Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Bokassa, fyrrum keisara í Miö-Afríkulýð- veldinu, sem nú er fyrir rétti í heimalandi sínu, var í gær neitað um þá bón sína að fá réttar- höldunum yfir sér frestað vegna veikinda sinna. Forseti Hæsta- réttar landsins tilkynnti í gær að réttarhöldunum skyldi haldið áfram, þó með hléum um jól og áramót. íranir tilkynntu í gær að meira en hundrað manns hefðu látist þeg- ar írakskar herþotur gerðu árás á bæinn Eslamabad E-Garb í vest- ur hiuta landsins. Þá tilkynntu ír- önsk yfirvöld einnig að þau hefðu framlengt skotárásir sínar á „hernaðarleg og efnahagsleg skotmörk" í Irak til að hefna fyrir árásina. Tilkynnt var í Teheran að írakar hefðu gert aðra sþrengjuárás sína í gær á jafn- mörgum dögum um það bil sem fólk var að grafa ættingja sína sem urðu fórnarlömb árása íraka í fyrradag. Vestrænir sovétsérfræðingar velta því nú fyrir sér þessa dagana hvort sú ákvörðun Sovétstjórnarinnar að leyfa þeim hjónum, Sakharof og Bonner að fara frá Gorkí þar sem þau hafa verið í útlegð, til Mos- kvu, boði einhverjar breytingar á stefnu stjórnvalda í mannrétt- indamálum. Sérfræðingarnir fara varlega í sþár um þetta en þó þykir ýmislegt benda til þess. Nefnd eru dæmin um nokkra áberandi andófsmenn sem feng- ið hafa að fara á þessu ári frá Sovétríkjunum. Þá er einnig nefnt að í 1. janúar næstkomandi taka gildi lög um innflytjendur sem auðveldað geti þúsundum manna að flytjast úr landi. Eftir er þó að sjá hvað verður úr þessum lögum í höndum stjórnvalda, segja sérfræðingarnir. Spánn Dregið í Þeim feita ígær vardregiðí spœnska lottóinu „El Gordo“ (Þeimfeita) og þeir semfengu m. a. þann feita voru vistfólk á elli- heimili og Spánverji bú- settur íÁstralíu Madrid - Vistmenn lítils elli- heimilis á Spáni og Spánverji sem býr í Ástralíu, urðu í gær stórríkir af spænska lottóinu sem dregið var í gær en það lottó er það stærsta í heimin- um, veltir 550 milljónum doli- ara á ári. Vistmenn eilliheimilisins í Pal- encia á norður Spáni unnu 3,7 milljónir dollara af „Þeim feita“, (E1 Gordo) eins og stóri vinning- urinn í spænska lottóinu er nefnd- ur. Jose Nunez Montufo, Ástral- íufarinn, átti tvo af þeim 65 mið- um sem vinningur kom á. Hann sagðist hafa deilt þeim á milli ættingja sinna. 680 starfsmenn í olíuhreinsun- arstöð í La Coruna á norð-vestur Spáni héldu mikla hátíð þar sem þeir höfðu keypt alla þá miða sem önnur verðlaunin féllu á, 57 milljónir dollara. Þegar dregið var í „Þeim feita“ í gær, stöðvað- ist nánast allt athafnalíf á Spáni enda eyða Spánverjar 700 milljónum dollara í lottóið á ári hverju. Árið 1978 varð banka-' starfsmaður einn milljóna- mæringur á sama númerinu sem hafði 22 árum fyrr gert föður hans forríkan. En sá sem fékk stóra vinninginn í ár, sem fyrr, var rík- ið. Það tók 30 prósent af veltunni sem eru um það bil 200 milljónir dollara á þessu ári. Kína Yfirvöld stöðva mótmæli Um það bil200 lögreglumenn mœttu á Torg alþýðunnar í Shanghai til að dreifa mannfjölda sem hafði safnast saman til mótmæla í aðgerðum sem staðið hafa íþrjá daga og eru þau mestu í áraraðir í landinu Shanghai - Yfirvöld í Kína létu í gær til skarar skríða gegn námsmönnum og öðrum sem voru með mótmælaaðgerðir, með því að senda 200 lög- reglumenn að aðaltorgi borg- arinnar. Einnig var gefin út til- kynning um að sérstakt leyfi þyrfti hér eftir til að halda fundi. Þúsundir manna mættu á fjöldafundi til að krefjast frekara frelsis fjölmiðla og lýðræðis. Slík- ur fjöldafundur hefur ekki verið haldinn í Kína í áraraðir. Lög- reglumennirnir dreifðu öllum þeim hópum manna sem staddir voru á torginu. Þá var engum leyft að fara inn á torgið. Þá hófu yfirvöld mikla áróð- ursherferð gegn þeim sem skipu- lagt höfðu aðgerðirnar. í útvarp- inu í Shanghai var almenningur hvattur til þess að „fletta ofan af þeim vandræðum og óeirðum sem lítill hópur fólks með dulin markmið og glæpamenn stóðu fyrir. í stærsta dagblaði borgar- innar var einnig talað um glæpa- menn sem hefðu notað tækifærið til að stofna til vandræða. Ekki sást til neinna námsmannamót- mæla í gær en þeir hófu mótmælin á föstudaginn. í gær virtist seml starf í háskólum borgarinnar væri með eðlilegum hætti. Tugir þúsunda manna, þar á meðal námsmenn, hafa tekið þátt í mótmælunum sem staðið hafa í þrjá daga. Meistaraverkin Móna Lísa er Da Vinci sjálfur New York - Bandarískur lista- maður segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að Leonardo Da Vinci hafi verið að mála sjáifan sig þegar hann málaði hina