Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 4
LEHÐARI
Utanveltu í viðskiptalífinu
Þaö er einkennileg glettni örlaganna, að sá sem
fyrstur hrökklast úr starfi vegna Hafskipsmálsins
skuli vera ritstjóri Helgarpóstsins, en þaö blaö
benti einna fyrst á þaö kröftuglega, að ekki væri
allt með felldu varðandi rekstur skipafélagsins.
Eins og komiö hefur fram í fjölmiðlum hefur
ritstjóri Helgarpóstsins sagt upp starfi sínu vegna
viðskipta sinna við Hafskip á árunum 1983 og ’84,
en þá var búslóð hans flutt handan um haf til
íslands. Og nú hefur Ragnar Kjartansson fyrrver-
andi stjórnarformaður Hafskips birt gögn sem
ótvírætt benda til þess að ritstjórinn hafi borgað
fyrir þessa flutninga með skipafélaginu með
reikningi fyrir auglýsingu sem aldrei birtist.
Helgarpósturinn hefur veist að öðrum aðilum
fyrir að þiggja ámóta greiða af Hafskipi, auk þess
sem mikilli gagnrýni hefur verið haldið uppi á
ýmsa aðila, sem blaðið telur að hafi beinlínis mak-
að krókinn á siðlausan hátt með viðskiptum við
skipafélagið.
íyfirlýsingu, sem ritstjórinn sendi frá sér, þegar
hann sagði upp starfi sínu segir meðal annars:
„Ég vil taka skýrt fram, að þessi viðskipti mín hafa
aldrei haft nein áhrif á störf mín sem ritstjóri Helg-
arpóstsins eða á ritstjórnarstefnu blaðsins. En þar
sem umræða þessi öll er komin á það stig, að hún
getur valdið blaðinu og samstarfsfólki mínu ófyrir-
sjáanlegum erfiðleikum tel ég mér skylt að segja
starfi mínu lausu sem ritstjóri Helgarpóstsins."
Það er að sönnu vasklega gert að taka ábyrgð á
gerðum sínum, og er ritstjóri Helgarpóstsins mað-
ur að meiri fyrir vikið.
En það bregðast ekki allir jafnvasklega við
ábyrgðinni. Hvorki í Hafskipsmálinu né helduröðr-
um leiðindamálum, sem upp hafa komið á síðustu
mánuðum og árum.
Það má að vísu segja sem svo að eðlilegt sé að
gera meiri siðferðiskröfurtil þeirra, sem hæst hafa
um siðferði og almenningsálit, heldur en annarra.
En engu að síður hlýtur maður að spyrja: Hvíiir
meiri ábyrgð á þeim sem um þessi mál fjalla,
heldur en á þeim sem bera ábyrgð á því að koma
málunum af stað?
Ber sá sem skrifar um fyrirtæki í blöð meiri
siðferðilega ábyrgð heldur en sá sem stjórnar
fyrirtækinu?
Þessu eru margir að velta fyrir sér um þessar
mundir.
Og það er því miður ekki aðeins Hafskipsmálið
sem fólk hefur áhyggjur af.
Okurmálið svonefnda komst aftur í brennipunkt
athyglinnar fyrir nokkrum dögum, þegar Hæsti-
réttur kvað upp úrskurð, sem bendir til þess að
vegna þess að Seðlabanki íslands sendi ekki frá
sér reglur um hámarksvexti sé varla hægt að tala
um „okurmál'1.
Þetta kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Er þá
ekki um neitt okurmál að ræða? Er ekki hægt að
okra nema Seðlabankinn gefi út reglur uní há-
marksvexti? Er þá „okurmálið“ orðið að venju-
legum, en þó kannski líflegum, viðskiptum sem
koma dómstólum ekkert við?
Er þá glæpamál orðið að venjulegum sak-
lausum viðskiptum vegna tæknilegra mistaka,
eða yfirsjónar eða vanrækslu einhverra aðila í
Seðlabankanum?
Hvernig á að bregðast við slíkum mistökum,
yfirsjónum eða vanrækslum? Hver ber ábyrgð-
ina? Eða ber kannski enginn ábyrgð á því sem
ekki er gert?
Það er óhætt að segja, að allur almenningur
hefur þungar áhyggjur af því, að sífellt koma hér
upp mál, sem einkum snúast um viðskipti og pen-
inga, en virðast hafa tilhneigingu til að þróast
þannig, að þau verði því flóknari sem meira er um
þau fjaliað, og enda gjarna í einhverri blindgötu
með því að málið er talið „löglegt en siðlaust“.
