Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 8
BÓKMENNTIR Mannlífið byrjar í margmenninu Greinar Halldórs Laxness frá þriðja áratugnum Halldór Laxness: Af menningarástandi Vaka-Helgafell 1986 Það er skemmst frá að segja að þessi bráðskemmtilega bók er löngu tímabær viðbót við fyrri greinasöfn Halldórs Laxness. Þetta er ekki ómark- visssamtíningur, heldurer hér að finna úrval blaðagreina Halldórs frá þriðja áratugnum, og hafa þær ekki birst á bók áður. Af lestri greinasafnsins geta menn orðið margs vísari um þroskaferil Halldórs, fylgst með því hvernig skoðanir hans á menningarmálum og pólitík og viðhorf hans til ritstarfa mótast. Flestar eru greinarnar frá þeim tíma þegar Halldór er að setja saman það verk sem ásamt Bréfi til Láru markar upphaf íslenskra nútímabókmennta, Vefarann mikla frá Kasmír. Halldór Guðmundsson skrifar Þriðji áratugurinn er hrífandi í íslenskri menningarsögu. Fullveldið er nýfengið, Reykja- vík er að vaxa úr aumu þorpi í alvöru bæ, áhrifa evrópskrar menningar gætir mun meir en áður og þaðan berast líka pólit- ískar straumar. Um þessa gerjun skrifaði Halldór fjölmargar greinar í Morgunblaðið, Vörð og síðar Alþýðublaðið, og naut í at- hugunum sínum þess að hafa ferðast með „London-París- Róma“ lestinni, eins og Steinn í Vefaranum. Hann hafði til að bera „auga gestsins og kunnug- leik heimamannsins", eins og nefnt er í einni greininni, og fylgir með sú ágæta ábending að gestur- inn sjái margt - „en það er valdast hver gesturinn er“. (s. 11). íslenskir menntamenn þess tíma voru margir hverjir hræddir við þá þróun sem fylgja myndi í kjölfar áreksturs evrópskrar heimsmenningar og íslenskrar sveitamennsku, og þeim var tamt að líta á sig sem eins konar síu; þeir vildu hjálpa þjóðinni að velja allt það besta úr evrópskum kúltúr og verja hana því versta. Margt í tónfalli Halldórs í þessum greinum verður ekki skilið nema sem andsvar við slíkum hug- myndum. Hann var engin sía, heldur boðberi heimsmenningar með öllum hennar einkennum, og fagnaði hverju skrefi í rétta átt: . Og þar sem menníngin átti ekki aðra fulltrúa á íslandi frammeftir síðustu öld, fyrir utan hafnar- íslendinga, en nokkra flakkara uppum sveitir og latínuskólarœfil- inn á hrakhólum suðrá Nesjum, þá hefur Reykjavík í skjótri svip- an eignast hvaðeina sem heims- borg hentar, ekki aðeins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig fúttboll og hómosexúalisma. (s. 17). Boðun erlendrar stórborgar- menningar var erindi Halldórs í greinaflokknum „Af íslensku menningarástándi", sem hann sendi Morgunblaðinu fráTaorm- ínu á Sikiley, þar sem hann sat með einglyrnið fræga sumarið 1925 og samdi söguna af Steini Elliða. Hann hafði engan áhuga á náttúrulýsingum: „ísland kann að vera fagurt og frítt, skáldin um það.“ (s. 25). Stórborgarmenn- ingin var menning æskunnar, og Halldór leit á sig sem fulltrúa hennar öllu öðru fremur - „Frú Guðrún Lárusdóttir bregður mér um skort á lífsreynslu; ég vildi óska að hún hefði rétt fyrir sér. Lífsreynsla er eitt af því svívirði- legasta sem nokkur maður getur öðlast," segir á einum stað í þess- ari syrpu (s. 29). Halldór boðar þó ekki stór- borgarmenningu vegna þess að allt sé þar gott og fagurt, heldur vegna þess að hann hefur brenn- andi áhuga á nútímamanninum f öllu sínu hamsleysi, og hann hef- ur áhuga á þessu fyrirbæri sem viðfangsefni skáldskapar: Hvað er ánœgjulegra úrlausn- arefni, hver ráðgáta hlálegri en einmitt þetta kameleón, þetta glœsilega skrímsl, þessi hamh- leypa og ófreskja, þetta náðargáf- aða finngálkn sem svívirðir helgi- Halldór ásamt Jóhanni skáldi Jónssyni dóma án þess að meina nokkuð ílt, brosandi, og að gamni sér, og gerir sér svívirðíngarnar að öltur- um, krýpur á kné frammi fyrir ósómanum, innfjálgur, hrifinn og guðrœkinn; (s. 66-7). Lýsingin er tekin úr grein sem nefnist „Úr sirkus menníngarinn- ar“ og hún gæti