Þjóðviljinn - 13.12.1986, Side 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Hjalti Kristgeirsson:
Með von og þrá
til sunnudagsins
Lena og Árni Bergmann:
Blátt og rautt.
Bernska og unglingsár
í tveim heimum.
Mál og menning 1986.
Hvaðan er ég og hvað veit ég
um rætur mínar, spyr Lena Berg-
mann sjálfa sig í upphafi endur-
mynningabókar. Ekkert, alls
ekkert, svarar hún og á þá við
framættir sínar í Póllandi og
Hvítarússlandi. Síðan dregur hún
reyndar fram á sviðið afa sína og
ömmur, þau efnuðu Tuwim og
fátæku Mishon, bæði í ljósmynd
og frásögn. Þá verður ljóst, hvað
það er sem byrgir sýn til fortíðar
og fjölskyldutengsla: þetta að
vera af Gyðingum Austur-
Evrópu kominn. Byltingin og ný
landamæri skáru gersamlega á öll
tengsl við þau landsvæði sem
báðar ættir Lenu voru upprunnar
í; svo kom ný styrjöld og helför,
stærri í sniðum og skelfilegri en
mannkynssagan kunni áður frá
að greina. Hvorugt þeirra hjóna,
Árni eða Lena, eru að segja
neina allsherjarsögu, landa,
þjóða eða aldar, en uppruni
þeirra og þroskaferill verður í frá-
sögn þeirra samofinn umhverfi
og tíðaranda, jafnt í „atómstöð-
inni“ Keflavík sem í hinni stríðs-
hrjáðu Smolensk.
Við gerð bókarinnar hefir ver-
ið farin sú leið, að kaflar Árna og
Lenu skiptast á. Það er, höldum
við, óvenjuleg aðferð í minninga-
bók að flétta saman frásögn
tveggja einstaklinga, og líklega
gæti það ekki lukkast nema fyrir
það að heimar þeirra eru gerólík-
ir. Þetta er að vísu algengt bragð í
sinfónískri tónlist og hliðstæður
þekkjast í öllum listgreinum. Frá-
sögn Árna er öll léttari að yfir-
bragði, fjölþætt og full með
gáska, en Lena slær oftar en ekki
djúpan undirtón sem vísar á
stærra samhengi. Það er reyndar
lagt á lesandann að greina skyld-
leika þessara samfléttuðu stefja,
því beinar millivísanir er hér ekki
að finna.
Bernskuplássið hans Árna,
heimkynni foreldra og frænda, er
ekki algerlega fokið útúr tíman-
um, þrátt fyrir stríðsár og velti-
tíma, herstöð og aðstreymi fólks,
en hvar eru heimaslóðir þeirra
Sofju og Ryszards? Hvergi til,
bænhúsið brunnið, jiddíska
heyrist ekki lengur. Gæti
eitthvað hliðstætt komið yfir
Suðurnes?
Húsgangur úr Keflavík:
„Komir þú á Klampinborg/ við
kennum þér að gleyma sorg/ þar
er allt til reiðu/ og allir spila á
greiðu“. - Barnagæla frá Rjazan:
„í Moskvuborg nú klukkur
klingja/ komin er nótt í Kremlar-
höll/ Stalín heldur nýjárshátíð/ og
hugsar vel um okkur öll“. í upp-
vexti Árna mátti heita að allt yrði
honum að leik, en Lena fékk að
kynnast því að „allt okkar líf er
barátta“, eins og sagði í bylting-
arsöngnum. Sameiginlega áttu
þau reyndar grimmilega lestrarf-
ýsn, og bæði voru skólaljós, dúx-
ar.
