Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. janúar 1987 4. tölublað 52. árgangur Botnfiskveiðar 1240 milljóna hagnaður Velta íárslok tœplega 14 milljarðar króna. Hreinn hagnaður áœtlaður 8,9%. Olíuverðslækkunin skilar útgerðinni íheild 1500-1600 milljónum botnfiskveiðiskipa á síðasta ári mynda loðnuveiðum. Áætlað er tæplega 14 milljörðum króna á að hagnaður nemi 8,9% af velt- verðlagi í árslok. Er þar miðað unni, eða um 1240 milljónum við 78 minni togara, 11 stærri tog- ara og báta á bilinu 21-200 lestir, en engar áætlanir liggja fyrir um hagnað af annarri útgerð, til að Þjóðhagsstofnun áætlar að hagnaður af útgerð skipa sem stunduðu botnfiskveiðar hafi í fyrra verið 1240 milljónir króna, sé miðað við verðlag í árslok. Veigamesta ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er olíuverðslækk- unin sem áætlað er að hafi lækk- að útgjöld útgerðarinnar í heild um 1500-1600 milljónir króna á síðasta ári. Að sögn Eyjólfs Sverrissonar hjá Þjóðhagsstofnun nam velta eins og áður segir. Eyjólfur sagði í samtali við blaðið í gær að hlutfall olíukostn- aðar af veltu hafi verið að meðalt- ali 18,3% árið 1985, en áætlað er að sambærilegt hlutfall hafi verið 10,9% að meðaltali í fyrra. í árs- lok var þetta hlutfall hins vegar komið niður í 8%. Verkfallið Bráðabirgðalög óáran Steingrímur Hermannsson neitar grunsemdum um að ver- ið sé að þrýsta á ríkisstjórnina um að grípa inní verkfallið með lögum „Það kemur mér mjög mikið á óvart ef löggjafinn er með þær hugmyndir að grípa inn í kjara- deilu sjómanna og farmanna enn einu sinni,“ sagði Guömundur Hallvarðsson varaformaður Sjó- mannasambandsins um fullyrð- ingu í leiðara DV í gær þess efnis að verið væri að þrýsta á ríkis- stjórnina að stöðva verkfal) sjó- manna og farmanna með lögum. „Það væri hin mesta óáran, sér- staklega gagnvart farmönnum, ef ríkisstjórnin ætlar að blanda sér inn í deilu þeirra. Ég veit ekki hvaða úrræða farmenn myndu grípa til. Síðast þegar gripið var inní deilur þeirra voru mennirnir á mörkum þess að hlýða," sagði Guðmundur. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann að ekkert hefði verið rætt um bráðabirgðalög innan ríkisstjórnarinnar vegna verk- fallsins og að ekki hafi orðið vart við þrýsting vegna þessa.-K.ÓI. Handbolti Mikil spenna Gífurleg spenna ríkti í leikjun- um fjórum í 1. deild karla í hand- knattleik í gærkvöldi. FH sigraði KA 23-22 á Akureyri, Stjarnan og Breiðablik gerðu jafntefli, 22-22, og Haukar og Armann 20-20, og KR sigraði Fram 22-21. Á mynd E.ÓI. skorar Aðaisteinn Jónsson fyrir Breiðablik gegn Stjörnunni. .JÉpÍL ' 1 j---- 0 M'- W ryr * ^ 4 Umdeild frestun Valsmenn hafa ákveðið að eng- inn leikmaður frá þeim verði með ■■■r- ,' f- wm íslenska landsliðinu á Flugleiða- mótinu í handknattleik í byrjun febrúar. Þetta kemur í kjölfar frestunar á leik Víkings og Vals í 1. deild. -VS r pi Sjá íþróttir bls. 14-15 Fiskvinnslan Uppsagnir em ólöglegar Atli Gíslason lögfrœðingur telur ólöglegt að taka fiskvinnslufólk út af launaskrá fyrirvaralaust. Fulltrúar VMSÍ og VSÍ funda um lausn á málinu Atli Gíslason lögfræðingur launaskrá fyrirvaralaust vegna Dagsbrúnar er þeirrar skoð- verkfalls sjómanna hafi ekki rétt unar að þau fiskvinnslufyrirtæki til þess samkvæmt fastráðninga- sem hafa tekið starfsfólk sitt út af samningi fiskvinnslufólks sem Sjómenn/farmenn/útvegsmenn Sáttasemjari vill reyna Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari boðaði í gær samningsaðila