Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 9
' Einhæfur innflutn- ingur á sjónvarpsefni Könnun á sjónvarpsdagskrám 28. nóvember til 18. desember Könnun, sem Jóhann Hauks- son félagsfræðingur, gerði nú í desembermánuði á efni og út- sendingartíma sjónvarpsstöðv- anna leiðir meðal annars í ljós, að íslendingar þurfa að gera sér að góðu tiltölulega einhæfan inn- flutning á erlendu efni: Hjá RUV-Sjónvarpi er um 70% af er- Iendu efni enskt eða amerískt, og hjá Stöð 2 100% enskt-amerískt, þær vikur sem könnunin nær til, eða 28. nóvember til 18. desemb- er. Helstu niðurstöður könnunar- innar fara hér á eftir: Athugun þessi er framkvæmd af Jóhanni Haukssyni og ekki styrkt af einum né neinum. Hún tekur til þriggja eftirtalinna þátta: 1) Magn. Hér er átt við saman- lagðan útsendingartíma sjón- varpsstöðvanna þær þrjár vikur sem athugunin náði til. 2) Innihald: Innihald dag- skránna var flokkað og athuguð hlutdeild hvers flokks um sig í heildarútsendingartíma. Inni- hald dagskránna á Rás 2 og RUV sjónvarpsins er unnt að bera sam- an. Morgunblaðið. Eina óvissuat- riðið sem fram kom í heimildun- um varðaði læstar útsendingar Stöðvar2. Þar vantaði upplýsing- ar í þremur tilvikum. Þetta hefur þó enga afgerandi þýðingu fyrir athugunina. Niðurstöður c 1) Magn: Heildarútsending- artími beggja stöðvanna reyndist vera 18.570 mínútur eða um 309 klst. þessar þrjár vikur. Þetta samsvarar 103 klst. að jafnaði á viku eða fjórum sólarhringum og 7 klst. betur hverja viku (!) Útsendingartíminn skiptist á svo- felldan hátt á milli sjónvarpsrás* anna: Stöð 2 11.425 mín. 61,5% tími per. viku: ca. 64% klst. RUV sjónvarp 7.145 mín. 38,5% ca. 40 klst. Ef fimmtudagsútsendingar Stöðv ar 2 eru ekki taldar með verður skipt ingin þannig: 3) Uppruni cfnisins athugaður. Hér var eingöngu um að ræða flokkun í innlcnt og erlent efni. Um þennan þátt þarf að hafa nokkra fyrirvara sem, verða til- greindir hér á eftir. Rétt er að taka það fram strax, að athugun þessi nær ekki til sjónvarpsauglýsinga, en það verður vitanlega til að lækka samanlagðan mínútufjölda í at- hugun þessari. Heimildir Einungis var stuðst við dag- skrárkynningar þær sem stöðv- arnar senda dagblöðunum. Helstu heimildir voru MiðiH og Stöð 2 RUV sjónvarp 58,6% 41,4% hlutdeild í útsendingartíma Rétt er að komi fram, að um 42% útsendinga Stöðvar 2 er læst og er því sambærilegt útsending- um með kapalkerfi. 2) Innihald. Efni útsending- anna var greint í eftirfarandi flokka: 1) Fréttir, fréttatengt efni og umræðurþættir um þjóðmál. Ekki þótti ástæða til að flokka þetta efni nánar. Allt efni í þess- um flokk er talið innlént með því að nær ávallt er töluð íslenska með fréttamyndum og efnið túlk- að af íslenskum fréttamönnum og fleirum. 2) Menningarmál, „fólk í frétt- um“, listir o.þ.h. d: „Geislar", „Sviðsljós". Hér er flokkurinn innlent/erlent efni augljós. 