Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 13
Egypskur skrifari á hækjum sór. Skrifararnir voru jafnframt prestar og embættismenn Faraós. Þeir urðu einna fyrstir til að
gera skipulegar athuganir á tímatali og gangi himintungla. Þessi mynd er talin frá því um 2.500-2.400 fyrir Krist og er
meðal frægustu fornminja í Louvre-safninu í París.
tengsl að tefla, af svipuðum toga
og ég rakti hér á undan varðandi
tíðir og önnur slík fyrirbæri lífrík-
isins, en þetta hefur ekki verið
kannað og er því hugboð eitt eða
tilgáta.
Menningin
Þegar við hugleiðum almennt
hvernig stjörnufræði og önnur
vísindi urðu til, er önnur spurning
auðvitað skammt undan: Hvern-
ig varð menningin til? Sumir
hnjóta kannski fyrst um það,
hvað spurningin merki eiginlega
eða við hvað sé átt með „menn-
ingu“. Ég get ekki gert þeirri við-
sjálu spurningu nein tæmandi skil
hér, en læt nægja að skýra orðið
menningu svo, að um sé að ræða
skipulegt samfélag manna með
ákveðnum hefðum og svo fram-
vegis. Menning í þessari merk-
ingu varð svo ekki til í einu vet-
fangi á einhverjum ákveðnum
bletti á jörðinni, heldur þróaðist
hún smám saman og á mörgum
stöðum, ýmist að meira eða
minna leyti samtímis eða þá
þannig að ein menningarheild fór
að blómstra eftir að önnur hafði
lifað sitt fegursta. Stundum tók
seinni heildin sitthvað í arf frá
fyrri menningarsamfélögum en
stundum ekki. Dæmin um arf
sem skilaði sér eru býsna mörg í
þeirri sögu mannkynsins sem við
þekkjum best. Það er í rauninni
ekki svo skrítið ef betur er að gáð
því að þessi saga er eins og gefur
að skilja rakin aftanfrá. Þess
vegna er arfur sem hefur týnst
með einhverjum hætti ekki sér-
lega líklegur til að prýða sögu-
bækur okkar. Menningarerfðirn-
ar sjást einmitt sérlega glöggt í
sögu vísinda og annarra hug-
mynda, samanber til að mynda
Grikkland til forna sem tók býsna
margt í arf frá Egyptalandi og
Mesópótamíu, þótt eftirkomend-
unum hafi ekki alltaf verið það
ljóst.
Á hinn bóginn hefur staðhátt-
um, samgöngum og atburðarás
stundum verið svo háttað að
menningarheild sem síðar kom
upp hefur lítið sem ekkert getað
lært af öðrum, sem uppi voru á
undan henni en ef til vill allt ann-
ars staðar á jörðinni. Gleggstu
dæmin um þetta eru menningar-
samfélög Indíána í Ameríku
(Inkar, Maja, Aztekar og fleiri),
sem hófust á legg svo sem
tveimur til þremur árþúsundum
síðar en elstu menningarþjóðir
Miðausturlanda (Fornegyptar,
Súmerar og fleiri). Slíkir nýgræð-
ingar í gróðurhúsum menningar-
innar hafa ævinlega þurft að
byrja svo að segja með tvær
hendur tómar, til dæmis á
steinaldarstigi, en hafa samt oft
og tíðum dafnað svo og blómgast
síðar meir að hinir eldri hafa mátt
vara sig. Þannig munu margir
telja að fyrrnefnd menning Indí-
ána hafi síst verið á „lægra“ stigi
en menning Evrópumanna þegar
hallaði undan fæti fyrir þeim
síðamefndu á miðöldum. - Ánn-
að nærtækt dæmi um þetta mis-
gengi menningarinnar í tímanum
er menning Norðurlanda sem var
enn á steinaldarstigi þegar ríki
fljótsdælanna í Egyptalandi og
Mesópótamíu stóðu sem hæst.
Uppgötvanir
og áhrif
Annars er býsna forvitnilegt að
hugleiða, hvernig okkur Vestur-
landabúum er tamt að fjalla um
þau menningarsamfélög sem
hafa þróast á jörðinni án tengsla
við menningarlega forfeður okk-
ar. Auk fyrrnefndra Indíána-
þjóða á þetta til dæmis við um
Kínverja. Menning þessara
þjóða hefur á köflum á undan-
förnum árþúsundum staðið með
meiri blóma en forfeðra okkar.
Sú einfalda staðreynd virðist hafa
verið ýmsum svo hörð undir tönn
að heilbrigð skynsemi hefur látið
undan síga fyrir vandræðagangi
og grunnhyggni, og sigla menn þá
ýmist undir flaggi fordóma eða
ýktrar víðsýni.
