Þjóðviljinn - 13.12.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Laugardagur 13. desember 1986 285. tölublað 51. árgangur SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staö SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Hjálparstofnun kirkjunnar Bókanaust Deilan olli tugmiljóna tapi Thor selst og selst Skáldsaga Thors Vilhjálms- sonar, Grámosinn gióir, er ein af söluhæstu íslensku skáldsögunum í upphafi jólavertíðarinnar. Önnur prentun er að seljast upp og hin þriðja væntanleg frá for- laginu, Svart á hvítu, eftir helgi. Auk Thorsbókar mun bók Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófurinn, og bók Sigurðar A. Magnússonar, Úr snöru fugl- arans, vera á mestum söluspretti af íslenskum skáldsögum á jóla- markaði enn sem komið er. - ólg Hjálparstofnunin metur tap stofnunarinnar vegna gagnrýninnar á hana upp á tugi miljóna króna. Guðnnlaugur Stefánsson: Höfum áhyggjur afþvíað geta ekki staðið við skuldbindingar við hjálparþega. Nema um 6-7miljónum krónafram tiláramóta Sú staða sem deilan hefur vald- ið er hægt að mæla í miljónum ef ekki tugi miljóna þó ekki sé hægt að festa neina ákveðna tölu, sagði Gunnlaugur Stefánsson fræðslu- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar um stöðuna hjá stofnun- inni í dag. Gunnlaugur sagði að vegna deilnanna hafi orðið að fresta söfnun sem stóð til nú í haust og það hafi verið afráðið að efna ekki til söfnunar fyrir áramótin vegna þeirrar áhættu sem kostn- aður við slíka söfnun myndi hafa. Fólk væri þó ekki alfarið hætt að gefa til hjálparstarfsins og í raun væri mjög mikið um símhring- ingar frá fólki sem spyrðist fyrir um hvernig það gæti komið fram- lögum til skila. Gunnlaugur sagði að megin- áhyggjur fulltrúa Hjálparstofn- unarinnar sem höfðu skapast vegna þessa, væru fólgnar í því að ekki væri hægt að standa við skuldbindingar sem stofnunin hefði gagnvart aðilum erlendis sem hefðu treyst á hjálpina og gerðu enn. Þar á meðal væru flóttamenn frá Afganistan og Eþíópíu og munaðarlaus börn í Eþíópíu. Auk þess væri stofnunin með ýmsar skuldbindingar í smáverkefnum innan Lúterska alþjóðasambandsins. í krónum talið væri sú upphæð sem í skuld- bindingunum væri falin um 6-7 miljónir fyrir áramót og nú væri verið að reyna að leita leiða til þess að standa við þessar skuld- bindingar m.a. með því að leita eftir samstarfi við systurstofnanir erlendis. Ekki hefur enn verið gengið frá endurskipulagningu á starfsemi stofnunarinnar en nefnd á vegum Hjálparstofnunarinnar og Kirkjuráðs er að vinna að því verkefni nú og verða niðurstöður hennar væntanlega teknar fyrir á aðalfundi eftir áramót. Að sögn Gunnlaugs er líklegt að starfs- mannahald verði þá skoðað í ljósi þeirra breytinga. -K.Ól. Framkvœmdasjóður fatlaðra___________ 30 miljónir í viðbót Porsteinn Pálsson tilbúinn að hœkka framlagið úrþriðjungi upp í helming þess sem lögboðið er Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra lýsti því yfir á alþingi í gær að hann væri tilbúinn til að hækka framlag til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra úr 100 miljónum króna í 130 miljónir á næsta ári. Þingmenn Alþýðubandalags- ins í báðum deildum hafa lagt til 80 miljón króna hækkun á þessu framlagi. Helgi Seljan fagnaði yfirlýsingu Þorsteins gær en benti á að 30 miljónirnar þýddu aðeins að sjóðurinn fengi helming lög- boðins framlags á næsta ári í stað þriðjungs eins og fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir. Þetta væri því alls ekki nóg. -ÁI A tvinnuástandið Atvinnulausum fjölgar Atvinnuleysi jókst nokkuð í nóv- embermánuði miðað við mánuð- inn á undan. Skráðum atvinnu- leysisdögum fjölgaði úr um 7.800 f 10.400 og atvinnulausum að meðaltali úr 360 í 480 manns. í frétt frá félagsmálaráðu- heytinu segir að í lok síðasta mán- aðar hafi 640 manns verið á skrá vinnumiðlunarinnar, þannig að atvinnuleysi hefur aukist talsvert er leið á mánuðinn. Þrátt fyrir þessa aukningu í nóvember- mánuði nú er skráð atvinnuleysi mun minna í sama mánuði en ver- ið hefur undanfarin ár. Helmingi færri atvinnuleysisdagar voru skráðir í nóvember í ár en í sama mánuði í fyrra. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.