan kröfum stúdentahreyfingarinnar. og falla frá háskólafrumvarpi sínu eftir blóðuga helgi í miðborg Parísar þarsem 22 ára náms- maður beið bana eftir átök við lögreglu. Hinn sósíalíski for- seti Mitterrand er talinn hafa knúið Chirac til að breyta af- stöðu sinni, og eru atburðirnir í París undanfarið taldir alvar- legt pólitiskt áfall fyrir for- sætisráðherrann og flokk hans, - svo alvarlegt að Chirac muni nú eiga erfitt með raun- hæft framboð til forseta í kosn- ingunum 1987. Leiðtogar stúdenta hafa fagn- að sigri, en halda fast við fyrri hvatningar til námsmanna og verkamanna um mótmæli og verkföll á morgun, þá verður gerð útför Malik Oussekine, stúdentsins sem lést á föstudags- kvöldið. Mitterrand forseti heim- sótti í gær fjölskyldu hins látna og vottaði henni samúð sína og frönsku þjóðarinnar, - táknræn heimsókn sem forsetinn notar til að sýna hvorum megin samúð hans liggur, á þann hátt að trautt verður gagnrýndur. Mótmæli stúdenta og óeirðirn- ar í miðborg Parísar þykja stappa nærri maíviðburðunum 1968 að umfangi og tilsýnd: hrópandi námsmenn gegn óeirðalöggunni CRS, götuvígi og brennandi bílar á hinum frægu búlivörðum Saint- Michel og Saint-Germain, nötr- andi og ráðvilltir stjórnendur, samúð hópa í verkalýðshreyfing- unni, - í gær lagði fjöldi manns niður vinnu í klukkustund til að taka þátt í „sorgardegi" stúdenta vegna láts Oussekine. Aðstæður nú eru þó allar aðrar en þá, og ekki rétt að búast við svipuðu framhaldi, - Daniel Cohn-Bendit, Rauði-Danni, einn af helstu leiðtogum upp- reisnarinnar ’68, sagði í gær að forðum hefði verið á ferð félags- leg byltingarhreyfing, nú væri á ferð nauðvörn námsmanna sem sæju frammá hægribreytingar sem skertu möguleika stórs hóps þeirra til náms og vinnu. Atburðarásin í Frakklandi hef- ur verið mjög hröð alla helgina, og staðan breyst á fárra klukku- stunda fresti. Eftir miklar fjölda- aðgerðir á fimmtudaginn hélt ríkisstjórnin fast við að flytja há- skólafrumvarp sitt óbreytt á þing- inu. Á föstudaginn var þó ljóst að ýmsir áhrifamenn úr samstarfs- flokkum nýgaullistans Chirac voru orðnir órólegir, vildu milda frumvarpið og gefa eftir. Og um kvöldið flutti menntamála- ráðherrann René Monory sjón- varpsræðu þarsem hann sagðist tilbúinn að breyta þeim þremur þáttum frumvarpsins sem eink- um höfðum sætt gagnrýni náms- manna, um sérstakar prófgráður í hverjum skóla, sérstök inntöku- skilyrði og um hækkuð skóla- gjöld. Þá þegr var hinsvegar full- ljóst að stúdentum nægðu ekki þessar yfirlýsingar. Um kvöldið hefjast mikil átök í Latínuhverfinu þegar lögregla ræðst inní Svartaskóla sem stúd- entar höfðu hernumið, og seint jafnað við maí '68. um kvöldið berast þær fregnir að Malik Oussekine, 22 ára stúdent af alsírskum ættum, hafi látist í sjúkrahúsi eftir átökin. Dauðaor- sök var hjartaáfall, en ekki er ljóst hvern þátt barsmíð iögreglu átti í láti Oussekine. Alain Devaquet háskólaráð- herra, sem háskólalögin eru kennd við, sendi forsætisráð- herra formlega afsögn fyrir há- degi á laugardag, - en ennþá hef- ur Chirac hvorki sagt af eða á um það mál. Forsætisráðherrann og forset- inn voru í Lundúnum meðan þessu fór fram, á forystufundi leiðtoga Efnahagsbandalagsins. Chirac flaug heim af þeim fundi um hádegisbil og hélt neyðarfund í ríkisstjórn sinni. Engar fregnir voru sagðar af þeim fundi, en eftir hádegið fara 15-20 þúsund stúdentar í þögla göngu frá Svartaskóla til spítalans þarsem Oussekine dó. Stj órnarandstöðuflokkarnir, sósíalistar og kommúnistar, höfðu frá byrjun tekið mjög undir með stúdentum um kröfur, og á laugardag lýsir einn af leið- togum sósíalista, Laurent Fabius fyrrverandi forsætisráðherra, því yfir að viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar hafi einkennst af mistökum á mistök ofan. Kvöldið hefst með átökum í Latínuhverfinu og hverfunum sunnanvið, grjótkast, táragas, bflveltur. Um hálf níu ekur bif- reið Chiracs forsætisráðherra hratt innum hlið forsetahallar- innar og eftir um hálftíma sam- ræður ekur bifreiðin þaðan aftur, án nokkurra yfirlýsinga frá Chir- ac. Talsmaður forsetans segir eftir fundinn að Mitterrand legði áherslu á þjóðareiningu og hvetti til að öllu ofbeldi verði hætt: „Ábyrgðin hvflir á þeim sem gríp- ur til ofbeldis.