Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 2
—SPURNÍNGIN- Kaupir þú bækur til jóla- gjafa? Þorbjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ég hef keypt eina. Bókaúrvalið er svipað og undanfarin ár, mikið af ævisögum. Ég kaupi bækureins- og Niðurlæginguna og framhald- ið af Stúlkunni á bláa hjólinu. Ég kaupi lítið af íslenskum bókum, nema bækur Sigurðar A. Magnússonar. Fjóla Helgadóttir nemi: Ég er ekki búin að því en ætla að gera það. Mér líst mjög vel á bókaúrvalið núna og er hrifin af bók Steinunnar Sigurðardóttur. Ég kaupi oftast bækur til jóla- gjafa. Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri: Já, ég kaupi frekar íslenskar bækur en það fer auðvitað eftir því fyrir hvern maður er að kaupa. Það er mikið til af góðum bókum núna, til dæmis bókin um Hafskipsmálið. Geir Herbertsson prentari: Já, eitthvað en ég held ég fái nú fleiri bækur en ég gef öðrum. Ég kaupi mikið af íslenskum ævi- sögum fyrir jólin. Þórður Guðmundsson eftirlaunaþegi: Nei, við hjónin gefum mest bamabörnunum og þá prjónaföt og slíkt. Sjálfur les ég aðallega fagbækur. Núna líst mér vel á Heimsmyndarbókina og bókina um Vftóngslækjarætt. FRÉTTIR Aldraðir Minnihlutinn útilokaöur Sjálfstœðisflokkurinn skipar nefnd um öldrunarmál. Þrír fulltrúar Flokksins, einnfrá minnihluta Vinnubrögð Árna Sigfússonar í þessu máli vekja furðu mína. Hann hefur jafnvel gengið lengra en forverar hans í stöðu formanns félagsmálaráðs í að útiloka minnihlutann frá að fylgjast með málum, sagði Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann I gær. Skipuð hefur verið nefnd á vegum borgarinnar, sem er ætlað það hlutverk að taka til athugun- ar málefni aldraðra í borginni og þann vanda sem eldri borgarar búa við. Sæti í nefndinni eiga Ámi Sigfússon formaður fél- agsmálaráðs, Katrín Fjeldsted formaður heilbrigðisráðs og Páll Gíslason formaður byggingar- nefndar stofnana í þágu aldraðra, öll í Sjálfstæðisflokki, en aðeins einn fulltrúi minnihlutans. Minnihlutinn gerði tillögu um að fulltrúar minnihlutans í nefnd- inni yrðu tveir, en sú tillaga var felld. Árni Sigfússon stakk upp á Guðrúnu Ágústsdóttur sem full- trúa minnihlutans í nefndinni, en Guðrún vékst undan því að sinni, enda þyrftu fulltrúar minnihlut- ans að ræða það sín á milli. Sá vandi sem nefndin á að at- huga er einkum fólginn í því að um 1100 manns bíða nú eftir því að fá inni í leiguíbúðum á vegum borgarinnar, en engin áform eru uppi um að byggja slíkar íbúðir. -gg Starfsfólk Plantprents færði Mæðrastyrksnefnd veglega peningagjöf að upphæð 45.600 krónur. Mynd E.OI. Mœðrastyrksnefnd Fleiri sækja um styrk en áður Fólk leitarfyrr til Mœðrastyrksnefndar en áður að hafa óvenju margir leitað til okkar nú þegar sem er óvenju snemmt og það er útlit fyrir að þeir verði fleiri en áður“ sagði Guðlaug Runólfsdóttir framkvæmdastjóri Mæðra- styrksnefndar í samtali við Þjóð- viljann en Jólasöfnun nefndar- innar hófst í byrjun desember að veiyu. „Söfnunin hefur gengið sæmi- lega og okkur hefur borist mjög mikið af fötum“ sagði Guðlaug. „Fyrirtæki og starfsmenn þeirra hafa tekið okkur vel, til dæmis gaf starfsfólk Plastprents 45.600 krónur á fimmtudag. Fataúthlutun fer fram í Trað- arkotssundi 6 en peningastyrkir eru afhentir á Njálsgötu 3. -Vd. Eyðni Verjumst eyðni Þjóðviljinn VRfólk óánægt Starfsmenn Þjóðviljans sem félagsbundir eru í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur hafa sent frá sér ályktun þar sem ný- gerðum kjarasamningum er mót- mælt. VR menn á Þjóðviljanum lýsa yfir fullum stuðningi við sam- þykkt aðalfundar miðstjórnar Alþýðubandalagsins fyrir skömmu, en þar segir að lág- markskaup skuli ekki vera undir 35.000 kr á mánuði. Bæklingur um eyðni sendur til ungs fólks á aldrinum 15-24 ára. Verjumst eyðni, notum smokk- inn“ heitir nýútkominn bækl- ingur um eyðni sem Landlæknis- embættið hefur gefið út og sent til alls ungs fólks í landinu á aldr- inum 15 til 24 ára. Vegna mistaka hjá Skýrsluvélum var bæklingur- inn einnig sendur til 12-14 ára barna á höfuðborgarsvæðinu. Bæklingurinn útskýrir hvað eyðni er, hvernig hún lýsir sér, hvaðan hún er upprunnin og hvernig hún smitast. Tekið er fram að allir geti smit- ast og margt bendi til þess að helsti áhættuhópur sjúkdómsins í dag sé ungt fólk á aldrinum 15 ára til þrítugs. Einsog nafn bæklings- ins gefur til kynna er lögð mikil áhersla á að fólk noti smokka þar sem þeir eru góð smitvörn. Varað er við fordómum og bent á að eyðnismit er ekki mæli- kvarði á siðferði fólks. _V(). 2 SfDA - ÞJÓÐVIUINM 1 kwtfwlBgwr 18. áiHwfcir 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.