Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 6
Áœfingumeð eldfjörugu Sniglabandi Hér er hráslagalegt um að lit- ast. Veggirnir ómálaðir, gólfið skítugt, glugginn að vísu óbrot- inn, en vissi maður ekki betur gæti maður haldið að það væri þoka úti fyrir. Öskubakkarnir eru yfirfullir og hér og hvar eru hrúgur af tómum pilsnerflöskum og -dósum. Húsgögnum er eng- um til að dreifa, utan tómum lag- erhillum og þrem ósamstæðum stólum - misásjálegum. Já og svo trébrettin sem staflað er upp í einu horninu ef einhver kallar það húsgögn. Hrátt, á kannski betur við. Einsog leðrið sem þeir klæðast. Þeir eru sveittir, enda útheimtir það orku að spila þá kraftmiklu tónlist sem fyllir þessa herbergis- nefnu. Úr einu horni hennar horfir svo Jón Sigurðsson forseti á, að því er mér sýnist með vel- þóknun. Við erum stödd á æfingu hjá Sniglabandinu. Það hefur verið erfitt að ná í þá undanfarið, enda nýbúnir að senda frá sér plötu: „Fjöllin falla í hauga...“ Þessa stundina eru þeir að æfa fyrir tón- leika í Evrópu, sem eiga að vera kvöldið eftir. Meðlimir bandsins eru þeir Stefán Hilmarsson söngvari, Björgvin Ploder trommuleikari, Bjarni Bragi Kjartansson á bassa, Einar Rúnarsson hljóm- borð og þeir Skúli Gautason (sem nú er sérlegur fulltrúi bandsins á norðurlandi) og Sigurður Krist- insson á gítar. Að ógleymdum Þormari Þor- kelssyni, en hann kynna þeir sem Larry Speaks bandsins. Ég rek augun í kringlótta skífu, allstóra, sem stendur útí gluggan- um. „Hvað er þetta?“ verður mér á að spyrja: “Hvað er þetta, horf- irðu ekki á sjónvarpið? Þetta er stálplatan, viðurkenning frá Bifhjólasamtökum Lýðveldisins, fyrir 500 eintaka sölu. Við vorum að koma úr beinni útsendingu í þættinum „í takt við tímann". Sökum fordóma sinna á blm. dálítið bágt með að ímynda sér Jón Gústafsson í þessum félags- skap. Spyr því hvernig þeim hafi samið. Og á daginn kemur að við- mælendurnir taka spyrlinum fram að víðsýni og visku. „Vel. Heimurinn er fullur af góðu fólki", svara þeir að bragði og þegar er kominn brestur í í- myndina. ímyndina um harðsvír- aða mótorhjólatöffarann sem Pústað út eftir snarpan Brokksprett. gefur skít í allt og alla. Sá biestur átti eftir að ágerast. í okkar takti Hvernig tengist þið Bifhjóla- samtökum Lýðveldisins? „Við erum hljómsveit þeirra. En við erum ekki allir sniglar, rétt einsog meðlimir Sinfóníu- hljómsveitar íslands eru ekki allir íslendingar.“ „En eru sniglar í takt við tím- ann?“ „Nei, langt því frá. Við erum í takt við okkar eigin tíma. Það er frekar að tíminn sé í takt við okk- ur.“ Og hver er sá taktur og tími? „Það er brokkið (béið stendur fyrir „bifhjóla"). Við erum að reyna að vera uppruna okkar trú- ir, bæði sem sniglar og sem fs- lendingar. Tónlistin sem við spil- um er þjóðlegt, kraftmikið rokk uppá gamla móðinn. Ferskt, hrátt og fallegt.“ Við höldum trúnaði við brillí- antín tímana, þegar menn spil- uðu kúluspil og vel að merkja ekki tölvu-kúluspil. Þegar konur voru konur - fallegar og skemmti- legar - og menn menn. Hér hefur ekki verið spilað al- vöru „rokk and ról“, svo við slett- um nú útlensku, síðan Halli og Laddi spiluðu Roj Roggers um árið. Svo það var kominn tími til. Og þó að leðurdraktirnar séu í takt við tímann, þá klæðumst við þeim ekki þessvegna. Við erum að spila tónlist, ekki að pæla í því hverskonar galli myndi nú slá í gegn á næstu tónleikum. Við erum ekki að spila tónlist til að vera töff! Við erum í leðrinu afþví að það tilheyrir okkur. Tilheyrir bifhjól- unum, menningu þeirra, menn- ingu okkar. Ekki til að falla í kramið. Við reynum að vera heilsteyptir, en ekki vera að stæla þetta héðan eða hitt þaðan. Og tónlist okkar mótast auðvitað líka af því að við erum sniglar.“ Sjálfstœði og frelsi Hvernig? „Af andanum. Það er ákveð- inn lífsstfll sem sameinar bifhjólaeigendur. Fyrst og fremst að þeir eru sjálfstæðir og frjálsir. Bifhjólið veitir okkur þá tilfinn- ingu að geta komist þangað sem okkur langar, þegar okkur langar og eins hratt og okkur sýnist. Og þó ímyndin sé töff, gengur þessi rómantík ekki bara útá hratt og hrátt, heldur líka blítt og mjúkt. Hetjan þeysir ekkert bara áfram uppí vindinn, hún líður líka inní sólarlagið að lokinni langri ferð.