Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGHE) Unnur Björn Sigurjón Þuríður Austurland Byggðamálin í brennidepli Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir á næstunni til opinna funda þar sem byggðamálin verða í brennipunkti. Þar flytja ávörp fulltrúar af framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum m.a.: Unnur Sólrún Bragadóttir, Björn Grétar Sveinsson, Sigurjón Bjarnason og Þuríður Backman. Alþing- ismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson sitjafyrir svörum. Fund- irnir verða sem hér segir: Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Miðgarði. Djúpavogi, föstudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Félagsaðstöðunni. Breiðdalsvík, laugardaginn 10. janúar kl. 13.30 í Staðarborg. Stöðvarfirði, laugardaginn 10. janúar kl. 17.00 í Samkomuhúsinu. Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 14.00 í Skrúð. Eskifirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 20.30 í Valhöll. Neskaupstað, miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Egilsbúð. Seyðisfirði, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Herðubreið. Fundir verða síðar ákveðnir á Reyðarfirði og Borgarfirði. Fundirnir eru öllum opinir. Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð - Fjárhagsáætlun Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum Strandgötu 41, laugardaginn 10janúar kl. 10.00. Dagskrá: 1) Umræður um fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað 1987. Magnús Jón Arnason bæjarfulltrúi stýrir umræðum. 2) Onnur mál. Allir nefndarmenn og varamenn peirra hvattir til að mæta vel og stundvís- le9a- _________________________ Stjórn bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi boðar til fund- ar í Þinghóli, Kópavogi, mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi alþingis- kosningar. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. . Allir kjördæmisráðsfulltrúar hvattir til að mæta. stjornm. AB Norðurlandskjördæmi eystra Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verð- ur haldið sunnudaginn 11. janúar í Lárusarhúsi á Akureyri og hefst kl. 10 árdegis. Á dagskrá: 1) Ákveðinn framboðslisti til Alþingiskosninga. 2) Kosninga- undirbúningur, a) Málefnaáherslur, b) Útgáfa, c) Annað. 3) Stjórnmálaumræða eftir því sem tími leyfir. - Stjórn kjördæmisráðs. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Vinningar i hausthappadrætti ÆFAB. 1. nr. 2748, 2. nr. 5525, 3. nr. 6652, 4. nr. 3573, 5. nr. 6472, 6. nr. 4103 7 nr. 2744, 8. nr. 202, 9. nr. 233, 10. nr. 6370, 11. nr. 2885,12. nr. 3615, i 3. nr. 5332,14. nr. 2492,15. nr. 2669,16. nr. 234,17. nr. 997,18. nr. 4760,19 nr. 5868, 20. nr. 5953, 21. nr. 5611,22. nr. 6657, 23. nr. 251,24. nr 3347 25. nr. 6421, 26. nr. 4583, 27. nr. 824, 28. nr. 4582, 29. nr. 1381, 30. nr’ 3685,31. nr. 995, 32. nr. 4279, 33. nr. 4626,34. nr. 3689,35. nr. 3690,36. nr. 993,37. nr. 5952,38. nr. 5175,39. nr. 780,40. nr. 4557,41. nr. 772 42 nr. 3583, 43. nr. 1014, 44. nr. 4710, 45. nr. 1760, 46. nr. 196, 47. nr. 4278, 48. nr. 7493, 49. nr. 3723, 50. nr. 4708, 51. nr. 6096, 52. nr. 7161,53. nr! 791,54. nr. 6104,55. nr. 2056, 56. nr. 96, 57. nr. 3276, 58. nr 5951 59 nr 1000,60. nr. 2138, 61. nr. 6132,62. nr. 1390, 63. nr. 5362,64. nr 6159 65' nr. 2096, 66. nr. 6001. Vinninga skal vitja á Hverfisgötu 105 Reykjavík, s: 17500. A Tilkynning um námskeið Bókband Tíu vikna bókbandsnámskeið hefjast laugardag- inn 12. janúar og mánudagskvöld 12. janúar. Upplýsingar og innritun í síma 45700. Tómstundaráð Kópavogs Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Pétur Ragnarsson sundlaugavörður Ásgarðl 47 andaðist á Landakotsspítala 5. janúar. Guðríður Gunnarsdóttir Auðbjörg Pétursdóttir Gunnar Kristjánsson Ragna Pétursdóttir Hannes Stígsson Hafdís Pétursdóttir RobertClark Guðmundur Pétursson Þórey Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabarn. ÍÞRÓTTIR Handbolti Leikmenn Vals ekki í Flugleiðamótinu! Umdeild frestun á leik Víkings og Vals Handknattlciksdeild Vals sendi HSÍ í gær bréf þess efnis að leik- menn Vals myndu ekki leika með íslenska landsliðinu í Flugleiða- mótinu hér á landi í byrjun febrú- ar. Ástæðan er sú að leik Víkings og Vals í 1. deild sem fram átti að fara í gærkvöldi var frestað vegna Evrópuleikja Víkings um helgina og hefur verið settur á þann 9. febrúar, fjórum dögum eftir að Flugleiðamótinu lýkur. „Okkur var tilkynnt um ára- mótin að búið væri að fresta leiknum en allur undirbúningur liðsins undanfarið hafði miðast við að það væri í toppformi þegar kæmi að leiknum við Víking. Nú þurfum við að hafa okkar lands- liðsmenn á æfingum hjá okkur frá 1. febrúar vegna þessarar frest- unar,“ sagði Pétur Guðmunds- son hjá handknattleiksdeild Vals í samtali við Þjóðviljann