3) Kvikmyndir, framhalds- þættir, skemmtiþættir. Hér er ekki gerður greinarmunur á „hreinu“ afþreyingarefni og fag- urfræðilegu efni, enda próf- steinar um skil þar á milli ávallt umdeilanlegir. Flokkun eftir uppruna (innl./erl. efni) er augljós hér. 4) Fræðsluefni. í þennan flokk falla ýmsar heimildamyndir, málakennsla, matreiðsluþættir o.fl. Hér má deila um flokkun í innlent og erlent efni. Hér var kosið að telja efni „innlent" ef talað var inn á myndina. Þetta gengur vitanlega jafnt yfir báðar stöðvarnar. 5) Barnaefni. í þennan flokk fellur allt efni sem sérstaklega er ætlað börnum, svo sem barna- tími, teiknimyndir, „Myndabók- in“ o.fl. Hér er efni talið „inn- lent“ ef talað er og leikið er inn á myndefnið á íslensku. 6) Tónlist: Hér kemur upp spurningin, hvort draga skuli í sama dilk klassíska tónlist og dægurlagatónlist af myndbönd- um. Hér er öll tónlist sett í sama flokk óháð slíkum spurningum. Hér er einungis vakin athygli á því, að Stöð 2 sendi ekki út þætti með klassískri tónlist á umrædd- um þremur vikum. 7) íþróttir. Hér er aftur á ferð- inni óvissuatriðið um það hvort efni sé innlent eða erlent, því iþróttajAettir eru „blandaðir“ hvað þetta snertir. Hér er helm- ingur (50%) íþróttaefnis talið innlent. Allt tallð í mínútum og hundraðshlutum. Stöð 2 RUV samt. og % af heild Fróttir, fréttatengt 680 í hverjum 940 efnisfl. 1620 efni, umræðuþættir 6% 13,‘1% 8,7% Menningarmál, listir 220 695 915 o.fl. 2% 9,7% 5% Kvikmyndir, framhalds- 7525 2710 10235 þættir, skemmtiþættir 65,8% 38% 55% Fræðsluefni 275 520 795 2,4% 7,2% 4,2% Barnaefni • 410 715 1125 3,5% 10% 6% Tónlist 1765 640 2405 15,4% 9% 13% íþróttir 550 925 1475 4,8% 13% 8% SAMT. efni í 3 vikur: 11425 7145 18570 61,1% 38,5% 100% af heild af heild 3) Uppruni efnis: Hér verður að hafa þá fyrirvara sem fram komu í umfjölluninni um efnis- flokkunina og snerta skiptingu sjónvarpsefnisins í innlent og er- lent efni. Stöð 2 RUV Innlent efni 13,4% 47,1% Úrlept efni 86,6% -52,9% Þetta er unnt að gseina frekar með því að athuga meðfylgjandi frumvinnslutöflu, þar sem I merkir innlent efni, E merkir breskt, U merkir bandarískt, Þ merkir þýskt og A merkir annað. Sé litið til kvikmynda, framhalds- þátta og skemmtiefnis sérstak- lega reyndist um 70% þess efnis- flokks „Angloamerískt" hjá RUV, en 100% þess efnisflokks var angloamerfskur á tímabilinu 28. nóv. til 18. des. á Stöð 2. Hæsta hlutfall innlends efnis reyndist vera 1. des. hjá RUV, eða um 74% útsendingar stöðv- arinnar þann daginn. Næst hæsta hlutfall innlends efnis var dagana 16. des. og 17. des., einnig hjá RUV eða um 65%. Lægsta hlut- fall innlends efnis var 29. nóv. hjá Stöð 2 eða um 3,3%. Næst lægsta hlutfall innlends efnis var 3. des., einnig hjá Stöð 2 eða 5,2%. Ha&ta hlutfall innlends efnis hjá Stöð 2 var sunnudaginn 7. des. um 34%. RUV Stöð 2 Hæsta hlutfall innlends efnis 74% 34% Lægsta hlutfall innlends efnis 33,3% 3,3% Vert er að hafa hugfast all- mikinn mun á lengd útsending- artíma stöðvanna, en það hefur áhrif á hlutfallstölurnar og getur gert samanburðinn óréttmætan ef ekki er vel að gáð. Þriðjudagur 23. desember 1986, ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.