Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 15
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 hvernig og hvers vegna þau taka ákvarðanir sínar í málum sem varða landsins gagn og nauðsynj- ar. Þess vegna geta menn haft á tilfinningunni að ákvarðanir séu ekki teknar að yfirveguðu ráði, heldur gerist þær eins og breytingar á veðri eða náttúru- hamfarir. Þetta djúpstæða hugs- unarleysi veldur almennu ábyrgðarleysi. Það veit yfirleitt enginn hver er ábyrgur fyrir ákvörðunum stjórnvalda, allra síst þau sjálf. Einn ráðherranna staðfesti þetta opinbí rlega í sjón- varpsþætti á dögunum, þar sem skýrsla Hafskipsnefndarinnar var til umræðu, en í skýrslunni var vikið að ábyrgð Alþingis. Ráðherrann kannaðist ekki við þessa ábyrgð. Hann spurði hins vegar í réttum vandlætingartón um ábyrgð blaðamanna. Ef Alþingi er ábyrgðarlaust, hvað þá um önnur stjórnvöld eða einstaklinga í ábyrgðarstöðum? Við þessar aðstæður þarf auðvit- að enginn að standa reikningsskil gerða sinna, enda hefur lengi leikið grunur á að réttlætið sé ekki af þessum heimi. Að segja að þessir menn standi reiknings- skil gerða sinna á kjördag er eins og hver önnur skrítla. Hver er að þínum dómi skýr- ingin á þessu ábyrgðarleysi stjórnvalda? Hún er í fæstum orðum sú að við íslendingar höfum aldrei gef- ið okkur tíma til að ræða það hvernig við viljum raunverulega ráða ráðum okkar - hvers konar stjórn við viljum hafa á okkar sameiginlegu málum. Hvernig stendur á því? Það er einföld og skiljanleg staðreynd að þeir sem eitt sinn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og náð völdum afsala sér aldrei þessum ávinningi sínum af fúsum og frjálsum vilja. Ríkjandi valda- aðilar sjá það sem ógnun við veldi sitt að farið sé að ræða sjálft stjórnkerfið og hugsanlegar breytingar á því. Þess vegna hef- ur engin raunveruleg umræða farið fram á Alþingi um það hvernig við íslendingar viljum stjórna okkur. Þess vegna sitjum við uppi með stjórnarskrárplagg sem við fengum frá Danakonungi 1874 og engar umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á, nema sú að forseti hefur komið í stað konungs. Við höfum aldrei eignast okkar eigin stjórnskipun, stjórnskipun sem við sjálf höfum orðið að hugsa í þaula og móta í anda eigin menningar og siða. Öllu tjaldað til einnar nœtur En eru ekki stjórnmálamenn- irnir sífellt að rœða það hvérnig við fáum best haft stjórn á sam- eiginlegum málum okkar? Það er þetta sem þeir ættu að vera að ræða, en þeir gera það ekki. Mér virðist að stjómmála- mönnum sé ekki eins illa við neitt og að ræða um raunveruleg stjórn-mál. Þeirra ær og kýr eru efnahagsmál, sem þeir ræða af mikilli alvöru en lítilli visku, því að viska er meðal annars fólgin í því að tala skiljanlegt mál. Þetta er liður í því að tryggja hagsmuni þeirra sem með völdin fara. Það á ekki að ræða um stjórnmál, vegna þess að það merkir að menn fara að skoða þær aðferðir eða leiðir sem eru raunverulega farnar við ákvarðanatöku um hagsmunamál landsmanna. Svo aftur sé tekið dæmi af Haf- skipsskýrslunni þá er þar komist furðu nálægt því að nefna vissar leiðir sem eru dæmigerðar fyrir ákvarðanatöku í stjórnmálum okkar. Alþingi skipar í bankaráð Útvegsbankans þingmann sem er stjórnarformaður fyrirtækis sem á allt undir fyrirgreiðslu viðkom- andi banka. Hér þarf að spyrja: Hvers vegna er þetta gert? Og hver var ávinningur þeirra sem stóðu að skipun viðkomandi þingmanns? Ef og þegar stjórnmál eru hugsuð og rekin eins og hrein efnahagsleg hagsmuna- og valda- barátta, þá er stjórnlistin sú að halda hinum