Þjóðviljinn - 09.12.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Jólaföstusamn ingamir Það er að vonum erfitt að meta strax til hlítar þá kjarasamninga sem leiddir voru til lykta nú um helgina, enda voru þeir flóknari og yfir- gripsmeiri en oft áður. Þó er Ijóst, að með þeim hefur orðið stefnubreyting, sem felst í því að hinir lægst launuðu fá nú lang mestar launa- hækkanir. Það er einkar mikilsverður árangur, sem menn skyldu ekki vanmeta. í raun virðist, sem það sé einkum þrennt sem gefur launafólki viðspyrnu í þessum samning- um. í fyrsta lagi eru það hækkanirnar á lægstu launin. Vegna þeirra hækka nú sumir úr röskum 19 þúsundum á mánuði upp í 26.500 krónur. Þessi áhersla á láglaunafólkið er í rétta átt, og Þjóðviljinn óskar þess heils hugar að í framtíð- inni verði meginþunginn áfram á kjörum þeirra sem minnst bera úr býtum. í öðru lagi virðast breytingarnar á bónuskerf- inu vera mjög til bóta. En samkvæmt þeim er nú aukinn hlutur fastalauna af heildartekjum en vægi bónusálags minnkar. Þetta er í takt við kröfur, sem gerast æ háværari úr hópi bónus- fólks ífiskvinnu-og raunar víðar-um aðdraga úr bónusþrælkuninni. En einsog kannanir hafa sýnt leggur bónusinn óhóflegt álag á fiskverka- fólk, einkum konur, og leiðir til líkamlegs slits langt fyrir aldur fram. í þriðja iagi veita samningarnir viðspyrnu fyrir aldraða og öryrkja, þann hóp, sem hefur orðið einna verst úti undir núverandi ríkisstjórn. Eftir 4,59 prósent hækkunina, sem samkvæmt fyrri samningum varð 1. desember, er samanlögð upphæð tekjutryggingar og lífeyris þessa fólks ekki nema 15,907 krónur. Sú upphæð er auðvit- að fáránlega lág og sýnir vel það viðhorf sem gamalt fólk og veikt nýtur hjá núverandi stjórn ríkisins. En í bréfi forsætisráðherra til aðila vinn- umarkaðarins lýsir ríkisstjórnin því hins vegar yfir, að lífeyrir þessa fólks muni hækka „í sam- ræmi við almenna launaþróun". Þar sem Ijóst er, að meginhugsunin í kjarasamningunum er að bæta hag þeirra verst stöddu segir sig sjálft, að ríkisstjórnin hlýtur að sjá til þess að aldraðir og öryrkjar njóti þess einnig, - og tekjur þeirra verði hækkaðar upp í 26,500 krónur á mánuði. Við annað geta menn ekki unað. En það eru margar hliðar á hverju máli. Þrátt fyrir ríflegar hækkanir til hinna lægst launuðu, þá er hitt ómótmælanleg staðreynd að enginn getur í dag framfleytt fjölskyidu á 26,500 krón- um á mánuði. Það er hryggileg staðreynd, - en staðreynd eigi að síður. Það eru sömuleiðis hópar, sem ekki ná fram viðunandi árangri í þessum samningum, einsog til dæmis iðnnemar. Þeir sem njóta sérstakra hækkana með samningunum - fólkið sem var undir 26,500 króna markinu - er minna en þriðjungur þess hóps sem samningarnir ná til. Hinir fá á samn- ingstímanum einungis 5 prósent hækkun, með- an sérfræðingar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir 7 til 8 prósent verðbólgu. Út frá samn- ingunum virðist því Ijóst, að kaupmáttur þessa hóps mun alls ekki aukast í þessum áfanga. Það er hins vegar vert að árétta, að með þessum samningum er í raun búið að festa í sessi tvenns konar lágmarkslaun. Annars veg- ar 26,500 krónur fyrir ófaglært fólk og hins veg- ar 35 þúsund krónur fyrir iðnaðarmenn. Þess er að minnast að miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti á aðalfundi sínum fyrir skömmu að lágmarkslaun skyldu ekki vera undir 35 þúsund krónum. í þessari umferð má því segja að fyrir ákveðinn hóp hafi það mark náðst, en það er jafn nauðsynlegt að aðrir hópar í þjóðfélaginu nái þeim einnig. Nú eru enn framundan marg- víslegir samningar í þjóðfélaginu, meðal annars sérkjarasamningar, sem að vísu kallast fast- launasamningar í þessari atrennu, og sömu- leiðis samningar BSRB eftir áramót. Þá gefst tækifæri til að ná meiru af góðærinu til launa- fólks, og því er sjálfsagt að ítreka fyrrnefnda samjDykkt miðstjórnarinnar. _Qg KUPPT Einkaskolar betri? Pað var frétt í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu undir fyrir- sögninni „Einkaskólar betri en ríkisskólar að mati foreldra“. Fréttin var um könnun sem dr. Bragi Jósepsson hafði gert og Skólaskrifstofa Reykjavíkur gef- ur út. Þeim sem augun rak í klausuna hlaut að detta það fyrst í hug, að hér hefði einn kennslu- fróður gerður út til þess að safna einhverjum þeim „rökum“ sem mæltu með hinum umdeilda Tjarnarskóla og svo því, að hald- ið yrði áfram að færa barna- kennslu yfir á svið einkageirans. Nú er það svo, að enginn þarf að vera hissa á því þótt foreldrar barna, sem ganga í einkaskóla, séu yfirleitt ánægðari með skóla- göngu barna sinna en aðrir for- eldrar og telji að hún skili betri árangri. Eins og hér er í pottinn búið getur einkaskóli (eins og sá frægi Tjarnarskóli) fengið upp í hendurnar allt það sem ríkisskóli fær - en auk þess hefur hann úr fjármunum að spila sem leyfa honum að bæta nokkru við veitta þjónustu. Hann getur og