Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Alvarleg mistök í húsnœðismálum Stefán Ingólfsson: Ráðherra hefur set;ð á upplýsingum sem hefðu getað skipt sköpum fyrir fólk Þaö mál sem vakið hefur einna mesta athygli í vikunni er um- ræðan um þær miljónir sem lán- þegar Húsnæðisstofnunar eiga inni hjá stofnuninni vegna of- reiknaðrar lánskjaravísitölu. Sá aðili sem hefur veitt bæði Áhuga- mönnum um úrbætur í húsnæð- ismálum, og fjölmiðlum skýrar og greinargóðar upplýsingar um þetta mál sem og svo mörg önnur sem tengjast húsnæðismálum er Stefán Ingólfsson deildarverk- fræðingur hjá Fasteignamati ríkisins. Stefán hefur nú, vegna upplýsinga sem hann gaf, þurft að sæta árásum á Alþingi frá Al- exander Stefánssyni fél- agsmálaráðherra og jafnframt hefur hann verið hrakinn burtu frá Fasteignamati ríkisins. Að sögn Stefáns fyrir að aðhyllast frjálst, opið og hlutlaust upplýsinga- streymi. Við hittum Stefán og spurðum hann fyrst hverju hann vildi svara árásum Alexanders Stefánssonar á hann á Alþingi í vikunni. Árásir ráðherra eru í rauninni ekki gagnrýni á þær tölur sem ég setti fram, heldur hreinlega gagnrýni á það að ég sem emb- ættismaður skyldi leyfa mér það að láta tölur í té til fjölmiðla og gera þannig mögulega umræðu sem búið var að sitja á í 3 ár. Á þennan hátt opinberast mál sem hann er búinn að vera þrísaga í á 3 árum og allir aðilar virðast skilja misjöftium skilningi. Þegar hann síðan fer með þetta á Alþingi þá kýs hann að gera sem allra minnst úr þeirri upphæð sem ofreiknuð lánskjaravísitala nemur og grípur til þess úrræðis annars vegar, að setja fram rangar tölur og hins vegar að fela fýrir þinginu þær tölur sem voru sambærilegar við mínar. Ég áætla vissulega mínar tölur ekki á sama grundvelli og hann því ég er að tala um niður- færslu á höfuðstól á öllum lánum, en hann og Seðlabankinn, tala aðeins um niðurgreiðslu miðað við lánskjaravísitölu. Það skiptir reyndar ekki höfuðmáli því stærðargráðan í báðum þessum tölum skiptir hundruðum milj- óna. Það sem skiptir máli núna er að ráðherra hefur fj andskapast út í aðila sem hafa komið þessari umræðu af stað. Álítur þú að ráðherra hafi vís- vitandi haldið þessum upplýsing- um leyndum eða er þetta bara klaufaskapur hans ? Ég held að þetta sé gert af klaufaskap og ráðherra hafi ekki áttað sig á því hvað þetta er mikið mál. En eru einhverjar upplýsingar frá ykkur sem koma almenningi við og ráðherra heldur leyndum? Já. Ég get nefnt sem dæmi að nefnd sem ég sat í skilaði skýrslu til ráðherra fyrir ári síðan þar sem sett eru fram 13 markmið í hús- næðismálum og 55 leiðir að þessu markmiði. Þessi skýrsla hefur aldrei verið lögð fram og ég veit að pólitískir andstæðingar ráð- herra hafa átt í miklum erfið- leikum með að nálgast þetta. í öðru lagi get ég nefnt það að þeg- ar verið var að vinna að því að semja nýju húsnæðislögin lá ráð- herra með skýrslu frá sömu nefnd þar sem segir m.a.: „Hækkun op- inberra lána til kaupa á notuðu húsnæði munu aðeins hafa tak- mörkuð áhrif á kaupgetuna á markaðnum í heild á meðan greiðslugeta er jafn slæm og raun ber vitni". Þetta segir í stuttu máli að þeim markmiðum sem lögun- um er ætlað að ná verður ekki náð eins og að þeiin er staðið. f skýrslunni koma fram upplýsing- ar sem gera mönnum kleift að áætla á raunhæfari hátt þetta dæmi. Það að þessar upplýsingar komu ekki fram