Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 9
Norðurlandabúar eru þekktir um all- an heimfyrir iðn- hönnun sína. ís- lendingar hafa ver- ið aðfeta ífótspor þeirra og árangur- inn er óðum að koma í Ijós ff"’" ; "1 Stacco Péturs Lútherssonar vakti mikla athygli á sýningu í Bella Center og er nú framleiddur í mörgum löndum. Stóll Sveins Kjarvals vakti mikla athygli þegar hann kom á markað og aflaði höfundi frægðar. Því miður ekki í framleiðslu ( dag. Sóley Valdimars Harðarsonar: ótal verðlaun víða um heim. Fellistóll sem hlotið hefur Islensk iðnhönnun á tímamótum öll þekkjum við það orð sem fer af frændum okkar Dönum á sviði hönnunar húsgagna og annarra hluta til heimilis- þarfa. Dönsk hönnun er þekkt um heim allan og færir þeim gjaldeyristekjur í gífurlegum fjárhæðum. Þau gæði sem Danir og ekki síður Finnar hafa náð á þessu sviði er ekki einnar nætur verk. Þau eru ár- angur af áratuga þróunar- vinnu, sem stöðugt er hlúð að eftirföngum. Sá grunnur sem góð vara bygg- ir á er hönnun hennar. Þetta er tiltölulega nýtt orð í íslensku máli en hugsunin á bak við það á sér áratuga hefð á Norðurlöndum. Húsgagnahönnuðir hafa borið hróður landa sinna víða: Aivar Aalto, sem tókst að formspenna finnska birkið og búa til húsgögn sem enn eru framleidd eftir hans frumteikningum. Louis Paulsen sem hannaði tímamóta lampa á 3. áratug aldarinnar og enn fást hér í verslunum. N. O. Möller sem teiknaði frægan borðstofustól árið 1951 og hefur sá verið fram- ieiddur í tugþúsunda vís í 10 út- gáfum. Hans J. Wegner sem teiknað hefur sérstök raðsófasett og allir þekkja sem berja augum. Carl Malmsten sem setti á mark- aðinn hvítmáluð furuhúsgögn á millistríðsárunum, sem enn í dag eru tákn um það besta í sænskum húsgagnaiðnaði. Þróun hefst hér íslensk iðnhönnun á sér ekki langa sögu. Telja má Guðmund Einarsson frá Miðdal einn frum- herjanna, en hann stofnaði List- vinahúsið árið 1927 og safnaði þar um sig fólki sem hafði áhuga á íslenskum listiðnaði. Hann hóf fjöldaframleiðslu á keramiki og sýndi m.a. á Heimssýningunni í New York árið 1939. Notaði hann mikið Búðardalsleirinn, sem íslenskir listamenn hafa til- einkað sér á síðari árum. íslenskt handverk er jafngam- alt byggð í landinu. Hagleiks- menn hafa alltaf verið til með þjóðinni en nú var komið að því að yfirfæra það í fjöldafram- leiðslu. Upphaf þess að farið var að framleiða íslensk húsgögn var för þriggja ungra húsgagnasmiða til Þýskalands í upphafi 3. áratug- arins. Friðrik Þorsteinsson lauk námi árið 1922, Jónas Sólmunds- son og Garðar Hall um 1930. Síð- ar fylgja fleiri handverksmenn í kjölfarið og áttu drýgstan þátt í þeirri þróun sem í dag er að skila okkur hönnuðum og fram- leiðendum á heimsmælikvarða. Jónas Sólmundsson rak 1. flokks húsgagnaverkstæði í hálfa öld og Helgi Hallgrímsson varð fyrstur manna til að setja á stofn teikni- stofu sem einvörðungu hannaði húsgögn og innréttingar. Þeir unnu saman að mörgum verkefn- um. Brösótt ganga Það verður ekki sagt að þessir frumkvöðlar hafi skotið rótum í frjóum jarðvegi. Vissulega voru margir sem vildu kaupa vandaða vöru en mest af íslensku fram- leiðsiunni voru húsgögn sem stæld voru eftir erlendum fyrir- myndum. Hugsjónamenn á hús- gagnaverkstæðunum ruddu efni- legum hugmyndum braut og má nefna ýmsa gripi eftir Svein Kjar- val, m.a. í Naustinu í því sam- bandi. Félag húsgagnaarkitekta er stofnað 1955 og stóð það fyrir mörgum sýningum og útgáfu- starfsemi til að efla skilning manna á íslenskri iðnhönnun. Fyrsta