Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akranesi Jólafagnaður Félagar og stuðningsmenn mætið á jólafagnaðinn á sunnudag 28. des- ember kl. 15.00 í Rein. Kaffi og kökur. Komið og eigið notalega stund með börnunum. Jóla- sveinninn kemur í heimsókn. Nefndin © Blikki&jan1 Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Nýtt heimili - þroskaþjálfar og aimennt starfsfólk Viö opnun á nýju skammtímavistheimili fyrir fötl- uð börn við Alfaland, vantar okkur til starfa þroskaþjálfa, almennt starfsfólk, starfsmann í eldhús og á næturvaktir, vaktavinna - hluta- starf. Umsóknarfrestur er til 07.01. 1987. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18797. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 29. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið 17. desember 1986. HAFNARSUÓRINNI REYKJAVfK Pósthólf 382 121 Reykjavík Senn líður að áramótum! Þeir bátar sem legið hafa í reiðileysi á hafnar- svæðinu, og fluttir hafa verið á sorphaugana við Gufunes, verða brenndir á borgarbrennunni, gefi eigendur sig ekki fram við skipaþjónustustjóra Reykjavíkurhafnar fyrir 29. desember 1986. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Eiginmaður minn Snorri Gunnlaugsson bóndi, Esjubergi Kjalarnesi andaðist 19. þ.m. Útförin auglýst síðar. Sigríður Gísladóttir. FRA LESENDUM „Forráðamönnum Bylgjunnar ætti að vera metnaðarmál að senda út á vönduðu og réttu máli,“ segir bréfritari. Blöskrar málfarið á Bylgjunni Lesandi skrifar: Það eru fáir hér á suðvestur- horni landsins, sem komast hjá því að heyra það sem fer fram á Bylgjunni og er ég ein þeirra. Mér hafa oft blöskrað ambögur og málvillur hjá stjórnendum þáttanna og virðist sem þar hafi valist til starfa menn sem kunna lítt skil á beygingarreglum og öðrum málfræðiatriðum í ís- lenskri tungu. Algeng orð og mannanöfn eru rangt beygð, þág- ufallssýki heyrist, áherslur oft rangar og sumir virðast ekki kunna að lesa upphátt. Auk þess hafa sumir stjórnendur ekkert að segja frá eigin brjósti og er þeir voga sér út í þá sálma, hefði stundum verið betra að láta það ógert. En steininn tók úr miðviku- dagskvöldið 17. desember sl. er ung leikkona var að spila jólalög fyrir hlustendur og ég heyrði hana kynna hinn fagra jólasálm „Nóttin var sú ágæt ein“ eftir Ein- ar í Eydölum á þá leið að textinn væri eftir Einar Sigurðsson, ekki útvarpsstjóra Bylgjunnar, heldur einhvern Einar Sigurðsson, sem hefði verið uppi á nítjándu öld. Veit ekki ungt fólk, sem hefur orðið sér úti um menntun, hver Einar Sigurðsson í Eydölum var? Er þetta tímanna tákn? Eg tel að forráðamönnum Bylgjunnar ætti að vera metnað- armál að senda út á vönduðu og réttu máli. Hlustendur stöðvar- innar eru að megninu til unga kynslóðin, sem tileinka sér og tal- ar það mál, sem hún heyrir í kringum sig. Jafnframt er það sjálfsögð krafa til þeirra, sem hafa tekið að sér að sjá um þætti af hvaða tagi sem er, að þeir undirbúi sig undir lágmarkskynn- ingu á því efni, sem þeir ætla að flytja. Engin vopnaleikföng í pakkana! „Upp’ á loft, inn’ í skáp eru jólapakkar. Titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. “ Nú er tími mikilla anna og amsturs, því hátíð friðar, Ijóss og barna er í nánd. Pað er siður ís- lendinga að gera sér glaðan dag og gleðja ættingja og vini með gjöfum og samvistum. Eins og áður eru verslanir upp- fullar af leikföngum þar sem