blítt brosandi Mónu Lisu. Lillian Schwartz heitir lista- maðurinn sem kemst að þessari merku niðurstöðu, sem hún gerir auðvitað með aðstoð tölvutækni. Það var virt bandarískt tímarit, Art & Antiques, sem fjármagn- aði ítarlegar rannsóknir Schwartz á þessu máli. Sérfræðingar þess og útgefandinn, Wick Allison, leggja blessun sína yfir niður- stöðuna. Svo virðist hins vegar sem allt hafi orðið vitlaust í lista- heiminum, hvernig svo sem sá heimur er skilgreindur. „Lítið sannfærandi“ og „heimskulegt“ eru nokkur viðbrögð. „í einu orði, fáránlegt,“ sagði prófessor James Beck við listasögudeild Columbia háskólans. Allison stendur hins vegar fast við niðurstöður Schwartz. „Þetta er eina lausnin sem kemur heim og saman við staðreyndir...Þetta er ef til vill ein af mikilvægustu uppgötvununum í listasögunni,“ segir hún. Schwartz bar saman rauðkrít- arteikningu sem Da Vinci gerði af sjálfum sér árið 1518 og bar hana saman við myndina af Mónu Lísu frá 1504 og komst að því að augu, nef, kinnar og hársrætur voru nákvæmlega eins. Með aðstoð tölvutækni sneri Schwartz sjálfsmyndinni þar sem höfuðið snýr til hægri og Mónu Lísu myndinni sem snýr til vinstri. Síðan lagði hún myndirn- ar saman og útkoman var eins konar spegilmynd þegar tölvan vann úr þeim. Þetta mun ekki vera ný hug- mynd, þ.e. að Da Vinci hafi not- ast við útlínur í beinabyggingu eigin andlits við gerð Mónu Lísu. Það breytir því ekki að sérfræð- ingar eru ekki ánægðir með þessa niðurstöðu og virðist mega lesa úr orðum þeirra að þeir telji gert lítið úr snilli meistarans. Svo er líka alltaf svo spennandi að velta því fyrir sér hver Móna Lísa raun- verulega var að lítið gaman er að fá eitthvert endanlegt svar við því. Er þetta líka Da Vinci? Pakistan Fækkað í ríkisstjóm Fœkkað hefur verið um helming í ríkisstjórn Pakistan íkjölfar kynþáttaóeirða í Karachi ísíðustu viku. Mikil ólga ístjórnarliðinu Islamabade - Forseti Paki- stans, Zia Ul Haq, hefur gert uppstokkun á ríkisstjórn sinni, fækkað ráðherrum úr 36 í 16 og aðeins sex ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn halda stöðum sín- um. Innanríkisráðuneytið og ráð- herra þess hefur orðið fyrir mik- illi gagnrýni frá hendi fjölmiðla og fulltrúa stjórnarandstöðunnar vegna óeirðanna í Karachi í síð- ustu viku en 185 manns eru sagðir hafa látist í þeim. Embættismenn ríkistjórnarinnar héldu því fram um helgina að óeirðirnar hafi ekki átt neinn þátt í uppstokkun Ítalía Sjónvarp í morgunmat Róm - í gærmorgun hófst fyrsta „morgunverðarsión- varpið“ á Italíu með dagskrá í fjóra og hálfan tíma sem inni- heldur fréttir, viðtöl, skemmtiþætti og tónlist. Sérfræðingar sem sjá um kann- anir á sjónvarpsmarkaðnum, það er að segja almenningi, segja að möguleiki sé á að draga um 18 milljónir manna að skjánum á morgnana og nefna til húsmæð- ur, ellilífeyrisþega og atvinnu- lausa. Kannanir hafa leitt í ljós að ít- alir borða ekki morgunmat í faðmi fjölskyldunnar; flestir full- orðnir kíkja við á kaffibar á leið í vinnuna. ríkisstjórnarinnar. Stjórnarand- astöðuleiðtogar héldu því einnig fram um helgina að Junejo for- sætisráðherra hefði verið með áætlun um uppstokkun í marga mánuði á skrifborði sínu. Stjórnarflokkurinn, Múslima- bandalagið, hefur lent í miklum pólitískum erfiðleikum á undan- förnum vikum þrátt fyrir mikinn meirihluta á þinginu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna flokksins á þinginu. í Punjab fylki þar sem helmingur lands- manna býr, er nú ríkjandi mikill klofningur meðal embættis- manna úr stjórnarflokknum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /nnnCo HJÖRLEIFSSON KcU I t K Hamborg Hústakar mótmæla Hamborg - Mikil mótmæli voru í Hamborg um helgina gegn áætlunum yfirvaida um að þvinga hústaka í borgina úr yfirgefnum byggingum. í kjöl- far mótmælanna um helgina þar sem átök brutust út og 30 hústakar og rúmlega 90 lög- reglumenn meiddust, sprungu sprengjur i verslunum, þær síðustu í gær. Á laugardaginn sprungu sprengjur í helstu verslunargötu Hamborgar. Engin meiðsl urðu á fólki vegna sprenginganna sem eyðilögðu hús og vörur að verð- mæti tuga milljóna íslenskra króna. í gærmorgun sprungu aft- ur tvær sprengjur í helsta verslun- arhverfi borgarinnar og var þá fjöldi sprengjanna kominn í níu á 24 klukkustundum. Engin sönnunargögn hafa komið fram sem tengja sprengj- urnar við mótmæli hústaka en fulltrúi lögreglunnar sagði í gær að ekki væri ólíklegt að tengsl væru þarna á milli. Þriðjudagur 23. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.