Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR v-*» Sund Fjögur met Eðvarð Þór Eðvarðsson setti fjögur íslandsmet á innanfélag- smóti í Njarðvík á laugardaginn. Fyrst synti hann 400 m fjórsund á 4:28,3 mín. sem er með því betra sem gerist í Evrópu. Þá setti hann met í boðsundi með sveit UMFN f 4x50 m bringusundi, 2:11,9 mín, og synti sjáifur 50 metrana á 30 sekúndum. Það met bætti hann síðan, synti á 29,6 sek. -VS Kúluvarp Númer 5 Pétur Guðmundsson, UMSK, náði fimmta besta árangri íslend- ings í kúiuvarpi á innanfélagsmóti KR sem haldið var utanhúss á Laugardalsvellinum á sunnudag. Hann kastaði 18,28 og bætti sinn besta árangur verulega. Pétur er 24 ára og í stöðugri framför og ætti því að geta bætt sig verulega á næstu misserum. -VS Knattspyrna Geir Sveinsson svífur í gegnum vörn Finna með tilþrifum og skorar í úrslitaleiknum á laugardaginn. Mynd: E.ÓI. Desembermótid Heiðrinum bjargað Piltaliðið bjargaði A-liðinu sem síðan vann Finna í úrslitaleik íslenska A-landsliðið bjargaði andlitinu í lokaumferð Desembe- rmóts HSÍ, sigraði Finna 31-25 og tryggði sér með því efsta sætið. Reyndar má þakka 21-árs liðinu þann árangur fyrir að sigra Finn- ana 29-27 á Akranesi á föstu- dagskvöldið. A-liðið virtist áður búið að klúðra mótinu með jafn- tefli við Bandaríkin, 28-28. Síðan endaði 21-árs liðið mótið glæsi- lega með því að bursta Banda- ríkjamenn 25-16. „Við unnum mótið en ég er ekki ánægður,“ sagði Bogdan Kowalczyck landsliðsþjálfari í samtali við Þjóðviljann eftir sig- urinn á Finnum. „Liðið er ekki í nógu góðri æfingu og við þurfum að gera margar breytingar fyrir Baltic-keppnina og Flugleiða- mótið. Þetta var náttúrulega ekk- ert A-lið sem við vorum með. Nú einbeitum við okkur að Baltic- keppninni og frá 1. janúar verð- um við með 80-90% af liðinu. Al- freð, Páll, Sigurður Sveinsson og Kristján Arason hafa lítið leikið með liðinu undanfarið og það verður erfitt að stilla það saman á svona stuttum tíma. En það var gaman að sjá 21-árs liðið í mót- inu. Þar eru margir efnilegir leik- menn sem eru líklegir í framtíð- arlandsliðið, t.d. Héðinn, Árni, Sigurjón og Bjarki," sagði Bog- dan. „Ég er ánægður með sigurinn en við spiluðum illa,“ sagði Þorg- ils Óttar Mathiesen fyrirliði. „Við vorum með mikið af nýjum mönnum sem er bæði gott og slæmt. Það sem var þó mest áber- andi í þessu móti var mjög slæm- ur varnarleikur framanaf og við söknuðum „útlendinganna". „Það var mjög gott að fá að taka þátt í þessu móti og við lærðum margt,“ sagði Viggó Sig- urðsson þjálfari 21-árs landsliðs- ins. „Það sem okkur vantar helst er stöðugleiki. Liðið lék á köflum mjög vel en datt niður þess á milli. Við erum búnir að mynda góðan kjarna en vantar leikreynslu. Það væri því mjög gott að fá að taka þátt í fleiri mótum sem þessu," sagði Viggó. Lokastaðan í mótinu varð þessi: lsland-21...........6 2 Bandaríkin..........6 0 Markahæstlr: Jan Rönnberg, Finnlandi...........65 Mikael Kaellman, Finnlandi........49 SteinarBirgisson, (slandi.........33 SiguröurGunnarsson, Islandi.......31 GuömundurGuðmundss, Islandi.......27 SteveGoss, Bandaríkjunum..........27 -Ibe Magnea og Margrét í Stjörnuna Stjarnan, sem sigraði f 2. deild kvenna sl. sumar, hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta keppnistímabil. Tvær landsliðs- konur eru gengnar til iiðs við Garðabæjarliðið, Magnea Magn- úsdóttir, sem lék með Breiðabliki sl. sumar, og Margrét Sigurðar- dóttir, sem lék í Noregi en var áður með Breiðabliki. Þjálfari Stjörnunnar verður Aðalsteinn Örnólfsson, sem þjálfaði kvenna- lið Breiðabliks sl. sumar. -VS Skíði Island..............6 