Sumum finnst að fjölmiðlar núorðið gangifram af
meira kappi en forsjá varðandi ýmis slík mál. Um-
ræðan er opnari en áður, að minnsta kosti virðist
hún vera það á yfirborðinu, og það er fjallað um
einstaklinga sem slíkum málum tengjast af mun
minni tillitssemi en áður var.
Fjölmiðlaumræða af þessu tagi er ágæt svo
langt sem hún nær. Að svo miklu leyti sem hún
nær því markmiði að kalla fólk til ábyrgðar er hún
góð. Að svo miklu leyti sem hún eykur upplýsinga-
streymi frá handhöfum valds til umbjóðenda
sinna er hún góð. Að svo miklu leyti sem hUn
uplýsir mál sem annars hefðu legið í þagnargildi er
hún góð. En þegar fjölmiðlaumfjöllun byggir á
grunsemdum og sögusögnum en ekki rannsókn-
um og staðreyndum er hún vond og hættuleg. Þó
ber að hafa í huga, að stundum er byggt meira á
grunsemdum og sögusögnum en góðu hófi gegnir
af þeirri einföldu ástæðu að blaðamenn eiga oft í
höggi við kerfið, sem þjappar sér saman þegar á
það er leitað, og sömuleiðis kemur fyrir að blaða-
menn séu afvegaleiddir með upplýsingum frá aðil-
um sem sjálfir eiga hagsmuna að gæta.
Opinská umræða í fjölmiðlun er nauðsynleg í
heiðarlegu lýðræðisþjóðfélagi. En það ofurkapp
sem að undanförnu hefur verið lagt á slíka um-
ræðu í íslenskum fjölmiðlum endurspeglar senni-
lega fyrst og fremst, að fjölmiðium og öllum ai-
menningi finnst að ábyrgð, siðferði og löghlýðni
séu utanveltu í íslensku viðskiptalífi.
- Þráinn
Af skoðana-
könnunum
Eins og lesendur vita, hefur
Alþýðuflokkurinn farið vel út úr
skoðanakönnunum að undan-
förnu. Forystumenn flokksins
bregðast að sjálfsögðu við með
þeim hætti, að þakka framgöngu
sinni og málflutningi þennan ár-
angur. En þeir sem til hliðar
standa vilja fara nokkuð aðrar
leiðir í útskýringum eins og von-
legt er. Menn benda þá fyrst á
það, að fylgisaukning Alþýðu-
flokksins er svotil öll á kostnað
íhaldsins (fyrir nú utan það að
Bandalag jafnaðarmanna er
komið aftur heim). Og þá segja
menn sem svo: Alþýðuflokkur-
inn nýtur í bili góðs af því, að
allmargir af stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins vilja refsa
honum fyrir eitt og annað og þá
ekki síst láta uppi óánægju sína
með Albert Guðmundsson sem
flaggskip flokksins í Reykjavík.
Það werður
djöflast á okkur
Vitanlega er ekki nema eðli-
legt að menn segi sem svo. Þeim
mun fremur sem þar er sérstætt
einkenni á „pólitískum siðum“
fslendinga, að greiðar leiðir
liggja milli Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks. Ætli það komi
ekki á daginn þegar skoðaðar eru
kosningatölur langt aftur í tím-
ann, að samanlagt fylgi þessara
tveggja flokka væri kannski mjög
svipað oft - rétt eins og samanlagt
fylgi Alþýðubandalags, Fram-
sóknar og kannski Kvennaiista
KLIPPT
upp á síðkastið gæti verið nokkuð
stöðugt?
Nema hvað. í Alþýðublaðinu
var á dögunum verið að fjalla um
þessar skoðanakannanir og við-
brögð andstæðinga Alþýðu-
flokksins við velgengni hans.
