Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 10
^aaar
Þessi einstaka mynd er tekin við upphaf Heklugoss árið 1980.
I samræmi við þessa hugmynd
er kenning mín um goshrinu í
Dyngjuhálsi á árunum 1684 -
1729. Á þessum árum urðu um 10
gos, sem hingað til hafa verið
álitin eiga upptök sín í Kverk-
fjöllum eða verið óstaðfest.
Kenningu þessa byggði ég á upp-
lýsingum um efnagreiningu á
gjóskulögum frá Jökuldal og úr
ísjakanum í Bárðarbungu. Þá
studdistégeinnig viðannála, sem
greina frá hlaupum í Jökulsá á
Fjöllum og tengdi þetta saman.
Niðurstaðan úr þessum athugun-
um var að þessi gos hefðu verið í
Dyngjuhálsi. Líktust þau að
mörgu leyti Kröflueldum, en slík
goshrina kallast landrekshrina.
Annað dæmi þar sem ég geng
framhjá hefðbundnum skoðun-
um er hversiags eldstöð Katla er.
Flestir hafa álitið að Katla sé
askja, sem þakin sé jökli. Helgi
Björnsson, jöklafræðingur, gerði
íssjármælingar á Mýrdalsjökli, og
samkvæmt þeim mælingum gerði
ég snið af botninum. Séu sniðin
skoðuð kemur í ljós að þarna er
engin askja, heldur stórt og mikið
fjall með tveim sigkötlum eða litl-
um öskjum. Ég tel því að þessi
stóra askja, sem hingað til hefur
verið álitin undir Mýrdalsjökli, sé
hugarburður.
Vísindamaður
með skóldaleyfi
Á einum stað í bókinni tökum
við Eggert okkur skáldaleyfi, en
það er þegar við lýsum gosi í
Tindfjöllum, en þar hefur ekki
gosið á sögulegum tímum. Þar
förum við út fyrir ramma bókar-
innar og lýsum sprengigosi, svip-
uðu og átti sér stað á Sankti He-
lenu árið 1980 og á Krakatáeyju
1883. Álitið er að gos þetta í
Tindfjöllum hafi átt sér stað fyrir
um það bil 250 þúsund árum, en
annars er rammi bókarinnar eld-
virkni á íslandi í 10 þúsund ár.
Ég lýsi gosinu út frá sjónarhóli
áhorfanda af nálægum útsýnis-
stað en Eggert dregur upp mynd
af því. Hafði hann gosið í Sankti
Helenu sem fyrirmynd. Það er nú
svo að vísindamenn verða að
leyfa sér að taka sér skáldaleyfi af
og til. Skáldaleyfið er þó ekki
meira en svo, að eldgos einsog
þarna er lýst geta vel átt sér stað,
t.d. í Öræfajökli eða Snæfells-
jökli. Við skulum þó vona að það
gerist ekki í bráðina því áhrif
sprengigosa minna miklu frekar á
afleiðingar kjarnorkusprengju en
venjulegs eldgoss.
Eldvirkni
tvöfalt tíðari
Á sögulegum tíma hafa orðið
um 250 þekkt eldgos á landinu.
Það er að meðaltali eldgos á fimm
ára fresti. Skoði maður hinsvegar
töflu yfir eldgos á tuttugustu öld-
inni, eru þau mun tíðari, eða um
eitt eldgos á rúmlega tveggja ára
Hamfara-
Tíu þúsund ár
á hundrað og áttatíu síðum
Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðl-
isfrœðingur, segir frá bókinni ís-
landseldar, fyrsta yfirlitsritinu um
eldvirkni á íslandi
)
Teikning Eggerts Póturssonar af gosinu.
þeytigos sem hóf umbrotin í eld-
stöðinni í vikunni á undan.
Allt í einu lyftist mjög stór fylla
upp og fram. Hún virðist leysast
hægt upp í trjónur og bólstra, því
fjarlægðin er veruleg en ljós-
brúnn mökkur brýst undan þekj-
unni með meiri hraða. Hann
hnyklast þráðbeint upp í loft um
leið og hann steypist eins og flóð
fram úr eldstöðinni. Drunurnar
eru ægilegar og loftöldur fram-
kalla titring allt í kringum okkur.