boð- ið er upp á meðal annars fjöl- breytilegt úrval stríðsleikfanga. Þetta eru leikföng sem eru ná- kvæm eftirlíking vopna sem not- uð eru í raunveruleikanum f stríðum úti í heimi. Þetta eru eftirlíkingar af drápstækjum og morðtólum ýmissa manna og þjóða. Margir foreldrar eru undir þrýstingi frá barni sínu um að kaupa og gefa því þannig leikföng. Kannski af því að vinur- inn í næsta húsi á þannig tól. En er ekki rétt að doka við og athuga málið? Hvað erum við að gera ef við gefum barninu okkar slíkt leikfang? Mjög margir tala um að leikur með þessum leikföngum hætti að vera spennandi og barnið vaxi upp úr honum. Það er oft á tíðum rétt, en um leið og barninu er gefið byssa, bogi o.þ.h. leikföng, þá er verið að ýta undir leik sem einkennist af árásum, ofbeldi og valdbeitingu og sá fullorðni viðurkennir leikinn um leið og gjöfin er gefin. Viljum við að börnin leikin með nákvæma eftirlíkingu af morðtækjum, eða að þau alist upp við að stríð og ofbeldi sé leikur? Tökum nú höndum saman og veljum af kostgæfni hvað fer í jólapakka barnanna okkar. F.h. Friðarhóps fóstra, Margrét Hákonardóttir, fóstra. Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir, fóstra. „Helg em jól“ Jólahátíðin er í aðsigi. Helg- asta hátíð kristinna manna, Ijós í skammdegismyrkrinu. Sú hátíð sem hlýjan 'og einlægni og vel- vildin nær hámarki í samskiptum manna. Við bjóðum hver öðrum gleðileg jól, sendum vinum og kunningjum árnaðaróskir á fögr- um jólakortum. Aldrei er meira að gera ( samskiptum manna. Og allir keppa að því að vera heima um jólin. Friður á jörðu, því faðir- inn er, fús þeim að líkna sem til- reiðir sér syngjum við. En eiga allir þá sönn og gleði- leg jól? Ó nei, því er miður. Freistingarnar eru á hverju strái. Gróðahyggjan lætur ekki heilög jól í friði. Undarlegir menn sem þurfa að græða á breyskleika náunga síns. Hver skilur þetta? Áfengi og eiturefni sem eiga ekki að koma nálægt helgidómi jól- anna, virðast alltaf geta smogið inn ogm menn finna ótrúlegustu leiðir til að leiða asnann í herbúð- irnar, kveikja í, leiða í freistni og þó biðjum við í bæninni okkar um að leiða oss ekki í freistni. Gróða- hyggjan lætur ekki tækifærin frá sér fara. Hún finnur upp á að kalla vímugjafann Jólaglögg. Einkennileg uppfinning. En hvað er í þessu jólaglöggi sem ríður nú húsum í hverri stofnun, jafnvel sjúkrahús og annað ekki undan- tekið? Áfengi og aftur áfengi og styrk- leikinn ekki nefndur. Og freistingin er enn á fullum krafti. Hvílíkar jólahugleiðingar. Og hvað vinnst? Svari þeir sem þessa iðju stunda. Þú færð enga jóla- gleði í gegnum vímuna. Og ef við viljum hvert öðru gott þá eigum við að útiloka allt slíkt á hátíð hátíðanna. Við höfum nóg af heilnæmum drykkjum. Þetta skulum við íhuga um leið og við fögnum komu jólanna. Einn ung- ur vinur minn orti í sinni byrjun um jólaglöggið: Jólaglögg - er hnefahögg - í heilbrigt líf. Vímulaus jól eru takmark hvers hugsandi manns og þeim sem vill þjóðfélaginu vel. Það er engin spurning. Ihugum þetta og hjálpum hver öðrum að bæta þjóðlífið. Fækkum tárum. Aukum velsæld. Kjörorð jól- anna. Um leið og ég sendi lands- mönnum öllum farsælar óskir um góð og gleðileg jól, bið ég þess að þessi vímuefnaflóðgátt sem nú streymir um, megi þorna, hug- sjónir rætast, þá mun aftur morgna. Arni Helgason, Stykkishólmi. 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.