Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 12
Steinar Sigurjónsson Síngan Rí Sjóna Sands Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út skáldsöguna Síng- an Rí eftir Sjóna Sands, en það er höfundarnafn Steinars Sigur- jónssonar. f kynningu segir m.a.: Steinar Sigurjónsson er einn af sérstæðustu og frumlegustu höf- undum okkar sem nú eru mið- aldra og löngu kunnur af ljóðum sínum, smásögum og skáldsögum en einnig snjöllum ferðaþáttum utan úr heimi. Reyfari um leiðtogafund Bókaútgáfan Breiðablik er búin að senda frá sér bókina Snæfálkinn, eftir metsöluhöf- undinn Craig Thomas. Þetta er í fyrsta sinn sem Craig Thomas kemur út á íslensku. Breska leyniþjónustan hefur gögn undir höndum sem benda til þess að eitthvað óeðlilegt sé á seyði við landamæri Finnlands og Sovétríkjanna. KGB hefur feng- ið vísbendingu um samsæri. Hvort tveggja virðist tengjast Ieiðtogafundinum þar sem undir- rita á Helsinkisáttmálann. Vofir þriðja heimsstyrjöldin yfir? Leyniþjónustur þriggja landa gera örvæntingarfullar tilraunir til að komast til botns í málinu. Athugasemd við „Hvítbók“ f Þjóðviljanum í dag, 20. des- ember 1986, birtir Jón Thor Har- aldsson ritdóm um Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni o. fl. Á einum stað kemst hann svo að orði: „Svona atriði geta svo aftur orðið til þess að veikja trú manns á sjálfa skjalaútgáfuna, sem ætíð er vandaverk." Vegna þessara orða tek ég fram: 1. í Handritadeild Landsbók- asafnsins liggur frammi mappa með ljósritum eða afritum af skjölum þeim, sem í bókinni eru prentuð, 2. og í bókinni er skrá yfir geymslustaði skjalanna, svo að hver sem er getur gengið úr skugga um, hvort skjölin eru orð- rétt prentuð. Haraldur Jóhannsson _____________FRA LESENDUM_______ Bréf til lesenda Þjóðviljans skrifa Helga Hjörvar vegna Það er lenska um þessar mundir aö segja að unglinga- bækur séu óþarfar- og rökin þau að þær seljist svo mikið. Ég man vel að þegar byrjaö var að skrifa reglulega gagnrýni í þetta blað um barnabækur fyrir um fimmtán árum át hver eftir öðrum að barnabækur væru óþarfar, börn ættu að lesa það sama og fullorð- nir, það hefðu þeir sjálfir gert í sínu ungdæmi. Nú viðurkenna menn nauðsyn barnabóka, en unglingabækur eru kallaðar tí- skubóla, uppfundin af útgefend- um. Raunin er sú að undanfarna áratugi hefur skapast þörf hér á landi fyir sérstakar bækur handa unglingum, sem rithöfundar og útgefendur fóru furðuseint að sinna, og ekki að undra þótt les- endur tækju þeim opnum örmum þegar þær komu loksins. Ung- lingar hafa ekki beðið um að þurfa að eyða fleiri árum en nokkur fyrri kynslóð í biðsal atvinnu- og einkalífs, breyttir þjóðfélagshættir hafa neytt þá til þess. Og eftir því sem þessi bið- tími verður lengri og afmarkaðri eykst þörfin fyrir bækur um ung- linga sem eru unglingar, ekki börn á unglingsaldri eða fólk sem er farið að taka þátt í störfum samfélagsins. Ég hef áður stungið upp á því á prenti (í 3. hefti TMM í ár) að lesendur þessara bóka séu oft stálpaðir krakkar sem sjá fram á unglingsárin og vilja taka út forskot á sælu og sorgir - á sama hátt og þau lesa fullorðins- bækur nokkrum árum seinna. Rithöfundar taka misjafnlega á þessu efni eins og öðrum, enda hafa bókmennirnar stóran faðm. Það eina sem ekki er leyfilegt í bókum fyrir unglinga - reyndar ekki í neinum bókum - er óheiðarleiki. Bækur eiga að segja satt um mannlega tilveru, en það geta þær gert þótt þær séu spennusögur. Engin leið er fyrir- skipuð til að segja sögu, sem bet- ur fer. Sumir skrifa um stór vandamál, börn einstæðra for- eldra og stundum drykkfelldra, aðrir um unglingaástir, báðir kunna þó að taka á efni sínu af jafnmikilli einlægni. Einn þeirra sem skrifar af list og gleði um íslenska unglinga er Andrés Indriðason, sem hefur verið gerður að umtalsefni í Þjóð- viljanum. Greinar Helga Hjörvar hafa snúist um hvort Mál og menning geti verið þekkt fyrir að gefa út nýjustu bók hans og mig langar til að gera lesendum blaðs- ins stutta grein fyrir henni. Andr- és hóf reyndar feril sinn sem barnabókahöfundur hjá Máli og menningu