“ Snigillinn eilífur En hvað er þjóðlegt við bif- hjólahetjuna, er þetta ekki bara kúreki nútímans? „Vissulega er þetta kúreki nú- tímans. En þetta er ekki bara kúreki nútímans. Við höldum því fram að þessi lífsstfll hafi alltaf verið til. Einfarinn hefur alltaf verið til, exebisjónistinn og ævintýramaðurinn líka. Hið ytra form er svo breytilegt frá öld til aldar. Einu sinni sögðu þeir: “Dragðu sverð þitt úr slíðrum. Enn er fjöld konungsríkja og kvenna að vinna. “ í dag orða þeir það svo aðeins öðruvísi. Það er fyrst og fremst ferða- mátinn sem hefur breyst. Forver- ar okkar gengu á sauðskinns- skóm og óðu jökulár. Við þeysum um á stórum hjólum eftir holunni sem þeir kalla þjóðveg nr. 1. Það er líka ríkur þáttur í þessu að gera það sem manni dettur í hug núna. Fara eftir stemmningunni, þó að það þýði að maður æði útí óvissuna. Það er að ákveða eitthvað og hrinda því í framkvæmd. í þeim anda unnum við t.d. Þrí- hjólið, sem var barnaplata sem við gerðum. Við ákváðum það að kvöldi, fórum í stúdíó að morgni og morguninn eftir flaug upp- takan til London í pressu. Það er heldur ekki langt síðan við ákváðum að gefa þessa plötu út. En það er merkilegt hvað við getum unnið þegar við höfum ákveðið eitthvað. Við erum ann- ars latir að eðlisfari." Bjór og brokk En er þetta þá ekki einhver hrákasmíð þessi plata? Nei, nei. Þetta hafði verið lengi í gerjun. Bandið, einsog það er skipað í dag, hefur unnið saman í rúmt ár, en vísirinn að því varð til fyrir tveim árum. Þannig að þetta hefur tekið langan tíma. Það má líkja því við að þú bruggar of sterkan bjór. Þú setur alltof mikinn sykur útí. En þetta hefur fengið að gerjast lengi, botnfallið orðið nóg og mjöður- inn fyrirtak. Platan er svo fyrsti sopinn.“ Og eruð þið ekkert hræddir um að fara á hausinn af honum? Nei. Þegar eitthvað þarf að gera þá gerum við það. Auk þess erum við vanir því að æða útí óvissuna. Nú eru engar konur í bandinu. Er þessi bifhjólarómantík og þá brokkið líka, ekki óttaleg karlrembumenning? Nei, ekki endilega. Þetta er stálrómantík, karlmannleg. Enda segir það sig auðvitað sjálft að það að aka á fleygiferð í grenj- andi rigningu eftir holóttum veg- unum á söndunum, svo dæmi séu tekin, er ekki fyrir veimiltítur. En að sjálfsögðu eru til konur sem gera þetta. Enda þarf það ekki að vera nein karlremba til að gera það. Og það er heldur engin remba að kunna að meta fallegar konur. Hvað tónlistina varðar fellur hún engu síður konum en körlum." Ekkert nýtt En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Um það verðurðu að spyrja aðra. En gagnrýnin hefur verið mjög jákvæð og það er viðunandi hvað mikið hún hefur verið spil- uð í útvörpunum. En á þessum síðustu og verstu iðnaðarrokks og fjöldaframleiðslu tímum, er auðvitað aldrei nóg spilað af heiðarlegri og þjóðlegri bifhjóla- tónlist." Fjöldaframleiðsla, segið þið. En eruð þið að gera nokkuð nýtt? „Hvað sagði ekki maðurinn: “Það er ekki og verður ekkert nýtt undir sólinni. Það hefur allt verið gert áður, allt verið sagt áður, allt verið hugsað áður.“ En það má alltaf útfæra á nýja vegu. Okkur er líka sagt að svona út- setningar heyrist hvergi.“ En hvernig vinnið þið útsetn- ingarnar? Þetta varð nú flest til á stofu- gólfinu heima hjá Skúla, við Æg- issíðuna. Og svo á ferðalögum um landið. Við notuðumst við kassagítar. Vorum bara að stytta okkur stundir eftir löng ferðalög. Helltum uppá rótsterkt kaffi og fengum okkur kannski staup af Tequila. Settumst svo niður og sungum okkur til skemmtunar. Svo útfærðum við það fyrir hljómsveitina ef okkur þótti það þess virði.“ Talað í tónum Semsé melódían fyrst, kraftur- inn svo? „Þú mátt ekki gera þér rangar hugmyndir um okkur", svara þeir. „Við spilum ekki bara kraft- mikla tónlist.“ „Eigum við ekki að tala í tón- um“, spyr bassaleikarinn, og það er .ekki að orðlengja um það, þeir standa upp og taka lagið fyrir blm. Stefán réttir „Larry Speaks“ hljóðnemann um leið og hinir byrja að spila: „Þetta er lag um þriggja ára gamlan mótorhjóla- töffara sem dreymir um að eignast þríhjól...“ Þeir spila um hríð og sýna á sér hugljúfar hliðar og skemmti- legar. M.a. lag sem þeir kalla upp í vindinn: „Upp í vindinn/inní nóttina mjúka/í faðm hennar/vil ég flýja strjúka/beint af augum/ burt er keyrt/eins hratt og við komumst/og helst ekki neitt.“ Ekki við eina fjölina... Titillinn kannski táknrænn 6 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.