Árni var farinn að lesa 5 ára, 6
ára vandi hann komur sínar í
Lestrarfélagið, 7 ára lenti hann í
sínu fyrsta mikla letsrarævintýri,
með Davíð Copperfield. Allar
krónur sem hann eignaðist fóru í
bókabúð Kristins, en kannski
voru ekki allar bækurnar jafn
merkilegar. Það var ekki fyrr en
hann var kominn í menntaskóla,
tveim árum yngri en venja er til,
að hann fer að lesa kröfumeiri
bækur, en þá líka svo um munar:
Fyrir jól fyrsta veturinn innbyrðir
hann 5 bækur Þórbergs og 10 eftir
Halldór, enda vildi hann ekki
vera minni maður en bekkjar-
bróðirinnTryggvi. Síðan erlendir
höfundar í löngum bunum, og
mikið lesið á dönsku af bók-
menntum fjarlægari þjóða. Og
þessu mikla lestrarsvalli fylgdu
auðvitað stflæfingar í skólablaðið
sem okkur sveitamönnum þótti
bera af, og gaman þótti mér nú -
34 árum síðar - að endurlifa
kynnin við sumarhugleiðinguna
„Löng er vikan þeim sem grefur í
djúpum skurði... með von og þrá
til sunnudagsins en þá geta menn
sofið út og jafnvel lesið heila bók
eftir Kiljan“.
Gömlum skólabróður verður
vitaskuld starsýnt á kaflana þar
sem Árni rifjar upp Laugar-
vatnsár sín; ótrúlega mörgu er
þar til skila haldið, kannski helstil
miklu segir sá sem finnst orðið
fátt um þá innantómu hótfyndni
sem einkennir samskipti unglinga
á stofnanaheimilum. Æ, hvaða
raus er þetta í mér, hví má Árni
ekki segja frá öllum brekum og
hugdettum þessa einangraða
gengis; það tilheyrir þroskasög-
unni, en efalaust voru þama
margir þættir þroskahamlandi
fremur en hvetjandi. Ætli þessi
kreppingur sé ekki meginstaðr-
eynd um öll svona eylönd
mannfélagsins, hvort sem þau
eru heimavistir eða herbúðir,
fangelsi eða klausturlíf? Það sem
bjargaði okkur flestum á Laugar-
vatni frá því að bíða varanlegt sál-
artjón var líklega það að við vor-
um ekki þrúguð af ytri aga, ekk-
ert að ráði. Arna virtist allt verða
til eflingar, einnig þesi fábreytni
daganna og fjarlægðin til fjöl-
skyldu og þjóðfélags. Þá gat hann
nefnilega betur helgað sig lestri
utan skólabóka. Kennslustund-
irnar nýttust fádæma vel þar eð
bekkurinn var fámennur, síðan
tók Árni svosem 1-2 stundir í
skólalestur og átti æði margar
dagsstundir eftir til að éta sig í
gegnum bókafjöllin sín. Og hafði
þá enn tíma afgangs í félagslíf og
íþróttir og kvennafar og hótfynd-
ni.
Svo má ekki gleyma pólitíska
vafstrinu. Trúðboðsvetur kallar
hann einn skólaveturinn, og ég
man glöggt hvernig hann fór að
því að „kristna“ mig. Það voru
ekki röksemdir um stéttabaráttu,
sögulega nauðsyn og þjóðfélags-
vísindi sem unnu á mér (þótt ég
væri raunar mjög móttækilegur
fyrir öllum „vísindum"), heldur
þetta sem hann sagði brosmildur í
fullkominni alvöru: Svo þykir
öllum sósíalistum svo vænt hverj-
um um annan. Feginn vildi ég
trúa því enn. Um þessar mundir
las Lena í Prövdu sinni að góðir
Rússar og sósíalistar skyldu vara
sig á gyðingum. Það fór hrollur
um fjölskylduna Túvín.
Fyrir mér var það einsog sjálf-
gefið að Árni væri sósíalisti (kom
nokkuð annað til greina um lær-
dómskarp sem var allra manna
andríkastur og um Ieið ljúfastur í
viðmóti?), en réttilega víkur
hann að því að það skorti kannski
raunhlíta skýringu á því, hvers
vegna hann var allt í einu efstur á
lista sósíalista í flokkspólitískri
kosningu í Reykholti, 14 ára og
vissi ekkert um pólitík,
„ástfanginn sumarpóstur og
sporteðjót“. Annað með Lenu
sem gekk á sama aldri í ung-
kommúnistasamtökin, „á þeim
árum gengu allir í Kosmomol
nema þeir sem alltaf féllu á
prófum", það var svipað og ferm-
ing til guðs kristni.