Þannig er til að mynda harla
fánýtt að eyða miklu púðri á það,
hvaða þjóð hafi verið fyrst til að
gera einhverja ákveðna uppgötv-
un, svo sem að finna upp byssu-
púðureðaeitthvað álíka. Ef upp-
götvanirnar hafa örugglega verið
gerðar óháð hver annarri og í
ólíku samhengi, er að ýmsu leyti
léttvægt hver var fyrstur sam-
kvæmt því tímatali sem okkur
þóknast að viðhafa. Meðal ann-
ars hafa samfélögin í rauninni
hvert sinn tímakvarða.
Auk þess er það ekki endilega
uppgötvunin sjálf sem skiptir
mestu, heldur hitt hvort og þá
hvernig hún skýtur rótum í
samfélaginu: Hver veit hversu
margar „uppgötvanir" hafa verið
gerðar löngu áður en okkur er
kunnugt, en hafa síðan fallið í
gleymsku, til dæmis af .því að
höfundinum hefur ekki tekist að
koma þeim á framfæri eða af því
að þeirra tími var ekki kominn og
þær féllu í grýtta jörð? - Út frá
þessum þankagangi skiptir það
vissulega máli í sögu Vesturlanda
að púður var innleitt í Vestur-
Evrópu á miðöldum, svo að dæmi
sé nefnt, en hitt hefur allt annars
konar áhrif, hvort það var fundið
upp í Kína einni öldinni fyrr eða
síðar.
Einn megintilgangur söguiðk-
ana er að mínu viti sá að varpa
ljósi á stöðu okkar í tilverunni:
Hvernig erum við hingað komin?
Athuganir á samfélögum sem
hafa þróast óháð okkur hafa
vissulega hlutverki að gegna í
þessu viðfangi. Þær sýna okkur til
dæmis að menning okkar er í
rauninni ekki slíkt fágæti meðal
manna sem okkur er ljúfast að
ætla. Ennfremur skýra þær stöðu
okkar í þeim flókna vef sem
mannlífið á jörðinni myndar. Því
hefði vissulega verið forvitnilegt
að rekja á þessum blöðum dæmi
um menningu og vísindi þjóða
eins og Kínverja eða Indíána. Því
miður er þó ekki kleift að færa
þannig út kvíarnar. Til málsbóta
má nefna að menning þessara
þjóða varðar yfirleitt ekki beina
Þorsteinn Vilhjálmsson, dósent í eðlisfræði, höfundur bókarinnar Heimsmynd
á hverfanda hveli.
menningarlega ættartölu okkar,
hversu fordómalaus sem við vilj-
um annars vera í þeirra garð.
Þannig hafa vísindi þeirra ekki
haft bein áhrif á framvindu í vís-
indum okkar. Það er hins vegar
megintilgangur bókarinnar að
rekja dæmi um þróun hugmynda
á tilteknu sviði mannlegrar til-
veru, innan sömu menningar-
heildar.
Hvernig varð
menningin til?
Við skulum nú snúa okkur aft-
ur að meginspurningunni:
Hvernig varð menningin til? Nú
er oft haft á orði þegar stórt er
spurt að þá verði lítið um svör.
Mig grunar þó að þetta sé ofnot-
uð klisja sem feli í sér vanmat á
mannlegri skynsemi. Oft er til
dæmis hægt að kljást við stórar
spurningar með nokkrum árangri
með því að snúa þeim í aðrar
smærri, og slík aðferð er raunar í
góðu samræmi við hefðir vísind-
anna.
Hér liggur til dæmis beint við
að spyrja annarrar og áþreifan-
legri spurningar í staðinn: Hvar
varð menningin til? Þá getum við
nefnilega svarað með vísun til
staðreynda: Skipuleg þjóðfélög
með samvinnu og verkaskiptingu
í framleiðslu, stjórnkerfi, trúar-
brögðum, ritmáli, listum, vísind-
um og öðru því sem okkur er tamt
að telja til menningar, komu fyrst
fram á nokkrum tilteknum stöð-
um á jörðinni. Við fyrstu sýn
virðast mér þessir staðir allir eiga
það sameiginlegt að þar hagar
svo til að menn geta haft sérstak-
an hag af samvinnu og verka-
skiptingu, ef þeir kjósa sér þar
búsetu á annað borð. Á mörgum
staðanna renna vatnsmiklar ár
um dali í grennd við hvarf-
baugana sem afmarka hitabeltið.
Veðurfar á slíkum stöðum er
mönnum hagfellt og hægt er að
ryðja skóg til frambúðar ef með
þarf, en það á ekki við um hita-
beltið sjálft.
