Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR íifynd^Eró^nSSOn S*<orar ^ Sigmari Þresti markverði Stjörnunnar. Sigmar varði síðan trá honum á örlagastundu í lokin 1. deild Mögnuð markvarsla! Þórir bjargaði Blikum - Sigmar Stjörnunni Þórir Siggeirsson varamark- vörður Breiðabliks forðaði liði sínu frá tapi gegn Stjörnunni í gærkvöldi - varði hörkuskot Gylfa Birgissonar 2 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölurnar í raf- mögnuðum leik urðu því 22-22, dýrmætt stig í súginn hjá Blikum en eitt stig var betra en ekkert fyrir þá úr því sem komið var. En það var markvörður Stjörn- unnar, Sigmar Þröstur Óskars- son, sem átti drýgstan þátt í að Blikarnir fóru ekki með sigur af hólmi. Hann gjörsamlega Iokaði marki Garðbæinga í seinni hálf- leik, varði þá 13 skot og Blikar skoruðu aðeins 5 mörk í hálf- leiknum eftir að hafa leitt 17-15 í hléi. Eins og hálfleikstölurnar bera með sér voru varnarleikur og markvarsla liðanna afar bágborin í fyrri hálfleik. Þá sáust hinsvegar skemmtileg tilþrif í sóknarleik þeirra, sérstaklega hjá Blikum, en mistökin voru samt mörg á báða bóga. Þetta snerist síðan gersamlega við í seinni hálfleik og lokamínúturnar voru ótrúlega spennandi - Stjörnumenn voru manni fleiri síðustu 70 sekúnd- urnar en náðu ekki boltanum fyrr en Sigmar varði frá Jóni Þóri 26 sek. fyrir leikslok. Hjá Blikum voru bræðurnir Aðalsteinn og Björn bestu menn ásamt hinum skemmtilega Jóni Þóri og Þórir varði vel í seinni hálfleik. Hafsteinn Bragason sýndi skemmtileg tilþrif hjá Stjörnunni og Gylfi var drjúgur í fyrri hálfleiknum. -VS 1. deild Dýimætt hjá KR Það voru aðeins spennandi lokam- ínútur sem héldu athygli áhorfenda í leik Fram og KR. Eftir mikinn darr- aðardans á lokamínútunum tókst KR- ingum að knýja fram dýrmætan sigur 21-22. Laugardalshöll 7. janúar Fram-KR 21-22 (11-9) 2-0, 6-2, 7-9, 11-9, 11-12, 15-13, 15-16,17-17,19-18,19-21,21-21.21- 22 Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 6, Agnar Sigurðsson 6 (4v), Hermann Björnsson 4, Jón Árni Rúnarsson 2, Júlíus Gunnarsson 1, Óskar Þor- steinsson 1 og Ragnar Hilmarsson 1. Mörk KR: Sverrir Sverrisson 7 (1v), Jóhannes Stefánsson 5 (2v), Konráð Olavsson 4 (1v), Guðmundur Alberts- son 3, Ólafur Lárusson 1, Guðmundur Pálmason 1 og Friðrik Þorbjörnsson 1. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Óli Ólsen - slakir. Maður leikslns: Sverrir Sverrisson, KR. Þegar um 5 mínútur voru til leiks- loka var staðan 19-19. KR-ingar skoruðu þá 2 mörk í röð og Framarar svöruðu með marki þegar tæp mínúta var til leiksloka og Jón Árni Rúnars- son jafnaði fyrir Fram þegar 35 sek- úndur voru eftir. Það var svo Guð- mundur Albertsson sem skoraði sigurmark KR þegar rúmar 25 sek- úndur voru til leiksloka. Framarar reyndu ákaft að jafna, en tíminn var' of naumur. Þrátt fyrir spennandi lokamínútur var leikurinn lengst af frekar ómerki- legur. Bæði liðin gerðu sig sek um mikið af klaufavillum. KR-ingar mis- notuðu 3 vítaköst auk fjölda hraða- upphlaupa. Sverrir Sverrisson átti góðan leik hjá KR og Konráð Olavs- son stóð sig vel. Bestir í liði Fram voru Birgir Sig- urðsson og Per Skaarup sem var sterkur í vörninni. -Ibe. Digranes 7. janúar Stjarnan-UBK 22-22 (15- 17) 4-1, 6-3, 6-8, 10-9, 10-12, 13-13, 14-16, 15-17- 15-18, 19-19, 19-21, 21-21,21-22, 22-22. