Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 7
BÆKUR Sungiö Jónas Árnason. Eiríkur Smith, Kjartan Guðjóns- Til söngs. Imbusteinn 1986. Myndarleg bók er það og eigu- leg vel sem Imbusteinn hefúr út gefið með textum Jónasar Árna- sonar við þjóðlög - ekki síst írsk. Nótur fylgja þessum textum og hver texti fær sér til upplyftingar teikningar eftir einn af þessum ágætu listamönnum hér: Atli Már, Hringur Jóhannesson, son, Jóhann Jóhannesson, Steinþór Sigurðsson, Tryggvi Ól- afsson og Valtýr Pétursson. Flestir munu kannast við allmarga af þessum textum áður en þeir opna bókina - ef ekki úr leikritinu um hann Jörund þá úr Gísl eða af plötum Þriggja á palli. Jónas Árnason hefur náð þeim merkilega árangri að leggja undir sig mjög stóran hlut þeirra söngva, sem menn kunna með að fara þegar þeir koma í áningar- stað eða grípa önnur tækifæri til að nota raddböndin til samstil- lingar sálnanna. Hann er, eins og menn vita, hagmæltur prýðilega og hefur þar að auki til að bera þá hugkvæmni og kankvísi sem leyfir honum oftast að sigla fram hjá skerjum, þegar farið er til með Jónasi Jónas Árnason. dæmis með hin viðkvæmu ástam- ál: „allt í mínu brjósti blossar eins og brenni steinolía" segir í kvæði til Efemíu. Stundum eru ástamál- in gerð elskulega jarðbundin með þjóðlegum hætti, eins og þegar Klöru eru þökkuð sokkaplögg og kleinurnar sem ylja hjarta elsk- hugans. Það getur að sönnu komið að því, að lesandanum finnist nóg um samansúrraða kvennafars- brennivíns- slagsmála- og sjó- sóknarhreysti, sem er algengt stef í bókinni. (Pétur pokamaður til dæmis). En hvort sem Jónas fer með ástina, sem valt er að treysta, sjómannsins æfi, frelsis- baráttu íra, friðinn eða sjálfan til- vistarvandann („Pað finnst ekki hérna í heimi, neinn heimur sem brúklegri er“) þá á hann sér yfir- leitt útgönguleiðir ágætar. Gjarna fylgja þá með háðslegar tilvísanir í annan kveðskap eins og í „Viðræður veiklaðs læknis og veiklaðrar stúlku" sem endar á þessum dúett: / kjallaraíbúð í kœrleika hreinum kveðjum við lífþað sem böl okkur var. Blómin þar anga og sorgirnar sofa sœl verður elskendum fátœktin þar. Eða þá að Jónas lyftir sér í lýr- íska sveiflu með einföldum en góðum ráðum eins og í lok minn- ingarkvæðis: Sal þar einn grámáfur gröfinni hjá glóandi sólin á bringuna skein upp síðanflaug hann og útyfirsjó þegar þeir jörðuðu Jóngeir... ÁB. Frávísun og söknuður « • það í SÖguna sem gerir þessa nnlHri cn orSön híSfi ooonir hpc«ari híSlr — Indriði G. Þorsteinsson. Átján sögur úr Álfheimum. Almenna bókafélagið 1986. Indriði G. er hér í sínum sessi - hann grípur niður hér og þar í mannlífi sem heldur er lánleysis- legt eins og gengur, en heldur sig jafnan í nokkrum fjarska, segir heldur færra en fleira - og kemst þá hjá því að fara út á hálan ís viðkvæmninnar. En getur eins svekkt lesandann með tíðinda- leysi, eða aðkenningu af því, að minna verði úr en efni standa til. Aprflsqjór heitir t.a.m. saga um pilt að norðan sem er áttavilltur í Reykjavík og eins og utangátta á jólum í Héraðsskólanum að Laugarvatni og feginn að komast heim aftur - þetta er allt satt og rétt, en það er sem vanti eitthvað það í söguna sem gerir þessa reynslu verulega eftirminnilega. Stundum bregður Indriði sér á flakk - hann heimsækir t.d. Chopin og George Sand á Mall- orca, en ekki verður sagt að hann kunni tíðindi af þeim skötuhjúum að segja sem um munar. í annarri sögu er sögumaður kominn á fræðsluráðstefnu hjá Nató í Brussel og sömu daga eru ein- hverjir rauðliðar að hóta hermd- arverkum („Rauður friður") - og þegar sögunni er lokið er lesand- inn