viðurkenningin sem ís- lenskt húsgagn hlaut mun vera stóll Gunnars H. Guðmunds- sonar, sem hreppti gullverðlaun á sýningu í Munchen árið 1961. Síðan hafa mörg fýlgt í kjölfarið. EFTA aðildin Þegar við gengum í Fríverslun- arbandalag Evrópu opnuðust flóðgáttir innflutnings og íslensk- ur húsgagnaiðnaður naut ekki lengur þeirrar verndar sem hann hafði notið um áratuga skeið. Húsgagnavinnustofur höfðu skipt tugum á Reykjavíkursvæð- inu en á fáum árum hurfu þær flestar af sjónarsviðinu. Með til- komu aukins innflutnings fóru ís- lendingar að kynnast verkum eftir heimsfræga hönnuði eins og Aalto, Jakobsen, Wegner, Cor- busier, Macintosh, Magistretti, Sarpaneva, Virkkala o.fl. Við samanburð á þessum vörum, sem framleiddar voru eftir hágæða- staðli, kom auðvitað í ljós að ís- lensku afurðirnar fölnuðu. Handverkið var út af fyrir sig vandað en hönnuninni var ábóta- vant. Þetta varð til þess að hönnuðir, sem höfðu streymt heim frá námi á árunum eftir 1970 og handverksmenn ákváðu að taka höndum saman. Á síð- ustu árum hefur svo þriðji hlekk- urinn bæst í þessa þríeinu keðju: markaðssérfræðingar. Nú er svo komið að íslenskar vörur eru farnar að slá í gegn hér heima og annars staðar um heim. Það telst ekki lengur fréttaefni þegar íslensk hönnun fær viður- kenningu erlendis. Stacco stóll Péturs Lútherssonar er nú fram- ieiddur í hundruð þúsunda ein- tökum um heim allan. Sama er að segja um Sóleyjarstól Valdimars Harðarsonar, en hann hefur fengið viðurkenningar æ ofan í frá því hann kom fyrst á markað. Núna hefur það loks gerst að ís- lenskur textflhönnuður, Jóna S. Jónsdóttir fær fjöldaframleitt eftir sig gluggatjaldaefni fyrir forgöngu eins ötulasta talsmanns íslenskrar og danskrar hönnunar nú um stundir, Eyjólfs í Epal. Hins vegar er umhugsunarefni hve stjórnvöld, bankamenn og forráðamenn sjóða eru aftarlega á merinni í þessum efnum. Á bak við sjálfsagða hluti eins og stól, Bjartsýnn á framtíðina Eyjólfur Eðvaldsson húsgagnaframleiðandi: Hefátt mikið oggottsamstarf við íslenska hönnuði. Árangurinn farinn að koma í Ijós. Við höfum átt mikið og gott samstarf við íslenska húsgagna- hönnuði allt frá því ég hóf rekstur minnar smíðastofu og það hefur verið lærdómsríkurtími. Mest hef ég starfað með Þétri Lútherssyni en það má segja að nýju VIVA skrifstofuhúsgögnin séu þau sem virkilega ætla að slá í gegn, sagði Eyjólfur Eðvaldsson hús- gagnasmiður og eigandi sam- nefndrar smíðastofu á Ártúns- höfða. Það var árið 1978 sem Eyjólfur keypti hið víðfræga húsgagna- verkstæði Jónasar Sólmunds- sonar, sem hefur smíðað húsgögn eftir marga góða hönnuði. „Verkstæði Jónasar hafði getið sér afar gott orð þegar það var upp á sitt besta og við höfum kappkostað að starfa í sama anda. Hjá mér starfa flestir af þeim sem voru hjá Jónasi þegar ég tók við og við höfum lagt allan okkar metnað í vandaða vinnu. Kröfur kaupenda hafa verið að aukast með aukinni samkeppni og kynnum af gæðaframleiðslu. Þær kröfur verðum við að stand- ast“. Breytist húsgagn mikið frá því hönnuðurinn skilar inn fyrstu hugmyndum þangað til varan er framleidd? „Það er mjög misjafnt en venjulega tekur 8-12 mánuði að þróa vöruna á verkstæðinu. Þar er um mjög nána samvinnu okkar og hönnuðarins að ræða og grundvallaratriði er að hann hafi skilning og þekkingu á þeim að- stæðum sem ríkja á verkstæðinu. Velgengni Péturs Lútherssonar liggurm.a. í þessu. Hönnuðurinn verður að vera tilbúinn að breyta út af einstökum atriðum og að- laga sitt verk þörfum