Þjóðviljinn - 17.12.1986, Qupperneq 2
Hvað áætlar þú að jólin
muni kosta þig?
Júlíus Sigurðsson,
vélstjóri:
Biddu fyrir þér! Ég þori ekki að
hugsa út í það. Það verður allt of
mikið.
Björn A. Erlingsson,
nemi:
Ég er nú ekkert farinn að hugsa
út í það. Ætli þetta verði ekki allt í
allt u.þ.b. 25 þúsund krónur.
Helga Snorradóttir,
húsmóðir:
Guð minn góður, ég veit það
ekki! En ætli ég segi ekki svona
100 þúsund krónur í jólagjafir og
heimilishald.
Katrín Eyjólfsdóttir,
afgreiðslustúlka:
Lágmarkið verður 15 þúsund
krónur í jólagjafir og svo eyðir
maður uppundir 10 þúsundum í
heimilishaldið.
Ásta Bjarnadóttir,
sjúkraliði:
Það er nú ekki gott, aö segja.
Þetta verður gríðarlega mikið.
A.m.k. 15 þúsund fara bara í jóla-
gjafir.
FRÉTTIR
Álverið
Rafmagnsverðið óbreytt
Forsendur rafmagnssamningsins frá 1984 standast ekki. Óbreytt raforku-
verð, 12,5 mill, frál985. Verðið á nœsta ári84% afþvísem œtlað var
Meðalverð sem ísal borgaði
fyrir raforkuna í fyrra var
12,5 mill á hverja kflóvattstund
og á þessu ári hefur verðið verið
svipað, þó það hafí náð 12,7
millum á þriðja ársijórðungi.
Samkvæmt forsendum síðasta
álsamnings, sem samþykktur var
á alþingi í nóvember 1984, átti
raforkuverðið í fyrra að vera 13,8
mill að meðaltali, 14,7 á þessu ári
og spáin fyrir næsta ár var 16,1
mill. Nú, tveimur árum síðar er
búist við að raforkuverð á næsta
ári verði 13,5 mill að meðaltali,
eða aðeins 84% af því sem spáð
var 1984.
Þetta kemur m.a. fram í skrif-
legu svari Alberts Guðmunds-
sonar við fyrirspurnum Hjörleifs
Guttormssonar um þróun rafork-
uverðs til ísals á árunum 1985-
1987.
í svarinu kemur fram að tekjur
Landsvirkjunar af orkusölu til
ísals á árinu 1985 námu 15,3 milj-
ónum dala, en við gerð síðasta
álsamnings var því spáð að tekj-
urnar yrðu 19 miljónir dala 1985.
Sömu sögu er að segja um 1986
og 1987. Spá fyrir 1986 var 20,1
miljón dala í tekjur, reyndin
verður 16,5 miljónir, spáin fyrir
1987 var 22,1 miljón en nú er
áætlað að tekjur Landsvirkjunar
á næsta ári verði ekki nema 18,7
miljónir dala.
Spárnar hafa samkvæmt þess-
um svörum engan veginn staðist,
hvorki hvað varðar orkusöluna
sjálfa, sem hefur verið minni en
ætlað var, verðið, sem hefur ver-
ið Iægra á hvert mill og heildar-
tekjurnar sem Landsvirkjun var
spáð.
Verslunareigendur hafa víða boðið viðskiptavinum að taka forskot á sæluna í
jólainnkaupum með því að byrja nýtt kortatímabil fyrr en venjulega. Mynd: Sig.
Greiðslukort
Tilboð um nýtt
kortatímabil
Verslanirbjóða viðskiptavinum að versla á
kortatímabili sem tekur gildiþ. 1 ‘8. allavikuna. Um
200 Visaumsóknir afgreiddar daglega. Um 80þúsund
korthafar í landinu. Ragnhildur Bender: Viðskipti
hafa aukist eftir að tilboðið vargert
Nokkrar verslanir á höfuðborg-
arsvæðinu hafa gert viðskipt-
avinum það tilboð að nota
greiðslukort sitt nú án þess að til
endurgreiðslna komi í janúar eins
og reglurnar segja til um. Tíma-
bilið sem gerir ráð fyrir endur-
greiðslum í janúar hefst ekki fyrr
en þ. 18 desember en margir virð-
ast bíða með jólainnkaupin þar til
nýja greiðslutímabilið hefst.
„Við gerum viðskiptavinum
þetta tilboð til þess að við fáum
ekki yfir okkur alla dembuna á
fimmtudaginn,“ sagði Ragnhild-
ur Bender verslunarstjóri hjá
Bókabúð Braga í samtali við
Þjóðviljann. „Að öllum jafnaði
greiða um 20% af viðskiptavin-
unum með greiðslukortum en frá
því að við gerðum þetta tilboð
hefur hlutfallið verið hærra og
viðskiptin aukist“.
„ Við höfum ekki afskipti af því
hvernig menn haga sinum sam-
keppnismálum," sagði Magnús
Finnbogason framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna. „Hitt
er annað mál að okkur þykir eðli-
legt að þeir sem nota kortin greiði
kostnaðinn af þeim sjálfir svo
hann lendi ekki á þeim sem kjósa
að nota ekki kort, því að sjálf-
sögðu hleypur kostnaðurinn út í
verðlagið," sagði Magnús og
benti á að í Noregi væri búið að
breyta lögunum þannig að kort-
hafar greiddu sjálfir kostnaðinn.
Hjá Visa fengust þær upplýs-
ingar að umsóknir um greiðslu-
kort hafa aukist nokkuð í des-
embermánuði og eru nú um 200
umsóknir afgreiddar daglega. Þá
fengust þær upplýsingar að kort-
hafar séu alls um 80 þúsund en
það svipar til fjölda heimila á öllu
landinu.
-K.Ol.
Útgáfa
Ný bók um saumaskap
Nákvæmar teikningar. Óreyndir karlar gœtu jafnvelsaumað
Fyrsta bókin sem birst hefur
um saumaskap kemur út á
þessu hausti hjá bókaútgáfunni
Óðinn, þýdd úr þýsku af Fríði
Ólafsdóttur, sem er lektor í hand-
menntum. „Einn stærsti kostur
þessarar bókar eru frábærar
teikningar, sem sýna nákvæm-
lega hvernig á að bera sig til við
saumaskapinn,“ sagði Fríður í
stuttu spjalli í tilefni af útkomu
bókarinnar. „Þær gera það að
verkum, að meira að segja ó-
reyndir karlar eiga hægt með að
leggja til atlögu við saumana.“
lbókinni er útskýrt nákvæm-
lega, hvernig öll vinna við sniðn-
ingu og saumaskap fer fram.
Næstum hverju atriði fylgir vinn-
uteikning sem sýnir greinilega
hvað gert er hverju sinni. M.a.
eru nákvæmar leiðbeiningar um:
máltöku, sniðningu, mátun,
kraga, ermar, vasa, klaufar,
falda, fóður, hnappagöt, herra-
buxur, dömubuxur, rennilása,
breytingar á sniðum, meðhöndl-
un mismunandi efna, hvernig
saumað er úr leðri o.m.fl.
„Með hjálp þessarar bókar
ættu jafnvel óvanar saumakonur
og óvanir saumamenn að geta
fundið lausn á öllum vandamál-
um sem kynnu að koma upp við
saumaskapinn,“ sagði Fríður að
lokum. - m
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 17. desember 1986