Þjóðviljinn - 17.12.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Síða 3
FRETTIR Skákkapparnir frá Dubai ásamf einum þungum mánni úr pólitíkinni: Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Sverrir Hermannsson, Karl Þorsteins, Guðmundur Sigurjónsson, Kristján Guðmundsson, Þráinn Guðmundsson. (mynd : EÓI.) Ólympíuskáksveitin Peir verða ekki bomir ofíofi Menntamálaráðherra heiðrar Dubai-farana og setur fram hugmynd um ríkisrekinn skákskóla Skákskóli ríkisins? í hófi sem Sverrir Hermannsson hélt skákmönnum í gær I tiiefni Dubai-mótsins kastaði hann fram þeirri hugmynd að stjórnvöld styddu skáklistina með einhverj- um slíkum hætti: „nú eða aldrei hljóta ráðamenn að stíga á stokk og strengja þess heit að efla vöxt og viðgang skákarinnar,“ sagði Sverrir, og þakkaði Dubai-förum í nafni þjóðarinnar: „þið verðið ekki bornir oflofi“. Sverrir sagðist vera með í burð- arliðnum tillögur um skákskóla sem rekinn yrði fyrir ríkisfé, en eftir væri að fullmóta þær tillögur í samráði við forystumenn í skák- hreyfingunni. í hófið í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í gær voru komnir skákmennirnir sex frá ólympíu- mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, liðstjóri þeirra og Skáksambandsforseti, for- ystumenn í skáklífi, fornir skák- kappar og fjöldi annarra gesta. Þráinn Guðmundsson þakkaði menntamálaráðherra boðið og hlý orð fyrir hönd Duabi-hópsins og skákforystunnar, og sagði vel- vilja menntamálaráðherra og fyr- irrennara hans eiga sinn þátt í góðum árangri skákmannanna, - allra mest væri þó vert að allur almenningur fylgdist með þeim, veitti þeim aðhald og fagnaði af- rekum þeirra. —m Húsnœðismál Alexander vaknaður Átta þúsund manns eiga samtals 12 miljónir inni hjá Húsnæðisstofnun ^-ORFRETTIR— Kornelíus Sigmundsson sendifulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu hefur veriö ráðinn forsetaritari í stað Halldórs Reynissonar sem tekur við Hrunaprestakalli eftir áramótin. Kornelíus er 39 ára gamall hagfræðingur og hefur starfað í utanríkisþjónustunni síð- an 1973. Hann er giftur Ingu Her- steinsdóttur verkfræðingi. 13.5% verðbólga hefur verið að jafnaði á þessu ári samkvæmt útreikningum kauplagsnefndar á vísitölu fram- færslukostnaðar. í byrjun des- ember var vísitalan orðin 180.85 stig og var þá orðin 0.91 % hærri en í nóvemberbyrjun. Helmingur hækkunarinnar stafaði af hærra matvöruverði. Öllum smábátum undir 10 brl. er bannað að stunda bolfiskveiðar frá og með I5. des- ember til 15. janúar n.k. Forstjóri Finlandia- hússins í Helsinki, dr. Carl Öhman, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 um efnið „Norden í Várlden." Carl Öhman er mál- fræðingur að mennt og kenndi áður latínu og norræn mál. Foreldrafélög dagvistar- heimilanna Lækjarborgar og Vifilstaðaspít- ala lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu fóstra og hvetja stjórnvöld til að taka þegar í stað upp viðræður um kaup og kjör fóstra. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg, hefur opnað sölu- sýningu á smámyndum eftir unga myndlistarmenn. Sýningin stendurfram á aðfangadag og er opið alla virka dagafrákl. 14-18. Verkalýðsráð Flokks mannsins mótmælir harðlega kjarasamn- ingum ASÍ og VSl og hvetur alla launþega til að fella þá í félögum sínum. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra sagði á alþingi í gær að tæplega 8000 lánþegar ættu rúmlega 12 milljónir króna inni hjá byggingarsjóði vegna of- reiknaðrar lánskjaravísitölu allt frá árinu 1983. Ákveðið hefur verið að endurgreiða þessa pen- inga. Tildrög þessa eru þau að ríkis- stjórnin ákvað í september árið 1983 að hækkun lánskjaravísitölu skyldi þá verða 5,1 % í stað 8,1%. Húsnæðisstofnun var falið að sjá um að hrinda þessari samþykkt í framkvæmd, en ákvörðunin var aðeins látin gilda fyrir september mánuð 1983. Það leiddi til þess að lán um 