Sjómannasam- bandsins, Farmanna- og fiski- sambandsins, Alþýðusambands Vestfjarða, Bylgjunnar og út- vegsmenn á fund sinn í morgun, en ekkert hefur miðað í samn- íngaviðræðum þessara aðila. Að sögn Guðlaugs er mark- miðið með fundinum að gera til- raun til þess að fá samningsaðila til þess ræða saman um efni samninganna án þess að deilu- málin um meint samnings- og verkfallsbrot séu uppi á borðinu. „Séu menn ekki tilbúnir til þess að leggja þessi mál til hliðar þá hef ég ekki mikla von um að samningar náist í bráð,“ sagði Guðlaugur. Ekkert miðaði í samningum undirmanna á kaupskipum í gær og vinnuveitenda þeirra, en í gær- kvöldi voru fulltrúar í samnings- nefnd undirmanna að ræða hugs- anlega frestun á áframhaldandi viðræðum. -K.Ól. gerður var í febrúarsamningun- um. Er túlkun Atla í andstöðu við túlkun Vinnuveitendasambands- ins sem og túlkun Láru Júlíus- dóttur lögfræðings ASÍ og Arn- mundar Bachman lögfræðings á þessum samningi. Að sögn Atla er í ákvæði febrú • arsamninga eingöngu talað um hægt sé að taka fólk fyrirvara- laust út af launaskrá orsakist vinnslustöðvun af ófyrirsjáan- legum áföllum, en í ákvæðinu segir: „Nú stafar vinnslustöðvun af ófyrirséðum áföllum, s.s. bil- unum í tækjum eða búnaði vinnslustöðvar eða veiðiskips, bruna eða skipstapa eða öðrum atvikum, sem talin eru falla undir 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979, þá er fyrirtæki heimilt að fella niður launagreiðslu sbr. ákvæði sömu greinar.“ Lögfræðinga greinir á um hvort túlka eigi þau „önnur atvik“ sem talað er um í ákvæð- inu sem ófyrirséð eða ekki, en samkvæmt skilningi Atla er verið að tala um ófyrirsjáanleg önnur atvik. Að mati Atla eru verkföll ekki ófyrirsjáanleg, enda lög- bundið að þau verði að boða með viku fyrirvara, og falla verkföll því ekki undir þetta ákvæði. Samkvæmt lögunum frá 1979 og athugasemdum við þau frá 1985 eru verkföll ekki skilgreind sem ófyrirséð, heldur sem eðli- legar ástæður fyrir vinnslustöðv- un, en það er á þessum grundvelli sem Atli rökstyður m.a. túlkun sína. Fulltrúar Verkamannasam- bandsins héldu fund með fulltrú- um Vinnuveitendasambandsins í gær þar sem leitast var við að ná samkomulagi vegna ágreinings um túlkun á ákvæði febrúar- samningsins. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var komin upp sú hug- mynd að leysa vandamálið með því að láta atvinnuleysistrygg- ingasjóð borga betur en hann gerir nú. -K.ÓI. Æskulýðsráð Helmingur gekk út Helmingur fulltrúa á kjörfundi Æskulýðsráðs ríkisins sem hald- inn var í gær, gekk út af fundin- um i mótmælaskyni við nýsetta reglugerð menntamálaráðhcrra um kjör til stjórnar Æskulýðs- ráðs þar sem gengið er verulega á rétt langflestra æskulýðssamtaka í landinu og það án nokkurs sam- ráðs við Æskulýðsráðið eða Æskulýðssamband íslands. Það voru fulltrúar 8 aðildarfé- laga Æskulýðssambandsins: SINE, SUS, SUJ, Stúdentaráðs, BÍSN, Iðnnemasambandsins, Æskulýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins og AFS sem gengu út. Nýja reglugerðin gefur stærstu aðildarfélögum Æskulýðsráðs- ins, ÍSÍ, Ungmennafélaginu og Skátum rétt til sjö atkvæða hvers við stjórnarkjör meðan önnur fé- lög hafa aðeins 1 atkvæði hvert. „Með þessu er fáum æskulýðs- saintökum gefið tækifæri til að bindast meirihlutasamtökum um kosningu í ráðið í krafti fjölda skráðra félaga, án þess að félaga- skrár séu lagðar fram,“ segir í mótmælum ÆSÍ félaganna. -Ig. Eiiimtísm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.