Frægasta fljótið af þessu tagi er
áin Níl sem rennur um Egypta-
land og til sjávar við innanvert
Miðjarðarhaf. Annað dæmi eru
árnar Evfrat og Tígris sem renna
um Mesópótamíu („Landið milli
fljótanna", þar sem nú er írak) og
sameinast, að minnsta kosti nú á
dögum, nokkru áður en þær
koma út í Persaflóann. Þriðja
dæmið er áin Indus í Indlandi, en
þar kom upp menning um svipað
leyti og í Égyptalandi og Mesó-
pótamíu. Nokkru seinna stóð
vagga kínverskrar menningar við
ána Húang hó eða Gulá, og sögur
fara af menningarsamfélögum
um sama leyti á nokkrum öðrum
svipuðum stöðum á meginlandi
Evrasíu, sjá kort á mynd 14.
Menningarsamfélög Indíána í
Mið- og Suður-Ameríku eru talin
hafa blómgast nokkru síðar, en
við hliðstæð skilyrði, ýmist í
fljótsdölum (til dæmis Inkar) eða
þar sem aðrar aðstæður kölluðu á
samvinnu (Majar).
Landbúnaður
hagkvœmur
Ef við hyggjum nánar að, er í
rauninni ekki ýkja erfitt að skilja
hvers vegna vagga menningar-
innar stóð einmitt á stöðum eins
og þeim sem ég lýsti áðan. Á
fornsteinöld voru menn hirðingj-
ar, veiðimenn eða safnarar. Hí-
býli þeirra voru sáraeinföld í
sniðum, þeir voru hreyfanlegir og
létu sér í léttu rúmi liggja hvar
þeir settu bú sitt niður hverju
sinni. Fæðuöflunin var einföld og
samvinna um hana í lágmarki,
enda ekki þörf fyrir hana. Verka-
skipting er talin hafa takmarkast
við hinn þrönga heim fjölskyld-
unnar þar sem konur réðu oft
mestu, einkum þó meðal safnar-
anna, enda gáfu þær körlunum
ekkert eftir í þeim störfum sem
þá voru unnin „utan heimilis“.
Smám saman kom í ljós að
þessir einföldu lifnaðarhættir
sem kenndir eru við fornsteinöld,
voru ekki sem hagkvæmastir á
fyrrnefndum stöðum, heldur væri
þar til að mynda hagkvæmt að
temja og laða að sér húsdýr og
stunda kvikfjárrækt og síðan ak-
uryrkju, í stað hjarðmenn-
skunnar sem er svo háð dutt-
lungum náttúruaflanna. Skilyrði
til landbúnaðar eru einmitt sér-
lega hagstæð í dölum eins og Níl-
ardalnum, þar sem ár flæða yfir
bakka sína öðru hverju og færa
jarðveginum áburð. En til að
fullnýta þessi hagstæðu skilyrði
þarf víðtækari samvinnu og
verkaskiptingu en áður hafði tíð-
kast, - og þannig varð „menning-
in“ til. Hún varð sem sé hvorki til
úr engu né fyrir tilviljun: Menn-
ingin varð til smám saman, vegna
þess að menn náðu betri tökum á
tilveru sinni með því að skipu-
leggja samfélag sitt að einhverju
marki og koma á bæði samvinnu
og verkaskiptingu.
Það sem hér hefur verið sagt
um kviknun menningarinnar
skýrist vonandi enn betur af
köflunum hér á eftir um Forneg-
ypta og íbúa Mesópótamíu, enda
má líta á sögu þeirra sem dæmi
um það hvernig menning og vís-
indi verða til. Stjörnufræðin er
einmitt einna elst allra vísinda-
greina og er því ekki illa til fundið
að taka hana sem dæmi í þessu
viðfangi. Þá verðum við að vísu
að hafa hugfast að markalínur
milli vísindagreina eru hvorki
skýrar né fyrirfram gefnar, held-
ur mannanna verk. Þegar rætt
verður hér á eftir til dæmis um
stjörnufræði Fornegypta, þá er
átt við hugmyndir þeirra um þau
efni sem nú eru talin til viðfangs-
efna stjarnfræðinnar, - en fyrir
þeim sjálfum er engan veginn vfst
að þær hafi myndað neina sér-
staka, afmarkaða heild. Raunar
er engan veginn sjálfgefið að sú
skýra afmörkun vísinda-
greinanna, sem við höfum tamið
okkur nú á dögum, eigi að öllu
leyti rétt á sér eða sé alltaf til
góðs, - en það er önnur saga.
Sunnudagur 21. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13