Leiðarahöfundur lætur sér verða
nokkuð mikið um það, að nú
megi Kratar eiga von á snarpri
skothríð úr ýmsum áttum - sam-
kvæmt þeim lögmálum sem alltaf
hafa gilt í pólitík. Hann vitnar
líka í Magnús H. Magnússon sem
hefur látið þessi orð hér falla:
„Og við skulum vera vissir um
það, að eftirþessar skoðanakann-
anir þá komum við með að liggja
undir stórskotahríð Sjálfstœðis-
flokksins og þar verður öllum
fjölmiðlum og öllu beitt. Þetta er
þegar byrjað, Þorsteinn Pálsson
er strax kominn með vinstri grýl-
una sína á loft og Halldór Blöndal
er byrjaður að skrifa illyrmislegar
greinar og það er augljóst að hér
eftir verða allir sótraftar á sjó
dregnir til þess að ráðast á okkur.
Við getum verið vissir um það.
Það verður djöflast á okkur fram
að kosningum".
Skemmtilegt reyndar að
Magnús skuli kalla þá Þorstein og
Halldór Blöndal „sótrafta" eða
svo gott sem, en hann um það.
Grýlur
Tónninn í þessari athugasemd
er annars dálítið sérstakur. Al-
þýðuflokksforinginn Magnús H.
Magnússon er ekki glaður á
gamla kratavísu yfir því, að
flokkurinn eigi von á fjölmiðla-
hryðju frá Sjálfstæðisfiokknum. í
stað þess að vera stoltur yfir því
er sem hann kveinki sér fyrir
fram.
Og Þorsteinn Pálsson, segir
hann, er þegar kominn með
„vinstri grýluna" á loft.
Vitanlega. Vitanlega munu
ungtyrkir Ihaldsins hamast mjög
á þeirri eftirlætiskenningu sinni,
að meira að segja afar hægfara
kratismi sé skaðíegur og háska-
legur sósíalismi og leiði beint til
ríkisofríkis og kannski til alræðis
seinna meir. Og vitanlega verða
Kratar okkar sárir og beiskir, því
þeir vita ekki betur en þeir séu
afar skikkanlegir menn og
kannski betri borgarar en borgar-
arnir sjálfir.
Og vitanlega munu svo Alla-
ballar bregða á loft „hægri grýl-
unni“ í umtali um Alþýðuflokk-
inn. Og því miður mun hún eiga
sér miklu traustara tilverugrund-
völl en vinstrigrýlan Þorsteins
Pálssonar: Alþýðuflokkurinn og
OGSKORIÐ
fylgi hans er óstöðug stærð, eng-
inn flokkur tekur aðrar eins dýf-
ur, enginn flokkur nær öðrum
eins sveiflum upp á við. En hvort
sem væri: uppsveiflan hefur jafn-
an endað í því viðreisnarmynstri,
sem gerir tilvistarvanda Alþýð-
uflokksins afskaplega erfiðan:
hann er í samstarfi við stóran og
öflugan valdaflokk, og ef þeir
tveirgera eitthvað sem vinsælt er,
, þá fær stóri bróðir hrósið, en þeir
gera líka margt það sem óvinsælt
er með alþýðu og það bitnar á
litla bróður í samstarfinu. Og svo
kemur þetta upp enn og aftur:
hver er munurinn, tekur því að
vera að styðja hjáleiguna þegar
höfuðbólið er það sem blífur?
Að lesa
Áður en þessu lýkur skal vitn-
að í Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins, þar sem breskur ráð-
herra var tekinn til vitnis um
nauðsyn bóklestrar á miklum
sjónvarpstímum. Ráðherrann
hafði getið þess í fyrirlestri, að
börn í Bretlandi á aldrinum fimm
til fjórtán ára, verðu að meðaltali
tuttugu og þrem stundum í viku
fyrir framan sjónvarpið. Ráð-
herrann sagði, að sér rynni þetta
til rifja, sem vonlegt er, og hafði
uppi ágæt hvatningarorð til for-
eldra og kennara um að allir legð-
ust á eitt um að brýna gildi bókar-
innar fyrir börnum og kenna
þeim að umgangast bækur.
Sem er vitanlega satt og rétt.
Ein er sú íhaldssemi sem best á
rétt á sér: sú íhaldssemi sem fram
kemur í trúnaði við bóklestur, við
það persónulega samband við
skynsemi og tilfinningar annarra
manna sem skapast við lestur.
þlOÐUILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason,
SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson(Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttír, Elías Mar.
LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofu8tjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmóðir: Ólöf HúnQörð.
Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreið8lu8tjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Utkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333.
Auglý8lngar:Síðumúla6,8Ímar681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 50 kr.
Helgarblöö: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Þriöjudagur 23. desember 1986