Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 5
VIÐHORF Um inntöku- skilyrði í Fósturskóla íslands Vegna ítrekaðra skrifa í Þjóð- viljanum um inntökuskilyrði í Fósturskóla íslands (ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar á Alþingi 14. og 18. nóvember svo og grein Þóru Þórðardóttur 4. desember) óska ég undirrituð eftir að koma eftirfarandi upplýs- ingum á framfæri. Inntökuskilyrði í Fósturskóla Islands eru eftirfarandi: a) Stúdentspróf, kennarapróf eða tveggja ára nám á fram- haldsskólastigi eða sambæri- legt nám. b) Heimilt er að veita umsækj- anda skólavist þótt hann fullnægi ekki kröfum 1. tölu- liðar. Skólanefnd metur þá sérhvern umsækjenda með til- liti til undirbúningsmenntun- ar og að nokkru með tilliti til starfsreynslu á stofnunum sem skólinn menntar starfslið til. c) Nemandi skal ekki vera yngri en 18 ára. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ekki er krafist ákveðinn- ar lágmarkseinkunnar í einstök- um námsgreinum heldur aðeins að nemandi hafi staðist próf sam- anber ofangreind inntökuskil- yrði. Aukið starfssvið fóstru: Síðastliðinn áratug hefur starfssvið fóstra aukist mjög að umfangi og ábyrgð. Atvinnuþátt- taka kvenna á íslandi er nú um 18%. Hlutverk fóstrunnar verður æ viðameira og ábyrgð meiri eftir því sem fleiri börn dveljast á dag- vistarheimilum. Æ flóknara og tæknivæddara samfélag kallar á dagvistarheimili og vel menntað- ar fóstrur til að styðja uppeldi foreldra og heimila. Fóstran skal nú kappkosta í samvinnu við heimilin að efla al- hliða þroska barnanna (þ.e. líkams-, tilfinninga,- vitsmuna-, félags-, fagur-, og siðgæðis- þroska) í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins. Fóstrunni er jafnframt ætlað að stuðla að því að börnin nái þroska til að mæta kröfum skyldunámsins. Einnig er henni ætlað að skapa eðlileg tengsl milli dagvistarheimila og grunnskóla. Fóstran skal sömuleiðis skipu- leggja markvisst foreldrasam- starf. (Sbr. uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili 1985). Fóstran er í rauninni fyrsti fag- lærði kennari barnsins. í lögum um byggingu og rekst- ur dagvistarheimila fyrir börn nr. 12/1976 er kveðið á um aukin stjórnunarstörf forstöðumanna og eflingu samvinnu starfsfólks og foreldrasamstarf. Fóstran þarf einnig að hafa náið samstarf við ýmsa sérfræð- inga svo sem lækna og sálfræð- inga. Skv. lögum um aðstoð við þroskahefta nr. 4/1978 skal veita þroskaheftum börnum þjónustu á almennum deildum og á sér- deildum tengdum leikskóla og dagheimilum að svo miklu leyti sem því verður við komið. Nauðsynlegur undirbúningur Starfsmenntun fóstra tekur þrjú ár. Ný verkefni og aukin starfsábyrgð kalla ennfremur á aukna möguleika fóstru á endur- og framhaldsmenntun. Nauðsyn- Staðgóð tungumálakunnátta er nauðsynleg þar sem mikill hluti námsefnis í Fósturskólanum er á erlendum málum. Auk grunnefnis á erlendri tungu er stór hluti námsefnis greinar úr er- lendum fagtímaritum. Stefnt er að því í framtíðinni að þýða Síðastliðinn áratug hefur starfssvið fóstra aukistmjög að umfangi og ábyrgð. Atvinnuþátttaka kvenna á Is- landi er nú um 18%. Hlutverkfóstrunn- ar verður œ viðameira og ábyrgð meiri eftir þvísemfleiri börn dveljast á dag- vistarheimilum leg undirbúningsmenntun fyrir fóstrunám er traust undirstöðu- þekking í almennum greinum svo sem íslensku, einu norðurlanda- máli og ensku. Fóstrur gegna mikilvægu hlut- verki í málörvun ungra barna. Þær þurfa því að hafa gott vald á íslenskri tungu, jafnt talmáli sem rituðu máli. grunnefni eftir föngum, þýðingar eru þó því miður dýrar og mark- aður takmarkaður. Auk þess er nauðsynlegt fyrir starfandi fóstr- ur að geta fylgst með faglegri um- ræðu og rannsóknum í nágranna- löndum okkar og það gera þær m.a. með því að lesa erlend fagt- ímarit. Auk þessa þurfa fóstrur stað- góða þekkingu í öðrum al- mennum greinum svo sem sögu, almennri félagsfræði, líffæra- fræði