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 6(5v), Gylfi Birgisson 5, Hafsteinn Bragason 5, Skúli Gunnsteinsson 2, Sigurjón Guðmundsson 2, Einar Ein- arsson 2. Mörk UBK: Aðalsteinn Jónsson 6, Jón Þórir Jónsson 5, Kristján Halldórs- son 4, Björn Jónsson 2(1 v), Sigþór Jó- hannesson 2, Svavar Magnússon 1, Magnús Magnússon 1, Þórður Da- vlðsson 1. Dómarar: Þorgeir Pálsson og Guð- mundur Kolbeinsson - sæmilegir. Maður leikslna: Sigmar Þröstur Óskarsson, Stjörnunni. 1. deild Brast í 25.! Magnús varði vítakast Eggerts á síðustu sekúndu og FH vann Eggert Tryggvason, KA- maðurinn ungi, hafði skorað úr 24 vítum í röð í 1. deild þegar hann stóð augliti til auglitis við Magnús Árnason markvörð FH þegar leiktíma var lokið í leik lið- anna á Akureyri í gærkvöldi. Staðan var 22-23, FH í hag, og Eggert fékk gullið færi til að tryggja KA stig. En svo bregðast krosstré sem önnur, Magnús gerði sér lítið fyrir og varði skot hans, og tryggði FH með því efsta sætið í 1. deild. Leikurinn var æsispennandi og skemmtilegur allan tímann og stemmningin gífurleg hjá um eitt þúsund áhorfendum sem troð- fylltu íþróttahöllina. Sterkar varnir, einkum hjá FH, ein- kenndu leikinn lengst af en undir lokin virtist allt búið hjá KA þeg- ar Hafþór Heimisson og Jón Kristjánsson voru horfnir af leikvelli með rauð spjöld. En stigið var samt grátlega nærri. Magnús var hetja FH, góður allan tímann og endapunkturinn frábær. Þorgils Óttar var í aðal- hlutverki í vörn og sókn Guðjón lék vel seinni hlutann, Oskar var sterkur í vörn og Gunnar drjúgur í horninu og hraðaupphlaupum. Friðjón skoraði drjúgt fyrir KA en gerði mistök inná milli. Guðmundur lék vel á línunni í seinni hálfleik, Jón var sterkur, Pétur Bjarnason ógnandi og Haf- þór drjúgur í vörninni. -K & H/Akurey ri Akureyri 7. janúar KA-FH 22-23 (9-10) 3-3, 3-5, 4-8, 7-8, 8-10, 9-10 - 10- 10,10-13,11-15,14-15,17-16,18-17, 18-19, 20-19, 20-22, 21-23, 22-23. Mörk KA: Friöjón Jónsson 8, Jón Kristjánsson 5, Eggert Tryggvason 4(4v), Guðmundur Guðmundsson 3, Axel Björnsson 2. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 6, Gunnar Beinteinsson 4, Óskar Ár- mannsson 4, Hóðinn Gilsson 4, Guðj- ón Árnason 3, Óskar Helgason 1, Pét- ur Petersen 1. Dómarar: Árni Sverrisson og Krist- ján Sveinsson - slakir. Maður leikslns: Magnús Árnason, FH. Staðan í 1. deild karla í handknattleik: FH 11 8 1 2 277-242 17 Víkingur 10 8 1 1 233-209 17 Brelðablik.. 11 7 2 2 250-240 16 Valur 10 5 2 3 250-220 12 KA 11 5 1 5 255-259 11 Fram 11 5 0 6 259-251 10 Stjarnan 114 2 5 279-262 10 KR 114 0 7 219-245 8 Haukar 112 2 7 229-263 6 Ármann 11 0 1 10 214-274 1 Markahæstir: SigurjónSigurðsson, Haukum .75 Hannes Leifsson, Stjörnunni. .66 Gylfi Birgisson, Stjörnunni 64 Konráð Olavsson, KR .58 ÓskarÁrmannsson, FH... .57 1. deild Fyrsta stigið! ✓ Armann missti 7 marka forskot Ármenningar fengu sitt fyrsta stig í 1. deild í gærkvöldi þegar þeir náðu Hafnartjöröur 7. janúar Haukar-Ármann 20-20 (7- 14) 2-1, 2-5, 5-6, 6-12, 7-14 - 11-15, 13-16, 16-17, 18-20, 20-20. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurösson 11 (4v), Árni Sverrisson 3, Helgi Harð- arson 2, Sindri Karlsson 1, Jón Örn Stefánsson 1, Ingimar Haraldsson 1, Pótur Guðnason 1. Mörk Ármanns: Óskar Ásmunds- son 7(3v), Bragi Sigurðsson 5, Þráinn Ásmundsson 4, Haukur Haraldsson 2, Egill Steinþórsson 1, Einar Naabye 1. Dómarar: Kjartan Steinbach og Ólafur Steingrímsson - nokkuö góðir. Maður leikslns: Sigurjón Sigurðs- son, Haukum. Handbolti Kvennahandbolti Stjaman slapp! Stjarnan slapp með skrekkinn og stal sigrinum gegn Víkingi á síðustu stundu í 1. deild kvenna í Digranesi í gærkvöldi. Guðný Gunnsteinsdóttir skoraði sigur- mark Garðbæinga, 16-15, þegar aðeins 18 sekúndur voru til leiks- loka en Vfldngar voru skárri aði- inn í spcnnandi lcik og hefðu átt skilið sigur. Staðan var 7-7 í hálf- leik. Víkingsliðið spilaði vel og þær Vil- borg Baldursdóttir og Sigrún mark- vörður Ólafsdóttir voru bestar. Stjörnustúlkur voru óheppnar með skotin og gerðu sig sekar um mörg klaufabrot. Fjóla Þórisdóttir varði mark þeirra með prýði. Mörk Stjörnunnar: Erla 5(4v), Hrund 3 Steinunn 2, Guðný 2, Margrét 2, Brynhildur Mörk Vfkings: Inga Lára 5(1v), Vilborg 4, Jóna 3, Sigurrós 2, Eiríka 1, Hrund 1. -MHM Konrað valinn í OL-hópinn óvænt jafntefli við Hauka, 20-20, í Hafnarfirði. Reyndar má segja að Haukar hafi óvænt náð jöfnu því Ár- mann lciddi 14-7 í hálfieik. Haukar jöfnuðu þegar mínúta var eftir og náðu síðan boltanum en skot Helga Harðarsonar úr aukakasti í lokin var varið. í fyrri hálfieik sýndu Ármenningar baráttu sem ekki hefur oft sést hjá þeim í vetur. Áhugaleysi einkenndi þá leik Haukanna en þeir rifu sig upp í seinni hálfleik og náðu að jafna. Mikil barátta einkenndi lokamínúturnar og Haukar fengu góð tækifæri til að jafna áður en það tókst. Bragi Sigurðsson átti stórleik hjá Ármanni í fyrri hálfleik en týndist síð- an. Þráinn var einnig góður og smeygði sér oft laglega innúr horn- inu. Sama má segja um Árna Sverris- son hjá Haukum en þar var það þó Sigurjón Sigurðsson sem stóð uppúr. Hann reyndi ekki mikið að skjóta í fyrri hálfleik en var illstöðvanlegur í þeim seinni. -gsm Konráð Olavsson, hornamað- urinn efnilegi úr KR, er eini ný- liðinn í 22ja manna hópi sem val- inn hefur verið til æfinga fyrir ól- ympíuleikana í Seoul 1988. Fleiri ungir leikmenn með fáa landsleiki að baki eru f hópnum, svo sem Héðinn Gilsson, Bjarki Sigurðs- son og Guðmundur Hrafnkels- son. 1 hópnum eru einnig Kristján Sigmundsson, Einar Þorvarðar- son, Brynjar Kvaran, Jakob Sig- urðsson, Guðmundur Guð- mundsson, Bjarni Guðmunds- son, Karl Þráinsson, Geir Sveins- son, Þorgils Óttar Mathiesen, Hilmar Sigurgíslason, Kristján Arason, Sigurður Sveinsson, Sig- urður Gunnarsson, Páll Ólafs- son, Alfreð Gíslason, Júlíus Jón- asson, Atli Hilmarsson og Þor- bergur Aðalsteinsson. Þeir Steinar Birgisson og Þor- björn Jensson bætast hugsanlega við hópinn, sem síðan er opinn öllum þeim sem standa sig vel það sem eftir er af íslandsmótinu. -VS ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15 Knattspyrna Árni í Stjörnuna Árni Sveinsson, knattspyrnu- maðurinn kunni frá Akranesi, er genginn til liðs við 3. deildarlið Stjörnunnar og leikur með því næsta sumar. Árni er þrítugur og hefur leikið næstflesta Iandsleiki allra ís- lenskra knattspyrnumanna, 50 talsins. Hann hefur verið lykil- maður í Skagaliðinu mörg und- anfarin ár og ætti að vera góður styrkur fyrir ungt lið Garðbæing- anna. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.