Eins og hendi sé veifað sýnist öll
hlíðin sunnan við gosstöðvarnar
vera komin á hreyfíngu og brúni
mökkurinn æðir langt til suð-
austurs. Nú ná bólstrarnir að
byrgja alla sýn til austurs eins og
veggur. Á fáeinum mínútum er
allt land milli Eyjafjalla- og Mýr-
dalsjökuls og þar norður af horfið
á bak við ógnarlegan mökk og
brátt ryðjast gustmiklar hryðjur
með fíngerðu sáldri líka yfir okk-
ur. Það stingur í augu og hörund
og hitinn er vel merkjanlegur.
Hraðinn á gjóskuskriðunni, sem
skellur á Þórsmörk og umhverfi,
er á að giska 100-200 kílómetrar
á klukkustund og hitinn vafalítið
500 gráður á Celsíus, enda
steypist gjóskan og bergmylsnan
úr fjallinu í þykka hellu þegar
hún staðnæmist.
Brátt grillir í rjúkandi eyði-
mörk. Skyggnið batnar og á tæpri
klukkustund eru hamfarirnar af-
staðnar -og dauflit móða grúfir
yfir svæðinu. Stórar bogsprungur
og miklir reykir sjást í Tindfjöll-
um. Sigið er orðið sýnu meira en
það var áður og gosið í miðjunni
liggur niðri í skamma stund uns
slitróttar smásprengingar hefjast
í svörtum rústunum. Við sáum
eitt sjaldgæfasta fyrirbrigði eld-
virkni: Eldský og myndun flikru-
bergs. í reyndinni hefur enginn
séð það hér á landi og verður von-
andi svo um langan aldur.
Svipuð gos hafa orðið erlendis
á þessari öld og á sögulegum tíma
þar á undan. Sem dæmi má nefna
gosið í Sankti Helenufjalli á vest-
urströnd Bandaríkjanna árið
1980 og náttúruhamfarirnar á og
við Krakatáeyju milli Jövu og Sú-
mötru árið 1883. Síðarnefnda
gosinu fyigdi hrikaleg flóðbylgja
og er talið að um 40 þúsund
manns hafi farist í gosinu eða af
völdum þess.
Gjóskumagnið úr Öræfajökulsgosinu 1362 kann að hafa náð 10 rúmkílómetrum, sem laust efni að mati Sigurðar
Þórarinssonar. Um 2 rúmkílómetrar féllu á land, hitt hvarf í hafið. Ef gjóskan hefði fallið á 10 kílómetra breitt svæði í
höfuðborginni, væri borgin grafin undir 140 metra lagi. Teikning Eggert Pétursson.
Óvíða í heiminum eru jafn
margar eldstöðvar á jafn litlu
landsvæði og hér á íslandi.
Hér á landi hafa einnig farið
fram mjög umfangsmiklar
rannsóknir á eldvirkni, enda
landið opin bók fyrir jarðvís-
indamenn að glugga í. Ýmis-
legt hefur verið skrifað og gef-
ið út um einstakar eldstöðvar.
Þegar á 18. öld settu t.d. þeir
séra Jón Steingrímsson, eldklerk-
ur, og Sveinn Pálsson, læknir og
náttúrufræðingur, fram merkar
upplýsingar um eldvirknina; Jón
um Skaftárelda og Sveinn um
margar helstu eldstöðvar lands-
ins. Af seinni tíma jarðvísinda-
mönnum hefur Sigurður Þórar-
insson verið hvað mikilvirkastur í
ritun bóka um sögu jarðelda á
landinu.
Þrátt fyrir það að margt hafi
verið ritað hefur samt vantað að-
gengilegt yfirlitsrit um eldvirkni á
Islandi þangað til núna, að bók
Ara Trausta Guðmundssonar, ís-
landseldar, lítur dagsins ljós.
Gamall draumur
„Það hefur verið draumur
minn í mörg ár að setja saman
aðgengilegt fræðirit fyrir almenn-
ing um eldvirkni á íslandi," sagði
Ari Trausti.