valið bæði úr kennurum, sem hann hefur möguleika á að boga meira kaup en nkisskólar, og úr nem- endum. Þá er enn að geta þess sem mjög miklu skiptir: foreldrar sem leggja á sig nokkur útgjöld og fyrirhöfn til þess að koma börnum sínum í einkaskóia eru að öðru jöfnu fólk sem hefur betri aðstæður og meiri áhuga á að fylgjast með námi barna sinna, veita þeim stuðning að heiman. Því má segja um þá könnun Braga Jósepssonar sem hér er til umræðu, að hún sé að nokkru leyti af því tagi að „sannað“ er , það sem allir vissu - menn gátu farið nær um niðurstöðurnar fyrirfram - án þess að rýna í það, hvernig hann hefði að athugun þessari staðið. ísaksskólinn einn En þegar rýnt er í það, kemur fleira í ljós. Um það fjallar dr. Wolfgang Edelstein í grein sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var og heitir „Rík- isskóli, einkaskóli". Wolfgang byrjar á því að vekja athygli á því, að dr. Bragi er alls ekki að rannsaka ,gengi óska- barns Frœðsluráðs, Tjarnar- skólans“ - könnun hans tók að- eins til eins einkaskóla, ísaks- skólans, virts og gróins skóla, sem „byggir á uppeldislegu ný- breytnistarfi ísaks heitins Jóns- sonar“ - sem er meira en sagt verður um Tjarnarskóla. Wolf- gang vekur og athygli á því, að foreldrar þeir sem svöruðu spurningum Braga Jósepssonar voru alls ekki að leggja mat á það, hvort væri betra ríkisskóli eða einkaskóli „heldur svöruðu spurningum um mat sitt á aðstceð- um, námi og námsárangri í skólum sem sjö ára börn þeirra scekja. Greinin hefðiþvímeð réttu mátt bera fyrirsögnina: ísaksskóli kemur betur út en aðrir skólar í Reykjavík í könnun á viðhorfum foreldra til ýmissa þátta skóla- starfs“. Gölluð aðferð Wolfgang hefur skoðað vand- lega aðferð dr. Braga við þessa könnun og finnur hana léttvæga í mörgum þáttum. Hann leggur OG SKORHD sérstaka áherslu á það, að sú á- lyktun sem dregin er af könnu- ninni að „enginn marktcekur munur“ væri á félagslegum að- stæðum foreldra barna í einka- skólum og öðrum skólum, sé röng. Þá finnur hann og að því, að ekki sé tekið tillit til þess í þeim samanburðarfræðum sem Bragi Jósepsson hefur tjaslað saman, að börn í ísaksskóla hafa verið lengur en önnur börn í skóla þegar skoðað er hvernig þeim vegni sjö ára gömlum - þau hafa notið tveggja ára forskólan- áms en ekki eins. Um þetta segir Wolfgang: ,Að öllu þessu athuguðu verð- ur að álykta að allur sá munur á viðhorfum foreldra (en ekki á námi og starfi sjö ára nemenda eins og höfundur lcetur í veðri vaka í inngangi) sem dr. Bragi rekur til áhrifa ólíkra skólagerða - ríkisskóla og einkaskóla - fylgi félagslegum aðstœ'ðum foreldra og dvalartíð nemenda í skóla“. Það sem sanna átti Wolfgang Edelstein minnir á það, að ísaksskóli njóti ýmissa kosta einkaskóla (meira fé til ráð- stöfunar, fulltingi áhugasamra foreldra osfrv.) „á grundvelli ríkisforsjár sem gerir honum kleift að tryggja uppeldis- og námsframboð sitt með tak- mörkuðu viðbótarframlagi áhugasamra foreldra". Síðan greiðir hann þetta högg hér bæði þeim sem samanburðarkönnuna gerði og þeim, sem slíka könnun panta líklega, í von um rök fyrir drauma sína um að „markaðs- setja“ uppeldismálin eins og allt annað í þjóðfélaginu: „Umrceða um þessi mál hefur að mestu farið fram af tilefni stofnunar Tjarnarskóla sem hlaut starfsskilyrði sín á opinberan kostnað án þess að réttlœtast af jákvœðum nýbreytnihefðum. Hvers vegna valdi dr. Bragi þá ekki Tjarnarskólann til saman- burðar við hina skólana? Spyr sá sem ekki vit. Ef yfirvöld cetla að réttlœta frekari tilfœrslu fjármuna til einkaskóla með rannsóknar- niðurstöðum verða rannsóknir að vera tceknilega óumdeilanlegar. Túlkanir orka iðulega tvímcelis, en á tœknileg gasði og aðferða- frceði verður frekar scest. Ef nota á rannsóknarniðurstöður til að réttlœta pólitískar ákvarðanir ber rannsóknarmönnum skylda til að gera rannsóknir þannig úr garði að þcer standist tceknilega gagnrýni og að niðurstöður standi undir túlkun þeirra. “ Þetta mál er um margt merki- leg vísbending um nauðsyn þess að menn hafi vakandi auga á við- leitni til þess að finna hæpnum pólitískum málstað - hér á sviði uppeldismála - „fræðilega" rétt- lætingu. Ekki síst vegna þess, að spurningaskrár félagsvísindanna standa á vaxfótum eins og Hegel sagði um staðreyndirnar - með list og vél er hægt að snúa þeim í þá átt sem óskað er. ÁB. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörourÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglyslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglyslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Slmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnflörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Ipnhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík,sími681333. Auglýsingar: Slðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrtftarverö á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.