nokkuð svo forvirraður: hvað var eiginlega verið að segja? Höf- undur er oftar en ekki eins og frávísandi - það er margt sem honum (eða staðgenglum hans í sögum) leiðist, finnst ómerkilegt - norrænt samstarf, kvenna- menning, félagsfræðahjal ýmis- legt. Þessi málflutningur er Indriði G. Þorsteinsson. reyndar ekki sérlega ástríðu- mikill, og ber meiri svip af blaða- nöldri en góðu hófi gegnir. Þegar á heildina er litið má oft- ar en ekki greinar í sögum Ind- riða einskonar söknuð eftir lið- inni tíð. Ekki svo að skilja að það sem var sé beinlínis fegrað. Miklu heldur hefur lesandinn tilfinn- ingu fyrir sársaukanum sem fylgir vitneskjunni um að menn geta ekki lengur verið í þeim heimi sem þeir þekktu vel og höfðu yfir- sýn yfir - um leið og sá nýi heimur, sem þrammar yfir menn, er óyndislegur - þar eigum við ekki heima. Þessi tilfinning verð- ur sterk í sögu sem nefnist „Ræt- ur í jörð“ - þar sem hestur er geltur með táknrænni tilvísun til þess hvernig komið sé fyrir bænd- um nú um þessar mundir. Það er líka söknuðurinn, eftirsjáin, sem ræður ríkjum í ágætri sögu, lík- lega þeirri sem best er skrifuð í þessari bók - „Símtal yfir flóann“. En þar fer höfundur mjög smekklega með lýsingu á því, hvernig roskinn maður gerir seint um síðir vandræðatilraun til að eignast eitthvað í konu sem hann vildi ekki bindast ungur. Gamansemi bregður Indriði stundum fyrir sig og stundum stórkarlalegri. Best gengur hon- um á þeim brautum þegar hann lýsir „stórmenni“ sem kveður fyrir tímann - einum þessara undarlegu íslendinga sem koma fyrir í einum skrokki blöndu úr öllum skrattanum. Gamanmál og tregi fara svo prýðilega saman í sögu sem Stofufangelsi heitir (og þar verður höfundur hreint ekki sakaður um tíðindaleysi) - í henni er brugðið upp skemmti- legri lýsingu á hlálegum raunum byrjenda í smygli og braski. ÁB. Dalur dauðans Iðunn hefur sent frá sér nýja bók eftir þýska spennusagna- höfundinn Heinz G. Konsalik. Er þettaa fimmta bókin sem út kem- ur eftir hann í íslenskri þýðingu, Dalur dauðans. í kynningu forlagsins á efni bókarinnar segir svo: í marga mánuði hefur ekki komið dropi úr lofti í þorpinu Santa Magda- lena í Mexíkó. Þurrkurinn er miskunnarlaus, öll vatnsból eru tóm og íbúarnir þjást. Allir nema einn, Jack Paddy. Hann á stórar bómullar- og kaffiekrur og hann er sá eini sem hefur yfir vatni að ráða. En það eru aðrar ekrur sem hafa gert Paddy ríkan. Á glóandi hásléttunni eru kaktusekrur og úr kaktusnum er unnið eiturlyfið Meskalín. En hvað gerist þegar menn snúast til varnar gegn eymd og kúgun? Álfheiður Kjartans- dóttir þýddi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ^sí50,LEC ^ Gistideild Hótel Loftleiða opin alla dagana. Aðrar deildir Loftleiða opnar sem hér segir: Gistideild Hótel Esju lokað 24.12, 25.12 og 31.12, 1.1.1987. Aðrar deildir Hótel Esju opnar sem hér segir: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA Blómasalur Veitingabúð Sundlaug Esjuberg Skálafeli porláksmessa 12:00—14:30 19:00—22:00 05:00—20:00 08:00—22:00 08:00—22:00 LOKAÐ Aðfangadagur 18:00—20:00 05:00—14:00 07:00-16:00 08:00—13:00 LOKAÐ Jóladagur 12:00—14:00 18:00—20:30 09:00—12:00 11:00—17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. jóladagur 12:00—14:00 19:00—22:00 08:00—20:00 08:00—12:00 LOKAÐ Frá kl. 19:00 Gamlársdagur 12:00—14:00 18:00—21:00 05:00—14:00 08:00—16:00 08:00—13:00 LOKAÐ Nýársdagur 12:00—14:00 19:00—22:00 09:00—14:00 10:00—22:00 LOKAÐ Frá kl. 19:00 ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI. VINSAMLEGAST GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.