Fram á blöð þessarar bókar er
leiddur mesti skari fólks, skyld-
menni höfundanna, skólafélagar
og aðrir samferðamenn. Við
kynnumst stórveldunum tveimur
á bernskuheimili Lenu, ömmu
hennar stoltri hefðarfrú sem
skammaðist á pólksu og fóstrunni
umhyggjusömu sem mátti
kannski heita fákæn en sætti sig
aldrei við ranglæti; við sjáum af-
ana í Keflavík, Fúsa bátasmið
sem treysti á Ólaf Thors en var á
móti krötum og öðrum bolsum,
og Stefán afa sem átti skrifstofu
en skildi ekki verðbólgu og vissi
ekki að tapaður er geymdur tí-
kall.
Margir eru tengdir pólitík eða
listum og gefa Árna veganesti af
sínum kosti. Erfiðismaðurinn
Gísli vakti athygli á ungskáldum
og var hógvær í sinni byltingar-
trú. Sigurður trúði að vísu á
Rússa en vissi þó að gamlir
stjórnmálamenn eru hættulegir,
það voru hans eftirmæli um Stalín
dauðan. Stjáni píanó var vissu-
lega vinstra megin í tilverunni en
honum stóð samt stuggur af her-
veldi Rússa. Þórður sagði Búka-
restfaranum: „Menn eiga að trúa
Ámi og Lena Bergmann.
á guði sem þeir vita eitthvað um“.
Hjálmar varaði við dýrkun á Stal-
ín og taldi hættulegt „ef í slíka
stöðu velst lakari maður". Einn
herbergisfélaginn orti níð um
karlinn til að hrella Árna en það
var kannski einsog fleira
laugvetnskt í hálfkæringi gert.
Hinni hjartahreinu fóstru Lenu
urðu líka hendingar á munni á
dánardegi leiðtogans: Grúsíu-
Stalín þökk sé þér/ gúmmískó
hefur þú gefið mér.
Árni er umtalsfrómur og
skýtur aldrei á neinn úr launsátri,
en bregður hins vegar oft kími-
legu ljósi á menn og atvik. Eyjólf-
ur kaupmaður og Guðmundur
sparisjóðsstjóri voru menn gamla
tímans sem vildu hafa vit fyrir ó-
ráðsíubelgjum, hvort sem þeir
voru óvitar á barnsaldri eða upp-
komnir menn með skáldagrillur.
Árni átti ekki að kaupa malt of-
aní Hörð bróður og Kristinn
Reyr átti ekki að flækjast til Par-
ísar. Og myndirnar, ekki má ég
gleyma að þakka fyrir þær! Einna
stórkostlegust finnst mér einmitt
myndin af nefndum Guðmundi,
hátíðlegum og velmeinandi, og
minnir á málverk Mucnhs af
broddborgurum síns tíma nema
þar var óhagstæð túlkun á innræti
sem hvergi er að finna hjá Árna.
Og nú er ekkert undanfæri, ég
verð að minnast á Þórð Sigtryggs-
son, en honum helgar Árni heilan
kafla nálægt bókarlokum og var
að vísu búinn að nefna hann til
sögunnar nokkru framar. Það er
mikill fengur að fá innsýn í
margbrotinn persónuleika Þórð-
ar, kynnast mannkostum hans
sem voru ótvíræðir og löstum sem
Árni dregur enga dul á. Orðum
hans stýrði raust holdsins; hann
tók jafnan djúpt í árinni, jafnt um
ræfildóm menntamanna, and-
styggð trúarbragða og ómerkileg-
heit kvenna. Þórður hafði hug-
rekki til að „lifa meira lúxuslífi en
nokkur miljónamæringur" (um-
mæli Erlendar í Unuhúsi) í kyn-
svalli með karlmönnum og í fag-
urkeraskap með lestri skáidverka
og ástundun tónlistar. Hér var
maður sem taldi ýmislegt það
eftirsóknarverða í'lffinu vera það
sem venjulegt siðgæði fordæmir
eða jafnvel þau dulardjúp
mannssálarinnar sem jaðra við
brjálsemi. Þetta var segir Árni
„mikilvæg reynsla fyrir ungling á
þeim aldri sem vill helst einfalda
alla hluti... í návist hans þandist
heimurinn út með glæsilegu lita-
flóði og heillandi braki og brest-
um“.
