Þjóðviljinn - 13.12.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Sjálfstæði Borgarsprtalans Forysta Sjálfstæöisflokksins vinnur aö því af kappi að Borgarspítalinn verði seldur úr höndum Reykvík- inga og sameinaður ríkisspítulunum. Þannig á enn að auka á miðstýringuna í þessu dvergvaxna þjóðfé- lagi, og er hún þó ærin fyrir. Þetta gerir Flokkurinn án þess að borgarfulltrúar, lýðræðislega kjörnir af fólkinu í bænum, fái nokkurs staðar að ræða og reifa málið. Þetta gerir Flokkurinn án þess að fulltrúar fólksins í borgarráði fái einu sinni að rökræða málið við Drottin allsherjar í líki þeirra Davíðs og kompanís. Þetta gerir Flokkurinn líka, án þess að þau 1500 manna sem vinna á Borgarspítalanum fái rönd við reist, án þess að þau eigi nokkurn kost á að setja fram sitt álit. Sé einhvers staðartil sovésk hugsun á íslandi, þá hljóta menn nú að skilja hvar hún er niðurkomin. Það er nefnilega meir en undarlegt, að sá flokkur sem í orði kveðnu berst fyrir sjálfstæði sveitarfélaga og valddreifingu skuli nú hafa frumkvæði að því að svipta Reykvíkinga vissu sjálfræði og auka enn á ríkisbáknið. Það hlýtur að vera nöturlegt fyrir sjálfstæðismenn í hópi starfsmanna Borgarspítalans að horfa upp á sína eigin forystu leggjast þannig á sveif með sovét- inu. Það hlýtur líka að vera nöturlegt fyrir þá Sjálfstæð- ismenn sem nú fylla Morgunblaðið af greinum í veikri von um að koma vitinu fyrir forystu flokksins að finna að einu bandamennirnir sem þeir eiga í baráttunni gegn vaxandi ríkisbákni eru sósíalistar. Staðreyndin er auðvitað sú, að í öðrum vestræn- um löndum eru menn nú markvisst að flytja heilsu- gæslu og rekstur sjúkrahúsa út til sveitarfélaganna. Sjálfstæðisflokkurinn vill fara öfuga leið. Það er líka staðreynd, að smáar rekstrareiningar á þessu sviði er betri en of stórar. í óvandaðri skýrslu um Borgarspítalann sem Sjálfstæðisflokkurinn notar óspart til að réttlæta söluna á spítalanum er einmitt bent á þetta, og það atriði er raunar eitt fárra sem byggir á sannfærandi rökstuðningi í skýrslunni. Þar er talað um að líklega sé hagkvæmt að skipta spítai- anum niður í smærri rekstrareiningar og efla þannig rekstrarvitund starfsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn vill þarna fara öfuga leið, - stækka eininguna. Það er ef til vill erfitt að rökstyðja nauðsyn hluta á borð við faglega samkeppni. Þeirsem hafa nasasjón af vísindum gera sér grein fyrir hversu mikill aflvaki hún hefur verið í þróun bráðnauðsynlegra nýjunga. En í rekstri stofnana á borð við sjúkrahús er fagleg samkeppni milli stofnana einnig afar jákvæð, og það er vísast einmitt henni að þakka að á Borgarspítalan- um til dæmis hafa verið gangsettar margvíslegar nýjungar, sem skipta sköpum fyrir fjölmarga sjúkl- inga í landinu. Og það er, vægast sagt, undarlegt, að sjá Sjálfstæðismenn leggja til að þessari faglegu samkeppni verði útrýmt. ( orðni kveðnu er sagt, að sala Borgarspítalans ráðist af því að senn eigi að setja hann á fjárlög og þarmeð út af daggjaldakerfinu. Ástæðan sé sú, að tapið sé of mikið á spítalanum og opinberlega láta forystumenn Sjálfstæðisflokksins sér sæma að ýja að því að tapið stafi af lélegum rekstri. Þetta er bábilja. Tapiðstafareinvörðungu af því, að daggjöld- in hafa hækkað miklu minna en rekstrark- ostnaðurinn. Af því orsakast tapið. Borgarspítalinn er heldur ekki eina fórnarlamb þessa. Hinn raunverulegi kostnaður við rekstur Borgar- spítalans mun því ekki minnka við að vera settur á fjárlög. Hann minnkar einungis með einu móti: með því að skera niður þjónustuna. Og það er einmitt það sem að baki býr. Niðurskurður er hins vegar í pólit- ísku tilliti auðveldari í framkvæmd ef spítalinn er kominn undir helsi miðstýringarinnar en væri hann áfram í eigu borgarinnar. Þetta er auðvitað það sem búið er að vera lengi í bígerð. Þessvegna byrjaði borgarstjóri árið með bví að fjargviðrast út í tapið á Borgarspítalanum. ( kjöl- farið fylgdi svo skýrsluræfillinn sem læknaráð Borg- arspítalans hefur nú hrakið mjög faglega. Vilji menn afstýra niðurskurði og lokun deilda á Borgarspítalanum mótmæla þeir sölunni. Vilji menn efla sjálfstæði sveitarfélaga og dreifa valdinu andæfa þeir Sjálfstæðisflokknum. Vilji menn leggjast gegn aukinni miðstýringu og útþenslu á illstýranlegu kerfi, þá hlusta þeir á það sem fulltrúar Alþýðubandalagsins og stjórnarand- stöðunnar segja um málið. -ÖS Mynd: Einar Ol. LJOSOPIÐ þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltat|órar:Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Eltas Mar. ýósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitatelknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Simvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjóm: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55kr. Áskrfftarverö á mánuöi: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.