Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 12
VtDHORF Nokkmm félögum úr ÆFR svarað eftir Sigurð Einarsson Síðustu dögum fyrir forval Al- þýðubandalagsins í Reykjavík skrifaði Anna Hildur Hildi- brandsdóttir tvö bréf í Þjóðvilj- ann, það fyrra 25. nóv., og það seinna 29. nóv., þar sem hún á undirfurðulegan hátt reynir að gera aðalfund Reykjavíkur- deildar Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins tortryggi- legan. Það sem aðallega fer í taugarnar á þessum framagjarna ungliða er að þessir virku félagar Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík skildu voga sér að vera á öndverðum meiði við hana og félaga, vegna stuðnings við ákveðna frambjóðendur. Þessi reiði hennar brýst þannig fram að hún reynir að gera allt sem þarna fór fram tortryggilegt og spyr eins og sveimhuga er síður, hvers vegna var þetta ekki gert og hitt. Framkvæmdaráðinu hefði kann- ski verið nær að klifra ofan úr fílabeinsturninum og hlusta á umræður félaga sinna hvað þeir hafa til málanna að leggja og hvaða skoðun þeir hafa, því kór- inn getur ekki sungið í takt ef enginn er stjórnandi. Vei ykkur óbreyttir að hafa sjálfstæða skoðun virðist vera einkunnarorð framkvæmdaráðs Æskulýðsfylk- ingarinnar. Nei, Anna mín. Ef þú hefðir lotið svo lágt að mæta á þennan aðalfund, þá hefðirðu kannski orðið þess vör að það er líf í Fylk- ingunni. Maður verður þess kannski ekki var á kontór Iðn- fund og ræða starfsáætlun, og höfum við fullan hug á því að reyna að skipta starfinu í þrennt: baráttufólk forðist kjaftafundi eins og þú telur aðalfund ÆFR vera. Það er merkilegt fyrir al- „Framkvœmdaráðinu hefði kannski verið nœr að klifra ofan úr fílabeinsturn- inum og hlusta á umrœður félaga sinna, hvaðþeir hafa til málanna að leggja og hvaða skoðun þeir hafa... “ nemasambandsins, en eftir þess- um fundi var beðið af óbreyttum félögum og verður að teljast framkvæmdaráðinu til skammar að hann skuli ekki hafa verið haldinn fyrr. Þú spyrð um starfs- áætlun? Ég vil aðeins benda þér á það að það voruð þið í fram- kvæmdaráðinu sem boðuðu til þessa fundar vegna þess, eins og þú veist manna best, var síðasta stjórn farin utan til náms. Annars erum við búin að halda stjórnar- a) fræðslufundi, b) kappræðu- fundi, c) starf út á við. Og einnig höfum við ákveðið að reyna að halda jólagleði. En þetta verður erfi.tt þegar við höfum allt auð- valdsþjóðfélagið á móti okkur og einnig stjórn landssamtakanna. En við erum óhrædd við að takast á við þetta, og vonumst til að nýir félagar láti sjá sig eftir áramótin þegar starfið byrjar á fullum krafti. Kæra Anna, þú spyrð hvort menna félaga að fá slíkan stimpil á sig, frá manneskju sem telst vera í forystu hjá heildarsam- tökunum. Við þökkum pent. Það er margt illa ígrundaðra sleggju- dóma og samhengislausra frasa í þessum greinum. Anna Hildur minnist á smþykkt síðasta lands- þings Æskulýðsfylkingarinnar um að ÆF taki ekki opinbera af- stöðu með einum eða neinum, þessi samþykkt er hvergi til í plöggum frá þinginu, og þeir sem ég hef talað við sem sátu þingið kannast ekkert við slíka sam- þykkt. Það hefði kannski verið væn- legra til árangurs fyrir Pálmar Halldórsson að leita til sem flestra félaga Æskulýðsfylkingar- innar en ekki til lítillar óvandaðr- ar klíku, árangurinn í forvalinu hefði allavega ekki orðið verri. En það er mikill sjúkdómur í þessum flokki að sé maður ekki alveg hundrað prósent sammála þá er maður stimplaður óæski- legur og óferjandi. Og að lokum þetta: Ég ætla að biðja ykkur fé- lagana í framkvæmdaráði að hætta því skemmdarverkastarfi sem þið stundið þessa dagana með því að reyna að fá stjórnar- menn til að hætta í stjórninni og almenna félaga til að lýsa yfir að stjórnin eigi að fara frá, félaga sem hafa aðeins verið spjald- skrárfélagar í langan tíma, enn- fremur krefjumst við þess að þið fallið frá þeim áformum um að reka þá félaga úr trúnaðarstöðum sem eru ekki já-félagar ykkar. Það væri tilvalið fyrir fram- kvæmdaráðið að snúa sér að öðru þegar kosningar fara í hönd, en eitt er víst að hart verður látið mæta hörðu, ef því er að skipta. Með von um eðlileg samskipti. Sigurður Einarsson f'ormaður Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Sýsla Heimili Póstnr. Sími Tíminn ■ Áskrift Síðumúla 15,105 Reykjavík Ég undirritaður/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TÍMANUM. 3 nýjar matreiðslubækur Sigmars B. Haukssonar verða sendar mér um leið og ég staðfesti umsókn þessa. Nafn Nafnnr. o.fl.en þær eru: 99 audveldar hvers dagsuppskriftir Matur á glóðum T ólf hátíðarmatseðlar Bækur þessar eru miðaðar við íslenskar aðstæð- ur og matarvenjur. Notast er við odýrt hráefni í flestum tilfellum, og efnum sem eru til á flestum heimilum. Með notkun þessara bóka geta spar- ast útgjöld heimilisins til mikilla muna. fyrir áramót KAUPBÓT, 3 nýjar matreiðslubækur eftir hinn kunna sælkera SIGMAR B. HAUKSSON Einnig er tekið við áskriftum í síma 91-686300 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.