og listgreinum. Nemendur þurfa einnig að hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð í námi. Fósturmenntun á Norðurlöndum Fósturmenntun á Norður- löndum fer nú yfirleitt fram í sér- skólum að loknu stúdentsprófi, eða £ tengslum við kennaranám og þá sem sérdeild innan kenn- araháskóla. Þetta er í fullu samræmi við stefnumörkun Evrópuráðsins frá áttunda áratugnum um menntun og stöðu fóstrunnar, en þar var meðal annars lögð áhersla á að gerðar væru sambærilegar menntunarkröfur til fóstru og kennara á grunnskólastigi. Við samanburð á inntökuskil- yrðum Fósturskóla íslands og inntökuskilyrðum í nágranna- löndum okkar er augljóst að inn- tökuskilyrði Fósturskóla íslands eru síst of ströng svo ekki sé fast- ar að orði kveðið. Gyða Jóhannsdóttir skóiastjóri Hvers eiga íslendingar að gjalda Nú þegar samningar hafa tek- ist og við launaþrælar erum að undirbúa komu jólanna, þá fer ekki hjá því að fleira komi upp í hugann. Það læðist að manni sá grunur að þessir samningar hafi verið framkvæmdir í skugga væntan- legra kosninga og menn hafi ekki verið tilbúnir til að gefa sér nema takmarkaðan tíma í samningana. Þurfa kannski einhverjir að fara að huga að framboðsmálum? En hvað eigum við launþegar að gera og hverjir eru kostir okk- ar þegar vorar og gengið verður til kosninga. Það virðist ekki vera að það sé að vænta neinna breytinga frá alþingi, menn halda áfram að giska á hitt og þetta og virðast alltaf hafa lag á því að hafa rangt fyrir sér, svo það þarf að reyna að giska aftur. Svo trú- lega rekur okkur nú enn um ó- komin ár nema tími kraftaverk- anna sé ekki liðinn. Alþýðuflokkurinn er nú enda- nlega orðinn að hagsmunafélagi ríkisstarfsmanna svo að hann mun ekki átta sig á uppruna sín- um. Blessað Alþýðubandalagið snýst í hringi og virðist alveg vera orðið áttavilt, enda ekki að furða þar sem forsvarsmenn þess eru uppteknir við að þykjast ekki vera hver á móti öðrum. Samspil Framsóknar og Sjálfs- tæðisflokks er með líkum hætti og þegar þeir sænguðu saman síðast. Þeir láta enn stjórnast af inn- lendum og erlendum fjármagns- öflum. Enda ekki að furða þar sem þeir hafa ekki úr öðru að spila en pabbastrákum sem þeir hafa haft á framfæri frá fæðingu og losna ekki við nema koma þeim á nkisjötuna. Það er alltaf gaman að því hvað sumir geta verið samkvæmir sjálfum sér. Það e.ru að vísu fleiri sem munu gefa kost á sér en þeir teljast varla valkostur. Sú hugmynd er að fá aukið fylgi, að landshlutarnir þurfi að taka meiri þátt í stjórnun sinna mála og hafa meiri stjórn á þeim tekjum sem þeir afla fyrir þjóðar- búið. Það hefur heyrst sú hugmynd, sem vert er að gefa gaum, að fækka skuli þingmönnum og þeir verði ekki fleiri en 30. Það eru jafnvel til menn sem álíta, að margir þingmenn sem missa mundu sæti gætu verið hinir nýt- ustu menn á frjálsum vinnumark- aði þó flokkamir yrðu sjálfsagt að sjá um aðra. Þessir menn ættu að verða kjörnir með þeim hætti að helm- ingur þeirra kæmi inn á þing með atkvæðamagni en hinn helming- urinn með þeim hætti að lands- hlutarnir fengju þingmenn eftir hlutfalli af útflutningstekjum. Þar sem alltaf er verið að bítast um peninga þá er orðið tímabært að þeir aðilar sem afla þeirra fái aukna hlutdeild í dreifingu þeirra. í von um að það sé enn fólk sem hefur tíma frá brauðstritinu til þess að hugsa sjálfstætt en láta ekki mata sig á öllum hlutum sendi ég þessa jólakveðju og vona að næsta ár boði betri tíð, ekki bara í spá Þjóðhagsstofnun- ar heldur hjá þeim launaþrælum sem nú voru að fá launahækkun í vinstra vasann úr þeim hægri. Reynir Sigurðsson býr í Keflavík. Það lœðist að manni sá grunur að þessir samningar hafi verið framkvœmdir í skugga vœntanlegra kosninga og menn hafi ekki verið tilbúnir til að gefa sér nema takmarkaðan tíma ísamningana. Þurfa kannski einhverjir aðfara að huga að framboðsmálum? Þriðjudagur 23. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.