Ari Trausti er jarðeðlisfræð-
ingurað menntoghefurm.a. gert
þætti fyrir sjónvarp og hljóðvarp
um jarðvísindi, auk þess sem
hann hefur birt ýmsar greinar í
blöðum og tímaritum um sama
efni. Áður hafa komið út þrjár
bækur eftir Ara Trausta, Ágrip af
jarðfræði íslands, Fjallamennska
(með Magnúsi T. Guðmunds-
syni) og Handbók um jarðfræði
íslands ( á ensku og þýsku, með
Halldóri Kjartanssyni).
„Það var svo haustið 1983 að
við Ólafur Ragnarsson, bókaút-
gefandi, vorum að bræða með
okkur aðra bók, að hann stakk
upp á því að við tækjum saman
fallega myndabók um eldvirkni á
íslandi. Ég sagði honum þá þenn-
an draum minn og Ólafur féllst á
að gefa út slíka bók eftir að ég
hafði sýnt honum drög að bók-
inni.
Víða leitað fanga
Strax sama haust hófst ég
handa við að viða að mér heim-
ildum. Það tók mig svo tvö ár að
skrifa textann við bókina og þeg-
ar því var lokið fór ég að hanna
kort og skýringamyndir. Tók það
önnur tvö ár. Eg gerði frumdrætti
að öllum skýringarmyndunum
sjálfur en Eggert Pétursson,
fresti. Samkvæmt því hafa orðið
mun fleiri eldgos en vitað er um á
sögulegum tíma, nema að tuttug-
asta öldin skeri sig úr, sem ég
held ekki.
Annálar eru aðal heimildin um
eldvirkni í landinu og virðast þeir
mjög ófullkomin heimild sam-
kvæmt þessu, en heimildir virðist
vanta um mörg stór eldgos. Eitt
slíkt varð á Tungnaársvæðinu
laust fyrir árið 1500, á svipuðum
slóðum og skjálftarnir mælast nú.
Þar gæti vel orðið stórt eldgos
einhverntíman í framtíðinni og
gætu virkjanirnar á Tungnaár-
svæðinu verið í hættu, því stórt
gos á þessu svæði gæti haft alvar-
leg áhrif á vatnasvæði virkjan-
anna.
Miðpunktur
á Lœkjartorgi
Einsog gefur að skilja þá hefur
þessi mikla eldvirkni haft róttæk
áhrif á yfírborð landsins. Sé þeim
gosefnum, sem komið hafa upp á
sl. 10 þúsund árum, safnað saman
í Reykjavík fengjum við sívaln-
ing, sem hefði miðpunkt á Lækj-
artorgi og fimm til sex km. radí-
us, eða næði frá Seltjarnarnesi
upp í Breiðholt og væri um 6 kfló-
metra hár. Þetta gefur smá mynd
af því hversu mikið magn jarð-
efna hefur komið upp í eldgosum
á þessum árum.
Annað dæmi um hvflíkt magn
af gosefnum getur komið upp, er
gosið í Öræfajökli árið 1362, en
það er stærsta gjóskugos á íslandi
á sögulegum tíma. Gjóskan sem
kom í því gosi var um 10 rúmkfl-
ómetrar að magni. Hefði öll sú
gjóska fallið á Reykjavík, eða
sama hring og við töluðum um í
fyrra dæminu, hefði öskulagið
verið álíka þykkt og hæðin á
tveim Hallgrímskirkjuturnum.
Sem betur fer var norðanátt ríkj-
andi þegar gosið varð og bar hún
80% af gjóskunni á haf út.“
-Sáf
gosi
Tind■
fjöllum
Héráeftirfer lýsing
Ara Trausta Guð-
mundssonará
sprengigosi ÍTind-
fjöllum fyrir 250 þús-
und árum. Einsog sjá
máálýsingunni
tekurAri Trausti sér
skáldaleyfi og lýsir
gosinu sem sjónar-
vottur.
Við skulum reyna að gera okk-
ur í hugarlund hvernig gosið
mikla hefur sést af nálægum út-
sýnisstað - þó ekki mjög nærri,
því sprengiáhrif og gjóska geta
náð íugi kflómetra út frá eldstöð-
inni þegar gos af þessu tagi verða.