gerðu það að verkum að það var farið út í von- laust kerfi frá upphafi og nú þessa dagana eru menn að horfa uppá að þetta nýja húsnæðiskerfi er í raun og veru hrunið áður en það er komið í gang. Ef að menn hefðu notað þær upplýsingar sem fram komu í skýrslunni hefði ver- ið hægt að gera hliðarráðstafanir og bjarga hugmyndum aðila vinnumarkaðarins þannig að þær hefðu komið að gagni.. Þetta eru dæmi um upplýsingar sem hefðu getað skipt sköpum fyrir fólk. Hvers eðlis eru þessar hliðar- ráðstafanir í örstuttu máli? Þær beinast að því að beita op- inberum stjórnaðgerðum til þess að minnka fjármagnsþörf fast- eignamarkaðarins. Með því að minnka útborgun og lengja eftir- stöðvar. Endurspegla viðbrögð ráð- herra nú gagnvart upplýsingum þínum kannski þœr efasemdir sem hann er e.t.v. farinn að hafa um húsnæðislögin? Það hefur aldrei verið fjallað jafn faglega um húsnæðismál í fjölmiðlum og síðustu árin og a.m.k. 80% af þeim upplýsingum sem hafa gert þessa umræðu mögulega hafa komið frá Fast- eignamati ríkisins. Fél- agsmálaráðherra er farinn að gera sér grein fyrir því að þegar allt kemur til verði ástandið í húsnæðismálum þegar hann fer frá embætti sínu verra en þegar hann tók við því. Núna geta menn lagt saman 2 og 2 og metið það hvort það sé tilviljun að ráð- herra skuli veitast að mér eins og hann hefur gert sama dag og Þor- steinn Pálsson ýtir mér út úr Fast- eignamatinu. Ég segi að þetta sé ekki tilviljun heldur sé verið að vega að opinni upplýsingamiðlun og að hér eftir verði reynt að stýra henni þannig að óæskilegar upp- lýsingar fari ekki út. Eg hef í mínu starfi lagt áherslu á hlut- lausa upplýsingamiðlun og látið mínar skoðanir liggja á milli hluta. En úr því að svona er kom- ið og ég verð ekki opinber starfs- maður nema fram að áramótum sé ég ekki ástæðu til þess að fela mínar skoðanir lengur á þeim að- gerðum sem ég hef horft á í hús- næðismálum síðustu árin og mun ítrekað benda á, að þar hafa verið gerð alvarleg fagleg mistök. —K.Ól. | | 1 I i _____________LEIÐARI_________ Ráðherra klúðursins Enn eina ferðina eru húsnæðismálin í brennidepl- inum og enn einusinni hefur Alexander Stefánsson sýnt og sannað hversu duglítill ráðherra hann er. Hann snýst einsog köttur í kringum heitan graut og ásakar undirmenn sína til hægri og vinstri. Það fer ekki á milli mála, að húsnæðismálin eru einn mikilvægasti þáttur opinberrar stjórnsýslu. Það er öllum lífsnauðsynlegt að hafa þak yfir höfuðið og þáttur stjórnvalda í fjármögnun húsnæðisins hlýtur að vera mikill. Fæstir búa það vel að geta snarað út nokkrum milljónum á einu bretti. Þar verður ríkið að hlaupa undir bagga og gera fólki kleift að borga húsnæðið á löngum tíma og á skikkanlegum kjörum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur í tíð Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra. Fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að taka launin úr sambandi en leyfa lánskjörunum að æða áfram. Misræmið sem skapaðist milli lánskjara og launa gerði það að verkum að fjöldi heimila fór á vonarvöl. Þeir sem höfðu í bjartsýni sinni álitið að hægt væri að koma yfir sig þaki, einsog kynslóðin á undan hafði gert, uppgötvuðu allt í einu að þeir voru rúnir, ekki inn að skinni heldur inn að beinum. Þeir sem reyndu að stækka við sig á þessum árum, þar sem fjölskyldan hafði stækkað, uppgötvuðu allt í