hæglega átt við Stein í Vefaranum. En greinin sýnir jafnframt að Halldór hefur verið í ströngu læri hjá orðhákum aldamótanna, Strindberg, Austurríkismanninum Otto Weininger og ítalanum Giovanni Papini. Þeir höfðu skrifað um nú- tímamanninn af þessari sömu sjálfhverfu ástríðu og mælskulist og kynni af þeim reyndust Hall- dóri drjúg í ritæfingum hans. Því auðvitað voru þessar greinar líka ritæfingar, þar sem ögrandi lík- ingar og hugdettur voru reyndar einsog tungumálið þoldi. Og sú hugsun kemur margoft fram hjá Halldóri í greinunum að nútím- ahöfundur verði umfram allt að fylgja, ekki tískunni, heldur tíð- arandanum. Skáldverk með for- tíðsbrag, segir á einum stað, gjalia þegar hjáróma: „Lagið sem á undan var leikið má hafa verið hið fegursta, en það er á enda og nýtt lag hafið í nýrri tóntegund. Seinasti áratugurinn hefur skapað slík straumhvörf og um- byltíngar í hinum andlega heimi að jafngildir heilum öldum.“ (s. 92). Það hljómar annað stef í þess- um greinum sem gaman er að hlýða á: afstaða Halldórs til skáldskaparins. Líkt og Þórberg- ur snerist Halldór öndverður gegn síðrómantíkinni í Reykja- vík, þar sem þekkt skáld „stað- næmdust við annaðhvert sund í Skuggahverfinu til þess að kom- ast í stemníngu útaf Esjunni." (s. 79). Slíkt „stemníngadeiliríum“ í hverja heima skal halda? Rúnar Ármann Arthúrsson: Algjörir byrjendur Forlagið 1986. Rúnar Ármann hefur sent frá sér bók um unglinga og kannski fyrir unglinga fyrst og fremst - en hún er blessunarlega laus við það að vera „sérhönnuð" fyrir þann aldurshóp. Að minnsta kosti er lesandinn laus við forskrúfaðar uppákomur sem eiga að halda uppi spennandi atburðarás og þær einfaldanir á tilfinningamál- um, sem benda til þess að verið sé að tala niður til unglinga. Grímsi heitir sá strákur, ennþá í skyldunni, sem fer með söguna og er hennar þungamiðja. Hann er staddur í miðjum þeim vanda að hætta að vera barn og færast á nýtt tilverustig, sem ekki er enn ljóst hvað verður. í upphafi sög- unnar eru þeir Palli vinur hans í dæmigerðum strákahasar - þeir hafa hleypt upp skólagleði með fýlusprengju, svo hafa þeir kom- ist yfir sprengjuefni og ætla að nota það til að hefna harma fjöl- skyldu Grímsa á okrara einum, sem hefur leikið hana grátt í húsnæðisbraski. En höfundur er þá þegar á öðrum buxum en gengur og gerist í unglingabókum þar sem allt gengur upp eftir nokkurn hasar. Það er eins og allt misfarist hjá stráknum Grímsa - hvort sem væri tilraun þeirra Palla til að taka réttlætið í sínar hendur eða þá fyrstu kynni hans af skemmtanalífi sér eldra liðs, af ástinni - og af brennivíninu, sem hann var margbúinn að lýsa yfir í byrjun að hann ekki þyldi, enda hafa faðir hans og fleiri innbyrt meira en nóg af því um dagana með þeim afleiðingum að fjöl- skyldulífið er í rúst. Rúnari Ármanni tekst mætavel að þræða það mynstur sem saumað er úr dapurleika heldur lánlítillar fjöiskyldu og einatt skemmtilegum mannalátum ung- lingsins, sem vill náttúrlega ekki láta á sig sannast að hann sé ein- hver aumingi. Lýsing Grímsa er um margt ágæt - lesandinn fær fljótt trú á tvíbentri afstöðu hans til föðurins - sem er hiðversta fól - „en samt pabbi manns“, jafnt og á því, hvemig hann sjálfur hrekst á milli löngunar til að verða ekki eins og þeir fullorðnu, reyna að komast burt frá öllu saman - og svo þeirrar grimmu vitneskju að „það þýðir ekkert að leggja á flótta, Raunveruleikinn nær manni alltaf“. Þessi „óvissa“ í lífi unglings er lifandi í smáu og stóru - jafnt og í því að hann þyk- ist ekki þola sjónvarp en veit náttúrlega hvað þar er sýnt, og því að hann þolir ekki „kvenna- menningu“ Hróðnýjar, fráskildr- ar móður vinarins Palla - eins þótt hann skilji að hún hefur rétt fyrir sér. Stfllinn er hraður og vel virkur, málfar persónanna mjög við hæfi, hugkvæmnin í anda senni- leikans. Ef til vill mun einhver lesandi samt setja