raunverulegu leiðum og ástæðum til ákvarðana meira eða minna leyndum. Listin verður sú að lögleiða spillinguna. En er ekki eðlilegt að efna- hagsmálin hafi forgang? Snúast ekki stjórnmálin um rekstur þjóð- arbúsins? Það er ofurskiljanlegt að þjóðfélag, sem ekki hefur mótað neinn iðnað, heldur tjaldað öllum atvinnurekstri til einnar nætur, leggi ofurkapp á að koma fótunum undir efnahagslíf sem er byggt á nútímatækni og kunnáttu til verka. Við höfum á örfáum áratugum verið að móta tækni- legt velferðarþjóðfélag sem hefur eðlilega haft í för með sér mikla áherslu á efnahagsmál. En eiginleg stjórnmál verða ekki stunduð á grundvelli slíkrar efnahagshyggju, þar sem skamm- tímahagsmunir sitja í fyrirrúmi. Raunveruleg stjórnmál snúast um að ákvarða og tryggja skilyrði þess að blómlegt líf verði í landinu. Og þessi skilyrði eru stjórnmálaleg og menningarleg ekki síður en efnahagsleg. Jafn- hliða efnalegri uppbyggingu þarf og verður að fara fram uppbygg- ing stjórnmálalífs og andlegrar menningar. Og sú uppbygging hefur einfaldlega verið látin sitja á hakanum. Við íslendingar eigum enn langt í land með að tileinka okkur þá upplýsingu í hugsun og hegðun sem er kjarni vestrænnar menningar og for- senda sjálfstæðis og blómlegs efnahagslífs. Svo einfalt dæmi sé tekið þá höfum við ekki enn lært að bera virðingu fyrir vísindum og fræðum. í stað þess að reka háskóla á þeirri forsendu einni saman að hann sé til að auka veg vísinda og fræða, eru menn að burðast við að réttlæta rekstur hans vegna þarfa hins svokallaða atvinnulífs. Það er miklu eðli- legra að spyrja um þörf menning- arlífsins fyrir atvinnulíf! Við þurf- um að vinna fyrir okkur til þess að geta lifað blómlega mennsku lífi, en ekki öfugt. Tilgangur stjórnmála er að tryggja skilyrði þess að við getum lifað góðu menningarlífi. Og til þess þurfum við gott stjórnkerfi. En er ekki allur þorri almenn- ings sáttur við stjórnkerfið eins og það er? Auðvitað þekkja menn yfir- leitt ekkert annað og hafa því enga viðmiðun. Ég held að við séum upp til hópa ánægð með forsetaembættið, en það stafar vafalaust af því að þeir sem því hafa gegnt sem og núverandi for- seti hafa staðið sig einstaklega vel í störfum sínum. Ég dreg hins vegar í efa að eins almenn ánægja sé með ráðherraembættin. Störf og ákvarðanir ráðherranna hljóta eðli sínu samkvæmt að vera um- deild og oft umdeilanleg. En það sem stingur í augun varðandi þessi embætti er það alræðisvald sem mennirnir er gegna þessum embættum virðast iðulega taka sér - alræði sem á sér lagalegan grunn í hinni dönsku stjórnarskrá okkar, en brýtur gersamle'ga í bága við lýðræðishugmyndina. Það virðist ekki vera til nein stjórnarfarsleg leið til mótmæla og hugsanlega ómerkja ákvarð- anir ráðherra í hinum mikilvæg- ustu málum. Hvorki ríkisstjórnin né Alþingi geta gripið í taumana. Þetta er óhugguleg staðreynd. Ég er sannfærður um að frain- tíð stjórnmála í landinu er komin undir því hvort okkur tekst að móta okkur skynsamlega stjórn- skipun. ISLENDINGA SOGUR OG ÞÆTTIR A NÚTÍMASTAFSETN " HEILDARUTGAFAITVEIMUR BINDUM Á FRÁBÆRU VERÐI Þessl útgafa islendinga sagna og patta er I senn glæsileg og aögengileg öllum þorra fólks án þess þó að slakað hafi veriö í nokkru á kröfum um trausta vísindalega undirstöðu. Fornritin eru helstu dýrgripir íslenskra bókmennta og eiga erindi víð alla. verð pappírskilja l-ll kr. 4960,- (2480,- hvort bindi) venjulegt band l-ll kr. 5960,- (2980,- hvort bindi) Viðhafnarband og askja l-ll kr. 9860,- N'ort d ítvítu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.