fram- leiðslunnar. En um leið má ekki slá af kröfum og láta þarfir verk- stæðisins ganga fyrir öllu. Þar þarf að mætast á miðri leið“. Hvernig er búið að svona þró- unarstarfi hér á landi? „Afar illa. Ég sótti um styrk til Iðnlánasjóðs á sínum tíma og fékk synjun. Síðan hef ég látið slíkar stofnanir í friði. Þetta gerir það auðvitað að verkum að hönnuðir koma sínum hugmynd- um ekki í framleiðslu því langur tími getur liðið áður en nokkur þeirra sem vinnur verkið fær krónu í sinn hlut“. Finnst þér íslenskri hönnun og framleiðslu hafa vaxið fiskur um hrygg? „Já, það hefur meiri gróska hlaupið í þetta síðustu árin. Fyrir 5-8 árum var mikill áróður rekinn gegn innflutningi á húsgögnum sem þróaðist upp í andróður gegn greininni hér heima. Aukinn innflutningur hefur gert það að verkum að húsgagnavinnustofum hefur fækkað stórlega en hins vegar eru þeir sem eftir lifa betur í stakk búnir að markaðsfæra sína vöru. Áður framleiddu menn án þess að þurfa að hugsa um mark- aðsfærsluna en núna verður þetta að haldast í hendur. Til þess að gera vöruna hæfari til sölu verður að vanda hönnunina og gera strangar gæðakröfur til fram- leiðslunnar. Ef síðan koma til góðir söluaðilar, eins og t.d. Epal sem hefur einvörðungu á boð- stólum góða vöru, stendur ekki á kaupendunum eins og dæmin sanna.“ Og þú ert bjartsýnn á framtíð- ina? „Ég get ekki verið annað en bjartsýnn. Ef okkur lánast að gera miklar kröfur til íslenskrar hönnunar og framleiðslu þurfum við engu að kvíða. Við eigum Eyjólfur Eðvaldsson í samnefndri smíðastofu: Velgengni Péturs Lútherssonar byggist m.a. á því að hann þekkir þarfir framleiðslunnar. Ljósm. E.ÓI. gluggatjöld eða blómavasa liggur gífurleg vinna hönnuðarins og framleiðandans og þeir þurfa að strekkja sultarólina til að lifa af þróunartímabilið. Flestir leggja raunar aldrei út f þá óvissu og þess vegna liggja margir hlutir í glatkistum fortíðarinnar sem ella gætu glatt augað, borið hróður íslenskrar hönnunar frekar um heim og síðast en ekki síst skilað drjúgum upphæðum í gjaldeyris- sjóð landsmanna. Vonandi fer Eyjólfur að hress- ast. Við enim að hasla okkur völl Jóna S. Jónsdóttir textíl- hönnuður: Vonandi upp- haffleiri tœkifæra hjá ís- lenskum hönnuðum Kannski má segja að þessi framleiðsla á textíl eftir mig sé tákn um það að íslensk hönnun sé á réttri leið. Það helur átt sér stað ör þróun á síðustu árum og það er engin ástæða til að halda að sú þróun stöðvist. íslenskir hönnuðir hafa vakið athygli utan landsteinanna og þar virðast þeir fá tækifærin sem oft vantar hér heima, sagði Jóna S. Jónsdóttir textílhönnuður, en nýlega kom á markað gluggatjaldaefni eftir hana, fjöldaframleitt í Hollandi. „Upphaf þessa máls var það að nemendum Myndlista- og hand- íðaskólans í textfldeild var gefið tækifæri til að spreyta sig á mynd- verki í nýja Útvarpshúsinu. Mér fannst þetta heillandi verkefni og ákvað að setja þar upp textflverk Jóna S. Jónsdóttir við verk sitt Gárur, sem Eyjólfur í Epal kom í fjöldaframieiðslu. Ljósm. E.