“ Síðar telja menn fullvíst að á fundinum á Elysées-höllinni hafi Mitterrand skammað Chirac uppúr skónum og nánast skipað honum að hætta við háskólafr- umvarpið sem kom óeirðunum af stað. Seint á laugardagskvöld hefst síðan einn einkennilegasti þáttur helgarátakanna. Nokkur þúsund manns safnast saman í kjarna Latínuhverfisins, og þar hefjast hin verstu ólæti, um tuttugu bílar standa í björtu báli, búðir eru rændar, og hlaðin götuvígi, - og bar þar mest á fámennum flokk- um með grímur og hjálma, sem þóttu ekki mjög háskólalegir út- lits og framgöngu. Ekki sást í lög- reglu á vettvangi fyrren liðið var á nóttu, en þá var ráðist inní hverf- ið með kylfur og jarðýtur. Um sjötíu særðust í átökunum. Leið- togar stúdenta reyndu að stilla til friðar, - einn þeirra stóð í dyrum fataverslunar og varði hana ráns- flokkum, og lýstu strax yfir að hér væru á ferð hópar meira og minna utanvið hreyfingu háskólastúd- enta. Lögregluforingjar og ráðherr- ar segja þarna á ferð vinstri öfga- menn og stjórnleysingja sem ætli sér að steypa ríkisstjórninni og eyðileggja lýðveldið, - og er þetta umdeilt; til dæmis sagði Henri Krasucki forystumaður CGT (öflugustu verkalýðssam- tökin, tengd Kommúnistaflokkn- um) að lögreglan hafi svona hópa nánast á sínum snærum og oti þeim fram þegar henni finnist ástæða til. Leiðtogar stúdenta komu sam- an í gær, hörmuðu búðaþjófnað, bflbruna og önnur hervirki, en ítrekuðu kröfur sínar, lýstu yfir sorgardegi í gær, mánudag, og hvöttu til mótmæla og verkfalla á morgun. Chirac átti heldur dapurlegan sunnudag, og lenti í þeim hremm- ingum ofaná kreppuna að þurfa að halda hátíðlegt tíu ára afmæli nýgaullistaflokks síns, RPR, með ræðuhöldum sem ekki gátu um annað snúist en atburði síðustu dægra. Forsætisráðherrann þótti hófsamur og fremur dauflegur. Fyrstu fréttir í gær lýstu heldur ekki upp tilveruna í stjórnarher- búðunum, - frankinn var á hraðri niðurleið í kauphöllinni. Chirac kallaði síðan saman neyðarfund í ríkisstjórninni og um hádegisbil tilkynnti hann í stuttu sjónvarps- ávarpi að stjórnin hefði fallist á tillögur sínar um að hætt yrði við háskólafrumvarpið. Stúdentar og fulltrúar stjórnar- andstöðunnar hafa fagnað þeim málalokum, - sé málunum þá í raun lokið, - en stjórnarliðar ver- ið þöglir. Foringi hægri öfga- manna, Jean-Marie Le Pen, hef- ur lýst Chirac sem heigli, og telur hann hafa gefist upp fyrir göt- unni. Fyrstu viðbrögð fréttaskýr- enda eru að slagurinn allur hafi veikt Chirac gífurlega, einsog áður sagði. Úrslitin styrki hins- vegar forsetann og fylgismenn hans í andstöðu á þingi. Þá sé málið allt vatn á myllu Raymond Barre, helsta keppinautar Chir- acs innan hinna hefðbundnu hægriflokka, og ekki hagnist síður hinn hálffasíski Le Pen, sem nú sjái sér færi á að glefsa enn frekar í hægriarm nýgaullista. Þrlöjudagur 9. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Danmörk Viimutími styttur Vinnuvika opinberra starfsmanna styttist um klukkutíma. Verkalýössamtök krefjast35 stunda vinnuviku Frá Gesti Guðmundssyni tréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn. 1. desember sl. styttist vinn- uvika opinberra starfsmanna í Danmörku um klukkutíma, úr 40 tímum í 39. Starfsmenn á almennum vinnumarkaði fá sömu styttingu um áramótin. Víðast hvar verða menn þó að leysa sömu störf af hendi og áður á 40 stundum því að á fæstum vinnustöðum hefur fólki verið bætt við vegna stytt- ingar vinnuvikunnar. Samningaviðræður aðila vinn- umarkaðarins eru nú hafnar en samningar verða lausir í vor. Svo að segja gervöll verkalýðshreyf- ingin hefur sett kröfuna um 35 stunda vinnuviku á oddinn en vinnuveitendur leggjast mjög gegn henni. Verkalýðsflokkarnir eru að mestu sammála um að lág- launafólk eigi að fá fulla launauppbót til að vega upp á móti styttingu vinnutímans en þorri launamanna verður að sætta sig við skertar heildartekj- ur. Flest verkalýðssamböndin hafa nú skorist úr leik í samfloti Alþýðusambandsins og eru áherslur þeirra misjafnar. T.d. leggja þau verkalýðsfélög þar sem konur eru í meirihluta mesta áherslu á styttingu vinnuvikunn- ar en svokallaður verkalýðsaðall leggur mesta áherslu á launa- hækkanir og bættan lífeyri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.