Þjóðviljinn - 08.01.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Side 4
LEIÐARI Allt í þessu fína!? Síðustu vikur og mánuðir í lífi ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar ætla að verða viðburðaríkir. Þrátt fyrir frábærar ytri aðstæður í þjóðarbú- skapnum ríkir upplausnarástand í þjóðfélaginu. Sjómenn á fiskveiðaflotanum eru í verkfalli. Kaupskipaflotinn er að stöðvast vegna verkfalls. Fiskvinnslufólk hefur orðið fyrir barðinu á upp- sögnum, sem lögfræðingar deila um hvort séu lögum samkvæmt. Á Borgarspítalanum, einhverjum stærsta vinnu- stað landsins, ríkir óvissa um framtíðina. Fjölmörg verkalýðsfélög standa í kjarabaráttu. Alger óvissa ríkir í lánamálum námsmanna. Ósamið er við verkalýðsfélög á Vestfjörðum. Dagsbrún er með lausa samninga. Ósamið er við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og kennara. Ósamið er við fjölmargar aðrar stéttir, til dæmis prentara og blaðamenn, svo einhverjir séu nefndir. Engin endanleg lausn fékkst í kjaradeilu meina- tækna. Fóstrur hafa sagt upp störfum sínum í stórum hópum. Og ekki má gleyma því að hrikaleg óvissa ríkir meðal bænda um framtíð landbúnaðar og raunar allrar byggðar í dreifbýli. Þjóðin er forviða eftir hinar undarlegustu uppá- komur í viðskiptalífinu, svo sem Hafskipsmálið og Útvegsbankahneykslið. Þjóðin er orðlaus yfir því hvernig „okurmálið" varð að engu. Flestir aðrir en fjármálaráðherrann hafa áhyggjur af þriggja miljarða halla á fjárlögum. Þjóðin hefur áhyggjur af framtíðinni. Nema þá einna helst fjármálaráðherrann sem er bjartsýnn og góðæristrúar, ef ekki er verið að kvabba á honum með launahækkanir eða sanngjarnari skattheimtu. Fólk spyr, hvort enginn eigi að bera ábyrgó á sukki og siðleysi, og forsætisráðherrann tekur undir og mælir með því að hinir og þessir háttsettir aðilar segi af sér eða séu rannsakaðir, en lætur síðan sitja við orðin tóm, rétt eins og það sé ekki á hans valdi að fyrirskipa eitt eða neitt. Þessi upplausn ríkir hér þrátt fyrir að við séum ‘ stödd í miðju einhvers mesta góðæris, sem yfir hið unga lýðveldi hefur gengið. Og ekki er sú hlið okkar sem snýr að umheiminum glæsilegri. Að vísi hafa dugandi einstaklingar unnið góð afrek: Sterkasti maður heimsins er auðvitað Islendingur og fegursta stúlka heims einnig. Skák- mennirnir okkar stóðu sig frábærlega á taflmótinu í Dúbæ. Og fleiri hafa gert garðinn frægan. En ríkis- stjórnin lætur lítið að sér kveða á alþjóðavettvangi, nema þá til að segja já og amen, þegar Bandaríkja- menn hafa talað. Við getum ekki einu sinni átt samleið með norræn- um frændum okkar í því að gera Norðurlönd að kjarnorkuvopnalausu svæði af því að utanríkisráð- herranum finnst ekki taka þvi að ræða um smáspildu einsog Norðurlönd. Þessi upplausn ríkir hér þrátt fyrir góðar ytri að- stæður, og þrátt fyrir vinnusemi þjóðarinnar. Þessi upplausn á vinnumarkaðnum ríkir þrátt fyrir að A.S.Í. hafi með hófstilltri kröfugerð gefið ríkisstjórninni ein- stakt tækifæri til að vinna afreksverk ótrufluð. Og A.S.Í. færði ríkisstjórninni meira að segja í einum pakka lausnir á fjölmörgum vandamálum, sem stjórnin kunni engar lausnir á - og svo langt gekk A.S.Í.-forustan í því að hjálpa hinni ráðlausu stjórn, að ýmsar óánægjuraddir hafa heyrst úr röðum vinstri manna. En þessi hjálpsemi A.S.