8000 manns urðu of há allt fram á þennan dag. Alexander svaraði fyrirspurn Kolbrúnar Jónsdóttur um málið í gær og skellti skuldinni á starfs- menn Húsnæðisstofnunar. Hann sagði að Húsnæðisstofnun hefði ítrekað verið falið að framfylgja samþykkt stjórnarinnar, en ár- angurslaust. Stjórnarandstaðan gagnrýndi félagsmálaráðherra harkalega vegna þessa máls og stefnu Meiri afli en búist var' við í haust og hækkað útflutn- ingsverðlag, einkum í október og nóvember, eru að sögn Jóns Sig- urðssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar meginástæðurnar fyrir breyttri þjóðhagsspá sem lögð var fram fyrir helgi og þar sem spáð var 4-5% hagvexti á næsta ári í stað 2% hagvaxtar áður. Önnur atriði sem Jón nefndi er stjórnarinnar í husnæðismálum í gær. Svavar Gestsson Alþýðu- bandalagi sagði ráðherrannn hafa snúist í marga hringi í málinu bættur viðskiptajöfnuður þar eð útflutningur hefur gengið örar fyrir sig en oft áður. Gengið hefur á birgðir sem til voru í landinu og aukin ísfiskssala hefur þýtt hraðara peningastreymi inn í landið en áður. Um hvort þjóð- hagsspár Þjóðhagsstofnunar væru nokkurn tímann réttar sagði Jón að ekki væri ástæða til þess að ætla að þjóðhagsspár hittu ná- og saga þess væri með miklum ólíkindum. „Það er greinilegt að félags- málaráðherra hefur verið kvæmlega í mark þegar ytri að- stæður breyttust jafn ört og raun ber vitni. „Ég tel nú reyndar að hugmyndirnar um framvindu efnahagsmála sem lýst hefur ver- ið á árinu, hafi í aðalatriðum ver- ið réttar. Hins vegar sáum við ekki nákvæmlega fýrir hversu öfl- ug uppsveiflan varð,“ sagði Jón. Loks sagði Jón að þær upplýs- ingar sem þessi spá væri byggð á steinsofandi í þessu máli í þrjú ár og það er aumt að ásaka nú emb- ættismenn um hvernig komið er,“ sagði Svavar. -gg hefðu verið sendar samtökum launafólks og vinnuveitenda fyrir miðjan nóvember þannig að for- sendur þeirra niðurstaðna sem liggja fyrir nú hafi verið þessum aðilum vel kunnar í megin- atriðum áður en til samningsvið- ræðna kom. -K.ÓI. Miðvlkudagur 17. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sérkennsla Umdæmum stóriega mismunað Geysilegur niðurskurður á sérkennslu miðað viðþörfút um landið. Reykjavík nýtur algerrar sérstöðu Reykjavíkurumdæmi er eina fræðsluumdæmið á landinu sem kemst nálægt því að fá fullnægjandi fjárveitingar til sérkennslu í grunnskólum. Ann- ars staðar er þessi kcnnsla stór- lega skorin niður og mat fræðslu- stjóra umdæmanna um þörf á sérkennslu í raun og veru að engu að engu haft. í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar Alþýðubandalagi kemur fram að í Reykjavík er metin þörf fyrir sérkennslu á næsta ári 1543 stundir, en heimil- uð kennsla samkvæmt fjárlaga- frumvarpi er 1533 stundir. Þegar litið er á önnur umdæmi lítur dæmið allt öðruvísi út. Það er mat fræðslustjóra Vesturlands að þörf sé á 679 sérkennslustund- um, en áætlun menntamálaráðu- neytisins hljóðar upp á 318 stund- ir. Sambærilegar tölur fyrir Norð- urland eystra eru 950 og 300 stundir, þannig að umdæmið fær aðeins fjárveitingu til þess að veita innan við þriðjung þeirrar sérkennslu sem talin er þörf á. Á Norðurlandi véstra er talin þörf á 450 sérkennslustundum á næsta ári, en ráðuneytið veitir að- eins heimild fyrir 110 stundum. Á Vestfjörðum er þörfin 230, en áætlun hljóðar upp á 140. Annars staðar er útkoman svipuð. í yfirliti yfir þróun þessara mála kemur fram að hún hefur verið svipuð á undanförnum árum. Reykjavík hefur orðið minnst fyrir barðinu á skurðhníf Sverris Hermannssonar, en önnur umdæmi hafa mátt þola miskunnarlausan niðurskurð miðað við metna þörf ár eftir ár. -gg Samningarnir Vissu um nyju spana Meiri afli en búist var við og betra úflutningsverð meginástœðurfyrir breyttri spá. Jón Sigurðsson: Upplýsingarnar lágufyrir um miðjan nóvember

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.