Þjóðviljinn - 09.12.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Side 14
BÆKUR ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Stjórnarfundur ÆFAB Veröur haldinn laugardaginn 15. des. 1986 kl. 11.00. Dagskrá: I. Skýrslur a) deilda b) framkvæmdaráös c) nefnda. II. Útgáfumál (Birtir, Rauðhetta o.fl.) III. Utanríkismál. IV. Kosningar framundan. V. Önnur mál. Fundurinn verður haldinn á Stokkseyri og er opinn öllum félögum. Allar nánari upplýsingar gefa Sölvi s. 99-3259 og Anna s. 19567. Framkvæmdaráö ÆFAB Dregið hefur verið í happdrætti ÆFAB. Vinningsnúmerin hafa verið innsigluð til 20. des. n.k. Ykkur gefst því enn kostur á að eignast ritsafn Laxness og sitthvað fleira, með því að greiða heimsenda gíróseðla. Framkvæmdaráð ÆFAB Iðnráðgjafi Starf iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra, með að- setri á Blönduósi, er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 20. desember og skal umsóknum skilað til Knúts Aadnegard Raftahlíð 22 550 Sauðárkróki, en hann gefur jafnframt allar nánari upplýsingar um starfið í síma 95-5669 eftir kl. 20. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út handslökkvitæki, ásamt uppsetningu þeirra. Verkinu skal lokið 20. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Fjarhitun h/f, Borg- artúni 17, Reykjavík, frá og með mánudeginum 8. desember gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Fjarhitun h/f eigi síðar en 30. desember 1986. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 9. janúar 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Kefiavíkurflugvelli Fóstrur - þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða í eftirtaldar stöður á Dagvist- arheimili Hafnarfjarðar: 1. Fóstru í fullt starf, þroskaþjálfa í hálft starf á dagvistarheimilið Víðivelli. 2. Forstöðumann og fóstrur í hálfar stöður á leik- skólann Álfaborg. 3. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Norðurberg. 4. Fóstru eftir hádegi á leikskólann/dagheimilið Smáraland. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumaður við- komandi heimila og dagvistarfulltrúi í síma 53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Eyrtin a veggjtmom eftir verðlauna- höftmdinn 'j/ JB22I2IE — bráðskemmtileg barnabók Ný bók um Elías Komin er út hjá Iðunni fjórða bókin um ELÍAS sem flestir krakkar kannast við. Nefnist hún ELÍAS, MAGGA OG RÆNIN- GJARNIR og er eftir AUÐI HARALDS. Nú ætlar fjölskyldan að freista gæfunnar á Ítalíu og pabbi Elíasar fær vinnu við að byggja brú á milli Ítalíu og Sikileyjar. Magga móða og Misja maðurinn hennar fylgja í fótspor þeirra við misjafnan fögnuð! A Sikiley þarf fleira að gera en byggja brýr. Pað þarf að ala Sikil- eyinga betur upp, segir Magga. En þeir vilja ekkert læra góða siði af Möggu og hún sannfærir þá með sínum aðferðum... Pabbi, sem vildi komast í Möggufrí, hafði reynt að hræða þau með Mafíunni og mannræningjum, en hann hefði frekar átt að aðvara ræningjana. Brian Pilkington teiknaði myndirnar og hannaði kápu. Eiturskógur- inn Komin er út hjá Iðunni tuttug- asta bók spennuhöfundarins, Hammond Innes, í íslenskri þýð- ingu. Nefnist hún EITURSKÓ- GURINN. Hér segir frá auðkýfingnum Tom Halliday, sem hverfur spor- laust skömmu eftir að hann hefur látið breyta erfðaskrá sinni. Hann er óútreiknanlegur eins og aðrir eiturlyfjaneytendur, - hefur hann kosið að hverfa sjálfur eða er hvarf hans af mannavöldum? Eiginkona hans og synir krefjast þess að hann finnist eða sé lýstur látinn svo hægt sé að skipta arfin- um. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Vestur-íslenskar æviskrár út er komið hjá bókaforlagi Odds Björnssonar fimmta bindi ritsins Vestur-íslenskar æviskrár, sem Jónas Thordarson tekur saman. f þessu nýja bindi eru æviskrár- Undraleiðir ástarinnar Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út enn eina skáldsögu eftir vinsælan ástarsöguhöfund, Ther- esu Charles, sem heitir Undra- leiðir ástarinnar. Andrés Krist- jánsson þýddi. Bókin fjallar um elskendur sem styrjöld og eigingjörn móðir aðskilja, um raunir stúlku sem telur að unnustinn sé fallinn og um sérstætt tilboð um ástlaust hjónaband. Svarti riddarinn Svarti riddarinn, ný bók eftir Alistair MacLean, er komin út hjá Iðunni. Um efni bókarinnar segir m.a. í kynningu forlagsins: Auglýst er eftir vísindamönnum til starfa er- lendis. Sérfræðiþekkingar á sviði eldflaugatækni er krafist og óvenju há laun í boði. Átta menn eru ráðnir, en hverfa síðan spor- laust ásamt eiginkonum sínum... En síðasti umsækjandinn er ekki alveg jafn grandalaus og hinir fyrri. John Bentall er sérfræðing- ur á sviði eldflaugatækni, en hann er einnig sérfræðingur í ýmsu öðru sem kemur eldflaugum ekk- ert við. Sviðið er í suðurhöfum og hér er barist um heimsyfirráð. Átökin magnast, engum að treysta og spennan eykst frá síðu til síðu. Sigurður G. Tómasson þýddi. þættir 100 Vestur-íslendinga með 330 Ijósmyndum, saga þeirra sögð í stuttu máli, greint frá upp- runa og ævistarfi, ættingjum og afkomendum. f bókarlok er ítar- leg mannanafnaskrá. Vestur-íslenskar æviskrár eru ómetanlegur lykill að persónu- fróðleik og ættfræði, auk þess sem þær gefa aukin tækifæri til styrktar vináttubanda og frænd- semi milli íslendinga austan hafs og vestan. Beggja skauta byr Út er komin hjá bókaforlagi Odds Björnssonar skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur sem nefnist „Beggja skauta byr“. Ing- ibjörg hefur lagt stund á „hugljúfar“ ástarsögur öðrum fremur og er þetta 27nda bók hennar. iveiníg vifl lænrni 09 hveis vifl þörlnumjl til efl hahii heiisu Svona erum við Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina „Svona erum við“ ætluð að veita börnum skiln- ing á líkama sínum - og að hjálpa foreldrum að svara spurningum barna sinn. Hér eru kynnt á auðveldan hátt líffæri og líkamshlutar manna og starfsemi þeirra. Bókin er einkum sniðin við hæfi ungra lesenda - eða hlust- enda á aldrinum sex til tólf ára sem kynnast munu hér hugmynd- um og hugtökum er tendra at- hygli þeirra og áhuga. Skipulegt og auðskilið mál ásamt teikningum sýnir hvernig við erum, hvernig við vöxum, hvemig líffærin starfa og hvers við þörfnumst til að halda heilsu. Þetta er fróðleiksrit og upp- sláttarrit handa allri fjölskyld- unni. Bókina þýddi Órnólfur Thorlacius en hún er 96 blaðsíður í stóru broti. íslensk rit í Vesturheimi Landsbókasafn fslands hefur nýlega gefið út Skrá um rit á ís- lensku prentuð vestan hafs og austan af Vestur-íslendingum eða varðandi þá. Ólafur F. Hjart- ar, deildarstjóri í safninu, tók skrá þessa saman og gerir grein fyrir henni í inngangi. Sjálfskráin er um 80 tvídálka síður í stóru broti. Fyrst fara rit prentuð í Vesturheimi, síðan rit prentuð á íslandi eða annars staðar austan hafs, og loks er efnisskrá, er sýnir, hvað prentað hefur verið um einstök efni. Skráin er merkileg heimild um bókmenntir, sögu og félagslíf landanna vestra, svo sem þetta birtist í ritum þeirra á íslensku, en sýnir jafnframt áhuga íslendinga hér heima á þessum efnum og hvern þátt þeir hafa átt í útgáfu vestur-íslenskra bókmennta og umfjöllun um þær. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.