Í. var ekki hugsuð sem einhver prívat vinargreiði við ríkisstjórnina, heldur var um það að ræða að reyna að sjá til þess að lagfæra kjör vinnandi fólks í tíð úrræðalausrar ríkis- stjórnar. En þrátt fyrir góðærið, og þrátt fyrir mjúka meðferð hjá verkalýðshreyfingunni, hefur ríkisstjórninni tekist að klúðra ótal mörgum málum, enda er upplausnin í þjóðfélaginu í samræmi við það. Samt virðist þessi stjórn ekki skilja það ennþá, að hennar stund er slegin. Steingrímur veit kannski, að nú vill Þorsteinn Pálsson sjálfur fá að stýra og er orðinn þreyttur á að sitja í kjöltunni á Steingrími, enda virðist Jón Baldvin reiðubúinn til að taka við að hampa honum. En þjóðin sjálf er orðin þreytt á þessum gælum. í vor mun hún rísa á fætur og velta þessari ónýtu stjórn úr kjöltu sér. - Þráinn KLIPPT OG SKORIÐ Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir CXVI. MEIRIHLUTI Lilvað er meirihlutinn?u spurði Schiller — og svaraði: „Meirihluti er heimskan; dómgreind hefir ávallt verið á valdi fárra. muni halda uppteknum háttum, nefnilega: (1) að með húsbónda- vald i heimsbyggðinni muni í bezta falli fara hugsunarleys- ingjar og í versta falli bijálæð- ingar, (2) að ófriður og illindi muni ríkja áfram i samskiptum þjóða og rikja, (3) að kynþátta- hatur og kynþáttaöfundsýki vanþroskaðri þjóðanna muni vaxa í svipuðu hiutfalli og heimtufrekjan, (4) að múgvtíld margfaldist, (5) að jöfnunar- árátta muni þyrma i auknum mæli yfir mennta- og menning- arlíf, (6) að löggjöf, dómsstólar og réttarfar muni hrekjast enn lengra en orðið er út á götima, og (7) að haldið verði áfram að telja atkvæði í stað þess að ve(ja. Summa summarum: Veröld vinstrimennsku. Helför eða hreinsunareldur. Af óeðli tíðarandans leiðir að sjálfsögðu, að sárafáir gera sér grein fyrir háskanum. ótalmargt Ríki hins öfuga úrvals Gjörólík Án kunáttumanna, 200 ára ; viðhorf engin stjórn vinstrivillur rennir stoðum undir þá niður- stöðu, að núlifandi kynslóð muni hverfa í geymd sögunnar með þann vitnisburö í vegamesti, að hafa verið kynslóðin, er hafði yfrið naeg skilyrði til að meta og skilja aðvaranir og ógnanir tímansogi Merkur íhaldsmaður Jón Þ. Árnason er, eins og stundum hefur verið vakin at- hygli á í þessum pistlum, einhver skemmtilegasti penni Morgun- blaðsins. Hann hefur nú í hundr- að fimmtíu og sex greina flokki (sú síðasta birtist í blaðinu í gær) rakið hugmyndir sínar um „lífríki og lífshœtti“ og er sjálfsagt von á öðru eins til viðbótar. Jón er mjög sérstætt afbrigði íhaldsmanna - eins og hann segir sjálfur í gærdagsgreininni þá hirðir hann hvergi um þá tísku „að temja mérfrjálslyndi í hugsun eða tœpitungu í orðavali“. Hann telur slíkt langt fyrir neðan virð- ingu sína. Enda byggir hann á þeirri bjargföstu trú, að flest hafi snúist á ógæfuhliðina allt frá „ór- áði frönsku lýðumbrotanna“ - með öðrum orðum - allt frá því franska byltingin hófst fyrir 200 árum undir vígorðum um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þar með var lagt af stað til þeirrar skelfi- Iegu „vinstrimennsku“ sem síðar tryggði almennan kosningarétt - sem að dómi Jóns leiðir það helst af sér að „múgmennska“ og „meðalheimska“ drottnar yfir Vesturlöndum. Að vísu hafa verið gerðar ein- staka tilraunir til að snúa af villu- vegi vinstrimennsku og lýðræðis og taka upp „yfirráð hinna hœf- ustu“. En sú merkasta þeirra, þýski nasisminn, fór út um þúfur - og hefur Jón í Morgunblaðs- pistlum farið hörðum og beiskum orðum um það, hvernig forystu- menn lýðræðisþjóða (Churchill og Roosevelt) tóku þátt í að kæfa þann fagra vaxtarbrodd ,Stjórnrikisins“ með því að þekkja ekki sinn vitjunartíma og gera bandalag við Sovétmenn í heimsstyrjöldinni síðari. Fleiri