Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 4
...OG NÆST FÁUM VID AUGLÝSINGAR- Hvað ber að gera þegarjafnóhrifa- miklirfjölmiðlarog hljóðvarp og sjón- varp margfaldastí litlu samfélagi á borð við ísland og almennarreglurum þó verða skyndi- lega óskýrar?Af fréttum undanfarið hér í Þjóðviljanum er Ijóstaðfjöimiðlar hafa að nokkru slegið slöku við að fylgja þeim reglum sem settar háfa ver: ið um auglýsingar.Á að setja á stofn eftir- litsaðila til þess að sjá um að reglur séu virtareðaáað bíða og sjá til? Hið mikla fjölmiðlaflóð á út- varpssviðinu sem yfir okkur suð-vesturlendinga (og fleiri þegar frá líður) hefur dunið að undanförnu hefurásérýmsar hliðarog mikið er rætt og ritað um kosti og galla. En tvær staðreyndir eru þessu flóði fylgjandi: Aukið dagskrárefni, aukið auglýsingamagn. Talsvert er skeggrætt og spek- úlerað í ræðu og riti um hið aukna dagskrárefni en af einhverjum ástæðum fer heldur lítið fyrir um- ræðum um hið síðarnefnda. Um hið gífurlega mikla magn auglýs- inga sem dynur í eyrum okkar ef við viljum fylgjast með dagskrá- refni. Við þekkjum formúluna. Því meiri hlustun/horfun, því meiri auglýsingar. Lögin leyfa auglýsingar inni í þáttum í hljóð- varpi en ekki í sjónvarpi (þó margur auglýsandinn virðist nú sækja hart að dagskrárstjórum að koma inn efni í dagskrár hljóð- varps og sjónvarps). í hljóðvarpi má nefna þátt eins og „Reykjavík síðdegis“, afbragsgóðan þátt Hallgríms Thorsteinssonar á Bylgjunni sem er hlaðinn auglý- singum. í Ríkissjónvarpinu í haust kom skyndilega auglýsing inn í miðjan dagskrárlið um sögu sjónvarpsins okkar. í Stöð 2 hafa auglýsingar birst óforvarandis í miðjum dagskrárliðum. Síðast á föstudagskvöldið voru tveir all- langir auglýsingatímar settir inn í sakamálaþáttinn Bjargvætturinn (Equalizer). Erum við að fá yfir okkur amerísku aðferðina í sjón- varpsauglýsingum án þess að gera okkur grein fyrir því? Auglýsingar í miðjum þáttum þegar eftirvænting áhorfandans er sem mest? Of mikið af auglýsingum? Það má gera ráð fyrir því að sjálfsagt séu margir sem sam- sinna manninum sem hringdi inn í morgunþátt Einars Sigurðs- sonar útvarpsstjóra Bylgjunnar og nefndi m.a. að hann væri orð- inn þreyttur á mörgum útvarps- rásunum fyrir það hvað auglýs- ingar væru ríkjandi í dagskránni. Einar sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að auðvitað væri auglýsinga- magn breytilegt eftir árstíðum. Nú gengi yfir mikil auglýsingatíð fyrir jólin og þá bæri meira á þessu efni í dagskrám allra ljó- svakafjölmiðla og á síðum allra dagblaða. Það væri síðan ekki einhlítt hvað mönnum fyndist um auglýsingar, sér fyndust þær oft afbragðsvel gerðar og sumar skemmtilegt útvarpsefni. „Það vinnur mikið af hæfileikafólki við auglýsingagerð," sagði Einar. „Eg get hins vegar upplýst það,‘*T)ætti hann við „að við höf- um hafnað töluverðu magni af auglýsingum undanfarið vegna þess að við viljum halda auglý- singum í dagskrá fyrir neðan ákveðið mark. Með þessu móti verðum við vitakskuld af tekjum en trúum því á móti að þegar til lengdar lætur skili þetta sér í tryggari hlustun og jafnara aug- lýsingamagni. Við höfum t.d. ákveðið hámark í lesnum auglýs- ingum á hverjum klukkutíma og erum nokkuð stffír á að fara ekki yfír þau mörk. Maraþon- auglýsingar Ég vann hins vegar einu sinni við auglýsingalestur á annarri út- varpsstöð og þar skiptumst við þulirnir á í lestrinum og leystum hver annan af á tuttugu mínútna fresti. Þú getur því ímyndað þér hvílíkir maraþonlestrar voru þar á ferðinni. Það er því spurning um hve við á Bylgjunni höfum bætt við heildaraulýsingamark- aðinn og hve mikið hefur færst til okkar frá ríkisútvarpinu. Nú, eins eru ákveðin mörk sem við reynum að halda okkur við með leiknar auglýsingar.