einu, að andvirði íbúðarinnar sem þeir höfðu átt fyrir stækkunina var étið upp af prósentugreiðslum til lánardrottna og ef þeir seldu»nýju íbúðina kæmu þeir út á núlli. Stjórnvöld voru blind. Alexantfer sat í sínum turni og varð ekki var við það sem var að gerast allt í kringum hann í þjóðfélaginu. Ekki fyrr en þúsundir mannra söfnuðust saman í Sigtúni og heimtuðu leiðréttingu. Alexander lofaði leiðréttingu. Hún fólst í svokölluð- um viðbótarlánum sem manna á meðal gengu undir nafninu aumingjalánin. Ekki vegna þess að þeirsem sóttu um þessi lán væru aumingjar, heldur vegna þess hversu aum þau voru. Lenging á hengingaról- inni, sögðu þeir sem notfærðu sér þessi lán, en ekki leiðrétting. Misgengið hafði að þeirra dómi verið rán og nú átti að leiðrétta það með láni, á sömu okurvöxt- um. Allir muna hvernig Alexander snérist einsog skopparakringla í málefnum Búseta. Hann lofaði og lofaði, en svo kom Halldór Blöndal og settist á Alex- ander, og loforðin gufuðu upp í loftið. (ársbyrjun sá verkalýðshreyfingin að við þetta gat ekki setið. Það varð að grípa í taumana. Róttækra úrbóta var þörf í húsnæðiskerfinu og í febrúarsamn- ingunum tóku aðilar vinnumarkaðarins að sér að koma einhverju skikki á þessi mál. Reyndar er ekki enn séð hvernig nýja húsnæðislánakerfið reynist og vafalítið þarf að betrumbæta það á ýmsan máta. Strax í byrjun hafa umsækjendur verið sviknir því Húsnæðisstofnun lofaði skriflegu svari innan lyeggja mánaða og nú er langt liðið á fjórða mánuð- inn síðan fyrstu umsóknirnar bárust en e'rin bólar ekkert á svari frá Húsnæðisstofnun. Nú hefur komið í dagsljósið að ráðhérra húsnæð- ismála samþykkti lækkun á vísitölu gagnvart lántak- endum úr Byggingarsjóði ríkisins. Sú lækkun kom aldrei til framkvæmda. Alexander varð svo marg- saga í málinu að erfitt er að henda reiður á. Stundum var allt Húsnæðisstofnun að kenna. Stundum eng- um, en loksins fann hann blóraböggul. Stefán Ing- ólfsson hjá Fasteignamati ríkisins. Ekki fyrir ranga útréikninga, heldu'r fyrir að hafa komið upplýsingum á framfæri við almenning. -Mál þetta átti semsagt að þaga í hel. Stefán segir að það snúist um hundruð milljóna króna sem ríkis- sjóður hefur ofreiknað sér í vexti af lánum. Hann hefur nú fengið að gjalda fyrir það, að telja almenn- ing eiga rétt á að vita hvernig kerfið hefur gengið á hlut hans. Þráttfyrir að allir viðurkenni hann hæfasta umsækjandann af þeim fjórum sem sóttu um stöðu sem forstjóri Fasteignamatsins, ákvað Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, að ganga fram hjá Stef- áni. Þjóðviljinn fordæmir slíkt gerræði. (gær ákvað Húsnæðisstofnun að standa við sam- þykktina frá 1983 og endurgreiða lántakendum stofnunarinnar það sem hafði verið ofreiknað. Það sýnir best hvílík nauðsyn það er að fjölmiðlar og almenningur hafi aðgang að þeim útreikningum og upplýsingum, sem eru til staðar í kerfinu. Við hljótum öll að taka undir þá kröfu að þetta harðlæsta kerfi verður að opna enn meir.' (leiðara DV á föstudag var þess krafist að Alex- ander Stefánsson, ráðherra klúðursins, yrði vikið úr embætti. Þjóðviljinn tekur undir þá kröfu. Jafn mikil- vægan málaflokk og húsnæðismálin má ekki setja í hendur manni sem segir eitt í dag, annað á morgun og álasar undirmönnum sínum fyrir sitt eigið klúður, -Sáf Sunnudagur 21. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.