spurningar- merki við Gretti sterka, sem birt- ist í miðri sögu og virðist ættaður beint úr goðsögninni: kannski er hann tákn og ímynd einhvers sem Grímsi þarf á að halda í þeim rembihnút sem að honum er hert- ur. Ef marka má ummæli höfund- ar er von á framhaldi þessarar bókar - þá munu menn væntan- lega fá fleira að vita af þessum kynjamanni og svo Lukku, stúlk- unni sem í sögulok er að hlúa að sinni ungu hetju - og minnir í svipinn á sjálfa Snæfríði íslands- sól þar sem hún finnur Magnús sinn brennivínsdauðan í svaðinu á Þingvöllum. -ÁB sæmir ekki nútímahöfundum. En krafa Halldórs til höfunda er um- fram allt sú að verk þeirra beri vitni atvinnumennsku og þekk- ingu, og þess er krafist af ríkinu að það búi slíkum mönnum sómasamleg kjör. í atvinnu- mennsku felst það meðal annars að höfundar eigi að miða sig við þá sem best hafa skrifað á undan þeim, öðru vísi losna þeir ekki við viðvaningsháttinn. Sem fyrr eru hugsanirnar orðaðar af því sjálfs- öryggi sem á sinn þátt í að gera þessar æskuritgerðir ómótstæði- legar: Ég var einusinni spurður að því í París hvað égfyndi helst að súp- errealistunum og svaraði að í fœstum orðum vœri það ekki ann- að en að þeir vœru illa lesnir í Knut Hamsun. (s. 123). Þriðji þráðurinn sem fróðlegt er að lylgja í þessum greinum er pólitísk þróun Halldórs. Til dæm- is er sú fræga grein „Dreingja- kollurinn og íslenska konarí* í raun harðorð hugvekja um jafnréttismál og hlutskiptið sem beið konunnar eftir giftingu: að verða „að hírast heima meðan maðurinn var önnum kafinn úti- frá, við ýms opinber störf í þágu þjóðar og menníngar; hún stóð mitt í krakkavaðnum og sópaði ryk af húsgögnunum eða gaf skip- anir um grautinn, sefasjúk, fá- fróð og ólétt.“ (s. 100). Strax frá upphafi blaðaskrifa er Halldór mjög gagnrýninn á alla rómantík í kringum þann auma kotbúskap sem íslenskur land- búnaður var í hans augum. Líf til sveita er menningarsnautt og þar með lítils virði, og er þá horft frá sjónarhóli evrópskra stórborga. En þegar líður á þriðja áratuginn verður pólitísk sýn skáldsins skýrari, rúmar fleira en menning- argagnrýnina eina. Gott dæmi um þessi hvörf er greinaflokkur- inn „Raflýsing sveitanna" sem birtist í Alþýðublaðinu 1927. Jafnaðarstefnan á hug höfundar, og menning er fleira en hugsanir snillinga um hlutskipti nútíma- mannsins, þótt framsetningin lúti sem fyrr lögmálum mælskulistar- innar: Bækur eru hégómi útaf fyrir sig. Menníng er umfram allt það að hafa sigrast á fátœkt og vesal- dómi, eignast falleg híbýli með rúmgóðum stofum, stóran spegil, mjúkan sófa, góðan kakalón, hagnýta heimspeki, þœgileg föt, gott að éta, en helst hœtta að reykja. ... Það er menníng að skapa sér umhverfi þar sem tök eru á að notið verði andlegra verðmœta þegar striti dagsins er lokið. Þessi greinaflokkur vísar fram til Alþýðubókarinnar og í sama anda eru ritdeilur Halldórs við Vestur-íslendinga. Um þau við- skipti, sem meðal annars leiddu til þess að útlendingalögreglunni var sigað á Halldór í Kaliforníu að frumkvæði landa hans, er fróðlegur þáttur aftast í bókinni. í þessari bók koma fram mörg einkenni Halldórs Laxness sem ritgerðasmiðs: Óvænt sjónar- hom, leikur með þverstæður, dirfska í meðferð máls og hug- mynda. Hér birtist höfundur sem braut af sér þröngar viðjar ís- lensks bókmáls, svo mjög sem það einkenndist af kurteisi og hófstillingu, því honum var ljóst að „íslenskt nútíðarmál leikur á breiðum tónstiga, alt milli hróp- andi ruddaskapar og ljóðrænnar fegurðar“ (s. 108). En jafnframt má í bókinni fylgja hugmynda- legri þróun Halldórs, þar sem hann snýr baki við mörgum sjálfhverfum fyrirmyndum sínum og ræktar með sér hæfileikann til að hlusta á „fótatak manna“ og sjá „dýrðina sem felst í ásýnd hlutanna“ - þróun sem var for- senda þeirra miklu skáldsagna sem hann skrifaði á fjórða ára- tugnum. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.