“ Varðandi auglýsingareglu- gerðina og gildi hennar sagði Ein- ar að það væru í henni hlutir sem væru túlkunaratriði. „Þarna er til dæmis ákvæði,“ sagði Einar „um að auglýsingar skuli skýrt af- markaðar. Þetta er að nokkru leyti lagt í okkar hendur, þ.e.a.s. hvað er skýrt afmarkað. Við reynum t.d. að afmarka auglýs- ingar með öðrum hætti en að spila stef. Okkur finnst þau leiði- gjörn. Ég held reyndar að það séu aðrar reglur, óskráðar, sem eru jafnvel enn betra aðhald þeim sem starfa á þessu sviði. Þetta er hið almenna siðgæði í þjóðfélaginu og ég ber mikið traust til almennings og annarra fjölmiðla í þessum málum. Fólk hefur næma tilfinningu fyrir því hvað það vill láta bjóða sér í þess- um efnum. Þetta vita allir þeir sem starfa að fjölmiðlum og þetta skapar þeim heilbrigt aðhald. Fjölmiðlarnir setja sér því ákveðnar vinnureglur sjálfir og hér á Bylgjunni eru þessar vinn- ureglur að því er lýtur að dagskrárefni og auglýsingum miklu strangari um margt heldur en reglugerðin um auglýsingar í útvarpi. Nú svo er rétt að íhuga hvort það sé einhverra hluta vegna eðliiegra að setja aðrar reglur um auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi en auglýsingar í blöð- um“, sagði Einar Sigurðsson. Innra eftirlit? Hans Kristján Árnason, stjórnármaður Stöðvar 2, tók undir það sjónarmið Einars Sig- urðssonar að heilbrigðasta eftir- litið væri innra eftirlit starfs- VEISLUR - SAMKV/ÆMI Skútan h/f hefur nú opnaö glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátiðar, veislur, fundi félagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjumáhersluágóðan matog þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 51810 og 651810. mannanna sjálfra. „Við höfum sjálfir okkar vinnureglur sem við fylgjum, með auglýsingatíma og annað. Svo höfum við auðvitað landslög og fjölda lögfræðinga til að túlka þessi landslög. Við höf- um auk þess aðhald utan úr bæ. En svona innra eftirlit er áhrifa- ríkast að mínu mati.“ Aðspurður um mörk auglýs- inga og dagskrárefnis fannst Hans Kristjáni að þar virtust stundum óskýr mörk. „Við höf- um að undanförnu verið með matreiðsluþætti og fræðsluþætti þar sem íslenskra fyrirtækja er getið á undan og eftir þáttunum. Þau hafa þá tekið þátt í fjármögn- un þessara þátta. Svona lagað er algengt erlendis. Svo má aftur nefna dæmi úr ríkissjónvarpinu, þætti frá SÍF þar sem fyrirtæki úti í bæ hafa gert kynningarmyndir um þessi fyrirtæki og Ríkisssjón- varpið sýnir. Er þarna ekki um hreinar og klárar auglýsingar að ræða? En mér sýnist rétt að gefa þessum málum ákveðinn aðlög- unartíma. Það er gert ráð fyrir því að nokkru í lögum, lög um hljóð- varp og sjónvarp á að endur- skoða þremur árum eftir gildis- töku. En eitthvert allsherjar Alma Mater í þessum málum, eifthvert eftirlitsapparat, er mér ekki að skapi,“ sagði Hans Krist- ján Árnason. Löggjafinn setji reglur Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, telur hins vegar að í vissum málum sé ekki nóg að fjöl- miðlar setji sér sjálfir vinnuregl- ur. „Ríkisútvarpið hefur sett sér ákveðnar reglur um auglýsingar, t.d. frá stjórnmálaflokkum sem ekkert er minnst á í hinni al- mennu reglugerð um auglýsingar í útvarpi. En þegar komnir eru svona margir fjölmiðlar finnst mér sjálfsagt að löggjafinn setji reglur um auglýsingar stjórnmálaflokka á pólitískum stefnumálum þeirra í þessu sam- bandi finnst mér ekki nóg að fjöl- miðlar hafi vinnureglur. Og varðandi almennar auglýs- ingar tel ég ekki óeðlilegt að einn ákveðinn aðili hafi eftirlit með þeim. Ég skil vel aðstæður þess fólks sem er að safna auglýsing- um fyrir fjölmiðlana. Það er varla hægt að ætlast til þess að það hafi á hreinu allan þann lagabálk sem það þarf að fara eftir. Mér finnst því nauðsynlegt að við núverandi aðstæður sé til staðar leiðbeinandi eftirlitsaðili fyrir þá sem eiga að hala inn auglýsingar fyrir hina fjölmörgu miðla,“ sagði Markús örn Antonsson. Ólafur Stephenssen, formaður íslenskra auglýsingastofa, benti á að starfandi'er siðanefnd þar sem sitja fulltrúi frá Neytendasam- tökunum og og fulltrúi auglýs- enda frá Verslunarráði íslands fyrir hönd auglýsenda. Einnig er í nefndinni fulltrúi frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa. „Starfssvið þessarar nefndar má vel víkka út,“ sagði Ólafur. „Því ber ekki að neita að túlkun á þessari reglugerð um auglýsingar hefur skolast dálítið til á undan- förnum árum. Það verða auðvit- að að vera skýr mörk um þessi mál. Annars finnst mér ekki raunhæft að fara hart í þessi mál fyrr en eftir ákveðið tilrauna- skeið í fjölmiðlamálum okkar, t.d. í vor,“ sagði Ólafur. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.