í gær. Stjörnumenn óhressir Stjörnumenn í Garðabæ eru ekki heldur hressir með þá ákvörðun mótanefndar að fresta leik Víkings og Vals. Þeim var neitað um frestun á leik við Vík- ing í nóvember, sem fór fram tveimur dögum áður en þeir mættu Dinov Slovan frá Júgósla- víu í Evrópukeppni bikarhafa. Allar kringumstæður þá voru svipaðar og hjá Víkingum nú. Með leiknum við Val hefðu Víkingar leikið 4 leiki á 7 dögum, þ.e. deildaleiki sitt hvoru megin við Evrópuleikina tvo. Stjarnan lék í vetur 4 leiki á níu dögum, þar af seinni Evrópuleik sinn gegn Dinov Slovan frá Júgóslavíu tveimur sólarhringum eftir erfið- an leik við Víkinga í 1. deild, og fjórir þessara níu daga fóru í ferð í fyrri leikinn í Júgóslavíu. Svip- aðar aðstæður að flestu leyti. „Við vorum gáttaðir þegar við fréttum um þessa frestun því mál- ið er allt svipað og hjá okkur í vetur. Það virðist ekki vera sama hver á í hlut. Þennan hringlanda- hátt verður að stöðva og setja reglugerð um Evrópuleiki á næsta ársþingi HSÍ,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörn- unnar. „Ekki spurðir“ Víkingar neituðu Stjörnunni um frestun á sínum tíma. „Við töldum okkur þurfa að fá þann leik í vikunni á milli Evrópuleikja hjá okkur,“ sagði Hallur Halls- son formaður handknatt- leiksdeildar Víkings. „Við vorum ekki spurðir álits, okkur var til- kynnt að búið væri að fresta Ieiknum,“ sagði Pétur Valsmað- ur um frestunina nú. „Þetta tilfelli“ „Okkur fannst rétt að fresta í þessu einstaka tilfelli. Víkingar þurfa að leika tvo erfiða Evrópu- leiki á þremur dögum og það veg- ur þyngst í þessu. En hinsvegar erum við í mótanefndinni ekki hressir með að Víkingar skyldu ekki hafa samráð við okkur og Valsmenn þegar þeir voru að semja um að fá báða leikina við Gdansk hér á landi. Þeir ákváðu leikdagana, og síðan fengum við það verkefni að ákveða um frest- un. Stjarnan lék heima og heiman og þá horfir málið dálítið öðruvísi við,“ sagði Jón H. Guð- mundsson formaður mótanefnd- ar HSÍ. Reglugerð vantar Eins og Jón Ásgeir bendir á þarf að setja skýra reglugerð um Evrópuleiki. í mörgum löndum, m.a. Júgóslavíu, gilda ákveðnar reglur um frídaga á undan Evr- ópuleikjum. Fjórir dagar í Júg- óslavíu, og sama t.d. í Vestur- Þýskalandi. En í Evrópukeppni er jafnan reiknað með að leikið sé á sunnudögum. íslensk lið hafa hinsvegar oft samið um aðra leikdaga, sérstaklega þegar báðir leikirnir hafa farið fram hér heima eða erlendis. Frá og með næsta vetri þarf að vera tryggt og fært í lög að íslensk lið sem leika í Evrópukeppni þurfi ekki að leika deilda- eða bikarleik síðustu þrjá dagana á undan. Með slíkri reglu- gerð væri líka mótanefnd með frjálsari hendur, þá væri leikjum sjálfkrafa frestað og hún væri laus við krítískar ákvarðanir eins og þær sem hún hefur tekið í vetur. Þá lægi líka ljóst fyrir með löngum fyrirvara hvaða leikir yrðu færðir til, komið væri í veg fyrir leiðindamál eins og þau sem skotið hafa upp kollinum í vetur og þeir sem eru í forystu hjá HSÍ og handknattleiksdeildunum gætu einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir - sjálfum handboltanum. _VS Handbolti Atii og Þorbergur tilbúnir Atli Hilmarsson og Þorbergur Aðalsteinsson hafa tilkynnt að þeir gefl kost á sér í undirbúning landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. Atli ákvað sl. vor að taka ekki þátt í þessum undirbúningi. Hann átti þá við slæm meiðsli að stríða og treysti sér ekki í það stranga prógramm sem framund- an var. Þorbergur var ákveðinn í að enda feril sinn með landsliðinu í heimsmeistarakeppninni í Sviss en honum hefur nú snúist hugur. Ljóst er að Atli verður með á Flugleiðamótinu hér á landi í byrjun febrúar og gegn heims- og ólympíumeisturum Júgóslava síðar í þeim mánuði. Þorbergur er handarbrotinn og enn óljóst hvenær hann kemst í gang. _VS Námskeið í vökvakerfum Ætlað starfandi málmiðnaðarmönnum og vél- stjórum verður haldið dagana 17. til 27. janúar á Iðntæknistofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 12.000.- Innifalin eru ítarleg námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. fm 3 FRÆÐSLUMIÐSTOÐ IÐNAÐARINS ii? Leiga og losun 'I' ruslagáma Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í að leigja og losa ruslagáma staðsetta á 4 stöðum í borginni. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3 Reykjavík gegn kr. 5 þús. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 28. janúar n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Starfsmaður óskast Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að ráða sálfræðing eða félagsráðgjafa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 96-25880 kl. 11-12 daglega. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar 1987. Félagsmálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.