4 1 Finnland............6 4 0 1. deild Fyrsti svigsigur þyskraísjöar Staðan 11. deild karla í handknattleik: Breiöablik 9 7 1 1 204-192 15 Víkingur 9 7 1 1 211-191 15 FH 9 6 1 2 228-196 13 Valur 9 5 1 3 229-199 11 Fram 9 5 0 4 212-195 10 KA 9 4 1 4 199-210 9 Stjarnan 1 5 223-225 7 KR 9 3 0 6 179-202 6 Haukar 9 2 0 7 188-222 4 Ármann 9 0 0 9 179-220 0 Markahæstir: Sigurjón Sigurösson, Haukum..........56 Hannes Leifsson, Stjörnunni..........53 BirgirSigurðsson, Fram...............48 Gylfi Birgisson, Stjörnunni..........48 Karl Þráinsson, Víkingi..............48 I 10. umferð 3.-4. janúar mætast FH-Breiðablik, KA-Fram, Ármann- Stjarnan, Valur-Haukar og KR- Vfkingur. Sanngjam sigur Fram Vann Stjörnuna án Egils Það sást vel á sunnudaginn hvers vegna Stjarnan og Fram eru ekki ofar á töflu 1. deildarinn- ar í handknattleik en raun ber vitni. Fram var skárri aðilinn af tveimur slökum, hafði meiri metnað og baráttugleði og vann sanngjarnan sigur, 24-23. Framarar léku án Egils Jó- hannessonar sem er handarbrot- inn en þeir voru ákveðnir í að láta það ekki á sig fá. Agnar Sigurðs- son var lykilmaður í sóknar- leiknum, lék mjög vel, og Her- mann Björnsson var geysisterkur og skoraði mikilvæg mörk í vinstra horninu. Varnarleikur liðsins var þokkalegur með Per Skaarup í aðalhlutverki og mark- varsla Óskars Friðbjörnssonar og Guðmundar A. Jónssonar var góð. Páll Björgvinsson var allt í öllu hjá Stjörnunni og skoraði 11 mörk með hinum ýmsu tilbrigð- um. Aðrir voru mjög daufir, varnarleikur liðsins og mark- varsla voru á núlli lengst af í fyrri hálfleik og allur leikur Garðbæ- inganna var mjög köflóttur. Fyrsta verkefni hjá Stjörnunni eftir áramót verður að koma sér úr fallhættu - það er staða sem fæstir reiknuðu með hjá liðinu í byrjun móts. -VS Armin Bittner varð á sunnu- daginn fyrsti Vestur-Þjóðverjinn til að vinna svigkeppni í heimsbikarnum í sjö ár. Hann sigraði þá í Hinterstoder í Austurríki. Bojan Krizaj varð annar en hann vann svig í Krapjs- ka Gora á laugardaginn. Richard Pramotton frá Ítalíu er nú efstur í stigakeppni karla með 118 stig, Pirmin Zurbriggen frá Sviss er með 112 stig og Markus Wasmai- er frá V.Þýskalandi 104. Erika Hess frá Sviss sigraði í svigi kvenna í Val Zoldana á ítal- íu á sunnudaginn. Maria Walliser Þrlðjudagur 23. desember 1986 Oigranes 21. desember Stjarnan-Fram 23-24 (13- 13) 0-4, 1-6, 2-8, 5-10, 10-10, 10-12, 12-12, 13-13- 14-14, 15-17, 17-17, 17-21, 20-22, 21-24, 23-24. Mörk Stjörnunnar: Páil Björgvins- son 11 (3v), Hannes Leifsson 4, Skúli Gunnsfeinsson 3, Gylfi Birgisson 2, Hafsteinn Bragason 2, Sigurjón Guö- mundsson 1. Mörk Fram: Agnar Sigurðsson 8(3v), Hermann Björnsson 6, Birgir Sigurðsson 5, Óskar Þorsteinsson 3, Tryggvi Tryggvason 1, Jón Árni Rún- arsson 1. Dómarar: Magnús Pálsson og Kristján Sveinsson - ágætir. Maður leikslns: Hermann Björns- son, Fram. frá Sviss sigraði í stórsvigi á sama stað á laugardag og er efst í stiga- keppni kvenna með 110 stig. Vreni Schneider frá Sviss er með 106 stig og Hess er þriðja með 92 stig. -VS/Reuter Blak KAIáá Norðfirði Þróttur Neskaupstað sigraði KA 3-2 í hörkuleik í karla- deildinni í blaki sem háður var eystra á laugardaginn. Hrinurnar enduðu 15-10,15-9, 9-15, 7-15 og 15-13. Fyrir helgi vann HK sigur á HSK, 3-1. Staðan í deildinni er þessi: Þróttur R.......7 7 0 21-5 14 Víkingur........9 6 3 20-12 12 Fram............9 6 3 21-14 12 HK..............8 5 3 16-13 10 IS..............9 5 4 18-19 10 Þróttur N.......8 3 5 16-21 6 KA..............8 1 7 12-22 2 HSK............10 1 9 11-29 2 -VS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.