Fram undan sér á stórt fjall
með skeifumynduðu sigi. Þar í
miðjunni eru allkröftugar
gjóskusprengingar innan um
svartar þúsir sem sýnast vera lip-
arítgúlar úr mjög seigri kviku.
Gosið hefur legið niðri að mestu
um hríð miðað við stutt en hávært
iMyndin er tekin af Sigurði Þórarinssyni af Kröflueldum árið 1981. Islandseldar Ara Trausta Guðmundssonar eru tileinkaðir Sigurði og
segir Ari í formála bókarinnar að Sigurður Þórarinsson hafi átt nokkurn þátt í að ýta undir áhuga bókarhöfundar á jarðvísindum. Á mynd
jnni sést gosgufublástur þeyta dansandi hraunspýju í loft upp.
myndlistarmaður, útfærði þær
síðan og fullvann.
Kortin eru teiknuð af Gunnari
H. Ingimundarsyni, landafræð-
ingi, en það voru ekki til sam-
hangandi kort af mörgum af þeim
sprungusvæðum, sem sýnd eru í
bókinni.
Þegar þessu var lokið tók við
ársvinna að safna saman ljós-
myndum. Eru þær fengnar héðan
og þaðan og eru ljósmyndir eftir
um tuttugu manns í bókinni. Þeg-
ar ég leitaði að myndunum hafði
ég ekki ákveðnar myndir í huga,
heldur myndir af ákveðnum fyrir-
bærum og fór ótrúlega mikil
vinna í að leita réttu myndirnar
uppi. Réð því myndefnið oft
meiru en listrænt gildi mynd-
anna, en þetta tvennt fer þó oft-
ast saman.
Heil bók soðin niður
á 10 síður
Samtímis því að leitað var að
myndum þurfti að hanna bókina.
Yfírumsjón með því hafði Jónas
Ragnarsson, ritstjóri, en þó í ná-
inni samvinnu við okkur Eggert
Pétursson og Gunnar H. Ingi-
mundarson. Stærð bókarinnar
var ákveðin fyrirfram, en hún er
180 síður. Á þessum síðum var
okkur ætlað að afgreiða 10 þús-
und ár. Til að þetta gengi upp
ákvað ég að brjóta upp textann
og notaði rammagreinar til að
koma ákveðnum upplýsingum á
framfæri. Þá þurfti ég einnig að
stytta verulega ýmsa kafla bókar-
innar.
Það kom t.d. í ljós þegar ég
hafði gengið frá köflunum um
eldstöðvakerfin, að það vantaði
almennt yfirlit um eldvirkni,
einskonar inngang í ritið. Þar
þurfti ég að sjóða niður á 10 blað-
síður það sem fræðimenn skrifa
heilar bækur um. Reyndist þessi
kafli erfíðasta þrautin við samn-
ingu bókarinnar og skrifaði ég
hann einum fjórum sinnum. Og
alltaf þótti mér hann versna með
hverri útgáfunni.
Þetta gekk þó allt upp að lok-
um, en alveg fram á síðustu
stundu hafði ég ekki við að breyta
textanum, sem segir töluvert um
þá öru þróun sem er í þessari
fræðigrein. Það fór líka svo að
bókin varð úrelt á fyrsta degi, því
sama dag og hún kom úr prentun
uppgötvuðu menn eldsumbrot
undir sigkatlinum í Skaftárjökli,
en í bókinni er sagt að ekki sé
vitað um neina eldvirkni á því
svæði.
Nýjar kenningar
Textinn í bókinni er að stórum
hluta til byggður á rannsóknum
annarra manna, þó tel ég mig
stundum koma með nýjar kenn-
ingar. Sem dæmi um það er að
fram hefur komið sú hugmynd að
Dyngjuháls sé nyrsti hluti gos-
sprungu, sem teygi sig frá.Veiði-
vötnum, í gegnum Bárðarbungu
og þaðanáfram norður í Dyngju-
háls. Bárðarbunga er þá miðja
eldstöðvakerfanna sem kennd
eru við Veiðivötn og Dyngjuháls.
Sé svo er þetta lengsta sprungu-
þygíing á öllu landinu.
Mótunarsaga
úr eldsmiðju
náttúrunnar
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1986
Sunnudagur 21. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 11