Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 12
Heimsmynd á hverfanda hveli Heimsmynd okkar hefur veriö aö breytast allt frá upphafi sögu mannsins. Stööugt hef- ur maðurinn verið aö gera nýjar uppgötvan- ir sem kollvarpa fyrri kenningum. Við sem lifum seinni hluta tuttugustu aldar lifum enn meiri umbrotatíma en nokkurntímann áöur hafa átt sér stað. Daglega bætast nýir molar viö vitneskju okkar um þann heim sem við lifum og hrærumst í. Nýlega kom út bókin Heimsmynd á hverf- anda hveli, eftir Þorstein Vilhjálmsson, dós- ent í eðlisfræði við Háskóla íslands. Bók þessi er fyrri hluti verksins og segir hún frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons. Heimsmynd áhverfanda hvelie r langt því frá að vera þurrt vísindarit aflestrar. Hér er á ferðinni bók sem er mjög skemmtileg jafn- framt því að höfundur slakar hvergi á fræði- legum kröfum. Við grípum niður í annan kafla bókarinnar þar sem höfundur rekur frumbernsku stjörnufræðinnar. Frum- bernska stjörnu- frœðinnar Spurningin er um þaö, hvenœr og hvernig vísindin hafi yfirhöfuð orðið til, er að sjálfsögðu eitthvert forvitnilegasta umhugs- unarefni vísindasögunnar. Svör manna við henni eru með ýmsu móti, jafnvel þótt eingöngu sé miðað við þá sem hafa kynnt sér málin sérstaklega og tjáð sig um þau á prenti. En spurningin er ekki síður áhugaverð fyrir það að um hana séu skiptar skoðanir, enda eru svörin nátengd heildar- viðhorfum manna til vísinda: Hvað eru vísindi og hvað ekki, hver eru einkenni þeirra, hvernig þróast þau og svo framvegis. Nú kann sumum að virðast að hér sé spurt um svo óáþreifanleg efni að um þau verði trauðla rætt af neinu viti. Ef ég væri sammála því, hefði ég auðvitað ekki tekið þetta upp. En ég held því fram þvert á móti að þessar spurningar séu umræðuverðar af ýmsum ástæðum sem koma væntanlega í ljós með ýmsum hætti í bókinni. Menn verða þó að beita sig nokkrum sjálfsaga í skrifum um slík mál sem eru á mörkum mannlegrar þekkingar. Gæta þarf að því að þess konar skrif samrýmist kunnum staðreynd- um, verki sannfærandi á les- andann út frá heilbrigðri skyn- semi og lýsi skýrum heildarvið- horfum. Ef við höldum nú áfram með stjörnufræðina sem dæmi um þekkingu eða vísindi, þá munu sumir halda því fram að hún hafi orðið til um svipað leyti og teg- undin viti borinn maður (homo sapiens). Aðrir munu segja að stjörnufræði (jafnvel „vísindaleg stjörnufræði" til frekari áherslu og til að þrengja hugtakið frekar) hafi ekki komið til sögunnar fyrr en á nýöld með mönnum eins og Kópernikusi eða Newton. Slíkir menn eru kannski reiðubúnir að nefna ákveðið ártal um þennan merkisatburð í sögu mannsand- ans, svipað og við eigum að venj- ast um mestu orrustur mannkynssögunnar. Enn aðrir fara þama bil beggja eins og við er að búast og nefna kannski stjörnufræði Ptólemaíosar frá annarri öld eftir Krist sem upphaf stjarnvísinda. I mínum eigin hugleiðingum hallast ég helst að þeim sem vilja rekja upphaf vísinda til þess er maðurinn fór að búa sér til áhöld. Um þetta segir bresk-ástralski fornleifafræðingurinn Gordon Childe: „Jafnvel einfaldasta áhald, sem gert er úr brotinni grein eða flísaðri grjótflögu, er ávöxtur langrar reynslu - menn hafa þreifað sig áfram, tekið eftir því sem fyrir þá bar, lagt það á minnið og borið það saman. Menn hafa komist upp á lag með að smíða áhaldið með athugun- um, upprifjun og tilraunum. Það kann að virðast ýkjur en er engu að síður rétt að í sérhverju áhaldi birtast vísindin okkur holdi klædd. Því að í því er fólgin hagnýting á reynslu, sem menn hafa lagt á minnið, borið saman og safnað, og er af sama toga og sú reynsla sem bundin er í kerfi og dregin saman í formúlum, lýsingum og forskriftum vísind- anna1. Samkvæmt þessu ber okkur að rekja upphaf stjörnufræðinnar allt til þess er frummaðurinn fór að gera sér grein fyrir einföldustu atriðum í gangi himintungla og tjá sig um þau við meðbræður sína. Þetta tvennt, athugun og umrœður, er einmitt einn helsti kjarni þess sem er