Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 16
SFJAIDHAQ allar upplýsingar á einum stao # SAMVINNUBANKi ÍSLANDS HF. Borgarspítalinn Suðurland Óttast mjög niðurskurð Stjórn Borgarspítalans mótmœlir ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um að setja spítalann áfjárlög. Óttast miðstýringu og niðurskurð. Unnið sleitulaust að samningum ríkis og borgar h að er verið að vinna að þess- “ um málum, en það er enn ekki hægt að segja að samningar séu að komast á lokastig, sagði Magn- ús Pétursson hagsýslustjóri þegar Þjóðviljinn innti hann eftir gangi viðræðna borgar og ríkis um kaup þess síðarnefnda á Borgar- spítalanum. Samningaviðræður milli aðila eru í fullum gangi, bæði meðal embættismanna og stjórnmála- manna, en ekki virðist vitað hve- nær séð verður fyrir endann á þeim. Á sama tíma magnast enn and- staðan gegn sölu á Borgarspítal- anum. Stjórn sjúkrastofnana, sem jafnframt er stjórn Borgar- spítalans, kom saman í gær og ítr- ekaði fyrri mótmæli sín við þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að1 setja Borgarspítalann á fjárlög. Stjórnarmenn hafa miklar áhyggjur af því að þeirri aðgerð fylgi mikill niðurskurður á rekstr- arfé spítalans. Þess má geta að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar 1987 er Borgarspítalanum aðeins ætlað um 1.2 miljarða rek- strarfé, sem nemur aðeins 3% hækkun frá því sem áætlað er að verði niðurstaða rekstursins í ár. Þá óttast menn mjög að stjórn ríkisspítalanna verði falin yfir- stjórn spítalans ef af yfirtöku ríkisins verður, sem myndi leiða til þess að kerfið yrði mun þyngra í vöfum en það er nú. Komi til þess munu sexmenningarnir í stjórn ríkisspítalanna hafa forráð yfir alls 3000 stöðugildum. í dag fundar starfsfólk spíta- lans um þetta mál með þing- mönnum Reykjavíkur og borgar- fulltrúum. Eins og kunnugt er Vestfjarðakratar Sighvatur vili ógilda atkvæði hafa starfsmenn hreyft þeirri hugmynd að þeir taki sjálfír við rekstri spítalans og er gert ráð fyrir að beiðni þar að lútandi verði lögð fyrir borgarráðsfund í dag. - gg Þaft var þröngt á þingi í bókaverslun Máls og menningar í gærdag, þegar Kristján Jóhanns- son áritaði nýútkomna plötu sína, „Með kveðju heim“. Á plötunni eru sígild íslensk sönglög í útsetningu Jóns Þórarinssonar, er Royal London Symphony annast undirleik. Það er greinilega hver síðastur að ná sér í eintak. Margiét í 1. sæti Ég er mjög ánægð með þessi úrsiit og sérstaklega er ég ánægð með listann í heild. Þetta verður erfið og hörð barátta en ég hef góða trú á þessum lista, sagði Margrét Frímannsdóttir, oddviti á Stokkseyri. Margrét hlaut ríflega 80% at- kvæða í 1. sætið í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins. Ragnar Óskarsson, Vestmanna- eyjum varð í 2. sæti og Unnar Þór Böðvarsson, Reykholti í 3ja sæti. Kjördæmisráð gekk formlega frá listanum eftir að úrslitin í forva- linu lágu fyrir. Þetta er í fyrsta skipti sem kona skipar efsta sætið á framboðslista gömlu flokkanna til þingkosninga. Mér finnst þetta góð tilfinning og ég er ánægð fyrir hönd kvenna almennt og þá sérstaklega hjá Al- þýðubandalaginu en flokkurinn hefur tekið ótvíræða forystu í því að vera með konur í öruggum sætum á framboðslistum, sagði Margrét. Sjá bls. 19 -,g- Steingrímur J. Sigfússon - Ég er nú út af fyrir mig mjög ánægður með þessi úrslit. Þetta er frambærilegur listi, kemur sterkur út fyrir allt kjördæmið og það er líka Ijóst að þeir sem eru i efstu sætunum hafa fengið breiðan stuðning í forvalinu. Það er ekki síður ánægjulegt hvað konur fengu góða kosningu í for- valinu, lenda bæði í 2. og 3ja sæti sagði Steingrímur J. Sigfússon í samtali við Þjóðviljann. - Við leystum framboðsmálin í miklum friði og einingu hér á meðan aðrir flokkar í kjördæm- inu eiga í erjum og eru jafnvel klofnir. Við látum væntanlegt klofningsframboð hafa sem minnst áhrif á okkur og mér finnst hafa dvínað að mun stemmningin í kringum hreyfíngu Stefáns og sé ekki annað en þetta verði eingöngu hreint Framsókn- aruppgjör, sagði Steingrímur. Ánægður úrslitin Stéttarsamband bænda Bændur ævareiðir Mótmœlaþvíharðlega að ekkertsamráð var haft viðþá um málefni landbúnaðarins ínýgerðum samningum. Stéttarsambandið krefst ráð- stafana sem tryggi hag alifugla- og kartöflubœnda Enn hefur ekki tekist að telja í prófkjörum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks á Vestfjörðum vegna ófærðar og óveðurs. Vonir standa til að hægt verði að tejja atkvæði í dag. Sighvatur Björgvinsson hefur farið fram á það við kjömefnd Alþýðuflokksins að atkvæði frá Hólmavík verði ekki talin með í prófkjörinu og einnig atkvæði nokkurra annarra einstaklinga sem hann telur að hafi tekið þátt í skoðanakönnunum hjá öðrum flokkum á Vestfjörðum. Ægir E. Hafberg formaður kjömefndar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að vissar at- hugasemdir hefðu borist frá Sig- hvati en það ætti eftir að skoða þau mál nánar og myndi kjör- nefnd gera út um þau áður en talning hæfíst á ísafirði í dag. ->g- Stéttarsamband bænda hefur sent ríkisstjórninni bréf þar sem því er mótmælt harðlega að ríkisstjórnin skuli hafa lofað at- vinnurekendum og verkalýðs- hreyfingunni því að ekki verði tekin upp framlciðslustýring á eggja- og kjúklingaframleiðslu og að jöfnunargjald verði felit niður af innfluttum kartöflum án nokk- urs samráðs við framleiðendur. Stjórn Stéttarsambandsins lýs- ir furðu sinni yfir þessum vinnu- brögðum og krefst þess að ráð- stafanir verði gerðar til þess að tryggja hagsmuni alifuglabænda og kartöfluframleiðenda. Þá vekur Stéttarsambandið at- hygli á því að samið hefur verið um 12.74% hækkun á verði sauðfjárafurða 1. september á næsta ári en nú hefur ríkisstjómin lofað aðilum vinnumarkaðarins að verð á búvömm hækki ekki umfram almenna verðþróun til loka næsta árs. „Hluti þeirra launataxta sem tímakaup í launalið verðlags- grundvallar sauðfjár- og kúabúa miðast við voru meðal lægstu taxta vinnumarkaðarins,“ segir m.a. í bréfi stjórnar Stéttarsam- bandsins. „Sú sérstaka launa- hækkun sem láglaunahópamir fengu í nýgerðum kjarasamning- um mun því hafa áhrif á verðlag búvara á næstu mánuðum. - vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.