Þjóðviljinn - 09.12.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Síða 5
Spurt um... ... jarðskjálftamæla á Suðurlandi Ami Johnsen spyr fjármála- ráðherra hvort íslensk stjórnvöld hafi tekið afstöðu til þess hvort þau samþykkja að kosta rekstur þeirra jarðskjálftamæla á Suður- landi, sem norrænir jarðskjálfta- fræðingar hafa sótt um styrk til Norðurlandaráðs að upphæð 6 miljónir sænskra króna, að settir verði upp. Árni spyr einnig hvernig áætlað sé að þessi tækja- búnaður nýtist best við forvarnir og fræðslustarf. ... fullvirðisrétt bænda Kristín Halldórsdóttir spyr landbúnaðarráðherra hve mörg býli hafi fengið fullvirðisrétt í mjólkurframleiðslu frá gildistöku búvörulaganna frá 1985. Hún spyr hve mörg bú beri skerðingu í mjólkurframleiðslu og hvort ein- hver bú megi nú framleiða meira en þau gerðu fyrir gildistöku áð- urnefndra laga. Kristín óskar skriflegs svars. ... rekstrarvörur bænda Árni Johnsen spyr hverjar hafi verið tekjur ríkissjóðs af rekstr- arvörum bænda á árinu 1985 og hver sé uppsafnaður söluskattur af landbúnaðarvörum á því sama ári. ... fæðispeninga sjómanna Eiður Guðnason spyr sjávarút- vegsráðherra hve hárri fjárhæð inneign sjómanna vegna fæðis- dagpeninga nemi í áhafnadeild Aflatryggingasjóðs. Hann spyr hve mikið hafi þegar verið greitt til sjómanna og hvenær þeir megi vænta þess að fá þær greiðslur sem á vantar. Eiður óskar skrif- legs svars. ... sleppibúnað Árni Johnsen spyr samgöngu- ráðherra hvað líði úttekt á sjálf- virkum sleppibúnaði björgunar- báta sem öryggismálanefnd sjó- manna lagði til á s.l. ári að yrði gerð, ætlað var að unnin yrði af tæknideild Fiskifélags íslands og fjármagn hafði verið tryggt til. ... löggildingu sjúkranuddara Guðrún Helgadóttir spyr heilbrigðisráðherra af hverju reglugerð nr. 13/1986 um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara var numin úrgildi. Hún spyr einnig hvort ný reglu- gerð sé fyrirhuguð og þá hvenær hennar sé að vænta. ... mat á heimilisstörfum Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir spyr félagsmálaráðherra hvað líði framkvæmd þingsálykt- unar frá 22. apríl sl. um mat heim- ilisstarfa til starfsreynslu. ... stöðugildi á heilbrigðis- stofnunum Kolbrún Jónsdóttír spyr heil- brigðisráðherra hversu mörg stöðugildi séu á heilbrigðisstofn- unum fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og lækna. Hún spyr hvaða breytingar hafa orðið á stöðugildum vegna afnáms starfsskyldna hjúkrunarnema. Loks spyr Kolbrún hvað ráðið sé í margar af þessum stöðum og óskar skriflegs svars. Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Sjómannadagurinn verði lögbundinn frídagur Skúli Alexandersson: Farsœlastað hafa engar undanþágurtil að mismuna ekki sjómönnum og fiskvinnslufyrir- tœkjum Sjávarútvegsnefnd efri deildar alþingis hefur nú til athugunar stjórnarfrumvarp um að sjó- mannadagurinn verði lögskipað- ur frídagur íslenskra sjómanna og fánadagur að auki. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir því að sjó- mannadagur verði fyrsta sunnu- dag í júní hvert ár, nema þegar hvítasunnu ber upp á þann dag, þá frestist sjómannadagur um eina viku. Þetta gerist fjórða hvert ár og einmitt á næsta ári, árinu 1987. Skúli Alexandersson lýsti stuðningi við frumvarpið eins og reyndar svipað frumvarp frá þremur þingmönnum Alþýðu- flokksins í efri deild, en mæltist til þess að sjómannadagurinn væri fremur fluttur framar, þ.e. fram til síðustu helgar í maí en fram í miðjan júní, þegar hvítasunnu bæri upp á fyrstu helgi júní. Skúli sagði það reynslu manna að minna yrði úr bæði sjómannadeg- inum og 17.júní, þegar þessir hát- íðisdagar væru með stuttu milli- bili. Undanþágur óþarfar Skúli sagði undanþáguákvæði frumvarpsins varðandi fiskiskip hins vegar óþarfar, en í 5.grein segir að víkja megi frá almennum frídegi sjómanna ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað og að aðrir hagsmunir séu í húfi. Gert er ráð fyrir að samkomulag verði um undanþágurnar í þessu tilviki, en farmenn eru undan- þegnir lögunum með öllu, nema hvað farskip sem ekki er farið úr höfn fyrir miðnætti á föstudegi fyrir sjómannadag, getur ekki farið fyrr en á hádegi á mánudegi. Þá taka lögin ekki til Landhelgis- gæslunnar. „Ég tel fráleitt að verið sé að mismuna bæði þeim sem eru á skipunum og um leið ákveðnum rekstrarþáttum, þ.e. fiskvinns- lunnni,“ sagði Skúli. „Það er ver- ið að gera fiskvinnsluna hér heima að hluta til skylduga til að hafa sín skip í landi, en þeir sem ætla að sigla og þjóna erlendum aðilum skulu vera undir aðrar reglur settur.“ „Á að fara að mismuna sjó- mönnum á skipum út frá ein- hverjum hugmyndum þeirra sem stjórna fiskvinnslunni? Mér finnst það alveg fráleitt. Það er frekar verið að skapa vandamál með þessum undanþágum en að verið sé að leysa þau vandamál sem skapast af því að þessi dagur verður lögbundinn. Ég tel að ein- mitt sem undanþáguminnst séu málin farsælast leyst. Það mun ábyggilega ganga jafnt yfir út- gerðarmenn og fiskverkun ef það verður gert á þann veg. Allar undanþágur frá svona ákvæðum eru af hinu verra og skapa óá- nægju milli aðila," sagði hann. -ÁI. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alþingi 250 miljónir íleiguíbúðir Kvennalistinn: Leigjendur settir hjá við breytingará húsnœðiskerfinu. Kvennalistinn hefur lagt fram á alþingi þingsályktunartillögu um byggingu leiguhúsnæðis. Gerir tillagan ráð fyrir að ríkisstjórnin verji 250 miljónum króna á nú- gildandi verðlagi á hverju ári þar til þörfinni fyrir leiguhúsnæði hefur verið fullnægt. í greinargerð segir m.a. að á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan tillagan var fyrst flutt hafi ýmsar úrbætur náðst fram í hús- næðismálum. Einn hópur fólks liggi þó óbættur hjá garði, en það séu lejgjendur. Nýleg könnun á vegum Húsnæðisstofnunar sýni að sveitarfélögin telji að þörf sé á 1750-2000 leiguíbúðum. Fé- lagasamtökin Öryrkjabandalag íslands, Bandalag íslenskra sér- skólanema, Leigjendasamtökin og Félagsstofnun stúdenta telji sitt fólk þurfa rúmlega 900 íbúðir, þannig að þörfin sé á bilinu 2650- 2900 íbúðir. Flutningsmenn telja brýnt að eyrnamerkja fé í byrjunarfram- kvæmdir til að anna þessari þörf en einnig að gera þurfi 10 ára áætlun um það hverig vandi leigjenda verði leystur. Benda þeir á að lífeyrissjóðirnir ráðstafi meira fé til byggingarsjóðanna en reiknað var með á þessu ári og þar telja þeir að sækja megi fé í þessu skyni nú þegar. -ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.