Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN—i Hvernig líst þér á aö okur er nú löglegt hér á landi? Erla Káradóttir húsmóðir: Mér líst auövitað illa á þetta mál. Það vantar greinilega mikið á að þessir hlutir séu framkvæmdir með eðlilegum hætti hér á landi. Hneykslanlegt, er rétta orðið yfir þetta. Magnea H. Björnsdóttir fóstra: Ég er nú aldeilis ekki hress með þessa niðurstöðu á okrinu. En mér sýnist þetta vera dæmigert fyrir það hvernig hlutirnir þróast þegar íhaldið er með of marga putta í málunum. Þóra Einarsdóttir húsmóðir: Ekki líst mér nú neitt sérlega vel á það. Það kom mér mjög á óvart hvernig tekið hefur verið á þess- um málum. Grétar Ársælsson bifvélavirki Mér líst ekki vel á hvernig þessi mál hafa komið út. Mér sýnist þetta fyrst og fremst vera ein- hvers konar klaufaskapur í mönnum. Nú, svo hafa einhverjir glúrnir lögfræðingar komið þarna við sögu. Hermann Árnason, bóndi: Mér líst illa á það hvernig þessi mál hafa þróast að undanförnu. Kom mér heldur svona á óvart. ___________________FRÉfflR________________ Landssamband iðnaðarmanna Seðlabankinn krafinn svara Vaxtafrelsið vefstfyrir mönnum. Mega aðilar utan innlánsstofnana taka jafnháa vexti og hæstu bankavextir eru hverju sinni? spyrja iðnaðarmenn r Ikjölfar vaxíafrelsis sem ríkis- stjórnin innieiddi í byrjun nóv- ember sl. hafa vaknað margar spurningar um rétt ekki eingöngu banka tii vaxtatöku heldur ekki síður aðila utan bankakerfisins tii vaxtatöku. Landssamband iðnaðarmanna hefur nýlega skrifað Seðlabank- anum bréf og óskað eftir túlkun bankans á því hvort aðilum utan innlánsstofnana sé heimilt að taka þá hæstu vexti sem í gildi eru hjá bönkum og sparisjóðum. I nýútkomnu málgagni Lands- sambands iðnaðarmanna kemur einnig fram að sambandið hefur óskað svara frá Seðlabankanum hvort mið verði tekið af svo- nefndum kaupgengisviðskiptum bankastofnana á viðskiptavíxlum og skuldabréfum þegar lagt verð- ur mat á það hvort raunvextir teljist hæfilegir. Einnig er óskað svars við því hvort aðilum utan bankakerfisins sé heimilt að hlið- stæð gjöld fyrir veitta þjónustu og bankar og sparisjóðir hafa gert. Styrkveiting Óbilandi kjarkur Jóhanns Jóhann Pétur Sveins- son hlýtur fyrsta styrkinn úrminngar- sjóði Gunnars Thor- oddsen Veitt hefur verið fyrsta styrk- veiting úr Minningarsjóði Gunn- ars Thoroddsen en sjóðurinn var stofnaður af þeim Bentu og Valg- arði Briem í ársiok 1985 þegar 75 ár voru liðin frá fæðingu Gunn- ars. Fyrsti styrkþegi sjóðsins er Jó- hann Pétur Sveinsson lögfræð- ingur. „Með þrotlausu starfi og óbilandi kjarki hafið þér lokið embættisprófi í lögfræði frá Há- skóla íslands og hafið störf í starfsgrein yðar, m.a. í þágu ör- yrkja. Sem viðurkenningu fyrir þetta afrek er yður hér með veittur styrkur úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, að upp- hæð 100 þús kr.“ segir m.a. í ávarpi Davíðs Oddssonar borgar- stjóra en minningarsjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykja- vík sem ákveður úthlutun úr hon- um að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verðlaun eða lán í sambandi við rannsóknir, tilraunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningar- mála sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Sjómenn Sinfóníuhljómsveitin Jón Leifs og Borodin Slysavamaskólinn með námskeið Slysavarnaskóli sjómanna mun efna til almenns námskeiðs fyrir sjómenn, dagana 13. jan - 16. jan. n.k. Fjallað verður um helstu þætti öryggismála, svo sem endurlífgun og skyndihjálp, flutning slasaðra og ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður, meðferð ýmissa björgunartækja um borð í skipum og höfnum. Björgun með þyrlum. Lög og reglur um búnað skipa svo og brunavarnir og slökkvistörf. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Slysavarnafélagi ís- lands, Landssambandi slökkvi- liðsmanna, Landhelgisgæslunni, Siglingamálastofnun og Líffræð- istofnun Háskólans. Þess má geta að fyrri námskeið um öryggismál sjómanna, sem SVFÍ hefur gengist fyrir hafa ver- ið fjölsótt og færri komist að en vildu. Upplýsingar varðandi nám- skeiðin verða gefnar á skrifstofu SVFÍ, í síma 27000 eða í skóla- skipinu Sæbjörgu I síma 985 20028. Skipið liggur við Örfiris- ey, undan fiskverkunarstöðinni Granda h.f. Sinfóníuhljómsveit ísiands mun meðal annas flytja tónverk eftir Jón Leifs á áskriftartónieik- unurn í kvöld. Verkið heitir „Þrjú óhlutræn málverk,“ og var samið á árunum 1955-’60. Önnur verk á efnisskránni eru Symhonie Concertante fyrir pí- anó og hljómsveit eftir Karol Szymanowski, sem höfundurinn tileinkaði vini sínum Arthur Ru- binstein. Einleikari verður pólski píanóleikarinn Elzbieta Zajac- Wiedner, sem nú er kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðasta verkið á efnisskránni verður svo Sinfónía nr. 2 í h-moll eftir rússneska tónskáldið Alex- ander Borodin, en þessi sinfónía er meðal þekktustu verka hans. Sóleyjarsamtökin Þjóðlegt almanak Sóieyjarsamtökin hafa nú þriðja árið í röð gefið út svonefnt Þjóðlegt almanak, með gömlu mánaðaheitunum. Að sögn útgef- enda er tilgangurinn sá að reyna að hefja þessi gömlu íslensku mánaðaheiti til vegs og virðingar á ný. Tilheyrandi ljósmyndir fj hveru tímatali og samkv gamla íslenska tímatalinu e miður Mörsugur en við af ho tekur Þorri, Freyjudaginn janúar sem jafnframt er Bó; dagur. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.