með verðlaunasög- unni Lyklabarni 1979 og hefur gefið út níu bækur handa börnum og unglingum hjá forlaginu á þessum átta árum. Sagan Enga stæla! gerist á góð- viðrisdegi að sumri í Reykjavík og segir frá þeirri uppákomu að brotist er inn í skólahús og rænt hljómflutningstækjum. Tveir krakkar, strákur og stelpa, verða vitni að þessum atvikum og á- kveða að taka málin í sínar hend- ur vegna þess að hjálp berst ekki í tíma frá fullorðnum. Eftir spenn- andi eltingaleik tekst þeim að vísu ekki að góma þrjótana en kyrrsetja þó góssið sem er fyrir mestu. Þetta eru splunkunýjar græjur og allir vita hvað skólar hafa lítið fé til ráðstöfunar nú til dags. I byggingu minnir sagan á ævintýri. Jón Agnar er minnstur og vesælastur sinna félaga: yngsti karlssonurinn. Hann þráir að verða maður með mönnum,bælir niður minnimáttarkenndina og leggur út í slaginn án þess að sjást fyrir. Tvisvar er hann sleginn út af laginu en rís upp aftur. í fyrra skiptið loka stóru strákarnir hann inni í geymslu í kolniðamyrkri og hann heldur að þeir hafi læst hann inni og farið, kemst svo að því að þeir hafa legið á hurðinni af því þeir gátu ekki læst og hafa þess vegna heyrt hann gráta þar inni. Honum finnst hann ekki stór karl þegar hann sleppur út. Næst er það sjálf prinsessan sem tugtar hann til, segir honum að reyna ekki að vera annað en hann er, hann sé prýðisstrákur og ást- æðulaust að vera með stæla. Jóni Agnari finnst ekki gaman az hlusta á þetta en lærir kannski ýmislegt af því samt. í þriðju til- raun gengur honum allt að ósk- um, og vopn hans eru snarræði og kjarkur - eins og karlssonanna í ævintýrunum - ekki leiservopn eða súperkraftar. Eins og vera ber í góðum ævintýrum nær karls- sonur fjársjóðnum úr greipum risans að lokum og hlýtur kóngs- dóttur og hálft ríkið að launum. Kóngsdóttir hefur vel að merkja verið virkari í þessu ævintýri en þeim gömlu, hún er að vísu háð- fugl að eðlisfari og heldur sig lengi vel í íronískri fjarlægð frá mannalátum Jóns Agnars, en þegar á reynir munar um hana. Enga stæla! er vandlega unnin spennusaga, söguflétta vel gerð, ekki lausir endar, góð hlutföll milli frásagnar og sviðssetninga, umhverfi og aðstæðum afbragðs- vel lýst eins og verður að vera til að lesendur geti séð vettvang fyrir sér. Samtöl eru lifandi. Og þótt hetjan sé kát í lokin sýnir Andrés á sama hátt og Astrid Lindgren í vinsælum bókum um Kalla Blómkvist sem Mál og menning hefur gefið út, að hetjan hefur iðulega efasemdir um eigið ágæti og gerir marga flónsku. Við það verður persónusköpun sann- ari en gengur og gerist í spennu- sögum fyrir unglinga. I seinni hluta bókarinnar tekst Andrési óvenjuvel að setja sig í spor söguhetju og sýna lesendum fordóma fullorðinna gegn ung- lingum í skoplegu ljósi. Trúnaður við þá sem minna mega sín er einkenni gömlu ævintýranna, og trúnaður við börn og unglinga hefur frá upphafi verið styrkur Andrésar sem höfundar. Hann predikar ekki en sýnir í bókum sínum að börn og unglingar eru besta fólk, hvetur þau til að gef- ast ekki upp þó móti blási, vera sjálfum sér trú og virða annað fólk. Mesti kosturinn við Enga stæla! er þó hvað hún er skemmtileg. Hún kemur til dyr- anna eins og hún er klædd, segir lesendum skemmtilega sögu og þrátt fyrir margt annað sem hún býður uppá gleymir hún aldrei því frumætlunarverki sínu. í þessu minnir hún til dæmis á Skottubækurnar sem Málfríður Einarsdóttir þýddi á sínum tíma fyrir Mál og menningu og ég gleymi aldrei hvað skemmtu mér sem unglingi. Mál og menning getur sætt sig vel við að gefa út slíkar bækur. Silja Aðalsteinsdóttir AFMÆLI Sveinbjöm Þórðarson sjötugur Þeim sem þessar línur ritar hefði fyrir ekki mörgum misser- um þótt það harla ólíklegt að hann ætti eftir að setjast niður og skrifa afmælisgrein. Var þess háttar ritsmíðum jafnvel and- snúinn og skeytti þá engu hver átti í hlut. En svo hagar víst til á lífsins leið að upp koma þau atvik og þeir atburðir að stefnuföstustu menn verða að endurskoða af- stöðu sína til manna og málefna og stundum að breyta henni þrátt fyrir að þeim sé það á móti skapi. En nú er