ÓI fullri stærð, í fullri stærð, 2.8x7.0 metrar. Þetta var þrívíddarverk og bak- grunnurinn var þetta munstur sem nú hefur hiotið nafnið Gárur og er nýlega komið á markað hjá Epal hf í Ármúla. Eyjólfur í Epal hafði haft spurnir af þessu verki mínu í útvarpshúsinu og leist vel á. Hann hafði því samband við mig og spurði hvort ég væri tilbú- in í að gera prufur í nokkrum litum og senda út. Eyjólfur hefur haft viðskipti við danska textfl- fýrirtækið Kvadrat og það hafði milligöngu um að hollensku fyrir- tæki var falið að þrykkja munstr- ið mitt í gluggatjöld". Ertu ánœgð með árangurinn? „Já, ég er það. Áferðin er eins lík handþrykki og hugsast getur og litir, sem ég blandaði hér heima, koma mjög vel út. Þá nota þeir bómullarvef, sem er fyrsta flokks, en það er auðVitað afar þýðingarmikið að grunnefnið sé gott og vandað“. Hefði ekki verið hœgt að gera þetta hér heima? „Nei, hér eru engar verksmiðj- ur sem geta gert slíka hluti. Hing- að til höfum við algjörlega verið háð innflutningi á fjöldafram- leiddum textfl og ég vona bara að í framhaldinu hugsi framleiðend- ur sér til hreyfings hér heima því nóg er til af hönnuðum sem liggja með margar góðar hugmyndir". Áttirðu von á þvíþegarþú sast í skólanum að þú yrðirfyrsti textíl- hönnuðurinn sem fengi það tœki- fœri að fá fjöldaframleiðslu á þinni hugmynd? „Nei, aldeilis ekki. Ég var ein- faldlega svo heppin að Eyjólfur í Epal hafði áhuga á því sem ég var að fást við og vildi koma þessu á framfæri. Ég rek ásamt fjórum öðrum vinnustofu í Þingholts- strætinu og þar seljum við hand- þrykktan textfl í ýmsum gerðum. Fjöldaframleiðsla hefur aldrei verið á döfinni, en mér finnst það af hinu góða að ísienskt listafólk skuli fá svona tækifæri". Hverju breytir þetta fyrir þig, Jóna? „Það er erfitt að segja á þessu stigi og fer sjálfsagt allt eftir undirtektum kaupenda. Ég hef aldrei getað lifað af list minni og draumurinn hefur alltaf verið sá að geta helgað mig textflvinn- unni. Gárurnar mínar eiga víst að fara á markað erlendis auk þess sem þær fást hér heima og ég vona bara að sem flestum líki hu- gverkið og handbragðið," sagði Jóna S. Jónsdóttir. góða hönnuði og góða hand- verksmenn og á síðustu árum höfum við loksins borið gæfu til að beita réttum aðferðum við markaðssetningu heima og er- lendis. Þetta er sá grunnur sem allt þetta mál byggist á“. —v. ARGUS/SlA UTFLVTJANDI! ER TRYGGT AÐ ERLENDI KAUPANDINN STANDI SKIL Á GREIÐSLUM? NV ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKA ÚTFLYTJENDUR Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu — ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir eiga á erlenda viðskiptamenn. Með ótflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í rekstrinum vegna vanskila. IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings- ábyrgð en í henni felst: • Að taka að sér að tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutn- ingslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum. • Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum eða þjónustu. Otflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek- ur til viðskiptaáhættu og stjórnmála- áhættu og tryggir útflytjandann að 80% ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess- um ástæðum. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er framseljanleg til banka eða annarra lána- stofnana. Með þeim hætti getur útflytj- andi aukið lánstraust sitt í viðskiptabanka sínum. Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun, mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% — 1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend- ingar eða andvirði þjónustugreiðslu. Með þessari nýju þjónustu, sem eykur öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn- lánasjóður leggja sitt af mörkum til að örva og efla íslenskan útflutning. Skrifið eða hringið eftir upplýsinga- bæklingi og umsóknareyðublöðum. IÐIMLANASJOÐUR IÐNAÐARBANKINN Lækjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.