Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Blaðsíða 7
Sniglabandið í viðbragðsstöðu. fyrir tónlistarstefnuna. Hirða ekki um í hvaða átt tískuvindarn- ir blása, heldur spila eftir sannfæringu sinni. Áður en þeir tylla sér aftur, spila þeir kröftuglega af fingrum fram , svona til að hressa aðeins uppá stemninguna. „Þú sérð að við erum ekki við eina fjölina felldir", segja þeir svo. Lögin sem eru á þessari plötu „Fjöllin falla í hauga“, hvað getið þið sagt um þau? „Álfadansinn, er einsog allir vita færeyskt þjóðlag. Textinn er eftir Jón Ólafsson, en útsetningin okkar. Petta er útfærsla á því að týpan hefur alltaf verið til. Brokka upp þetta skemmtilega þjóðlega. Semsé upprunalegt brokk.“ Allt er gott sem endar illa Útsetningin á Álfadansinum varð til einsog önnui lög okkar. Það kom bara. Stemningin ól það af sér. Við vorum beðnir um að koma og spila á áramótadansleik á Þórshöfn á Langanesi og ákváð- um að slá til. Brutumst þangað í ófærð og djöfulgangi og þar flutt- um við hana fyrst. 750 kúbiksentímetrablús er ævintýri um fögur örlög á vegum úti. Byggir á reglunni að allt er gott sem endar illa. Blúsinn teng- ist heista óvini okkar, íslensku sauðkindinni, en að frátöldum blikkbeljunum drepur hún flesta okkar. Eigið þið ykkur einhverjar fyr- irmyndir í tónlistinni? „Auðvitað er hver og einn undir áhrifum af því sem hann hefur hlustað á, en við eigum okkur engar fyrirmyndir. Nema álfa, tröll og hrjóstrugt lands- lag...“ Vildi fönka d kontrabassann Það er ekki spurt til að móðga ykkur: En hafið þið lært eitthvað að meðhöndla hljóðfæri? „Já“, svarar trpmmarinn Björgvin að bragði. „Eg lærði á trompet í 12 ár.“ Hljómborðsleikarinn, Einar, kveðst hafa spilað á híjómborð síðan hann fór að ná uppí það. Sigurður gítaristi segist hafa spilað á gítar í tólf ár, „og er engu nær!“ Bjarni Bragi nam hálfan vetur þá list að leggja boga á bassa- streng, „en það var ekki hægt að fönka nóg á kontrabassann.“ Og söngvarinn Stefán minnist þess að hafa sungið meðan móðir hans skipti á honum og hefur ætíð síðan sungið með útvarpinu, jafnt gufunni, rásinni og bylgj- unni. En ætlið þið að halda áfram að spila? „Hver veit hvar við dönsum næstu jól?“, svara þeir einsog ljóðelskum sæmir. En hver er tilgangurinn með öllu þessu brambolti. Hvert er markmið ykkar snigla? „Einsog Rúnar Júlíusson stór- vinur okkar og upptökustjóri hefði betur sagt: Yngri konur, eldra viskí, betri bifhjól og meira fé... -HHjv 7 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Perlur Íslenskrar Ljóðlistar í Vandaðri Útgáfu í þessari fallegu bók eru tvö merkustu kvæöi okkar íslendinga; Völuspá og Gestaþáttur Hávamála. í völuspá er sögö saga veraldar frá sköpun heimsins til ragnaraka, norræn gerð þeirrar sköpunarsögu sem er einna þekktust úr Biblíunni. Gestapáttur Hávamála geymír sígílda siöfræöí úr heiðni, ráðleggingar um almenna hegðun og mannleg samskipti. Kvæöin eru meö nútímastaf- setníngu og ítarlegum skýringum eftjj^ Gísla Sigurösson. ■ á ÍTVÓtli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.