Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348. Helgarsími 681663 þJÓOVIMINN Þrlðjudagur 23. desember 1986 293. tölublað 51. örgangur SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum stað SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sjómenn Verkfall í sjónmáli Verðlagsráð hafnarfrjálsu verðlagi áfiski. Stefntað verkfallsboðun sjómannafrá áramótum. Óskar Vigfússon: Látum slagstanda með verkfalli Afundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var ákveðið að fara ekki út í frjálst verðlag á fiski, en í framhaldi af þeirri ákvörðun hefur Sjómannasam- bandið stefnt að því að boða til verkfalls sem taka á gildi frá og með áramótum. „Ákvörðun Verðalagsráðs veldur okkur miklum vonbrigð- um,“ sagði Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands ís- lands. Sérstaklega í ljósi þess að fiskkaupendur hafa verið að gefa afdrátt um frjálst fiskverð en svo renna þeir á rassinn með það núna þegar að við erum komin í bobba með kjaramál sjómanna. Það er því meiri en lítil ábyrgð sem þessir menn standa frammi fyrir nú,“ sagði Óskar. „Það er því ekkert annað í sjónmáli hjá sjómönnum," sagði Óskar, „en að sjómenn láti slag standa með verkfall um áramótin.“ Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar formanns LÍÚ munu við- ræður við sjómenn ekki hefjast fyrr en fiskverðsákvörðun liggur fyrir en náist ekki samkomulag um fiskverð í dag verður málinu vísað til yfirnefndar. Sjómannasamband ísafjarðar hefur jafnframt boðað til verk- falls frá og með áramótum og undirmenn á farskipum frá og með 5. janúar. Þá hafa yfirmenn á farskipum sagt upp störfum frá og með áramótum. -K.Ól. Listasafn íslands Vegleg gjöf Tryggvi Ólafssonfœrir safninu 20 grafíkmyndir eftir Sören Hjort Nielsen Listasafni íslands barst í gær vegleg gjöf er Tryggvi Ólafs- son listmálari færði safninu 20 grafíkmyndir eftir danska listmálarann Sören Hjort Niel- sen. Eru myndirnar gjöf frá Tryggva og ekkju málarans, Inger Hjort Nielsen. Sören Hjort Nielsen starfaði Porláksmessa Sýnið friðarviljann í verki sem prófessor við Konunglegu Iistaakademíuna í Kaupmanna- höfn á árunum 1957-71 og hafði mótandi áhrif á danska myndlist sem kennari og listamaður. Á- hrifa hans gætir einnig hér á landi, þar sem allmargir íslenskir listamenn fengu að njóta kennarahæfileika hans í Aka- demíunni í Kaupmannahöfn. Meðal þeirra eru auk Tryggva Ólafssonar þau Alfreið Flóki, Elías Halldórsson, Eyjólfur Ein- arsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Jakob Jónsson. Við afhendingu myndanna sagði Tryggvi Ölafsson að í grafíkmyndum Hjort Nielsen mætti finna djúpan mannlegan skilning og tvíræðan tragískan húmor, sem grundvallaðist á djúpstæðri mannþekkingu. Sagði Tryggvi að Hjort Nielsen hefði haft mótandi áhrif á sig sem læri- faðir og vinur, og vildi hann heiðra minningu listamannsins með þessari gjöf. Sören Hjort Nielsen lést 1983 á 82. aldursári. Selma Jónsdóttir forstöðu- maður Listasafns íslands veitti gjöfinni viðtöku. -ólg. Við afhendingu graffkmyndanna eftir Hjort Nielsen frá vinstri: Daði Guðbjörns- son listmálari, Tryggvi Ólafsson, Selma Jónsdóttir, Hringur Jóhannesson listmálari og Helgi Gíslason myndhöggvari. Ljósm. KGA. íslandslax Herinn Æ fleiri utan vallar Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum að banda- rískir hermenn og herstarfsmenn búi utan flugvallarsvæðisins, enda þótt komið hafí fram ótví- ræður vilji íslenskra stjórnvalda um að þeir haldi sig innan vallar- svæðis. í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar á þingi í gær kemur fram að árið 1980 bjuggu 37 frá hernum utan svæðisins. Árið eftir voru þeir 27, árið 1982 voru þeir 39, 46 árið 1983, 58 árið 1984, 59 árið 1985 og 1. desember í ár voru þeir 63, þar af 14 hermenn. Langalgeng- ast