Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN—
Hvað finnst þér um dóm
hæstaréttar í okurmál-
inu?
Sigurður Magnússon,
fulltrúi hjá RKl:
Mér þykir þessi dómur mjög at-
hyglisverður. Hann er í algjöru
ósamræmi við þá niðurstöðu
sem ég bjóst við.
Gunnar Gunnarsson,
vagnstjóri:
Ég átti alls ekki von á þessari
niðurstöðu. Það eru auðvitað
hrapalleg mistök hjá Seðlabank-
anum að auglýsa ekki hæstu
leyfilegu vexti. Það á að gera það
mun oftar.
Rut Gylfadóttir,
starfar hjá Flugleiðum:
Það á að taka mun harðar á okri.
, Þessi dómur er allt of vægur ef
maðurinn hefur stundað okur í
einhverjum mæli.
Jón Ómar Jóhannsson,
bifreiðarstjóri:
Mér finnst hann alls ekki nógu
harður. Þetta er að mínu mati
ekki réttlátur dómur.
Vera Guðmundsdóttir,
nemi:
Mér finnst þetta nú hálfgert rugl.
Það hefði átt að dæma manninn í
miklu hærri sektir.
FREITIR
Innra öryggi
Alitsgerð næstu daga
Nefnd semfjallað hefur um hugmyndir er varða „öryggismál ríkisins“
eins ogþað er nefnt af opinberri hálfu skilar áliti til ríkisstjórnar milli jóla og nýárs
efndin skiiar frá sér áliti um
II þetta mál til ríkisstjórnarinn-
ar milli jóla og nýárs, það er síðan
ráðherra að taka afstöðu til fram-
haldsins,“ sagði Baldur Möller
fyrrverandi ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu en hann
veitir forstöðu nefnd sem kannar
nú hugmyndir um „stöðuna í ör-
yggismálum ríkisins“ eða „innra
öryggi" eins og þær hafa verið
nefndar.
„Ég gríp nú bara til dön-
skunnar af þessu tilefni og segi
„fri fantasi,“ þegar Baldur var
spurður að því hvort hugmyndin
væri að stofna leyniþjónustu
ríkisins. í fréttaskeyti frá Reuter
fréttastofunni sem fréttamaður
hennar hér á landi, Þórir Guð-
mundsson, fréttamaður á Stöð 2,
sendi frá sér, er talað um leyni-
þjónustu (secret service eins og
það er nefnt í skeyti frá Reuter á
ensku). Þórir hefur eftir heimild-
armönnum sem eru sagðir þekkja
til málsins að verði hún sett á
stofn, verði fólk sent í þjálfun til
Danmerkur eða Noregs á næsta
ári í fyrsta lagi.
Baldur sagði þetta markleysu.
Ekkert slíkt hefði enn komið
fram. „Innra öryggi“ er ansi vítt
hugtak,“ sagði Baldur, „en hing-
að til hefur aðallega verði rætt um
þörfina á að vernda æðstu menn
ríkisins eins og gert er í nágrann-
alöndunum.“
IH
Helgi Gíslason við verðlaunatillögu sína sem sett verður upp fyrir framan útvarpshúsið. mynd Sig.
Útvarpshúsið
Helgi fékk 1. verðlaun
46 tillögur bárust ísamkeppni um listaverk á lóð nýja útvarpshússins
Helgi Gíslason myndlistarmað- 46 tillögur bárust í samkeppn-
ur hlaut 1. verðlaun í samkeppni ina og voru þrjár verðlaunaðar
Ríkisútvarpsins um listaverk sem auk þess sem Ríkisútvarpið
keypti tvær til viðbótar. 1. verð-
laun voru 250 þús. kr. 2. verðlaun
80 þús. kr. hlaut Magnús Tómas-
setja á upp fyrir utan nýja út-
varpshúsið við Efstaleiti í
Kringlumýri.
son og 3. verðlaun 70 þús. kr.
hlaut Jónas Bragi. Auk þess voru
keyptar tillögur þeirra Guttorms
Jónssonar og Arnar Þorsteins-
sonar.
í dómnefndinni áttu sæti þeir
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri sem var formaður hennar,
Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt
og Kristján Davíðsson mynd-
listarmaður.
-•g-
Lánskjaravísitala
Vitlaust hjá UN líka
Leiðréttingin lítið mál og nœr tilfárra
Hin ofreiknaða lánskjaravísi-
tala árið 1983, sem nú er stór-
mál í húsnæðis- og bankakerfinu,
hefur einnig áhrif á endur-
greiðslur námslána til Lánasjóðs
námsmanna, en að sögn Þor-
björns Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra er um að ræða litl-
ar upphæðir og mjög fáir hafa
lent í að borga meira en þeim ber.
Hjá Lánasjóðnum ná leiðrétt-
ingarnar aðeins til svokallaðra R-
lána, sem tekin voru upp 1982.
Lánskjaravísitalan var ofreiknuð
á þau lán veturinn 82-3 og verður
nú leiðrétt í tölvum Lánasjóðs.
Aðeins þeir sem luku námi
vorið 83 eru byrjaðir að borga af
T-lánum sínum, fyrst á árinu sem
er að líða, og aðeins fáir þeirra
hafa borgað meira en þeim bar.
Afborgun er þannig háttað að
miðað er við ákveðið lágmark, nú
12.124 krónur, og er það lágmark
framreiknað eftir lánskjaravísi-
tölu, en síðan greiða menn fram-
myfir lágmarkið 3,75% af skatt-
skyldum tekjum. Þetta þýðir að
eingöngu þeir sem greiddu lág-
marksupphæðina eina hafa borg-
að meira en þeim bar, og nemur
varla nema nokkur hundruð
krónum.
Vísitölutryggð námslán tekin
fyrir 1982 vaxa miðað við fram-
færsluvísitölu, ekki lánskjara.-m
Landsvirkjun
Reykjavík út
Bjarni P. Magnússon Alþýðu-
flokki lagði fram tillögu í borgar-
stjórn í vikunni um að könnuð
verði hagkvæmni þess að borgin
se(ji að hluta eða öllu leyti hlut
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
Landsvirkjun. Tillögunni var vís-
að til borgarráðs.
Bjarni sagðist þeirrar skoðun-
ar að þar sem draumurinn um ör-
uggt rafmagn fyrir alla lands-
menn væri nú orðinn að veru-
leika, væri ástæðulaust að höfuð-
borgarbúum sé Iengur gert að
greiða meira til Landsvirkjunar
en öðrum landsmönnum.
-gg
Sæll Bjúgnakrækir. Hér á eftir fer ^BÍddu hægur. Ertu ’
^(nákvæmur listi um það sem mig
langar í raunog veru í núna um jólin.
byrja þáað lesa....
um að þú þurfir í raun
og veru á öllu þessu að
halda um jólin?
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1986