sameiginlegt öllum vísindum, auk þess sem þarna hefur svo sannarlega verið ný þekking á ferð. Frá slíku upp- hafi má saga stjarnvísindanna heita samfelld heild þótt hún sé að vísu ekki hnökralaus. Hins vegar fæ ég ekki séð að í henni séu neins staðar þvílík þátttaskil að þeim beri að líkja við upphafið sjálft. Ef menn vilja fallast á þennan skilning, fylgir að vísu sá böggull skammrifi að við vitum harla fátt um upphafið sjálft, hvenær það varð og hvernig. Við getum til dæmis ekki nefnt klippt og skorin ártöl handa þeim sem eru gefnir fyrir slíkan fróðleik. Á hinn bóg- inn er ekki þar með sagt að við getum gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn með öllu, því að við höfum með í farteskinu það sem áður var sagt um heildarvið- horf og heilbrigða skynsemi, auk þess sem okkur eru settar skorður af fornleifum og öðrum gögnum um líf manna áður en sögur hófust. Fornsteinöld Á fornsteinöld lifðu menn öðru fremur á veiðum og fæðu- söfnun - söfnuðu til dæmis villtum jurtum, skeldýrum og svo framvegis. Þeir héldu sig einkum á þeim svæðum jarðar þar sem einföld mannvist er hvað auðveldust, eins og til að mynda þar sem loftslag er þægilegt mönnum. Á þessu þróunarskeiði menningarinnar hefur lífsbarátt- an vitaskuld verið nógu hörð þótt á slíkum stöðum væri. Kannski hefur ekki verið margt í lífi manna sem kallaði beinlínis á þekkingu á gangi himintungla, en þeir hafa þó búið við ákjósanleg skilyrði til að taka eftir ýmsu sem fyrir augu bar á himinhvolfinu. Meðal annars er himinninn yfir- leitt ágætlega heiðskír og nætur þægilega svalar og prýðilega dimmar á þessum slóðum, þar sem „menningin varð til“ eins og við tökum til orða. Að því leyti bjó fornsteinaldarmaðurinn við betri skilyrði en við borgarbúar á norðurhjara, þar sem ský byrgja okkur sýn til himins langtímum saman og borgarljósin deyfa stjörnumergðina á næturhimnin- um þegar heiðskírt er. Eitt af þvf fyrsta sem menn hafa velt fyrir sér er það, hvernig sólarhringurinn skiptist í dag og nótt. Hið sama á við um árstíða- skiptin, þótt þau séu ekki þar sem jörð verður hvít á vetrum og næt- ur bjartar á sumrum. Sunnar á hnettinum birtast árstíðaskiptin fyrst og fremst í því að dagarnir eru mislangir og sólargangurinn misjafn eins og ég hef áður rakið. Og jarðnesk náttúra bregst við með sínu lagi: Veðurfar breytist milli árstíða, straumvötn bólgna og sjatna, farfuglar koma og fara, dýr flakka um eða breyta háttum sínum, tré laufgast og fella lauf á víxl, blóm springa út og falla og ýmis gróður skiptir litum eftir árstímum. Þannig mætti lengi telja atriði sem eiga við á þeim svæðum jarðar er hafa reynst mönnum hvað byggilegust. Stjörnumerkin Homo sapiens fornsteinaldar hafa vafalítið rýnt í mynstur fast- astjarnanna og lesið úr því með sínum hætti, þótt hann hafi kann- ski ekki séð fyrir sér sömu myndir eða stjörnumerki og við hugsum okkur nú á dögum. Sumir telja raunar að við nútímamenn höf- um ekki af miklu að státa í því kerfi stjörnumerkja sem við látum okkur lynda, samanber eftirfarandi orð breska stjörnu- fræðingsins Sir John Herschels sem var uppi á nítjándu öld: Svo virðist sem menn hafi vís- vitandi gefið stjörnumerkjunum nöfn og afmarkað þau með það fyrir augumað valda sem mest- um ruglingi og óþægindum. Ótal snákar hlykkjast um löng og skæklótt svæði á himnium þar sem ógerningur er að fylgja þeim eftir í huganum. Birnir, ljón og fiskar, stórir og smáir, rugla öllum nafnkerfum.2 Þessu til frekari áréttingar má benda á í framhjáhlaupi að af- mörkun og nafngiftir stjörnu- merkja hafa ætíð farið eftir þjóð- um eða menningarheildum. Stjörnurnar þrjár sem við íslend- ingar köllum Fjósakonurnar eru aðeins hluti af stjörnumerkinu sem nú er kallað Óríon. Karls- vagninn myndar eðlilega heild fyrir augum okkar en er þó aðeins hluti af stjörnumerkinu Stóra- Birni, auk þess sem hann gengur undir öðrum og óskyldum nöfnum á erlendum málum, svo sem Dipper á ensku sem þýðir skaftpottur (mynd 7, bls. 26). Kvartilaskipti