en ég hugði Jón Þ. Árnason kveðst í grein sinni í Morgunblaðinu í gær vita það ofurvel, að hann fari ekki með sérlega vinsælan málflutn- ing. Hann sé einn þeirra sem „brjótast gegn straumnum “ og er vitanlega stoltur af þeim garps- skap sínum. Engu að síður telur hann sig eiga allgóðan hóp stuðn- ingsmanna meðal þeirra sem Morgunblaðið lesa sér til and- legrar uppbyggingar. Eða eins og hann skrifar sjálfur: „Eigi að síður hefi ég orðið þess var, að fleiri lesendur en ég hugði, hafa fengið staðfestingu eigin hugsana". Og þá vitanlega í skrifum Jóns. Þetta er svo nokkuð athyglis- verð staðhæfing. Hægrimennska og nasismi Skrif Jóns Þ. Árnasonar þurfa ekki endilega að kalla á upphróp- anir um hæpna fortíð Morgun- blaðsins í túlkun á fasisma og nas- isma. Engin ástæða reyndar til að efast um að því blaði stjórni menn, sem hafa mestu skömm á hverju opinskáu níði um það fulltrúalýðræði sem er Jóni Þ. Árnasyni mikill þyrnir í augum. En nú er að því að gá, að fas- isminn evrópski, sem fyrir hálfri öld gerði sig líklegan til að leggja undir sig alla álfuna, hann var aldrei fullkomlega einangrað fyrirbæri og eins og utan við alla aðra strauma í pólitískri hugsun. Hann var ekki sú geðveiki, sá ein- stæði sjúkdómur, sem lýstur þjóðirnar eins og hvert annað syndaflóð, sem síðan er sam- komulag um að ekki skuli endur- taka sig. Öðru nær. Hugmyndir þær sem fasistar og nasistar settu fram í mjög hreinræktuðu formi voru margar hverjar fyllilega „stofuhæfar" meðal yfirstétta Evrópu löngu áður en blöð tóku að flytja fréttir af þeim Hitler og Mussolini. Hugmyndir um yfirburði hvíta kynstofnsins og „náttúrulegan“ rétt hans til að ráðskast með heim þeirra sem eru „háifir villimenn, hálfir börn“ eins og Kipling orti, helsta skáld breska heimsveldis- ins. Kenningar um að forræði yfirstétta eigi sér sjálfsagða rétt- lætingu í andlegu atgervi og þar eftir tilhneiging til að fyrirlíta al- þýðu, „múginn", „skrílinn" fyrir heimsku og skammsýni. Og svo enn eitt dæmi sé nefnt: þegar um aldamótin síðustu höfðu ráðherr- ar Rússakeisara, prússneskir júnkarar og leifarnar af franska aðlinum sameinast í sterku gyð- ingahatri. Eðlilegur vettvangur Sprænur úr þessum hug- myndaflaumi eru enn í dag að þumlunga sig um æðakerfi íhalds- manna hvar sem er í heiminum - eins þótt menn hafi, eins og Jón Þ. Árnason bendir réttilega á, vit á að fela þær með því að „temja sér frjálslyndi“ eða „tæpitungu“ - út á við að minnsta kosti. Og þvi er það, að Morgunblaðið er eðli- legur og sjálfsagður vettvangur fyrir þennan mikla greinabálk (við vitum öll að vinstrikreddu- maður einhver fengi aldrei inni þar með hundrað og fimmtíu greinar um auðvaldsins skelfilegu klæki). Og það er líka ósköp eðli- legt, að Jón Þ. Árnason verði þess var í einkatilskrifum og öðr- um virðingarvotti, að þær hneigðir sem við vissar aðstæður geta af sér fasisma, lifa laundrjúgu lífi meðal íslenskra hægrimanna. Hann segir nefni- lega það sem margir þeirra hugsa. ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Utlltsteiknarar: SævarGuðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf stofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýslnga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvar8la: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóölr: ólöf HúnQörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8Íngar:Siðumúla6,8Ímar681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausa&ölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.