ég sem sagt sestur niður og farinn að skrifa afmælis- grein þvert ofan í fyrri skoðanir á því fyrirbæri, vegna þess einfald- lega að hjá því varð ekki komist í þetta skipti. í dag 23. des., verður nefnilega sá ágæti sósíalisti og verkalýðssinni Sveinbjörn Þórð- arson, Ólafsbraut 30 í Ólafsvík, sjötugur. Sveinbjörn mun snemma hafa tileinkað sér þær skoðanir og þau lífsviðhorf sem okkur sósíalistum þykja fegurri og betri en aðrar. í hálfa öld hefur hann verið einn af þessum traustu félögum úr al- þýðustétt sem aldrei missa sjónar á þeim hugsjónum sem henni liggja til grundvallar. Og þó að forystan kunni að tapa áttum um stund, þá halda þessir menn sínu striki, stéttvísir, róttækir og glöggir á hvað flokknum er fyrir bestu hverju sinni. Þeirra skoð- anir eru ekki til sölu og hafa enda skömm á þeim mönnum sem gera hugsjónir að verslunarvöru. Eg hef sennilega ' ekki verið gamall þegar ég fór að spekúlera í pólitík, man eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en rammpólitískum og verið alla tíð nokkuð forvitinn um hvaða flokk menn styðja. Það er því ekki ólíklegt að ég hafi fyrst heyrt Sveinbjörn vin minn nefn- dan vegna þess vafasama heiðurs að vera sagður kommúnisti. En þeir sem þess heiðurs urðu að- njótandi skipuðu ansi sérstakan sess í mínum huga lengi framan af. Fyrir mínum hugskotssjónum voru þetta æstir karlar, oftast fá- tækir sem rifu kjaft og buðu heldri mönnum þjóðfélagsins byrginn og voru jafnan tilbúnir og segja þeim að fara til and- skotans hvenær sem færi gafst, auk þess sem þeir sáu ekki sólina fyrir þeirri hræðilegu þjóð, Rúss- um. Það er alveg á hreinu að í kringum þessa náunga var aldrei nein lognmolla og frá þeim staf- aði einhver forboðinn ævintýra- ljómi. Og svo leið tíminn. Það var svo ekki fyrr en fyrir 5 árum, þegar ég gekk í Alþýðubandalagsfélagið í Olafsvík að ég fór að kynnast Sveinbimi að ráði. Ég man hvað hann var sposkur á svipinn þegar hann spurði mig á mínum fyrsta eða öðrum fundi í félaginu hvern- ig stæði nú á því að maður af rót- gróinni íhaldsætt gengi í Alþýðu- bandalagið. Ári seinna var ég svo gerður að formanni félagsins og hef verið það síðan. Upp frá því hefur Sveinbjörn verið minn hel- sti pólitíski leiðbeinandi enda glöggur og minnisgóður. Milli okkar hefur aldrei verið neitt kynslóðabil enda þekki ég fáa sem betur gera sér grein fyrir nauðsyn þess að virkja ungt og baráttusamt fólk í Alþýðubanda- laginu í staðinn fyrir að sitja á því og fæla það í burtu eins og nú virðist vera farið að tíðkast. En það verður víst að halda hagfræð- ingagenginu góðu annars er hætta á að þeir fari í fýlu og neiti að mæta á fundi með glærurnar sínar, nú að maður tali ekki um peningamennina og fasteigna- safnarana sem ku vera að finna meðal innstu koppa í búri flokks- ins og talað er um £ viðtalsbók Jónasar Árnasonar, fyrrv. al- þingismanns, sem kom út í fyrra (bls. 90-91 ef einhver vildi fletta uppá). Það er ekki nema von að okkur óbreyttum flokksmönnum sé hætt að standa á sama. Undir svona kringumstæðum er erfitt fyrir ráðamenn flokksins að fara fram á svokallaða flokkshollustu. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup Sveinbjörns hér því þetta er afmæliskveðja en ekki ævisaga en get þó ekki látið hjá líða að geta þess að árin 1966-1970 sat hann í hreppsnefnd Ólafsvíkur, en þau ár voru byrjun á endurreisnar- tímabili í sögu staðarins. Næstu 8 ár þar á eftir var hann vara- hreppsnefndarmaður. Þá sat hann í stiórn verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík um árabil. Ég vil heldur ekki fyrir hönd ABFÓ láta hjá líða á þessum tímamótum að þakka Sveinbirni allar þær ferðir sem hann hefur farið fyrir hönd félagsins á hina ýmsu fundi flokksins, í uppstill- ingarnefnd, kjördæmisráði og landsfundi þær ferðir eru orðnar margar í gegnum tíðina. Og að lokum viljum ég, Anna og stelpurnar árna Sveinbirni heilla nú þégar hann hefur fyllt sjöunda tuginn með bestu ósk um góða daga í framtíðinni. Jóhannes Ragnarsson formaður Alþýðubandalagsins í Ólafsvík 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.