og sjóvarföll Frummaðurinn hefur vafalaust einnig tekið eftir kvartilaskiptum tungls, þótt hann hafi kannski lengi vel ekki getað tengt þau við nein tiltekin fyrirbæri á jörðu niðri. Steinaldarmenn sem bjuggu í grennd við sjó hafa þó fljótlega tekið eftir sjávarföllum, sem gátu jafnvel haft áhrif á fæð- uöflun þeirra. Þeir hafa þá von bráðar séð hvernig stórstreymi og smástreymi skiptast á með jöfnu millibili, og einn góðan veðurdag hefur glöggur maður kveðið upp úr með það að þetta héldist í hendur við kvartilaskiptin. Eftir að sú vitneskja breiddist út, hafa menn getað haft tunglið til marks um strauminn, sem er hreint ekki svo lítill árangur í hinni látlausu glímu manna við náttúruöflin. En það eru fleiri fyrirbæri jarðneskrar náttúru heldur en sjávarföllin sem tengjast tunglinu ef að er gáð. Að því hafa menn komist smám saman, líkast til strax á fornsteinöld. Þannig er það ævagamall fróðleikur að tíðir kvenna eru samstiga við tungl- mánuðinn. Eitt vitnið um þetta er alþjóðaorðið um tíðir, menstruat- ion, sem er dregið af latneska og gríska orðinu um mánuð, mensis • og men. Þótt íslenska orðið tíðir vísi ekki svo beint til mánaðarins, er athyglisvert að það skuli ein- mitt tengjast við tíma en ekki eitthvað annað. Hitt er svo ekki síður umhugsunarefni að vísindi nútímans hafa að mér skilst engin svör á reiðum höndum við því, af hverju tíðahringurinn er einmitt einn mánuður. Sá grunnur leitar á að þarna sé hugmyndaflug vís- indanna og verkefnaval heft af því að á þetta hafi verið litið sem einhverjar „kerlingabækur" í fleiri en einum skilningi, meðal annars vegna tengsla sem menn hafa þóst sjá við stjörnuspekina, samanber kaflann um hana hér á eftir. Hins vegar virðast náttúr- legar skýringar á þessari „tilvilj- un“ ekki þurfa að vera neitt sér- lega langsóttar, miðað við þekkt og algeng fyrirbæri í eðlisfræði. Þegar ég slengi þessu svona fram, hef ég meðal annars í huga svokallaður hermur (resonances) sem koma fyrir í ýmsum greinum eðlisfræðinnar og á ýmsum svið- um daglegs lífs. Við getum tekið sem dæmi þegar sveiflum í rólu er komið af stað og haldið við: Þá þarf tiltölulega lítið átak í hverri sveiflu, svo fremi það komi á rétt- um tíma. Á sama hátt fæ ég ekki séð nein grundvallaratriði því til fyrirstöðu að litlar en háttbundn- ar sveiflur í þyngdarsviði frá sól og tungli, sem valda smástreymi og stórstreymi, geti haft einhver áhrif á hið flókna lifríki jarðar. Þetta þyrfti þó að taka föstum tökum í rannsóknum með opnum huga, til þess að fá úr því skorið með vísindalegum hætti. Önnur hugsanleg skýring á tengslum tíða og annarra slíkra fyrirbæra við sjávarföll er sú að hér sé um að ræða arf frá fyrir- rennurum okkar í þróuninni, sem lifðu í sjó. Svo mikið er víst að líf á grunnsævi hlýtur að verða fyrir talsverðum áhrifum af sjávarföll- um, en að öðru leyti eftirlæt ég þetta lesandanum til umhugs- unar. Tunglsýki Þriðja hugsanlega skýringin er að sumu leyti enn einfaldari: Að þetta séu bein áhrif af þeirri ein- földu staðreynd að menn og ýmis önnur dýr, sem hlut eiga að máli, sjá tunglið og kvartilaskipti þess. Sú skýring virðist þó liggja enn ær á öðru sviði mannlífsins sem nú skal rakið. Mönnum hefur verið kunnugt frá ómunatíð að fólki sem þjáist af tilteknum tegundum geðveiki hættir frekar við geð- sveiflum eða „köstum" á fullu tungli en endranær. Um þetta vitna tungumálin enn, því að geð- veiki nefnist á ensku lunacy og geðveikur maður lunatic, samber luna á latínu sem þýðir tungl eins og við höfum raunar séð í kaflan- um hér á undan. Orðið tunglsýki á íslensku hefur svipaða merk- ingu en er minna notað. Skýring- in á þessum tengslum geðtruflana við tunglið þarf ekki að liggja dýpra en svo, að tunglið er ein- faldlega öllum sýnilegt og getur því fullvel haft sín áhrif á hugsun manna og aðra starfsemi mið- taugakerfisins. Þó finnst mér ekki útilokað að þarna geti verið um djúpstæðari eðlisfræðileg 12 SÍÐA'- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.