Til Moskvu, til Moskvu! er
lokastef bókarinnar. Þar er Árni
kominn og klifrar nú niður úr
hugsjónatrénu til að líta á korn-
sláttu byltingarinnar. Og þá var
eins gott að hafa inntekið
skammt af efasemdum hjá Krist-
jáni og Þórði og Anatole France.
Þeir dagar sem nú fara í hönd
liggja utan sviðs þessarar bókar,
en um þá hefir Árni skrifað Mið-
vikudaga í Moskvu.
Margt það sem við, róttækir
æskumenn þessara ára, höfðum
tekið trú á reyndist fánýtt eða
feyskið; skilningur okkar var
heftur af blekkingum tímans.
Þetta er hér lagt fram á bókar-
blöð af hreinskilni og án eftirsjár;
ég er viss um að margir okkar
öldnu skarfa hafa gott af lestrin-
um (um gamanið er ekki að ef-
ast!). Ég held og vona að Blátt og
rautt megi einnig verða uppvax-
andi kynslóð nú nokkur vegvísir í
því síunga verkefni að ná áttum í
erfiðri tilveru.
Hjalti Kristgeirsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Messías í Hallgrímskirkju
Ekki veit ég hvað oft menn eru
búnir að troða hér upp með
Messías eftir Hándel, það er
áreiðanlega óteljandi á fingrum
sér. Enda þarf ekkert að vera að
telja það. Fólk er alltaf jafn
lukkulegt að meðtaka gott orð í
þessum búningi og skiptir engu
hvort kórinn heitir Pólífón, Pass-
íu eða bara Langholts. Betra er
þó að einsöngvararnir séu flestir
útlenskir, enda var svo á stórgóð-
um tónleikum Pólífónkórsins og
Sinfó, í Hallgrímskirkju í fyrra-
kvöld. Þeir voru allir innfluttir,
líka Sigríður Ella, sem býr í
London. Þarna var sópran frá
Barbados, Maureen Brathwaite,
tenór frá Bretlandi, Ian Part-
ridge, bassi frá Ástralíu alla leið
og svo hún Sigríður Ella Magnús-
dóttir, sem enn einu sinni er kom-
in yfir hafið að gleðja okkur með
rödd sinni og reisn. Þetta er allt
saman sómafólk og kann vel til
verka í Hándel. Að vísu skildi
maður varla orð í textanum, því
hljómburðurinn í þessu stein-
bákni er sannarlega varasamur.
Nema hjá Partridge, sem virðist
ekki láta neitt aftra sér að koma
söngtexta til skila. Ég var líka
ekki á sem bestum stað í kirkj-
unni, aftast og úti við dyr og því
hljómaði flest heldur dauft og
loðið eftir langa og stranga leið.
En það mátti vel ímynda sér að
þarna væri um að ræða meirihátt-
ar músíkafrek.
Ingólfur Guðbrandsson stjórn-
aði af sinni alkunnu smekkvísi og
elegans. Er áhugi þessa virðing-
arverða snilldarmanns sannar-
lega ekkert hvunndagsfyrirbæri.
Um Hallgrímskirkju get ég að
svokomnu máli lítið sagt, nema
hún er vissulega hol að innan og
rúmar hátt í tólfhundruð manns.
Hljómburðurinn er hinsvegar
einsog sagt er á prýðilegri dönsku
ekki „undir kontról“, hvað sem
síðar verður.
LÞ