er að þetta fólk búi í Keflavík. -gg Sérkennsla Neyðarástand um áramót ,4 þessum skóla eiga 8 börn rétt á sérkennslu en við getum aðeins veitt þeim hana að hluta og um áramótin rennur út sú kostnaðar- ábyrgð sem Akureyrarbær tók á sig og nam 213 kennslustundum á viku, við vitum ekki hvað á til bragðs að taka þá ef ekki fæst leiðrétting á þessum málum,“ sagði Bencdikt Sigurðarson skólastjóri Barnaskóla Akur- eyrar í samtali við Þjóðviljann. „Kostnaðarábyrgð Akureyrar- bæjar sem nemur 1/3 af sér- kennsluþörfinni rennur út um áramót ef engin leiðrétting berst frá ráðuneytinu. Við vitum ekki hvort við eigum að vísa börnum úr skólanum eða segja upp kenn- urum ef ráðuneyti menntamála hefst ekkert að,“ sagði Benedikt. Benedikt kvaðst vita dæmi þess að fatlað barn í fjölskyldu sem hyggst flytja til Akureyrar kemst ekki að í almennri deild skóla þar sem ekki er hægt að veita því þær 15 stundir á viku í sérkennslu sem það á rétt á. Mikil óánægja er vegna sér- kennsluskorts á Norðurlandi og víðar en ekkert hefur heyrst frá menntamálaráðuneytinu um úr- bætur. -vd. 300 lítrar af norskum hrognum Fisksjúkdómanefnd veitti innflutningsleyfi með ströngumfyrirmœlum Eins og á undanförnum árum gangast íslenskar friðarhreyfíng- ar fyrir friðargöngu í Reykjavík þessi jól. Vilja þær minna fólk á gönguna sem verður í dag, Þor- láksmessu og hefst á Hlemmi klukkan 17. Þaðan verður síðan gengið með friðarljós niður Laugaveg- inn. Á Lækjartorgi les Ragn- heiður Steindórsdóttir, leikari, ávarp friðarhreyfinga. Allir friðarsinnar eru hvattir til að sýna friðarviljann í verki á þennan táknræna hátt. Friðarhópar fóstra - Friðar- hreyfing íslenskra kvenna - Frið- arsamtök listamanna - Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna - Samtök her- stöðvaandstæðinga - Samtök ís- lenskra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá - Samtök lækna gegn kjarnorkuvá - Samtök um kjarn- orkuvopnalaust ísland. Islandslax hf. við Grindavík hef- ur fengið leyfí Fisksjúkdóma- nefndar og landbúnaðarráðu- neytisins fyrir innflutningi á um 300 lítrum af laxahrognum frá Noregi. Um 4000 hrogn eru í hverjum lítra þannig að hér er um að ræða ríflega miljón hrogn sem ættu að geta gefíð af sér riflega hálfa miljón seiða. Fisksjúkdómanefnd afgreiddi leyfisveitinguna fyrir hrognainn- flutningnum með margföldum fyrirvörum um ítarlega rannsókn á hrognunum að sögn Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis sem er formaður nefndarinnar. Um helmingur hrognanna er þegar kominn í eldisstöðina og hinn helmingurinn væntanlegur á næstunni. Mjög skiptar skoðanir eru milli fiskeldis- og stangveiðimanna um réttmæti innflutnings á hrognum og seiðum. Áður hefur verið heimilaður innflutningur á hrognum til ISNÓ-stöðvarinnar í Kelduhverfi. Páll A. Pálsson sagði í gær að eldismenn legðu áherslu á að fá þessi hrogn því þeir teldu norðmenn hafa uppá betri stofna að bjóða enfyrirfinn- ast hér fyrir fiskeldi. „Við erum ekki hriftiir af þessu og reynum að draga sem mest úr þeirri hættu sem svona innflutningur getur vissulega haft í för með sér.“ Sigurður Pálsson stjórnarmað- ur í landssambandi stangveiðifé- laga sagði í gær að hann fordæmdi þennan innflutning. „Hér er um óskaplegt gæfuleysi að ræða og okkar landssamband og einnig veiðiréttarhafar hafa varað harð- lega við slíkum innflutningi, vegna þeirrar áhættu sem menn eru að taka varðandi erfðameng- un við íslenska stofninn.“ Arni Isaksson veiðimálastjóri, sem á sæti í fisksjúkdómanefnd sagði í samtali við Þjóðviljann að sér þætti eðlilegast að banna slík- an innflutning í framtíðinni og hann vildi líta svo á að þessi hrogn sem nú væru að koma til landsins væru þau síðustu sem flutt yrðu inn. ->g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.